Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAl 1996 Utlönd Leitarmenn römbuðu á flugrita DC-9 vélarinnar í fenjum Flórída: Stærstu líkamsleifarnar sem fundist hafa eru hné Starfsmenn bandaríska loftferðaeftirlitsins halda hér á poka sem hefur að geyma flugrita DC-9 vélarinnar sem fórst í fenjum flórída á laugardag. Símamynd Reuter Menn frá bandaríska loftferðaeft- irlitinu hófu í gærkvöldi að rann- saka flugrita DC-9 vélarinnar frá flugfélaginu ValuJet sem fórst í fenjalöndum Flórída á laugardag með 109 manns innanborðs. Rann- sókn á flugritanum mun væntan- lega gera mönnum ljóst hvað gerðist síðustu mínúturnar áður en vélin stakkst til jarðar og hvarf bókstaf- lega í fenin, skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Miami. Það var ekki fulkomnum tækja- búnaði sjóhersins að þakka heldur hreinni heppni að flugritinn fannst. Einn leitarmanna rak fótinn í hann þar sem hann óð um í vatni og leðju í leit að braki og líkamsleifum. Kassinn, sem flugritinn var í, fannst á rúmlega eins metra dýpi og hafði aðeins beyglast í miðju. Kunnugir segja ástand hans mun betra en flugritakassa sem bjargað hefur ver- ið eftir önnur flugslys. Fulltrúar loftferðaeftirlitsins hafa frá helginni farið ofan í saumana á viðhaldi vélarinnar sem fórst en hún var 27 ára gömul. Síðustu tvö árin hafði vélin sex sinnum neyðst til að snúa frá flugbraut á síðustu stundu vegna vélarbilunar. Daginn sem vélin fórst varð að kalla til flug- virkja vegna bilana í eldsneytisdæl- um. Hafa augu manna beinst frekar að rekstri flugfélagsins Valuets sem býður afar ódýrar flugferðir milli borga í Bandaríkjunum en byggir reksturinn á notkun mjög gamalla flugvéla. Leitarhópar í fenjum Everglades þjóðgarðsins, þar sem vélin fórst, hafa einungis fundið 3(M0 líkams- leifar í leðjunni en stærsti hluti þeirra er hné. Leitarmenn segjast ekki eiga von á að finna nein lík í heilu lagi en fram til þessa hafa menn fundið hluta af fingrum, höndum og fótum. Sérfræðingar segja að aðstæður á slysstað flýti mjög allri rotnun og þvi sé afar erfitt að safna líkamsleifum saman. Um 80 starfsmenn morðdeilda lögreglunnar á Flórída vaða um fen- in, 10 í einu í 20 mínútna törnum. Vegna mikils eldsneytis frá vélinni eru leitarmenn klæddir sérstökum búningum og vaða síðan í brjóst- djúpu vatninu. Þreifa þeir fyrir sér með fótunum í leiðjunni í von um að rekast á einhverjar leifar. Vopn- aðir lögreglumenn eru á verði skyldu krókódílar eða önnur hættu- leg kvikindi gerast nærgöngul. Flugslysasérfræðingar segja að að- stæður á slysstað séu þær erfiðustu sem björgunarmenn hafi nokkurn tíma kynnst en einu farartækin sem komast að slysstaðnum eru flat- bonta bátar knúnir áfram með stór- um viftum. Reuter 200 fórust i stormi í Bangladesh Nær tvö hundruð manns létu lífið og allt að fimm þúsund slösuðust í stormi sem gekk yfir norðurhéruð Bangladesh i gærkvöldi. Að sögn sjónarvotta lögðust þrjú þorp í rúst í óveðr- inu. Hjálparstarf gekk illa vegna erflðra samgangna. Um tvö þús- und slasaðir voru fluttir á næsta sjúkrahús en þar var ekki hægt að taka á móti fleir- um en 35. Sjónarvottar kváðu marga slasaða hafa legið heima hjá sér hrópandi á hjálp. Simpson ekki afbrýðisamur Ruðn- ingshetjan O. J. Simp- son tjáði breskum sjónvarpsá- horfendum í gær að hann hefði aldrei fund- ið fyrir af- brýði- semi vegna fyrrum eigin- konu sinnar Nicole sem hann var ákærður fyrir að hafa myrt. Simpson kom fram í beinni sjónvarpsútsendingu í Bret- landi en tókst að leiða hjá sér erfiðar spurningar. Fjölmiðlar í Bretlandi hafa fjallaö um heim- sókn Simpsons á neikvæðu nót- unum. Hann mun ræða við nemendur í Oxfordháskóla i dag. Fjallgöngu- menn taldir af Átta fjallgöngumenn eru tald- ir hafa látið lífið í gær í óveðri á Mount Everest. Bandaríkja- maðurinn, sem bjargað var af fjallinu með þyrlu, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er hann nú á leið heim. Taívönsk- um fjallgöngumanni var einnig bjargað með þyrlunni og var ástand hans talið alvarlegt. Tveir aðrir bandariskir fjall- göngumenn eru taldir af. Fund- ist hafa lík þriggja Indverja. Tveggja Ný-Sjálendinga og jap- anskrar konu er saknað. Reuter Stuðningsmenn Benjamins Netanyahus, formanns Likud-bandalagsins, líma kosningaplaköt hans yfir