Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1996, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 Afmæli Sveinn Þormóðsson Sveinn Þormóðsson blaðaljós- myndari, Ásgarði 7, Reykjavík er sjötugur í dag. Starfsferill Sveinn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp, fyrst við Hverfisgötuna en síðan Laugaveginn. Hann stundaði nám við Austurbæjarskólann. Hann byrjaði ungur að vinna fyr- ir sér, var í Bretavinnu og síðan túlkur hjá setuliðinu, starfaði á bílaverkstæði í tvö ár, var starfs- maður hjá Eimskipafélaginu og stundaði jafnframt svartfugls- skyttirí í Faxaflóanum. Þá keyrði hann sendibíl um skeið. Sveinn var ljósmyndari hjá Morg- unblaðinu 1952-76, varð ljósmynd- ari hjá Dagblaðinu 1976 og síðan hjá DV þar sem hann starfar enn. Þá ljósmyndaði hann fyrir Slökkviliðið í Reykjavík um árabil. Sveinn er einn kunn- asti fréttaljósmyndari landsins en eftir hann liggur aragrúi fréttaljós- mynda í hinum ýmsu rit- um. Auk þess hafa mynd- ir hans birst á fjölda ljós- myndasýninga og hjá er- lendum fréttastofum. Fjölskylda Eiginkona Sveins er Dagfríður Pétursdóttir, f. 18.6. 1922, húsmóðir. Hún er dóttir Péturs Jóhannessonar, b. í Hjarðar- brekku í Eyrarsveit, og k.h., Krist- ínar Guðmundsdóttur húsfreyju. Börn Sveins og Dagfríðar eru Sveiney, f. 8.8. 1943, húsmóðir og sjúkraliði í Stokkhólmi, gift Karli Jóhannssyni lagermanni; Þormóð- ur, f. 5.8. 1946, lengst af kranamaður, nú búsettur í Bandaríkjunum, kvænt- ur Susan Sveinsson hús- móður og eiga þau eina dóttur auk þess sem hann á þrjú börn frá því áður; Bragi Rúnar, f. 13.3. 1948, verktaki í Reykjavík og á hann fimm böm og einn fósturson; Kristín Bevens, f. 21.6. 1952, gull- smiður í Bandaríkjunum og á hún tvö börn; Sigríð- ur Erly, f. 13.8. 1955, bónda og kennari í Bandaríkjunum, gift Brian Erly hermanni og á hún tvö böm; Theodóra Todd, f. 12.3. 1958, tölvufræðingur og kennari í Bandaríkjunum, gift Robert Todd tölvufræðingi og eiga þau tvö böm; Hörður, f. 28.7. 1960, verktaki í Reykjavík, kvæntur Hjálmfríði Auð- unsdóttur og eiga þau einn son auk þess sem hann á þrjá syni frá þvi áður. Systkini Sveins: Sveiney Þor- móðsdóttir, f. 23.1.1920, d. 1995, hús- móðir í Reykjavík; Stefán Þormóðs- son, f. 7.2. 1924, lengst af starfsmað- ur hjá Esso og síðar verkstjóri hjá Ríkisspítölunum; Hörður Þormóðs- son, f. 25.4. 1931, tæknifræðingur í Reykjavík; Bragi, f. 1933, dó á fyrsta ári; Benedikt, f. 11.5. 1935, lengst af lagermaður hjá Sjöfn, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Sveins vom Þormóður Sveinsson, f. 1.9. 1890, d. 1963, fisk- sali og útgerðarmaður í Reykjavík, og k.h., Theodóra Stefánsdóttir, f. 14.9. 1900, d. 1986, húsmóðir. Sveinn verður að heiman á af- mælisdaginn. Sveinn Þormóösson. Reynir Eðvarð Reynir Eðvarð Guð- bjömsson rafverktaki, Stapasiðu 11, Akureyri, varð fimmtugur í fyrra- dag. Á afmælisdaginn birtust um hann upplýs- ingar en með rangri mynd og er beðist velvirð- ingar á því. Starfsferill Reynir fæddist á Þórs- höfn og ólst þar upp til ellefu ára aldurs en síðan á Akureyri. