Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1996, Blaðsíða 18
26 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 íþróttir unglinga______________________________r>v íslandsmótið í handbolta - 3. flokkur kvenna: ÍR með besta liðið - vann KR í úrslitaleik íslandsmótsins, 19-14, og tekur þátt í sterku móti í Austurríki í haust Stúlkurnar í 3. flokki ÍR stóðu sig alveg frábærlega á nýliðnu keppnis- ímabili í handbolta. Þær urðu ís- landsmeistarar með sigri á KR í úr- slitaleik, 19-14. Staðan í hálfleik var 9-5 fyrir ÍR-stelpumar. Athygli vakti og stórsigur ÍR gegn FH í und- anúrslitunum, 17-9. Mörk ÍR gegn KR; Dagný Skúla- dóttir 4, Þórdís Brynjólfsdóttir 3, Edda Garðarsdóttir 3, Tinna Hall- dórsdóttir 3, Guðrún Hólmgeirsdótt- ir 2 og Guðný Atladóttir 1 mark. Þjálfari ÍR-liðsins er Karl Erlings- son. Mörk KR: Helga S. Ormsdóttir 5, Edda Kristinsdóttir 2, Sæunn Stef- ánsdóttir 2, Kristín Jóhannsdóttir 2, Harpa Ingólfsdóttir 1. Eva Hlöð- versdóttir 1 og Hrefna Jóhannes- Karl Erlingsson, þjálfari 3. flokks ÍR hefur staðið sig vel hjá félaginu. dóttir 1 mark. Þjálfari KR-liðsins er Björn Eiríksson. Austurríkisferð í ágúst ÍR-liðið fer í keppnisferð til Austurríkis 12.-19. ágúst til þátt- töku í mjög sterku, alþjóðlegu móti, Umsjón og að sögn Karls Erlingssonar, þjálf- ara þeirra, er mikill hugur í stelp- unum á að standa sig vel: „Áhugi þeirra er mjög mikill fyr- ir ferðinni og vinna þær hörðum höndum þessa dagana í fjáröflun til ferðarinnar. Þær æfa núna 4-5 sinn- um í viku og eru staðráðnar í að gera betur en í fyrra, en þá urðu þær í 7. sæti á þessu móti, og mættu þær TSV Klein Auheim, frá Aust- urríki, í keppni um sætið og unnu ÍR-stelpurnar, 18-13. Ég tel það mik- ilvægt að yngri flokkar taki þátt í keppni erlendis því hætt er við stöðnun ef ár eftir ár er spilað gegn sömu liðum hér heima. Ég tel tví- mælalaust að stelpurnar læri mikið í þessum ferðum,” sagði Karl Erl- ingsson. Unglingasíða DV óskar ÍR-stúlkunum góðs gengis í Austurríkisferðinni. íslandsmeistarar ÍR í handbolta í 3. flokki 1996. Stúlkurnar halda til Austurríkis í ágúst til þátttöku í sterku alþjóðlegu móti. Liðið er skipað eftirtöldum leikmönnum. Aftari röð frá vinstri: Bryndís Guðmundsdóttir, Þorbjörg Eysteins- dóttir, Drífa Skúladóttir, Inga J. Ingimundardóttir, Tinna Halldórsdóttir, Edda Garðarsdóttir, Bjarney Bjarnadóttir, Lilja Hauksdóttir, Þórdís Brynjólfsdóttir og Karl Erlingsson, þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir. Margrét Ragnarsdóttir, Nancy Lyn Kristinsdóttir, Sólrún Sigurgeirsdóttir, Ásta Ólafsdóttir og Dagný Skúladóttir. Á myndina vantar Evu Guðmundsdóttir. Liðsstjórar eru Kristin Aðalsteinsdóttir og María Jónsdóttir. Skólaþrautir FRÍ 1996, 12-14 ára: Keppendur um 1600 Nýlokið er keppni í Skólaþrautum FRÍ og Markaðsnefndar mjólkuriðnaðarins. Undan- keppnin fór fram í skólum víðs vegar um landið undir stjórn íþróttakennara í hverjum skóla. Alls voru keppendur um 1600 svo þetta er mjög stór íþróttaviðburður. Keppendur eru á aldrinum 12-14 ára. Keppt var, líkt og áður, í 60 metra hlaupi, hástökki og boltakasti. Úrslitakeppnin fór fram í Mosfellsbæ, þar sem sex efstu keppendur af landinu í hverj- um flokki gafst færi á að keppa. Allir keppendur í úrslitakeppninni hlutu verðlaun frá Markaðs- nefnd mjólkuriðnaðarins. Auk þess fengu tveir drengir og tvær stúlkur tækifæri til þess að komast á