Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 23 íþróttir DV DV íþróttir Hér á eftir koma skráningarnúmer þátttakenda í draumaliðsleiknum sem sendu seðla sína í pósti og bárust blaðinu á fóstudaginn: 00507 Jón tröll 00508 Búmban Utd 00509 Wave 00522 Warriors 00523 Þrautakóngarnir 00524 Gott og blandað 00525 Ari’s Avengers 00526 Eldflaugarnar frá Houston 00527 Bónus 00528 Glöggur 00529 1x2 ABC 00530 L-Egó 00532 McManaman #17 00533 Eldfimir 00534 Lazio ABL 00535 Kornþreskivélin FC 00536 Harpan 00537 Caterpiflar 00538 Árni „Simply the Best“ 00539 Hafnaröst 00540 Snillingamir 00542 Arsenal United 00543 GAIS 00544 Svanavatniö 00545 Geirfugl GK 66 00546 Humar United 00547 Úrvalslið Birgis 00548 Newcastle United 00549 Stráksi 00550 Silfurrefirnir 00552 Toppteymið 00553 Benidormarliðið 00554 B.J.G.’s Bests 00555 Falur F.B. stofnað 1996 00556 Bjössi 00557 Draumaklasar 00558 Bjössi kaldi 00559 Horn 00560 Men in Tights 00562 Jón Júlí 00563 Dead Presidents 00564 Big D 00565 Dýrleif Jónina T. 00566 Drífa 00567 Loner 00568 Siva-2 00569 Siva 00570 Everton 00572 Guli herinn 00573 Stoke 00574 Lömbin 00575 Álfarnir 00576 Górillurnar 00577 Roy Hodgson 00578 Framamenn 00579 L.F.C. 00580 FC Lið 00582 Skúrkarnir 2 00583 Haglund 00584 Dvergholton Utd 00585 Skytturnar 11 00586 Giúlpotturinn 00587 Blómavinafélagið 00588 Snertlar 00589 Fótboltabullur 00590 Andri V. 00592 Rútubílstjóramir 00593 Tottenham Hotspurs 00594 Rammandsvík 00595 Eyjastapi 00596 Kletturinn 00597 Bleiku bangsarnir 00598 Dream Machine 00599 Draumstautarnir 00600 Stan the Man 00602 Úlfamir 00603 Haltur á hægri 00604 Defenders United 00605 Vafli 00606 Grashopparar 00607 Bull Dog United 00608 Kátir karlar 00609 Liverpool lv. 00620 Hetjurnar 00622 Kraftur United 00623 Klakinn 00624 VFH 00625 Spilabræður 00626 Strympa 1 00627 Strympa 2 00628 Strympa 3 00629 Strympa 4 00630 Vindsæng 00632 Track 00633 Speed 00634 Heiðarchester United FC 00635 Dream Team FC 00636 Sir Lauji 00637 Kamikaze 00638 Dream Team 44 00639 Aðalliðið 00640 Draumalið Hjörleifs 00642 Draugabanar 00643 FC Hlynur 00644 Bono 00645 Þruman H.S. 00646 Massinn 00647 Ingi FC 00648 Spark 00649 Harpa FC 00650 San Siro 00652 Gorti United 00653 Wu Tang Clan 00654 Maríubjöllurnar 00655 Flokksmenn (65) 00656 Jóhann B. United 00657 Hannó FC 00658 Gentry’s 00659 Aularnir 00660 FC Ormar 00662 Lorimer 00663 Saumavélarnar 00664 Mikkadream 00665 Benny Hinn 00666 Flatbakur 00667 Burnley 00668 Icelandic Dream Team 00669 Holtasvín 00670 Skopparar 00672 Newcastle K.H. 00673 Fatlafól K.J. 00674 Appolo 16. 00675 Utd 182 00676 Júlíus Norðdal 00677 Crooklyn Dodgers 00678 Hampur 00679 Draumurinn (The Dream) 00680 Kristjánkorva 00682 York 00683 Robbie Fowler 00684 Wobblebottom 00685 Snillingar Reykjavíkur 00686 Brodd-Helgi 00687 Air Jordan 00688 Liverpool M.G.S. 00689 Ýkt töff 00690 Uglan 00692 Jaxlarnir M.T. 00693 Pizza 00694 ARG!!! 00695 Boutros Boutros Motta 00696 Cantonas-FB 00697 Geislaskot 00698 Ólafur G. 00699 Onni FC 00700 Skútar 00702 Spútnikliðið 00703 Kensington United 00704 Sigurboginn ‘96 00705 Þ.