Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996
7
Fréttir
Trúnaðarmaður kærir Verkamannafélagið Dagsbrún til ASI:
Hin nýja stjórn lætur eins
og félagsmálastofnun
- segir kærandinn, Björgvin Þorvaröarson
„Ég er búinn að kæra Dagsbrún
vegna þess sérsamnings sem laun-
þegasamtökin gerðu við Reykjavík-
urborg um skólafólk í afleysinga-
vinnu hjá borginni. Launataxti
krakkanna er lægri heldur en lág-
markstaxti Dagsbrúnar og ég tel að
með því sé Dagsbrún að brjóta lög
ASÍ. Hin nýja stjórn Dagsbrúnar
lætur eins og hún sé félagsmála-
stofnun og segist hafa fjölgað störf-
um en borgi lægri launataxta í stað-
inn. Það er því verið að kaupa störf
fyrir lægri taxta eins og atvinnurek-
endur gera. Það er ekki eðli laun-
þegasamtaka að gera slíkt heldur
eiga þau að halda uppi sem hæstum
taxta og fá sem mest borgað fyrir
sína umbjóðendur. Ég kaus hina
nýju stjórn Dagsbrúnar því að hún
ætlaði að keyra upp launataxta en
ekki lækka þá,“ sagði Björgvin Þor-
varðarson, verkamaður og trúnaðar-
maður hjá Gatnamálastjóra, í sam-
tali við DV í gær. Björgvin lagði
fram kæru sína á hendur Dagsbrún
á föstudag og líklegt má telja að mál-
ið verði tekið upp hjá ASÍ í vikunni.
Löglegt en siðlaust
„Ég veit ekki nákvæmlega hver
niðurstaðan verður en ég get alveg
ímyndað mér að aðgerðir Dagsbrún-
ar yrðu dæmdar löglegar með þeirri
röksemdafærslu að fjölgað hafi störf-
um sem yrðu annars ekki unnin. Ef
þetta telst löglegt þá er það mjög sið-
laust. Krakkarnir sjálfir eru mjög
óánægðir með launataxtann og ég
væri það líka í þeirra sporum.
Krakkarnir borga félagsgjöld í Dags-
brún og eiga því að vera í fullum
rétti en eru það greinilega ekki,“
sagði Björgvin.
Ekki brotið á neinum
„Ég veit að Björgvin var mjög
ósáttur við samningana. Hann einn
mótmælti á fundi trúnaðarmanna
Reykjavíkurborgar þegar farið var
yfir samninga og það er nú oft þegar
samningar eru gerðir aö ekki eru
allir sáttir. Þessi samningur er
þannig aö kauptaxtarnir í honum
eru hærri heldur en i almennu
samningunum. Hann tekur aðeins
til 17 og 18 ára unglinga sem vinna
við takmörkuð og afmörkuð verk-
efni hjá borginni. Það eru vissir
vankantar á þessum samningi en í
heildina tel ég hann vera þokkaleg-
an eins og staðan er í dag og það er
ekki brotið á neinum," sagði Halldór
Björnsson, formaður Dagsbrúnar,
við DV um málið í gær.
„Þetta var spurning um að koma
einhverju skipulagi á vinnu ungling-
anna þannig að þeir væru með ein-
hverja samninga. Það hafði verið
ágreiningur um að Reykjavíkurborg
væri að taka menn inn í venjulega
vinnuflokka á sérstökum kjörum
sem voru lægri en kjörin hjá borg-
inni sögðu 'til um. Þetta stóð allt í
leiðindastappi í fyrrasumar en nú
liggur alveg ljóst fyrir að hver maður
sem tekinn er inn í afleysingar hjá
borginni fer bara inn á venjuleg kjör
eins og hver annar verkamaður.