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar, lauk prófi frá Iðnskólan- um á Akureyri 1971, lauk sveins- prófi í rafvirkjun sama ár og öðlað- ist meistararéttindi í rafvirkjun 1978. Þá er hann löggiltur rafverk- taki frá Tækniskóla Islands frá 1979. Reynir fór ungur til sjós og stundaði sjómennsku með námi, einkum á bát- um og togurum frá Akur- eyri og Þórshöfn og stundaði grásleppuútgerð með föður sinum og bræðram. Þá var hann um skeið hjá Skipaútgerð ríkisins. Reynir hefur lengst af stundað sína iðngrein frá því hann lauk námi. Hann starfaði m.a. hjá Raforku hf., hjá Slipp- stöðinni á Akureyri í þrjú ár og var þrjú ár við Kísiliðj- una og við Kröflu á vegum Hauks Ákasonar rafvirkjameistara. Hann hóf síðan sjálfstæðan rekstur í Reykjavík og hefur verið rafverk- taki síðan. Reynir Eövarö Guö- björnsson. Guðbjörnsson Reynir starfaði mikið í skáta- hreyfmguni, var flokksforingi í Skátafélagi Akureyrar, starfaði fyr- ir Vörð, félag ungra sjálfstæðis- manna á Akureyri, starfaði í JC- hreyfingunni og var formaður fjár- öflunamefndar JC á Húsavík. Fjölskylda Reynir kvæntist 11.4. 1971 Kol- brúnu Kolbeinsdóttur, f. 20.2. 1948, meinatækni. Hún er dóttir Kolbeins Ögmundssonar, forstöðumanns Kassagerðar KEA á Akureyri, sem er látinn, og k.h., Guðfinnu Sigur- geirsdóttur húsmóður, sem nú er búsett í Hafnarfirði. Dætur Reynis og Kolbrúnar eru Guðflnna Reynis Eðvarðsdóttir, f. 14.9.1970, læknaritari við Sjúkrahús Reykjavíkur en hennar maður er Arnar Einarsson, starfsmaður við Leifsstöð, og eiga þau tvo syni; Aðal- björg Reynis Eðvarðsdóttir, f. 17.5. 1973, hárgreiðslunemi í Reykjavík, en maður hennar er Jón Ágúst Hreinsson, húsasmiður og nemi. Systkini Reynis eru Emil Þór Guðbjömsson, f. 15.7.1952, útgerðar- maður í Stykkishólmi; Ester Guð- bjömsdóttir, f. 16.4. 1961, starfsmað- ur hjá Samherja. Hálfbræður Reynis era Gunnar Sigurðsson, f. 24.8. 1942, sjómaður í Grenivík; Guðmundur Hólm Sig- urðsson, f. 7.6.1945, verktaki á Þórs- höfn. Foreldrar Reynis eru Guðbjörn Jósíasson, f. 12.3. 1921, sjómaður á Þórshöfn og síðan útgerðarmaður á Akureyri, og k.h., Aðalbjörg Guð- mundsdóttir, f. 20.1. 1925, húsmóðir og kaupkona. Sigurður J. Sigvaldason Sigurður Jón Sigvaldason bygg- ingarverkfræðingur, Hvassaleiti 103, Reykjavik, er sjötugur í dag. Starfsferill Sigurður er fæddur í Ærlækjar- seli, Öxarfirði, og ólst upp í Klifs- haga, Öxarflrði. Hann er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1948 og lauk fyrri hluta prófi í verkfræði frá Háskóla íslands 1952, stundaði framhaldsnám í byggingarverk- fræði við Norges Tekniske Högskole í Þrándheimi og lauk þaðan verk- fræðiprófi 1954. Sigurður var verkfræðingur hjá mælingadeild bæjarverkfræðings- ins í Reykjavík 1954-60, verkfræð- ingur hjá Landnámi ríkisins 1960-83 og hjá Byggingarstofnun landbúnað- arins í Reykjavík 1983-91. Hann hef- ur verið verkfræðingur hjá Búnað- arfélagi íslands, Bændasamtökum, frá 1991. Sigurður átti sæti í norrænni nefnd sem fjallaði um álags- og hönnunargrundvöll landbúnaðar- bygginga. Fjölskylda Sigurður kvæntist 6.8. 