Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1996, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. Dýrkeypt forsetaembætti Fimmti forseti lýðveldisins verður valinn í kosning- um á morgun. Kosningabaráttunni lýkur formlega í kvöld. Barátta keppinautanna hefur verið í hámarki þessa viku fyrir kosningar og er það að vonum. Síðustu skoðanakannanir hafa verið birtar undanfama daga og DV birtir sína síðustu skoðanakönnun fyrir forsetakosn- ingarnar í blaðinu í dag. Kannanir að undanförnu hafa sýnt minni fylgismun milli frambjóðenda en áður. Þetta hefur hleypt auknu lífi í baráttuna, áróður hefur harðnað og auglýsingaher- ferðin er í hámarki á lokasprettinum. Allt eru þetta eðli- legir þættir í lýðræðislegri kosningabaráttu. Menn ættu því að geta sameinast að baki nýkjörnum forseta, hver svo sem hann verður. Reyndin hefur orðið sú jafnvel þótt forseti hafi ekki verið kosinn af meirihluta þjóðar- innar. Það er hins vegar rétt að breyta fyrirkomulagi forseta- kosninga. Það er eðlilegt að þjóðhöfðingi hafi meirihluta þjóðarinnar á bak við sig. Nái enginn frambjóðandi meirihluta í kosningum ætti að vera önnur umferð þar sem kosið væri á milli tveggja efstu. Stjórnarskrárbreyt- ing er nauðsynleg til þess að koma þessu í kring. En annað er vert að skoða í tengslum við forsetakosn- ingar. DV áætlaði fyrr í vikunni kostnað forsetafram- bjóðendanna vegna kosninganna. Tölur sem þar komu fram benda til þess að það fylgi því gríðarlegur kostnað- ur að bjóða sig fram í embætti forseta íslands. Þessi mikli kostnaður er umhugsunarefni og ljóst að einstak- lingar standa ekki undir honum. Því verða frambjóðend- ur eða umboðsmenn þeirra að safna miklum fjárhæðum til þess að standa undir kostnaðinum. Áætlað var að heildarkostnaður við framboðin næmi um 155 milljónum króna. Talið var að kostnaður Ólafs Ragnars Grímssonar næmi um 25 milljónum króna, Guðrúnar Agnarsdóttur um 30 milljónum króna, Péturs Hafstein um 40 milljónum króna og kostnaður Ástþórs Magnússonar lægi á bilinu 40 til 60 milljónir króna. Þá var kostnaður við framboð Guðrúnar Pétursdóttur tal- inn hafa verið á bilinu 12 til 14 milljónir króna. Samkvæmt þessu er dýrt að fara í forsetaframboð. Ástþór Magnússon hefur lýst því yfir að hann hafi selt eignir til þess að standa undir kostnaði. Ekki er að sjá að beinn kostnaður við framboð hinna lendi á þeim en óbeint fylgja framboðinu mikil útgjöld. Því fylgja mikil ferðalög auk þess sem frambjóðendur taka sér launalaus frí frá vinnu mánuðum saman. Kostnaðurinn er ekki aðeins fólginn í auglýsingum. Hver frambjóðandi rekur dýrar kosningaskrifstofur með miklum fjarskipta- og tæknibúnaði og öll þessi starfsemi kallar á fjölda starfsfólks. Vafalaust gefa margir vinnu sína en öðrum þarf að greiða. Ýmsir mætir menn voru orðaðir við forsetaframboð áður en framboðsfrestur rann út. Nokkrir lýstu því yfir að þeir treystu sér ekki í framboð vegna mikils kostnað- ar því samfara. Það skiptir máli hver gegnir embætti þjóðhöfðingja. Hann er sameiningartákn þjóðarinnar og til hans er lit- ið sem fyrirmyndar. Óheyrilegur kostnaður við framboð má ekki verða til þess að hæfir einstaklingar sjái sér ekki fært að gefa kost á sér. Hér er ekki verið að fara fram á boð og bönn í þessu sambandi enda ráða menn meðferð fjármuna sinna. Tilefnið nú kallar hins vegar á umræðu um þennan þátt kosninganna enda ljóst að hann skiptir verulegu máli. Jónas Haraldsson Við nýjar aðstæður blasa tækifærin við í nýjum atvinnugreinum eins og hugbúnaðargerð og líftækni, en einnig í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og við nýtingu fallvatna og jarðvarma, segir m.a. í grein ráðherrans. Horfum til framtíðar unnar til sveitarfélaga en samfara yfirfærslunni tryggir ríkið viðbót- arfjármagn til uppbyggingar og rekstrar skólakerfisins. Þessi breyting gerir allt í senn: Eflir sveitarfélögin, styrkir skólastarflð og bætir menntunina. Þriðja dæmið um framtíðarsýn er nýleg stefnumörkun í íslenskri ferðaþjónustu sem samgönguráð- herra kynnti fyrir