Þ.Þ. Trukkarnir 00706 Páll Helgi K. 00707 NYK 00708 Ragnar G. 00709 Aston Villa R.Ó.R. 00720 Fínu formi 00722 R.G.-2 00723 Þeytingur 00724 Vopnabúrið 00725 Harkan sex 00726 Hrafn 00727 ManMilan 00728 Ólei-ólei 00729 Saratoga FC 00730 FC Zorn 00732 Future United 00733 Garpar S.A. 00734 Manchester United S.F.G. 00735 Fastonall 00736 S.R.K. 00737 SÓS 00738 Lengjubaninn 5. 00739 The Force!!! 00740 Villikettir 00742 S.A.R. 00743 Hruni 00744 Svölurnar 00745 PQ4R 00746 Loðið hunang 00747 Stálmenn 00748 D.S. 117 00749 Búrfell 00750 Fálkinn 00752 Botnía 00753 Lukkuskeifan 00754 Newcastle S.H.J. 00755 1x2 00756 Aircore 40A8P 00757 Tori Wells FC 00758 Sæbbó with a Ballet-twist 00759 Collymore S.T. 00760 Villa Park 00762 Stuðboltar 00763 Pobjeda 00764 Jakarnir 00765 Metallica 00766 Lukkusprengjan 00767 Lið Gullivers 00768 Refirnir 00769 Indy 600 00770 Fálkarnir V.Ö.Ó. 00772 FC Gosi 00773 Árvakur 00774 Gladiators 00775 Daddios 00776 Klakarnir 00777 FC Bæring 00778 Þóra Lilja S. 00779 Skotglöðu lömbin 00780 Daim 00782 Krummi 00783 Fiskarnir 00784 Tótskinka Heitspori 00785 Kettirnir 00786 Beisi 00787 Rúflingar Ólögleg lið KFK (V.J.G.) Dalvík United Skiðamennirnir Fjölnisbræður Ekki í lagi Sólarnir Sérfræðingarnir Chemecal Aron Gamla konan Man.Utd S.V. Meira um draumaliðið á bls. 22 Unglingalands- liðið í knattspyrnu mætir írum á Evr- ópumótinu Laugar- dalsvellinum klukkan 18 I kvöld. írar unnu fyrri leikinn í Dublin, 2-1. Það lið sem fer áfram í keppninni öðlast keppnisrétt í 8-liða úrslitum keppninnar í Frakklandi í sum- ar. Samið við McDonald’s Það er rík ástæða fyrir knattspyrnuá- hugamenn að f]öl- menna á leikinn en ókeypis aðgangur er á hann. Strák- arnir brugðu sér á McDonald’s-veit- ingastaðinn í gær en þar undirritaði KSÍ samstarfs- samning við Lyst sem rekur um- ræddan veitinga- stað. Skrifað var undir til tveggja ára og er talið að Lyst leggi fram á milli 5 og 6 milljón- ir í samstarfið. McDonald’s mun í þessu samstarfí leggja aðaláherslu á stuðning við barna- og unglingastarfið í knattspyrnunni. Fyrirtækið lítur á stuðning við knatt- spyrnu barna og unglinga sem gott forvarnarstarf og vill leggja sitt af mörkum til þess að auka veg hennar. -JKS Sochaux vill líka fá Bjarka Gunnlaugsson „Öruggt að ég leik ekki á íslandi í sumar,“ segir Bjarki. Mannheim vill semja aftur Nú er ljóst að Skagamaður- inn Bjarki Gunnlaugsson mun ekki leika með Skaga- mönnum í knattspymunni hér heima í sumar. Tvö lið berjast nú um að hafa Bjarka innan sinna raða á næsta leiktímabili erlendis, í Þýska- landi og Frakklandi. Mannheim vill fram- lengja samninginn „Það er rétt að Waldhof Mannheim hefur boðið mér tveggja ára samning. Ég er ekki enn búinn að skrifa und- ir neitt. Það er hins vegar nokkuð síðan að ég lagði fram mínar kröfur eins og ég var beðinn um og stjóm félagsins er þessa dagana að taka af- stöðu til þess sem ég fór fram á,“ sagði Bjarki