Öresundsleikana, eitt stærsta frjálsíþróttamót barna og unglinga á Norðurlöndum. Hér á eftir eru birt úrslit frá úrslitakeppninni sem fór fram í Mosfellsbæ. Stúlkur fæddar 1984: 1. Guðrún Halla Finnsdóttir, Hofstsk., Garðabæ 2903 2. íris Svavarsdóttir, Hofstaöaskóla, Garðabæ 2781 3. Hrefna Gunnarsdóttir, grunnsk. í Stykkishóbni 2633 4. Áslaug Baldvinsdóttir, Síðuskóla, Akureyri 2618 5. Margrét Valmundarsdóttir, grunnsk. í Þorláksh, 2563 6. Laufey Hrólfsdóttir, Síðuskóla, Akureyri 2483 Stúlkur fæddar 1983: 1. Ágústa Tryggvadóttir, grunnskólanum Þingborg 2803 2. Andrea M. Þorsteinsdóttir, Varmárskóla, Mos. 2723 3. Iris Sigurðardóttir, Varmárskóla, Mosfellsbæ 2578 4. Sigrún Gunnarsdóttir, grunnsk. Stykkishólmi 2518 Stúlkur fæddar 1982: 1. Sigrún Dögg Þórðardóttir, grunnsk., Þorlákshöfn 2744 2. Hilda G. Svavarsdóttir, Hvaleyrarskóla 2655 3. Eyrún Gígja Káradóttir, Síðuskóla, Akureyri 2557 4. Erna Björk Sigurðardóttir, Hjallaskóla 2527 5. Karen H. Heimisdóttir, grunnsk. Þorlákshöfn 2269 Drengir fæddir 1984: 1. Kristján H. Guðjónsson, Laugask., Dalasýslu 3175 2. Ólafur Dan Hreinsson, Hamraskóla 3005 3. Kristmundur Sigurðsson, Snælandssk. Kóp. 2750 4. Salvar Þ. Sigurðsson, Snælandsskóla, Kópavogi 2750 5. Haraldur Blöndal Kristjánsson, Fljótshlíðarskóla 2590 6. Amar Ingason, grunnskólanum i Þorlákshöfn 1725 Drengir fæddir 1983: 1. Geir Þorvaldsson, Hamraskóla 2880 2. Ámi Sigurgeirsson, Varmárskóla, Mosfellsbæ 2785 3. Jón Valberg Sigurjónsson, Hjallaskóla, Kópavogi 2780 4. Halldór Lárusson, Varmárskóla, Mosfellsbæ 2645 5. Óttar Jónsson, Hamarsskóli og Barnaskóli 2620 6. Viktor B. Amarson, Snælandsskóli, Kópavogi 2510 7. Skúli Eyjólfsson, Síðuskóli, Akureyri 2340 8. Jakob Ami ísleifsson, Hjallaskóla, Kópavogi 2150 Drengir fæddir 1982: 1. Jónas H, Hallgrímsson, Víðistskóla, Hafnarfirði 2735 2. Gísli Pálsson, grunnskóla Stykkishólms 2650 3. Kristján V. Kristjánsson, Síðuskóla, Akureyri 2640 4. fvar Öm Indriöason, Langholtsskóla 2625 5. Gunnar Ásgeirsson, grunnskóla Stykkishólms 2480 6. Þorkell Snæbjörnsson, gmnnsk. Laugarvatni 2405 Valsstúlkurnar í A-liði 3. flokks urðu pæjumeistarar í Vestmannaeyjum um Fjölnisstelpurnar í 5. flokki B-liða stóðu sig vel á pæjumóti Þórara í Eyjum daginn. Mótið er á vegum Þórara. DV-mynd ÞoGu fyrir skömmu því þær urðu meistarar. DV-mynd ÞoGu AST-bikarmót í sundi: íslenskt met hjá Gunnari Laugardaginn 15. júní hélt Sunddeild Aftureldingar sund- mót í Varmárlaug í Mosfellsbæ. Mikill fjöldi þátttakenda mætti frá sundfélögum alls staðar af landinu. Þó veðurguðirnir hafi vætt sundfólkið á tímabili var veður hlýtt og stillt og gekk mótið sérstaklega vel. Gunnar Steindórsson, UMFA, setti glæsilegt met í 5Ó metra skriðsundi sveina, en hann synti á tímanum 28,56 sekúndum. Gunnar, sem er 12 ára er mjög mikið efni og hefur hann æft hjá Aftureldingu í eitt ár en var áður í Reyni frá Sandgerði. AST-bikarmótið er ætlað börn- um og unglingum upp að 17 ára aldri. Þetta er með vinsælli mót- um landsins og mætir alltaf til leiks mikill fjöldi sundmanna af landsbyggðinni. Vegleg verðlaun voru veitt, bæði verðlaunapeningar og bik- arar fyrir sigur í hverri grein og voru þau gefin af Einari J. Skúkasyni hf. Að auki fengu allir þátttakendur gjafir. /4ST Gunnar Steindórsson, 12 ára, UMFA, setti glæsilegt íslands- met í 50 m skriðsundi sveina, synti á 28,56 sekúndum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.