Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1996, Blaðsíða 32
 Alla laugardagai Vsrtu viðbúinfn) vinningií Vinningstölur 27.6/96 [is\ (2$) ® KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú Sbendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óhað dagblað FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ1996 Læknamistök I Helgarblaði DV á morgun verð- ur rætt við systur sem misstu móð- ur sína vegna læknamistaka. Málið fór fyrir Hæstarétt og nýlega fengu þær úrskurðað að ríkið væri ekki bótaskylt. Þær segja frá sársaukan- um og óréttlætinu í sex ára baráttu sinni við kerfið. Handboltakappinn Þorgils Óttar Mathiesen verður heimsóttur en hann hefur nýlega gert upp eitt elsta og sögufrægasta hús Hafnar- fjarðar. í blaðinu verður rætt við sjúkraflutningamanninn Pétur Am- þórsson. Hann segir frá ýmsum æv- intýrum sem hann hefur lent í. For- setakosningar á árum áður verða rifjaðar upp og kosningahandbók birt ásamt ýmsu öðru efni. -em NM í bridge: Svíar náðu titlinum af íslendingum íslenska bridgesveitin á Norður- landamótinu, sem hafði titil að verja og það til margra ára, tapaði fyrir Finnum 12-18 í lokaumferð- inni í gær. Á sama tíma unnu Svíar Dani 22-8 og urðu meistarar. Sví- þjóð hlaut 193,5 stig, ísland 183, Nor- egur 180, Finnland 137,5, Danmörk 114 og Færeyjar 62 stig. Svíar unnu líka i kvennaflokki, hlutu 201 stig. ísland varð í fimmta sæti með 114 stig. -hsím Ammoníaksleki við Kirkjusand Lögregla og slökkvilið var kallað út vegna ammoníaksleka frá kjöt- vinnslu Goða við Kirkjusand í gær- kvöldi. Marteinn Geirsson, varð- stjóri hjá Slökkviliðinu, segir að mikil ammoníakslykt hafi verið þegar slökkviliðið kom á staðinn um kl. hálfníu. Svæðinu var strax lokað og vatni var úðað yfír amm- oníakið. Þannig tókst að minnka svæðið sem efnið dreifðist um. Að sögn Marteins var íbúum í kring ekki hætta búin þó það sé mjög óþægilegt þegar fólk andar að sér ammoníaki. -RR 8 ára drengur heim af Sjúkrahúsi Keflavíkur með mörg beinbrot: Með ólíkindum að svona geti gerst - segir Rósa Hansdóttir, móðir drengsins „Ég er mjög reið yfir þessu og mér finnst það með ólíkindum að svona nokkuð geti gerst. Það er alls ekki nógu góð þjónusta þegar Hinn 8 ára gamli Þorgils Arnar Þórarinsson ásamt eldri bróöur sínum, Þór- arni Erni Þórarinssyni, 12 ára, á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í gær. Þorgils Arn- ar fékk að fara heim af sjúkrahúsinu í gærkvöld og er á batavegi. DV-mynd JAK drengurinn er útskrifaður án þess að nokkur mynd sé tekin af hon- um. Hann var bara látinn fara heim og síðan kemur í ljós að hann er þetta illa farinn og með mörg beinbrot," sagði Rósa Hans- dóttir, í samtali við DV i gær en sonur hennar, Þorgils Amar Þór- arinsson, 8 ára gamall, varð fyrir bíl í Njarðvík í fyrradag þegar hann var á reiöhjóli sínu. Þorgils Amar var fluttur á Sjúkrahús Keflavíkur en var útskrifaður það- an skömmu síðar á þeim forsend- um aö ekkert alvarlegt hefði gerst. Síðar kom í ljós aö hann var tvikjálkabrotinn, viðbeinsbrotinn og auk þess brotinn á vinstri oln- boga. „Ég sótti drenginn til pabba síns um níuleytið í fyrrakvöld, skömmu eftir að hann hafði veriö útskrifaður af sjúkrahúsinu. Þá var hann hágrátandi og stokkbólg- inn í andliti og á