Gunnlaugs- son í sámtali við DV í gær. Forseti Sochaux taiaði við Arnar og vill fá Bjarka til Frakklands Stórkostleg samvinna tví- buranna Arnars og Bjarka með Skagamönnum á sínum tíma varð til þess að áhugi er- lendra liða vaknaði fyrir al- vöru og fyrr en varði voru þeir báðir komnir í atvinnu- mennsku hjá Feyenoord. Am- ar leikur nú sem kunnugt er með franska liðinu Sochaux. - Nú nýlega hefúr þú verið orðaður við Sochaux, er eitt- hvað til í því? „Já, ég vissi að forseti Sochaux talaði við Arnar i síðustu viku og hann vildi fá mig til félagsins.” ÆOar þú að skrifa undir samning við Mannheim fyrr en málin hafa skýrst í Frakk- landi? „Nei, það ætla ég ekki að gera. Ég bíð með að skrifa undir hjá Mannheim á með- an ég veit að eitt- hvað er í gangi hjá Sochaux. Ég bíö bara rólegur. Það liggur ekkert á í þessum efn- um.“ - Er ekki alveg öruggt að þú leik- ur ekki með Bjarki Gunnlaugsson. Fer hann til Sochaux? Skagamönnum í sumar eins og verið hefur inni í myndinni? „Jú, það er alveg 100% öruggt að ég leik ekki með Skagamönnum heima á íslandi í sumar. - Langar þig meira til að leika í Frakklandi en Þýskalandi? „Ég held að bolt- inn í Frakklandi henti okkur Arnari betur. Svo hef ég alltaf haldið því fram að betra væri fyrir okkur að leika í sama liði þó ekki hafi allir verið sammála því. En þetta kemur í ljós á sínum tíma,“ sagði Bjarki. Bjarki hefur staðið sig geysilega vel hjá Mannheim og ekki síður með íslenska landsliðinu en hann skoraði sem kunnugt er þrjú mörk fyrir ísland gegn Eistlend- ingum og segir Bjarki það hafa hjálpað sér mikið. -SK/-DÓ Rússnesk stórskytta til liös við Selfoss? - rússneskur landsliðsmaður kemur til reynslu á næstu dögum „Við erum að velta þessum leikmanni fyrir okkur en það er enn of snemmt að segja til um hvort hann mun leika með okkur á næsta leiktíma- bili,“ sagði Hallur Halldórs- son, formaður handknatt- leiksdeildar Selfoss, í samtali við DV í gærkvöldi. Hallur vildi ekki gefa upp- lýsingar um hvaða leikmann væri um að ræða. DV hefur hins vegar öruggar heimildir fyrir því að hann heitir Alex- ander Demidov og hefur leik- ið 47 landsleiki fyrir Rúss- land. Það eitt segir mikið um styrkleika leikmannsins. Demidov er 1,98 metrar á hæð, mjög öflug vinstrihand- arskytta, en frekar slakur varnarmaður. Demidov lék meðal annars með rússneska landsliðinu gegn íslendingum í Evrópukeppninni og skoraði þá þrjú mörk. Kemur til reynslu Selfyssingum hefur verið tjáð að þeir geti fengið Dem- idov til sín og hann mun koma til Selfyssinga á næstu dögum til reynslu. Má fast- lega reikna með því að Dem- idov gangi til liðs við Selfyss- inga enda um firnasterkan leikmann að ræða. KA hafði áhuga Það eru fleiri en Selfyssing- ar sem höfðu áhuga á Dem- idov því hann freistaði KA- manna líka og voru þeir að spá alvarlega í að fá hann norður. Tvennt var þó í veg- inum, annars vegar óvissa með Duranona og ríkisborg- araréttinn og svo hitt að Dem- idov er ekki sterkur vamar- maður. -SK „Spennandi starf" - Eövarö