Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 tilveran Miðstöð fyrir nýbúa Kristín Njálsdóttir er forstöðu- maður Upplýsinga- og menning- armiðstöðvar nýbúa. Miðstöðin er á fjárhagsáætlun Reykjavík- urborgar og rekin af borginni og er það eina sveitarfélagiö sem rekur slíka starfsemi. Kristín féllst á að segja blaðamanni Til- veru frá starfseminni. Túlkaþjónusta „Við erum með túlkaþjónustu og höfum milligöngu um það á öllum mögulegum tungumálum. Á skrá hjá okkur eru á milli 35 og 40 manns sem ekki eru endi- lega menntaðir túlkar. Þarna er um að ræða fólk sem hefur náð nægilega mikilli færni í íslensku til þess aö geta túlkað á báða vegu,“ segir Kristín. Virkt barnastarf Hjá miðstöðinni er virkt bamastarf og faglærðir kennar- ar frá hverju landi kenna börn- unum móðurmálið. Bömin eru auk þess aðstoðuö við að við- halda tungumálinu og menning- unni og halda áfram að læra meira um menninguna. Börnin sem koma í leshópinn einu sinni í viku eru taílensk, enskumæl- andi, spænskumælandi og kín- verskumælandi. Leshópar „Leshóparnir eru aðalgælu- verkefni mitt hér. Foreldrar og börn em afar ánægð með þá og fleiri bíða eftir að komast að. Börnin mæta hingað á laugar- dögum sjálfviljug en ekki vegna þess að foreldrarnir píni þau til þess,“ segir Kristin. Námskeið fyrir atvinnuiausa í miðstöðinni eru námskeið fyrir atvinnulausa útlendinga en það er sá hópur sem fær sama og enga þjónustu frá hinu opinbera. Þetta á sérstaklega við um fólk sem hefur búið hér þrjú ár éða skemur. Nýbúar sem missa vinnuna eftir að hafa unnið hér og greitt félagsgjöld og skatta fá engar atviijnúleysisbætur. Þetta gildir þó svo þeir séu búnir að vinna nægilega lengi til þess að vinna sér inn réttindi til at- vinnuleysisbóta. Þegar þetta fólk missir vinnuna missir það at- vinnuleyfið í leiðinni. Ráttindi eftir þrjú ár „Stjórnmálamenn eru ekki sammála því að þetta fólk eigi. rétt á bótum og vUja hafa þessi þrjú ár sem viðmiðun. Yfirleitt eru þetta einstaklingar sem eru giftir íslendingum og það skiptir ekki máli frá hvaða löndum fólk kemur ef það er frá löndum utan EES. Boltinn liggur núna hjá fé- lagsmálaráðherra. „Við sinnum þessu fólki með námskeiðahaldi. í ár eru fjögur sex vikna námskeið sem felast í því að læra íslensku og ýmislegt um íslenska þjóðfélagið ásamt hobbígreinum til þess að létta yf- irbragðið,“ segir Kristín. Fálagsstarfsemi „Þetta er mjög skemmtilegt starf finnst mér. Hér er einnig ötlug félagsstarfsemi. Við erum ekki að gera eitthvað fyrir fólk heldur erum meö markvissa hjálp til sjálfshjálpar. Ég tók frumkvæöið að fyrsta leshópn- um en eftir það tók fólkið sjálft frumkvæðið að næstu hópum. Það fær aðstöðu hér og getur ráðið kennara í vinnu. Níu félög eru með fasta aðstöðu hér hjá okkur. Filippseyingarnir eru til dæmis mjög duglegir með dans- hópa,“ segir Kristín. Jákvætt í Árborg Kristínu finnst framtak leik- skólans Árborgar mjög jákvætt og fleiri þyrftu að taka sig til og gera eitthvað svipað. Hún segir það treysta samstarfið og vekja at- hygli á því hjá börnum og foreldr- um hverjir eru á leikskólanum. -em Aukin víðsýni „Asísku konurnar eru mjög dug- legar að elda og þetta er mjög góð leið til þess að fá þær inn í leikskól- ann. Einnig