1955 Sig- rúnu Magnúsdóttur, sagnfræðingi og kennara við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru Magnús Magnússon, f. 7.5.1892 í Sandgerði, verkstjóri í Reykjavík, og Ragnheiður Jónasdóttir, f. 29.6. 1895 á Bjarteyjarsandi á Hvalfjarð- arströnd, húsfreyja í Reykjavík. Börn Sigurðar og Sigrúnar: Sig- urður, f. 12.7.1956, deildarverkfræð- ingur hjá Vita- og hafnamálastofn- un, maki Hrönn Sævarsdóttir inn- anhússhönnuður; Ragnheiður, f. 22.3. 1959, læknir við framhaldsnám í geðlækningum við Uddevalla Psykiatriska Klinik, maki Anders Josephsson, prest- ur i Uddevalla; Solveig, f. 8.5. 1963, læknir við fram- haldsnám í barnalækn- ingum við Johns Hopkins sjúkrahús í Baltimore, maki Sigurður Jóhannes- son, hagfræðingur í dokt- orsnámi í hagfræði við háskólann I Kent; Magn- ús, f. 27.10 1966, myndlist- armaður við listnám í New Jersey, maki Margrét Haraldsdóttir Blöndal, myndlistarmaður við list- nám í New Jersey. Bamabörnin eru 9. Foreldrar Sigurðar: Sigvaldi Jónsson, f. 2.10.1886, bóndi og söðla- smiður í Klifshaga, Öxarflrði, og Sólveig Jónsdóttir, f. 29.7. 1897, hús- freyja. Ætt Sigvaldi var sonur Jóns Sigvaldasonar, f. 13.9. 1863, d. 19.4. 1941, b. í Hafrafellstungu og i Klifshaga í Öxarfirði, og Rósu Gunnarsdóttur, f. 25.5. 1857, d. 28.2. 1917, húsfreyju. Sólveig var dóttir Jóns Gauta Jónssonar, f. 28.2. 1861, d. 23.7. 1945, b. á Gautlöndum, í Mývatns- sveit, á Héðinshöfða í Tjömeshreppi og í Ær- lækjarseli í Öxarfirði, N- Þingeyjarsýslu, hreppstjóra og kaupfélagsstjóra Norður-Þingey- inga, og k.h. Sigurveigar Sigurðar- dóttur, f. 4.3.1869, d. 17.12.1941, hús- freyju. Sigurður Jón Sig- valdason. ----------------------------7 Kristín Bára og Oddný Alda Olafsdætur Tvíburasysturnar Krist- ín Bára Ólafsdóttir, bóndi og húsmóðir, Keldudal í Hegranesi, Rípurhreppi, og Oddný Alda Ólafsdóttir, starfsstúlka á elliheimili, Hálsaseli 5, Reykjavík, eru sextugar í dag. Fjölskylda Systurnar eru fæddar á Kristín Bústöðum í Austurdal og dóttir. ólust þar upp til 8 ára ald- urs en þá flutti fjölskyldan að Garðshomi í Kræklingahlíð, Eyja- firði. Maður Kristinar Bára er Leifur Hreinn Þór- arinsson, f. 25.6. 1936, bóndi, en hann er son- ur Þórarins Jóhannsson- ar, bónda á Ríp í Hegra- nesi, og Ólafar Guð- mundsdóttur, húsfreyju. Maður Odd- nýjar Öldu er Þórir Ásgeirsson, f. 7.9. 1937, en hann er sonur Ásgeirs Guðbjarts- sonar og Jónínu Sigurðardóttur. Börn Kristínar Báru og Leifs Bára Olafs- Oddný Alda Ólafs- dóttir. Hreins: Ólöf Elfa, f. 31.1. 1960, iðjuþjálfi, maki Al- freð Schiöth; Stefanía Hjördís, f. 21.6. 1965, fé- lagsmannfræðingur, maki Jóhannes H. Rik- harðsson; Þórarinn, 23.8. 