kosningaplaköt Simonar Peresar í bæ innflytjenda í suðurhluta ísraels, skömmu fyrir komu hins síðarnefnda þangað. Símamynd Reuter Peres og Netanyahu nánast jafnir hálfum mánuði fyrir kosningar: Peres verður að reiða sig á atkvæði Arabar búsettir í ísrael beita póli- tískum þrýstingi fyrir þingkosning- arnar sem fram fara 29. maí. Þeir vita mjög vel að atkvæði þeirra geta ráðið úrslitum um hver verður sig- urvegari kosninganna, Simon Per- es, formaður Verkamannaflokksins eða Benjamin Netanyahu, formaður Likud-bandalagsins. Sem stendur hefur Peres naumt forskot á keppi- naut sinn en stjórnmálaskýrendur meðal araba telja að Netanyahu hafi unnið mjög á síðustu daga. Azmi Bishara, arabi sem er í kjöri fyrir nýjan flokk, Þjóðar- bandalag araba, segir augljóst að Peres verði að reiða sig á óvissuat- kvæöi gyðinga og atkvæði araba. Sex stjómmálaflokkar berjast um atkvæði araba en þau hafa yfirleitt fallið flokkum gyðinga í skaut. Arabar ráða nú yfir 5 þingsætum af 120 í ísraelska þinginu, Knesset, en eftir kosningarnar er allt eins búist við að þeir ráði yfir 14 sætum. Arabar í ísrael hafa yfirleitt veitt Verkamannaflokknum atkvæði sín en nú eru þeir afar reiðir Peresi vegna þriggja mánaða lokunar Vest- urbakkans og Gazastrandarinnar í kjölfar sjálfsmorðstilræðanna í ísra- el og vegna árása ísraelsmanna á Lí- banon í apríl sem kostuðu yfir 200 araba lífið. Hafa arabar afhent Peresi ýmsar kröfur með hótunum um að þeir láti af stuðningi við hann verði hann ekki við kröfunum. Arabar krefjast araba öflugri friðarumleitana við Frelsis- samtök Palestínumanna, PLO, bætt lífsskilyrði fyrir araba sem búa í ísrael og lausn Sheik Ahmed Yass- in, leiðtoga Hamas-samtakanna, úr fangesli. Peres, sem horfir vonar- augum til atkvæða araba, hefur gef- ið í skyn á einstökum fundum með þeim að hann verði við kröfum araba en arabar hafa enn ekki gefið tryggingu fyrir stuðningi sínum. Peres hefur einnig lagt áherslu á að fá atkvæði frá ýmsum minni- hlutahópum eins og gyðingum ætt- uðum frá Afríku. Hann var á kosn- ingaferðalagi í byggðum þeirra í gær og lofaði helsti trúarleiðtogi þeirra stuðningi við Peres. Reuter Stuttar fréttir i>v Flóttamönnum vísað frá Ryðkláfur, með þúsundir lí- beríska flóttamenn um borð, hefur snúið aftur til hafnar í Ghana þaðan sem skipinu var vísað frá í gær. Formleg barátta hafin Formleg barátta fyrir forsetakosn- ingarnar í Rússlandi er nú hafin. Það er fyrr- um hers- höfðinginn Alexander Lebed sem berst gegn spillingu sem heldur fyrstu opinberu kosningaræð- una i ljósvakamiðlum. Endurhæfing ólögleg Tyrknesk yfirvöld segja end- urhæfingarbúðir, sem mann- réttindasamtök hafa sett upp fyrir þá sem orðið hafa fyrir pyntingum, vera ólöglegar. Gyöingar rændir Stolið var einni milljón doll- ara í reiðufé og skartgripum frá hótelherbergi gyðinga á Manhattan í New York. 32 teknir af lífi Þrjátíu og tveir kínverskir afbrotamenn voru teknir af lífi í Guangong héraði í Kína í gær. Gegn hommabrúökaupi Clinton Bandaríkja- forseti er andvígur brúðkaup- um samkyn- hneigðra, að því er tals- maður Hvíta húss- ins sagði í gær. Talið er líklegt að samkyn- hneigðir eigi eftir að reiðast þessari yfirlýsingu en margir þeirra studdu Clinton í forseta- kosningunum 1992. Óttast árás Yfirvöld í Líbýu sögðu í bréfi til Öryggisráðs SÞ að Banda- ríkin virtust undirbúa árás undir því yfirskini að koma í veg fyrir efnavopnaframleiðslu í Líbýu. Fundaö um Bosníu Króatískir og múslímskir embættismenn munu funda í Washington í dag ásamt Bandaríkjamönnum um fram- tíð Bosníu. Ný Silkileið Túrkmenistan og Iran vígðu I gær járnbrautarleið sem opnar nýja verslunarleið mOli Evrópu og Austurlanda fjær. Segir kattaát sviösett Carlos Menem Argentínu- forseti seg- ir frétta- menn hafa borgað fá- tæklingum tO að grOla ketti og leggja þá sér tO munns. KaO- ar forset- inn fréttamennina svikara og segir þá hafa svert imynd Argentínu. Ræöa höfundarrétt Bandaríkin og Kína halda áfram viðræðum í dag um höf- undarrétt tO að reyna að koma í veg fyrir viðskipta- stríð. Skothríö á Korsíku Byssumenn skutu með vél- byssum á nokkrar opinberar byggingar á Korsíku í morg- un. Þjóðernissinnar hafa barist gegn yfirráðum Frakka frá árinu 1980. * Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.