Þór Eðvarðsson til Sunddeildar Keflavíkur DV, Suðurnesjum: „Það verður án efa mjög spenn- andi að taka við starfinu. Megin uppistaða fyrir utan sundsystkin- in Magnús og Eydísi eru krakkar 16 ára og yngri. Ef rétt verður á spilum haldið er framtíðin björt hjá okkur," sagði Eðvarð Þór Eð- varðsson sem ráöinn hefur verið þjálfari Keflvikinga í sundi. Eðvarð hefur þjálfað unglinga- flokka deildarinnar með frábærum árangri. Eðvarð tekur við af Þjóð- verjanum Martin Rademacher sem fékk starf í Lúxemborg sem þjálf- ari. Martin hefur unnið gott starf hjá sunddeildinni undanfarin ár. Eðvarð er ráðinn til þriggja ára en við starfi hans með unglinga- flokka félagsins tekur Ragnheiður Runólfsdóttir. Við hana var gerður tveggja ára samningur. -JKS Fyrsta tap Orlando Orlando tapaði í nótt sínum fyrsta leik í úr- slitakeppni NBA á þessu vori, 104-99, í Atlanta. Orlando hefur þó örugga forystu í einvíginu, 3-1. Atlanta fór á kostum í tyrri hálfleik og leiddi, 67-47, að honum loknum. Orlando komst yfir í lok þriðja leikhluta, 76-77, en það var ekki nóg. Steve Smith skoraði 35 stig fyr- ir Atlanta og Christian Laettner 17 en þeir Shaq- uille O'Neal og Penny Hardaway gerðu 29 stig hvor fyrir Orlando. Utah stendur vel að vígi eftir sigur á San Antonio á heimavelli í fyrrinótt, 101-36, og leið- ir 3-1 í einvígi liðanna. Það bendir því allt til þess að Utah mæti Seattle í úrslitum Vest- urdeildarinnar. Chris Morris skoraði 25 stig fyrir Utah og Sean Elliott 22 stig fyrir Spurs. New York var rétt búið að leggja Chicago öðru sinni í fyrrinótt. Chicago tókst þó að tryggja sér sigur í lokin, 91-94, og er þvi með 3-1 forystu og pálmann í höndunum. Michael Jor- dan skoraði 27 stig fyrir Chicago en Patrick Ewing 29 fyrir New York. -VS Jafet Ólafsson er nýr formaður Badmintonsambands íslands. Badminton: Jafet tekur viö af Sigríði Jafet Ólafsson hefur tekið við formennsku hjá Badmin- tonsambandi íslands. Þetta gerðist á 30. ársþingi BSÍ um liðna helgi. Jafet tekur við af Sigríði Jónsdóttur sem verið hefur for- maður sl. 6 ár. Sigríður hefur skilað frábæru starfi sem for- maður og unnið íþróttinni mik- ið gagn. Með Jafet í stjórn BSÍ. verða þeir Ágúst Ágústsson, Hrólfur Jónsson, Halldór Gunnarsson og Þórarinn Ein- arsson. -SK Körfuknattleikur: Tómas með Borgarnes - Alexander Ermolinski á Skagann? Tómas Holton verður áfram þjálfari Borgnesinga. DV, Borgarnesi: Tómas Holton var í gærkvöldi endurráð- inn þjálfari úrvals- deildarliðs Borgarness í körfuknattleik. Tómas mun ennfrem- ur leika með liðinu eins og á síðasta leik- tímabili. Ólíklegt er að Alex- ander Ermolinski leiki áfram með Borgnes- ingum eins og hann hefur gert frá því hann kom til landsins. Ermolinski, sem reynst hefur Borgnes- ingum mjög vel, bæði utan vallar sem innan, hefur átt í viðræðum við Akurnesinga og er líklegt að hann taki við þjálfun hjá Skaga- mönnum og leiki einnig með liðinu á næsta tlmabili. Aðilar í Borgarnesi hafa undanfarið verið að aðstoða Ermolinski við