1966, búfræði kandídat og fjármála stjóri, maki Guðrún Lár usdóttir; Kristbjörg, 1.10. 1969, nemi í félags ráðgjöf, maki Magni Þór Samsonarson; Guðleif Bima, f. 22.2. 1974, nemi í félagsfræði, maki Eysteinn Leifs- son; Álfhildur, f. 4.3. 1977, nemi. Barnabörnin eru fjögur. Dætur Oddnýjar Öldu og Þóris: Stella, f. 28.9. 1965, maki Sigurgeir Birgisson; Hafdís, f. 13.9. 1966, maki Helgi Leifsson; Rut, f. 16.1. 1974. Barnabörnin eru sex. Systkini Kristínar Báru og Odd- nýjar Öldu: Ólafur Skagfjörð, f. 1.11. 1928, bóndi að Garðshomi í Krækl- ingahlíð; Þórey Skagfjörð, f. 1.11. 1928, húsmóðir, búsett á Akureyri; Guðrún Hrönn, f. 17.1 1945, sjúkra- liði, búsett í Noregi. Foreldrar Kristínar Báru og Odd- nýjar Öldu: Ólafur Tómasson, f. 12.6. 1901, d. 6.9. 1952, bóndi á Bú- stöðum í Austurdal og síðar að Garðshorni í Kræklingahlíð, og Stefanía Guðrún Ingveldur Jóhann- esdóttir, f. 17.12. 1905, d. 15.3. 1985, húsmóðir á Bústöðum í Austurdal DV Til hamingju með afmælið 28. júní 85 ára Guðmimdur Jónsson, Háaleitisbraut 123, Reykjavík. 80 ára Ríkarður Sumarliðason, Ástúni 8, Kópavogi. Magnús Kristjánsson, Norðurtungu 1, Þverárhlíðar- hreppi. Kristín V.J. Kristjánsdóttir (átti afinæli 26.6), áður til heimilis að Digranes- vegi 56, Kópavogi, en búsett á Skjóli, Kleppsvegi 64, Reykja- vík. 75 ára Geir Guðmundsson, Laugarásvegi 51, Reykjavík. Þorgerður Hermannsdóttir, Hlíðarvegi 27, Kópavogi. Ragnar Jónsson, Holtsgötu 39, Reykjavík. María Ragnarsdóttir, Skógargötu 1, Sauðárkróki. 70 ára Ingiríður Jónsdóttir, Hraunbæ 78, Reykjavík. 60 ára Birna Guðrún Einarsdóttir, Fiskakvísl 3, Reykjavík. Hjörtur Árnason, Hlíðargötu 15, Neskaupstað. Hans W. Haraldsson, Seljalandsvegi 22, ísafirði. 50 ára Halldóra Kristin Gunnars- dóttir (á afmæli 1.7.), Nesvegi 9, Súðavík. Maður hennar er Árni Leós- son bygginga- meistari. Þau taka á móti gestum laugardaginn 29.júní á flötinni við Þrastar- lund í Grímsnesi frá kl. 17 til 21. Margrét Kolbeinsdóttir, Ásavegi 30, Vestmannaeyjum. Guðmundur Sveinsson, Heiðarbraut 1, Sandgerði. Guðmundur Friðrik Sig- urðsson, Sunnuvegi 5, Hafnarfirði. Anna Rodita Rufina Jón- atansson, Lyngholti á Bergi, Keflavik. 40 ára Ármann Óskar Gunnars- son, Merkjateigi 2, Mosfellsbæ. Gunnar Leifúr Stefánsson, Esjubraut 24, Akranesi. Páll Pálmar Danielsson, Vogatungu 25, Kópavogi. Jón Björn H. Arason, Kjalarsíðu lOf, Akureyri. Guðlaugur Grétar Grétars- son, Heiðarbóli 39, Keflavík. Elísabet Kristín Jakobs- dóttir, Leirabakka 20, Reykjavík. Jónína Sigmundsdóttir, Hamraborg 34, Kópavogi. Jón Guðmundsson, Hiíðargötu 13, Neskaupstað. Jóhann Brynjólfur Kor- -máksson, Sólheimum, Hrunamanna- hreppi. Jónína Guðmundsdóttir, Garðbraut 43, Garði. og síðar að Garðshorni í Kræklinga- hlíð. Kristín Bára og hénnar maður, Leifur Hreinn (sem varð sextugur 25.6.), taka á móti gestum í félags- heimili Rípurhrepps í kvöld kl. 19 og þar verður Oddný Alda einnig stödd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.