höfum við sýnt teikni- myndir frá löndunum og miðlað upplýsingum um löndin og sýnt dansa. Okkur finnst þetta hafa tek- ist mjög vel. Börnin hafa beðið mjög spennt eftir þessum þemavikum. Þau vilja ekki missa af þessu og gera allt til þess að komast í leik- skólann. Þau sýna þessu miklu meiri áhuga heldur en við bjugg- umst við. Þessi fræðsla hefur aukið mikið víðsýni þeirra og starfsfólkið hefur skemmt sér vel,“ segir Hjör- dís. -em Þemadagar um fimm þjoðlond a Aukið sjálfs- traust hjá ný- búabörnunum „Við ákváðum að halda fræðslu- vikur um lönd barnanna þar sem níu nýbúabörn eru hjá okkur á dag- heimilinu. Við vildum að þeirra menning, sem hefur verið falin, kæmi fram í dagsljósið. Við ákváð- um að tileinka hverju landi eina viku og byrjuðum á Frakklandi. Þar á eftir fór fram fræðsla um Suður- Kóreu, Bretland, Taíland og ísland," segir Hjördís Fenger, leikskólastjóri í leikskólanum Árborg í Árbæjar- hverfi, en þar standa yfir þemavik- ur um fimm þjóðlönd. Hjördísi finnst ekki nóg gert fyrir nýbúa- bömin og tækifæri þeirra eru ekki mörg til þess að tala um og deila sinni menningu með hinum börn- unum. Oft er það svo að börnin hafa einhvers konar minnimáttarkennd yfir þvi að koma frá öðrum löndum og vilja því ekki tala móðurmál sitt né deila sínum siðum. ekki talað sitt tungumál en þær stóðu upp og sungu fyrir hina krakkana á taílensku og töluðu taí- lensku við munkinn," segir Hjördís. Kókoshnetur smakkaðar í síðustu viku voru lesnar búddískar dæmisögur fyrir börnin. Á þemadögum um Filippseyjar fengu krakkarnir að heyra um hvernig eyjarnar urðu til í baráttu á milli tveggja tröllskessa. Börnin fá að skoða hluti og mat frá landinu sem verið er að fjalla um hverju sinni. Þau fengu til dæmis að smakka mangóávöxt og kókoshnet- ur. Bænir taílenska munksins Krakkarnir æfa lögin á hverjum degi. Á miðvikudag kom taílenskur munkur í heim- sókn á Árborg og börnin fengu að syngja með hon- um. Börnin fengu að prófa munka- kufl og hlusta á hvernig hann bið- ur. í síðustu viku kom taílenskur dansari sem dans- aði fyrir krakkana og sýndi þeim hvern- ig taílenskar dúkkur eru klæddar. Þemadög- unum lýkur með matar- kynningu á fóstudögum. í þeim tilfellum hafa foreldr- arnir komið og eldað þar- lendan mat. Meistari Jakob á taílensku Farið var í heimsókn til mæðra barnanna og lagt á ráðin hvernig kynna skyldi landið. Mánudagarnir voru teknir í að kynna löndin. Leik- skólakennararnir skiptu á milli sín að afla þekkingar um hvert land um sig og miðla síðan börnunum ein- földum staðreyndum og fróðleik. Börnin fengu síðan að lita fána allra landanna og syngja eitt til tvö lög frá hverju iandi. Oft eru það lög sem þau þekkja eins og Höfuð, herðar, hné og tær og Meistari Jakob. Börn- in hafa einnig lært að heilsa og segja takk á þessum tungumálum. Á þriðjudögum voru lesin ævintýri frá löndunum sem foreldrarnir þýddu fyrir leikskólann. Sungu fyrir hina „Sjálfstraust nýbúabarnanna hef- ur aukist mikið við það að fá að tala um menningu sína. Einn af strákun- um hefur aldrei viljað minnast á menningu móður sinnar en núna vill hann allt í einu ræða hana af ákafa. Tvær taílenskar systur hafa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.