Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Page 10
10 MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ 1996 Fréttir Arður af kvóta allt að 39 prósent: Þetta eru i sjalfu ser réttir útreikningar - en þetta kvótaverð getur ekki staðist til lengdar, segir Markús MölleOiagfræðingur „Þetta er í sjálfu sér alveg réttur útreikningur. Maður tekur bara söluverð kvóta og síðan er leiguverð hans arðurinn, þannig að ef sölu- verð varanlegs þorskkvóta er 600 krónur, leiguverðið 90 krónur þá er arðurinn 15 prósent. Ég held hins- vegar að ástæðan fyrir þessu háa leiguverði þorskkvóta sé að menn eru að kaupa sig frá sektum og slík- um vandræðum. Það gengur ekki upp að leigja þorskkvóta á 90 krón- ur kílóið. Það er ekki grundvöllur fyrir hærra verði en 30 krónum fyr- ir kílóið af þorski ef hann á að vera undirstaða heillar atvinnugreinar,“ sagði Markús Möller, hagfræðingur í Seðlabankanum, um þann mikla arð sem eigendur kvóta ákveðinna fisktegunda fá af honum. Á Kvótamarkaðnum hefur verið reiknað út hve mikinn arð aflakvóti í hinum ýmsu fisktegundum gefur. í þessum útreikningum er leigu- verð fyrir kvóta arðurinn og kemur í ljós að hann er mjög misjafn eftir tegundum. Karfakvótinn gefur lang- mest af sér. Söluverð varanlegs karfakvóta er nú 115 krónur fyrir kílóið en leiguverðið er 45 krónur þannig að hann gefur 39 prósent arð. Grálúðukvóti gefur 18,5 pró- sent arð, rækjukvóti 18 prósent, skarkolakvóti 16 prósent, þorsk- kvóti 15 prósent, humarkvóti 13 prósent, ufsakvóti 3,4 prósent og ýsukvóti 3,2 prósent. -S.dór Borgarnes: 23,3 milljónir í Skallagrímsvöll Tilboð í jarðvegsframkvæmdir og malbikun við Skallagrímsvöll í Borgarnesi voru nýlega opnuð en framkvæmdirnar eru liður i undir- búningi fyrir landsmót ungmenna- félaganna í Borgarbyggð á næsta ári. Byggja á upp hlaupabrautir og áhorfendastæði. í jarðvegsframkvæmdirnar buðu Borgarverk hf. og Loftorka hf. Sam- þykkt var að taka tilboði Borgar- verks sem hljóðaði upp á 5,8 millj- ónir króna en tilboði Loftorku í Borgarnesi í malbikunarfram- kvæmdirnar. Það var upp á 17 millj. króna. Kostnaðaráætlun var 16,5 millj. króna en 8,1 milljón við jarðvegsframkvæmdimar. -DÓ F.h. Vatnsveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í byggingu loka- og tengihúss Vatnsveitu Reykjavíkur viö Gullinbrú. Lokahúsið er um 27 m2. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 5.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: þriðjud. 9. júlí nk. kl. 11.00 á sama staö. wr 101/6 F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboöum í verkið „Fossaleynismýrl, 1. áfangi - gatnagerö og lagnir". Helstu magntölur eru: Gröftur 10.500 m2 Holræsalagnir 970 m Fylling 9.500 m3 Malarslitlag 2.160 m2 Verkinu skal að fullu lokið 1. október 1996. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri frá þriöjud. 25. júní nk. gegn 10.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: fimmtud. 