kálfum. Ég fór rakleiðis niður á sjúkrahús og tal- aði við lækninn sem hafði skoðað hann skömmu áður en hann sagð- ist ekki finna neitt að drengnum. Hann lét ekki einu sinni mynda drenginn og gaf honum einn fjórða úr verkjapillu með sér. Ég fór þvínæst til frænku minnar sem er hjúkrunarfræðingur og hún hringdi á Sjúkrahús Reykjavíkur og boðaði komu okkar þangað. Þar var hann strax myndaður og þá kom í ljós að hann var viðbeins- brotinn, báðir kjálkar brotnir auk þess sem vinstri olnbogi var brot- inn. Hann var að sjálfsögðu lagður inn í kjölfarið," sagði Rósa, en þess má geta að hún vinnur í þvottahúsi Sjúkrahúss Keflavíkur. Þorgils Arnar var á batavegi i gærdag og fékk að fara heim af sjúkrahúsinu um kvöldmatarleyt- ið í gærkvöld. Rósa sagðist vona að svona hræðileg mistök kæmu aldrei fyrir aftur og þetta yrði von- andi víti til varnaðar. -RR Skoðanakönnun DV: Sveiflan til mín heldur áfram - segir Guðrún Agnarsdóttir „Ég er mjög ánægð með þessa áframhaldandi uppsveiflu sem er á mínu fylgi sem nú mælist í hverri skoðanakönnun á fætur annarri og er enn á talsvert miklu skriði. Ég tel að þetta skrið standi enn. Kannanir sýna að 20 tU 30 þúsund manns er að flytja sig á miUi og helminmgur þeirra virðist hafa farið til mín að undanfórnu. Ég er þeirrar skoðunar að þessi sveifla tU mín muni halda áfram,“ sagði Guðrún Agnarsdóttir i morgun um niðurstöðu skoðana- könnunar DV. Ólafur Ragnar „Þessar tölur eru á þann veg að þær munu hveta stuðningsfólk mitt um aUt land tU að vinna vel í dag og á morgun," sagði Ólafur Ragnar Grimsson þegar tölurnar úr skoð- anakönnuninni voru bornar undir hann. Pétur „Ég tel að skoða verði þessar skoðanakannanir, sem eru að birt- ast þessa tvo þrjá síðustu daga fyrir kosningar, í samhengi. Þær sýna að það er veruleg hreyfing á fylgi. Bil- ið er að minnka og fólk er að gera upp hug sinn og skipta um skoðun. Ég tel því að það líti þannig út að úrslitin séu verulega tvisýn. Ég hef því fuUa ástæðu til áframhaldandi bjartsýni," sagði Pétur K. Hafstein. Ástþór „Það koma tvær tU þrjár skoð- anakannanir á dag en engar tvær eru eins þannig að ég veit ekki hvað er að marka þær. Ég tek skoðana- kannanirnar með varfærni. Við skulum bara bíða og sjá hvernig kosningaúrslitin verða,“ sagði Ást- þór Magnússon. -S.dór Tveir á slysadeild eftir árekstur Þriggja bíla árekstur varð á mót- um Hringbrautar og HofsvaUagötu um klukkan hálfíjögur í nótt. Öku- maður og farþegi úr einum bUnum voru fluttir á slysadeild. -RR Féll af hestbaki og lærbrotnaði 76 ára gamaU maður slasaðist þegar hann féll af hestbaki í Skallár- dal um miðjan dag í gær. Hann var lærbrotinn og með áverka á höfði en þeir reyndust ekki alvarlegir. KaUað var eftir aðstoð þyrlu land- helgisgæslunnar og flaug hún með manninn til Akureyrar þar sem hann gekkst undir aðgerð í gær- kvöldi. -RR ÞEIR ERU EKKI FYRIR MARGB^OTNAR, AÐGERÐIR I KEFLAYIK. Veðrið á morgun: Hlýjast norðan- lands Á morgun þykknar upp með suðaustangolu eða kalda, fyrst um landið sunnanvert. Gert er ráð fyrir að það fari að rigna sunnan- og suðvestanlands und- ir kvöld en í öðrum landshlut- um verður þurrt. Hiti verður á bUinu 10 tU 19 stig, hlýjast norðanlands. Veðrið í dag er á bls. 36

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.