Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ1996 11 r>v___________________j_______________________________Fréttir Rauði kross íslands minntist látinna á Flateyri: Gerum fyrir ykkur það sem við getum - sagði Guðjón Magnússon formaður DV, Flateyri: „Góðir Önfirðingar. Við erum hér saman komin, stjórn Rauða kross íslands og formenn deilda Rauða krossins um allt land, til þess að minnast í verki með ykkur þess sem hér gerðist í hinu hörmulega snjó- flóði. Við höfum lært af þeirri reynslu, sem hér hefur orðið, hversu sárs- aukafull svo sem hún er,“ sagði Guðjón Magnússon læknir, formað- ur Rauða kross íslands, á Flateyri 11. maí. Deildir Rauða krossins af öllu landinu héldu fund á ísafirði fyrir helgina í tilefni þess að verið var að taka í notkun nýtt húsnæði sem hýsa á nýstofnaða svæðisskrifstofu Rauða kross deildanna á Vestfjörð- um. Hópurinn kom svo í heimsókn til Flateyrar þar sem minnst var þeirra er létust í snjóflóðinu hörmu- lega í haust með blómsveig, auk þess sem tendrað var kertaljós og hinum látnu sýnd virðing með einn- ar mínútu þögn. Magnea Guðmundsdóttir, oddviti Flateyrarhrepps, þakkaði fyrir hönd heimamanna þann hlýhug og styrk sem Rauði krossinn hefur sýnt Flat- eyringum. Sigrún Gerða Gísladóttir, hjúkrunarfræðingur á Flateyri, sem hefur verið í forystu fyrir Rauða kross deild Flateyrar, sagði: „Strax í nóvember var skipuð óformleg stjórn í defldinni þar sem þeir sem voru í stjórninni voru ekki lengur á staðnum. Þessi hópur hefur starfað af miklum krafti að ýmsum framfaramálum og uppbyggingu stað- arins. Það er okkur því mikil vitamínssprauta að fá þessa góðu gesti í heimsókn," sagði Sigrún. -GS. Kertaljós tendruð á Flateyri 11. maí. Höfn í Hornarfirði: Ný loðnubryggja í Oslandi DV; Hö£n: Stjórn Hornafjarðarhafnar hefur samþykkt framkvæmdaráætlun fyr- ir höfnina þar sem gert er ráð fyrir framkvæmdum upp á 44 millj. króna. Stærsta framkvæmdin er bygging nýrrar loðnubryggju í Ós- landi. Áætlað er að dæla upp úr höfn- inni fyrir 8 milljónir króna og þar kemur dælupramminn Soffia að góðum notum. Hann dældi 35 þús- und rúmmetrum af efni úr höfninni á síðasta ári en á hverju ári berast 15-20 þús. rúmmetrar efnis inn í höfnina. Óskað hefur verið eftir fram- kvæmdaleyfi Hafnamálastofnunar fyrir stækkun smábátahafnar á þessu ári. Leyfi hefur ekki enn feng- ist þrátt fyrir brýna þörf. Nauðsyn er á miklum framkvæmdum í Hornafjarðarhöfn á næstunni og skipulagi á viðbótarhafnarsvæði. Síðasta ár var rekstur Horna- fjarðarhafnar góður miðað við fyrri ár. Rekstrarafgangur varð 7,6 millj- ónir en var 3,2 milljónir 1994. Rekstrartekjur urðu 56,1 milljón og rekstrargjöld 47,8 milljónir. Fjár- hagur hafnarinnar batnaði verulega á liðnu ári. Skuldir minnkuðu úr 13,7 í 6,2 milljónir. Langtímaskuldir hafnarinnar eru aðeins rúm ein milljón. Gerð hefur verið úttekt á fjárhag hafna landsins þar sem reynt er að meta hæfni þeirra til að takast á við aðkallandi verkefni. Þar kemur fram að Hornafjarðarhöfn er fjár- hagslega vel sett og telst ein af styrkustu höfnum landsins. -JI Tillögurnar um Heilsuverndarstöðina: Mjög í anda skoðana landlæknis Vegna þeirrar umræðu sem hef- ur orðið um framtíð Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavíkur vill Land- læknisembættið benda á að tillög- ur stjórnar Heilsuverndarstöðvar- innar, sem nýlega voru lagðar fram, eru mjög í sama anda og kom fram í