4. júlí 1996 kl. 11.00 á sama stað. gat 102/6 _____________________________________ INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sfmi 552 58 00 - Fax 562 26 16 Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Grálúða Skarkoli Rækja Pvli Anna Kristjánsdóttir vélstjóri fær hvergi vinnu: Umsókn um verk- stjórn yfir 8 vörubíl- stjórum ekki svarað - hefur sent inn 49 umsóknir um störf síðustu 8 mánuði „Ég sótti meðal annars um að verða verkstjóri yfir átta vörubíl- stjórum. Ég talaði við ráðningar- stjórann hjá fyrirtækinu en hef ekkert heyrt frá honum síðan,“ segir Anna Kristjánsdóttir vél- stjóri sem fyrir rúmu ári lét breyta sér í konu á sjúkrahúsi í Svíþjóð. Kynskiptin voru gerð í apríl og frá því í nóvember hefur Anna, sem áður hét Kristján, sótt um störf á 49 stöðum. Árangurinn er harla rýr. Anna hefur fengið 10 neitanir en 39 hafa ekki virt hana svars. „Yfirleitt er sagt að búið sé að ráða í störfin. Það er í sjálfu sér heiðarlegt en i flestum tilvikum kemur ekkert svar. Ég hef sent mörgum stórum fyrirtækjum um- sóknir en það virðist hvergi vera laus staða. Á endanum gefst ég auðvitað upp á þessu en ég held samt enn í vonina,“ segir Anna. Anna starfaði lengi sem vél- stjóri og var þá á Fossum Eim- skipafélagsins, frá því laust eftir 1970 og fram til 1989 að hún fór til Svíþjóðar. Hún hefur ekki sótt að nýju um starf sem vélstjóri á sjó. Anna kom heim til íslands fyrir þremur vikum og hefur þá hert á leit sinni að vinnu. Árangurinn er alls enginn. Anna segir að til greina komi að flytja utan á ný en ekki strax. Hún hefur íbúð hér á landi en grunar að „þjóðkunnur kynskiptingur" sé ekki vinsæll starfskraftur. Fullgild vélstjóra- réttindi og löng starfsreynsla skipta þar engu. -GK Þessir menn voru önnum kafnir viö aö taka upp malbik af Háaleitisbrautinni þegar Ijósmyndara DV bar aö. Bíllinn, sem notaöur er viö verkiö, vakti verö- skuldaöa athygli en þaö er gamall Ford, árgerö 1947. Snæbjörn Aöalsteins- son keypti bílinn á Akureyri, geröi hann upp og nú er hann kominn í sitt upp- runalega ástand og aftur á fullu í malbikunarvinnu, eins og á árum áöur. DV-mynd Sveinn Lítið um ferðalög vegna fótboltans Aðilar í ferðaþjónustu segja ferðir íslendinga innanlands heldur færri í júní í ár en á sama tíma í fyrra. Ýmsir kenna Evrópumeistarakeppn- inni í knattspyrnu um. „Ég var búinn að segja í vetur að það væri ekkert óeðlilegt ef við fær- um í hliðstæðan júnímánuð úti á landsbyggðinni og fyrir tveimur árum. Það eru auðvitað fleiri íslend- ingar í útlöndum en áður en það má ekki gleyma þvi að júnímánuðir 1992 og 1994 voru tiltölulega veikir á landsbyggðinni og það settu menn svolítið í samhengi við alþjóðleg knattspyrnumót. Fólk fer ekki á tjaldstæði úti á landi þar sem ekki er sjónvarp," segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri. Hann kveðst ekki hafa ástæðu til að ætla annað en að fólk færi og skoði ísland eins og það hefur gert. „Það er vonandi að ferðunum hafi bara seinkað." -IBS Slitlag á allan Þjórsárdalsveg DV, Suðurlandi: Vegagerðin hefur samið við verk- takafyrirtækið Suðurverk hf., Hvolsvelli, um framkvæmdir við Gaukshöfða í Þjórsárdal. Um er að ræða 7,7 km vegarkafla sem eftir er að byggja upp og leggja bundnu slit- lagi. Verkinu á að verða lokið fyrir 30. júni 1997. Þá verður Þjórsárdals- vegur uppbyggður með slitlagi alla leið á virkjunarsvæði Landsvirkjun- ar við Búrfell. Ellefu tilboð bárust í verkið. Til- boð Suðurverks var næstlægst, upp á 76,2 millj. króna, en lægsta tilboð- ið, frá Ingileifi Jónssyni á Svína- vatni, var aðeins 180 þúsundum lægra. Kostnaðaráætlun var 99,2 milljónir króna. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í næsta mán- uði, uppbyggingunni ljúki fyrir ára- mót og slitlag verði svo lagt á veg- inn á næsta vori. -jþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.