að öðlast íslenskan ríkisborgararétt. Hvort það gerist ætti að koma í ljós fyrir lok alþingis síðar í þess- um mánuði eða um næstu mánaðamót.. -SK/-EP Svívirðilegt persónuníö hiá Heimi DV hefur borist bréf frá Ingólfi Hannessyni, íþróttastjóra RÚV, og fer það hér á eftir: Hvaö þarf til að fyrrum íþrótta- garpur, ætlaður hrekklaus og heiðar- legur, ráðist með svivirðilegu per- sónuníði á opinberum vettvangi á vin og kunningja og segir hann „hag- ræða sannleikanum svo jaðri við lygi“? Og þaö án sýnilegrar ástæðu. í hvaða stöðu er sá einstaklingur sem þannig gengur fram fyrir hönd þess fyrirtækis sem hann starfar fyrir? Þessar spurningar og margar fleiri vöknuöu sl. fostudag við lestur sk. svargreinar Heimis Karlssonar, nú- verandi lausamanns hjá Stöð 3 og fyrrum starfsmanns Stöðvar 2 og íþróttadeildar RÚV, sem telur sér meira að segja til tekna að hafa starf- að á síöasttalda staðnum undir minni stjórn. Samkvæmt HK snýst ætlaöur ágreiningur, þar sem sannleikanum á að hafa verið hagrætt, um að í við- tali viö DV sl. fimmtudag hafi „Ingólfur látið að því liggja” aö Stöð 3 hafi yfirboðið RÚV og boðið marg- falt hærra verð fyrir hvern útsendan leik í bikarkeppninni ensku. Þetta er einfaldlega röng ágiskun, hreinasta fásinna og hugarburður þar sem ekki er vikið einu orði að sliku í um- ræddu viðtali. Orðrétt segi ég: „Þar með var þessi pakki orðinn svo stór að við gátum ekki boðiö í hann, leikirnir alltof margir. Þetta kostaði umtals- verða fjármuni og langan útsending- artíma fyrir alla þessa leiki og við höfðum hvorugt." Svo mörg voru þau orð. Stöð 3 bauö margfalt hærri upphæð en RÚV fyrir margfalt meiri útsendingarrétt. Þetta skilja þeir sem skilja vilja. Það raunaleg- asta í þessu öllu saman er að ég get tekið undir öll meginatriði í lýsingu HK á málinu þó að á nokkrum stöð- um sé farið frjáislega með atburða- rás. Ágreiningur er í raun enginn. Það er athyglisvert að Heimir hefur sérstaka ástæöu til þess að nefna mig á nafn 13 sinnum í grein sinni sem tapsáran náunga sem hagræði sann- leikanum. Allt vegna þess að ég „hafi látið að þvi liggja." Hugarburðurinn er notaður til þess að niða af mér mannorðið. Til þess að kóróna ósmekklegheit- in i grein sinni segir HK að viðtal Jóns Kristjáns Sigurðssonar, blaða- manns DV, hafi i raun veriö „grein sem birtist í viðtalsformi." Hér er einfaldlega logið og vegið að heiðar- legum blaðamanni og hann sakaður um að vera handbendi mitt. Stað- reyndin er að JKS hringdi og óskaði eftir umræddu viðtali. Fullyrðingar um annað eru ósannar. Þegar nýir aðilar reyna að skapa sér stöðu innan þesá samkeppnis- markaðar sem fyrir er reyna þeir einatt að draga tfi sín athygli meö þeim ráðum sem tiltæk eru. Svo er einnig i þessu tilfelli, tfigangurinn helgar meðalið. Síðan er hnykkt á með vænum skammti af drýldni og hroka eins og HK gerir svo smekk- lega í lok greinar sinnar. Hér beita menn væntanlega þeim vopnum sem þeir telja aö best muni duga. Að lokum þetta: Það moldviðri sem hér var