Munurinn á kauptöxtunum liggur
hins vegar í hækkun á svokölluðum
kostnaðarlið sem gerður var í febrú-
ar á síðasta ári og fastir starfsmenn
fá en þessir krakkar ekki. Þessi
kostnaður er m.a. til að mæta matar-
kostnaði fyrir okkar föstu starfs-
menn sem hafa þetta sem aðalat-
vinnu. í þessu tilfelli gerðum við
þetta samkomulag því að borgin var
að ráða 250-300 unglinga á þessum
aldri. Þeir vinna sex tíma á dag en fá
greitt fyrir sem svarar sjö tíma
vinnu. Ef við hefðum sleppt því að
gera þennan samning hefðu krakk-
arnir verið samningslausir og því tel
ég okkur ekki hafa gert neina slæma
hluti. Við hefðum getað sleppt þvi að
skipta okkur af þessu en vildum taka
á okkur þessa ábyrgð og gerðum
það,“ sagði Halldór enn fremur. -RR
Ellefu þúsund tonn af
malbiki á flugbrautina
TIL ALLT AÐ 24 MANAÐA
:
DV, Akureyri:
„Verkið hefur gengið mjög vel,
við erum nokkuð á undan áætlun og
ég reikna með að þessu ljúki í
næstu viku. Því hversu vel hefur
gengið er einkum að þakka að menn
hafa lagt sig fram og unnið langan
vinnudag, en einnig því hversu veð-
urfar hefur veruið hagstætt,“ segir
Helga Þórhallsdóttir staðarverk-
fræðingur með framkvæmdunum á
Akureyrarflugvelli.
Þar eru starfsmenn frá Arnarfelli
og Hlaðbæ-Colos að vinna við
breikkun flugbrautarinnar úr 30
metrum í 45 metra en einnig er lagt
malbikslag yfir alla gömlu flug-
brautina. Að sögn Helgu fara um 11
þúsund tonn af malbiki í flugbraut-
ina. -gk
fÍKHSKI #r 11 1
■pn
Siquróar Gísla Wm isonar
IAUKIN ÖKURÉTTINDI HF.I
Framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóös:
Ellefu umsóknir bárust
Akureyrarflugvöllur:
GREIÐSLUKJOR
mákur Þráinn Bragason, Kristín
Ólafsdóttir, Pétur Rassmussen, Þor-
finnur Ómarsson og Þorgeir Gunn-
arsson. Stjórn Kvikmyndasjóðs
mun fjalla um umsóknirnar en
menntamálaráðherra tekur endan-
lega ákvörðun um hver hljóti stöð-
una. -ggá
Framkvæmdum við breikkun og malbikun flugbrautarinnar á Akureyrarflugvelli hefur miðað mjög vel. DV-mynd gk
Náðu í aukin ökuréttindi á mettíma
Tveggja vikna námskeið er að hefjast og er boðið upp á
réttindi til aksturs leigu- og hópferðabifreiða fyrir þá
sem hafa eldri réttindi.
Einnig geta þeir sem hyggjast fá full réttindi tekið þátt í
námskeiðinu að hluta og lokið því eftir sumarleyfi
starfsmanna skólans.
Við hvetjum þá sem áhuga hafa á stuttu en góðu
námskeiði að skrá sig sem fyrst.
Umsóknarfrestur um stöðu fram-
kvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs ís-
lands rann út 31. maí síðastliðinn.
Eftirfarandi aðilar sóttu um: Baldur
Hermannsson, Bessí Jóhannsdóttir,
Einar Örn Benediktsson, Eiríkur
Thorsteinsson, Eyjólfur Pétur Haf-
stein, Haraldur Jóhannsson. Kor-
▲ • Myndlampi Black Matrix
• 100 stöðva minni
• Allar aðgerðir á skjá
• Skart tengi • Fjarstýring
• Aukatengi f. hátalara
• íslenskt textavarp
Mono
A
• Myndlampi Black Matrix
• 50 stöðva minni
« Allar aðgerðir á skjá
1 Skart tengi • Fjarstýring
' íslenskt textavarp
BEKO fékk viðurkenningu í hinu virta breska tímariti WHAT VIDEO sem bestu sjónvarpskaupin
33.900
Mono
▲ • Myndlampi Black Matrix
• 50 stöðva minni
• Allar aðgerðir á skjá
• Skart tengi • Fjarstýring
.
• Myndlampi Black Matrix
• 50 stöðva minni
• Allar aðgerðir á skjá
• Skart tengi • Fjarstýring
Á öllum tækjum er öryggi
sem slekkur á sjónvarpinu
þegar útsendingu lýkur!
Umboðsmenn um allt land
Reykjavík: Heimskringlan, Kringlunni.Raflækjaverslun fslands. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf.Borgfirðinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Vestfirðir: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk.Bolungarvík.
Sfraumur.ísafirði. Norðurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi, Skagfirðingabúð.Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA.Oalvlk. Kf. Þingeyinga, Húsavlk. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstóðum.
Verslunin Vík, Neskaupsstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg.Grindavík.