bréfi landlæknis til heilbrigðisráðherra i byrjun þessa árs og varðaði Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. f tilteknu bréfi dagsettu 2.1.1996 tekur landlæknir fram að ýmsir aðilar hafi óskað álits hans á skip- an mæðra- og ungbarnaeftirlits í Reykjavík, svo og á heimahjúkrun í borginni. „Allir þessir þættir heflbrigðis- þjónustunnar eru samkvæmt lög- um hlutverk heilsugæslustöðva. Þær eru nú starfræktar í öllum hverfum Reykjavíkur að einu und- anskildu. Þar sem þessir þættir allir heyra til lögbundins hlut- verks heilsugæslustöðvanna ættu þeir að vera starfræktir á ábyrgð yfirlækna og hjúkrunarforstjóra stöðvanna en í samvinnu og sam- starfi við sérfræðinga. í mæðra- og ungbarnavernd þarf að vera náið samráð við miðstöðvar í barna- lækningum og kvensjúkdómum á Landspítala," segir ó bréfi land- læknis. Landlæknir tekur einnig fram í bréfinu að eðlilegt sé að heima- hjúkrun sé rekin á hverri heilsu- gæslustöð. -ÞK I. 4. 7. 8. II. OC 14. jóní mÍÐASfiLA 15-19 nEITIA mÁn. SÍmi 511-1475. ÍSLEnSK^ ÓPERfln ÆUMENIAX E N G R I L i K 5005 uppþvottavél Þvær á 22 mínútum Hljóðlát Rafbraut Bolholti 4 • Sími 568 1440 Auglýsing frá yfírkjörstjórn Vesturlandskjördæmis varðandi forsetakosningar 1996 Yfirkjörstjóm Vesturlandskjördæmis kemur saman til fundar í Hótel Borgamesi, Borgamesi, þriðjudaginn 21. maí 1996, kl. 15.00, til að taka við meðmælendalistum frambjóðenda vegna Vestfirð- ingafjórðungs og í framhaldi af því að gefa vottorð um meðmæl- endur forsetaframboðs, skv. 4. gr. laga nr. 36/1945 um framboð og kjör til forseta íslands. Borgarnesi 13. maí 1996 F.h. yfirkjörstjórnar Vesturlandskjördæmis Gísli Kjartansson form. staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur og stighækkandi birtingarafsláttur 5505000 auglýsingar Styrkir Atvinnuleysistryggingasjóðs til námskeiðahalds fyrir atvinnulausa Starfsmenntaráð félagsmálaráðuneytisins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til námskeiðahalds fyrir atvinnulausa til skerðing- ar á biðtíma að afloknu bótatímabili, sbr. reglur nr. 705/1996 um úthlut- un styrkja úr Atvinnuleysistryggingasjóði til endurmenntunar- og starfs- þjálfunamámskeiða fyrir atvinnulausa. Þau námskeið eru styrkhæf sem skipulögð eru með þarfir atvinnu- lausra í huga, annaðhvort atvinnulausra almennt eða ákveðinna hópa þeirra, og hafa að markmiði að auðvelda atvinnulausum að fá vinnu. Miðað er við að styrkir séu veittir vegna námskeiða á tímabilinu 1. sept- ember -31. desember 1996. Umsóknum skal skila á sérstökum eyðublöðum til starfsmenntaráðs á Vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins, Suðurlandsbraut 24, fyrir 15. júní 1996. Félagsmálaráðuneytið, 13. maí 1996. F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í gatna- gerð, lagningu holræsis og gerð undirganga. Verkið nefnist: „Strandvegur - Korpúlfsstaðarvegur". Helstu magnfölur: Gröftur u.þ.b. 33.000 m3 Sprengingar u.þ.b. 2.000 m3 Fyllingar u.þ.b. 32.000 m3 800 mm ræsi u.þ.b. 520 m 600 mm ræsi u.þ.b. 275 m 500 mm ræsi u.þ.b. 480 m Mót u.þ.b. 600 m2 Steypa u.þ.b. 140 m3 Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. september 1997. Útboðsg. fást á skrifst. vorri frá þriðjud. 14. maí nk. gegn 10.000 skilatr. Opnun tilboða: miðvikud. 29. maí 1996 kl. 15.00 á sama stað. gat 73/6 ________________________________ INNKA UPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.