þyrlað upp af engu til- efni verður mér vafalítið lexía í mannlegum samskiptum, trausti og trúverðugleika. Um þá þætti sem aö Heimi Karlssyni snúa verður hann að eiga við eigin dómgreind og sam- visku. Ingólfur Hannesson Met Graf sem seint verður slegið Þýska tennisdrottningin Steffi Graf er í toppsætinu á nýjum heimslista yfir bestu tenniskonur heimsins. Hún hefur vermt efsta sætið í 332 vikur (ekki samfleytt) sem er met sem seint verður slegið. -SK Landsleikir í körfuknattleik: Leikið tvívegis gegn Noregi Islendingar mæta Norðmönnum í vin- áttulandsleik í körfuknattleik í Laug- ardalshöllinni í kvöld. Jón Kr. Gíslason lítur á leikinn sem mikil- vægan undirbúning fyrir Evrópumótið sem hefst í næstu viku í Reykjavík. Síðari leikur þjóðanna verð- ur í Hafnarfirði annað kvöld. Landsliðið hefur verið við stífar æfing- ar að undanfomu og hefur Jón Kr. nú valið 12 leikmenn sem skipa munu liðið á Evrópu- mótinu. Liðið skipa eftirtaldir leikmenn: Birgir Örn Birgis- son, Þór, Guðjón Skúlason, Keflavík, Guðmundur Bragason, Grindavík, Helgi Jónas Guðfmnsson, Grinda- vík, Herbert Amarson, ÍR, Hermann Hauks- son, KR, Hjörtur Harð- arson, Grindavík, Mar- el Guðlaugsson, Grindavík, Páll Krist- insson, Njarðvík, Sig- fús Gizurarson, Hauk- um, Teitur Örlygsson, Njarðvík, og Jón Am- ar Ingvarsson, Hauk- um. „Það leit ekki vel út fyrir um viku að fá leiki fyrir Evrópumót- ið. Það var því gott að fá Norðmenn hingað til að leika við okkur. Með þessum leikjum sjáum við hvar liðið stendur og hvað lag- færa má fyrir Evrópu- mótið. Það er góð tímasetning á þessum leikjum," sagði Jón Kr. Gíslason landsliðs- þjálfari á blaðamanna- fundi í gær. Norðmenn koma hingað til lands með nokkuð óreynt lið. Þá má sjá að í hópnum er Thorgeir Bryn sem leikur núna í Litháen. Hann á að baki leiki mð LA Clippers í NBA deildinni. -JKS Valdimar hættur Valdimar Grímsson, þjálfari og leikmaður Selfyssinga I hand- knattleik, hætti störfum í gær og mun því ekki leika með liðinu á næsta tímabili. Michael Akbachev, sonur Bor- is Akbachev, sem aðstoðar Þor- björn landsliðsþjálfara, hefur verið ráðinn þjálfari Selfoss. -SK Sigurpáll í Fram? „Ég get sagt að ég hef átt í við- ræðum við Fram en það er enn inni i myndinni að ég þjálfi lið KR eða skipti yfir í Stjörnuna,” sagði Sigurpáll Árni Aöalsteins- son handknattleiksmaður í sam- tali við DV í gærkvöldi. Sigurpáll mun taka ákvörðun innan ekki langs tíma. -SK Hreinsanir hjá 76ers John Lucas, þjálfara Phila- delphia 76ers, var sagt upp störf- um í gær i kjölfar lélegs árang- urs liðsins í vetur og eigenda- skipta hjá félaginu. Aðstoöaðarþjálfarar liðsins, voru líka reknir. -SK Slæmf tap Örebro Örebro tapaði fila, 1-4, gegn Norrköping í sænsku úrvals- deildinni í gærkvöldi. „Það gengur ekkert hjá okkur þessa dagana. Við nýtum færin mjög illa,“ sagði Amór Guöjohn- sen í samtali við DV eftir leik- inn. Hlynur Birgisson var besti leikmaður Örebro í leiknum. -SK/-EH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.