Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 Fréttir Skoðanakönnun DV á fylgi flokkanna: Framsókn tapar en Sjálf- stæðisflokkur bætir sig Fylgi Framsóknarflokksins held- ur áfram að síga niður á við en sam- starfsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur bætir við sig. Alþýðuflokkur dalar lítillega en Kvennalisti og Alþýðu- bandalag mjakast lítillega upp. Sem fyrr mælist fylgi Þjóðvaka varla. Breytingar eru að öðru leyti óveru- legar frá síðustu könnun DV. Þetta eru helstu niðurstöður skoðana- könnunar DV um fylgi flokkanna sem gerð var í gærkvöldi af mark- aðsdeild Frjálsrar fjölmiðlunar hf. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 12,3 prósent styðja Alþýðuflokkinn, 19,1 prósent Framsóknarflokkinn, 46.8 prósent Sjálfstæðisflokkinn, 14.8 prósent Alþýðubandalagið, 1,3 prósent Þjóðvaka og 5,5 prósent Kvennalistann. Þá mældist Funk- listinn á ísafirði með 0,1 prósent og Náttúrulagaflokkurinn með 0,1 pró- sent. Miðað við síðustu könnun DV í lok maí hefur fylgi Alþýðuflokksins dalað um 0,7 prósentustig, fylgi Framsóknarflokksins um 1,3 pró- sentustig. Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst um 0,9 prósentustig, fylgi Al- þýðubandalagsins eykst um 0,2 pró- sentustig, fylgi Þjóðvaka dalar um 0,1 prósentustig og fylgi Kvennalist- ans eykst um 0,8 prósentustig. Úrtakið í skoðanakönnun DV var 1200 manns, jafnt skipt milli kynja og búsetu, þ.e. höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Spurt var: „Hvaða lista mundir þú kjósa ef þingkosn- ingar færu fram núna?“ Skekkju- mörk í könnun sem þessari eru tvö til þrjú prósentustig. Þriðjungur óákveðinn í könnuninni voru 35,8 prósent óákveðin og 5,2 prósent gáfu ekki upp afstöðu sína. Alls tóku því 59 prósent afstöðu í könnuninni sem er 1,3 prósentustigum færra en í könnuninni í lok maí sl. Sé þingsætum skipt á milli flokka samkvæmt fylgishlutfalli i könnun- inni fengi Alþýðuflokkurinn 7 þing- menn, einum færri en í síðustu könnun og á Alþingi i dag. Fram- sóknarflokkurinn fengi 13 þing- menn eða tveimur færri en á Al- þingi í dag. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 31 Pétur Kr. Hafstein forsetafram- bjóðandi eykur stuðning sinn meðal sjálfstæðismanna en Ólafur Ragnar Grímsson virðist hafa jafnað út sinn stuðning sé litið til þess hvaða flokk fylgismenn hans styðja. Stuðningur við hann meðal sjálfstæðismanna hefur þó minnkað örlítið. Guðrún Agnarsdóttir hefur sem fyrr flesta óákveðna innan sinna raða. Athygl- isvert er að hún missir fylgi kjós- - kratar myndu tapa manni til Sjálfstæðisflokks Fylgi flokka — samkvæmt skoðanakönnun — Skipan þingsæta ■ samkvæmt skoðanakönnun - □ DV 16/4 '96 m DV 28/5 '96 0 DV 27/6 '96 Niðurstöður skoðanakönnunar DV þingmann, eða einn viðbótarmann frá síðustu könnun og ynni hann af Alþýðuflokknum og væri þar með 6 þingmönnum fleiri en núverandi þingmannafjöldi flokksins er. Alþýðubandalagið fengi 9 þing- menn sem er sama og í síðustu könnun og sitja nú á Alþingi fyrir flokkinn. Þjóðvaki mælist varla og fengi engan þingmann fremur en í siðustu könnunum en hefur ijögur þingsæti á Alþingi í dag. Kvenna- listinn fengi 3 þingmenn sem er sama og þingmannatala flokksins er i dag og er óbreytt frá síðustu skoð- anakönnun DV. Ef svör þátttakenda í könnuninni eru skoðuð eftir búsetu kemur sem fyrr í ljós að Framsóknarflokkurinn sækir fylgi sitt til landsbyggðarinn- ar en Sjálfstæðisflokkurinn er mjög sterkur á höfuðborgarsvæðinu sem fyrr. Fylgi annarra flokka er mjög svipað eftir búsetu. í flokki óákveðinna eru konur mun fjölmennari en karlar en karl- ar eru áberandi fleiri í stuðningslið- um Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks. Að öðru leyti er stuðningur kjósenda svipaður eftir kynjum. -SÁ Forsetafylgi eftir flokkum: Pétur Hafstein gerist einlitari enda Kvennalistans. Stuðningur sjálfstæðismanna við hana virðist einnig hafa minnkað nokkuð. Þeir eru þó enn fjölmennastir í hennar stuðningsliði eða tæplega fimmt- ungur þeirra. Þetta er meðal þess sem lesa má út úr skoðanakönnun DV og Stöðvar 2 sem gerð var í gær- kvöldi á fylgi forsetaframbjóðend- anna. Líta ber á greiningu sem þessa sem vísbendingu frekar en vísinda- lega staðreynd. Hún er þó marktæk- ari en síðasta sambærilega greining er gerð var á skoðanakönnun DV í lok mai. Bæði hefur frambjóðendum fækkað og úrtakið er tvöfalt fjöl- mennara eða 1.200 manns í stað 600 síðast. Það er athyglisvert að líta til þess að þeim sem eru óákveðnir í því hvaða flokk þeir munu styðja í al- þingiskosningum eða neita að gefa upp afstöðu sína fjölgar um sjö pró- sentustig meðal fylgismanna Ólafs Ragnars. Þeim fækkar að sama skapi um fimm prósentustig hjá þeim sem ætla að styðja Pétur Kr. Hafstein. Framsóknarmenn virðast hafa snúið baki við Ástþóri Magn- ússyni. í fyrri könnun DV frá því í lok maí virtist nær helmingur fylg- is hans koma þaðan. Núna er ein- ungis einn af hverju tíu fylgis- manna Ástþórs stuðningsmaður Framsóknarflokksins. Á meðfylgjandi grafi sést fylgis- skiptingin. Eins og menn þekkja væntanlega stendur A fyrir Alþýðu- flokk, B fyrir Framsóknarflokk, D fyrir Sjálfstæðisflokk, G fyrir Al- þýðubandalag, J fyrir Þjóðvaka og V fyrir Kvennalista. -JHÞ/bjb Fylgi frambjóðenda eftir flokkum Ólafur Ragnar Grímsson Pétur Kr. □ a 1b1d|g Qj □ v □ Óákv./svara ekki Ástþór Magnússon Guðrún Agnarsdóttir I 7% 10% 22% - samkvæmt skoðanakönnun DV og Stöðvar 2, 27/6 '96 -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.