skömmu. Mögu- leikarnir i ferðaþjónustu eru mikl- ir. Á næstu 10 árum gætu gjaldeyr- istekjur tvöfaldast og störfum flölgað um 3000. Fjórða dæmið um það hvemig langtímasjónarmið skila árangri eru nýlegar tillögur fiskifræðinga um aflaaukingu á íslandsmiðum. Þetta er uppskera samstarfs fiski- fræðinga og hagfræðinga undir forystu sjávarútvegsráðherra, sem á sínum tíma beitti sér fyrir afla- takmörkunum til að byggja upp fiskstofnana. Markmið og leiðir á eigin forsendum Með batnandi efnahag er mikil- vægast að ná jafnvægi í ríkisfjár- málum og koma í veg fyrir frekari skuldasöfnun. Hallalaus ríkis- rekstur er að sjálfsögðu æskilegur til að lækka vexti og efla atvinnu- starfsemina. Það sem skiptir samt mestu máli er að stöðva skuldasöfnun ríkisins og koma þannig í veg fyr- ir að næsta kynslóð, börn okkar og barnabörn, þurfi að rogast með skuldaklyfjarnar. Það hlýtur að vera markmið okkar að íslending- ar framtíðarinnar fái svigrúm og frelsi til að velja sér markmið og leiðir á sínum eigin forsendum. Stjórnmálamenn mega ekki ein- ungis hugsa um líðandi stund og næstu kosningar. Þeir þurfa í störfum sínum að horfa lengra fram á veginn. Friðrik Sophusson í stefnuræðu sinni á þingi Al- þýðusambands ís- lands í síðasta mánuði ræddi Benedikt Davíðs- son, fráfarandi for- seti Alþýðusam- bands íslands, um síðustu kjarasamn- inga og sagði: „Staðreyndin er hins vegar sú að kaupmáttur launa hefur aldrei vaxið jafn mikið við eins lágt verðbólgustig og þessi kjarasamn- ingar tryggðu. Gera má ráð fyr- ir að kaupmáttur dagvinnulauna inn- an ASÍ vaxi að jafnaöi um tæplega 6% á ári á árunum 1995 og 1996 á sama tíma og verðbólga er nokkuð innan við 2%. Þessu til viðbótar eykst kaupmáttur vegna afnáms tví- sköttunar lífeyris- iðgjalda." Þessi orð Benedikts Davíðs- sonar eru lýsandi um gildi þeirrar stefnu að bæta lífs- kjörin án þess að raska stöðugleik- anum. Sá efnahagslegi stöðugleiki, sem hér ríkir, hefur ekki einungis lagt grunn að bætt- um kjörum til skamms tíma. Hann hefur einnig gjörbreytt möguleik- um manna til að horfa til framtíð- ar og móta stefnu til langs tíma. Heimilin, fyrirtækin og stjórnvöld geta gert áætlanir án þess að verð- bólga líðandi stundar villi þeim sýn. Við þessar nýju aðstæður blasa tækifærin við í nýjum at- vinnugreinum eins og hugbúnað- argerð og líftækni en einnig í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og við nýtingu fallvatna og jarðvarma. Dæmi um framtíðarsýn Stöðugleikinn hefur gert stjórnvöldum kleift að horfa lengra fram á veginn en áður tíðkað- ist. Dæmi um slíka framtíðarsýn má finna í skýrslu ríkisstjórnar- innar um bætta sam- keppnisstöðu íslands. Höfundar skýrslunnar, sem eru forystumenn í atvinnulífinu, benda réttilega á, að með því að auka samkeppni sem víðast í atvinnulífinu - einnig í opinberri starfsemi - megi lækka verð og bæta þjónustu en hvort tveggja leiðir til bættra lífskjara. Þá hefur ríkisstjórnin samþykkt stefnu um riýskipan í ríkisrekstri. í framhaldi af því var rúmlega 40 ára gömlum lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins breytt en sú breyting er ásamt öðru nauðsynleg til að gera ríkis- reksturinn sveigjanlegri og skil- virkari. Annað dæmi um framtíðarsýn er yfirfærsla grunnskólakennsl- Kjallarinn Friðrik Sophusson fjármálaráðherra „Sá efnahagslegi stöðugleiki, sem hér ríkir, hefur ekki einungis iagt grunn að bættum kjörum til skamms tíma. Hann hefur einnig gjörbreytt möguleikum manna til að horfa til framtíðar og móta stefnu til langs tíma.“ Skoðanir annarra Viðskiptasiðleysi „Umræða um siðleysi í íslensku viðskiptalífi hef- ur verið töluverð á undanförnum misserum. í ljósi fjöldagjaldþrota á árunum 1986 til 1994 er ef til vill eðlilegt að menn staldri við því að á þessu tímabili voru 2.600 fyrirtæki lýst gjaldþrota og þrotabúskröf- ur námu tæpum 58 milljörðum króna . . . Ríkisvald- ið á að gegna forystuhlutverki í því að gera ekki samninga við aðila sem draga á eftir sér langan gjaldþrotahala." Þröstur Sigurbjörnsson í Mbl. 27. júní. Trúarleiðtoginn biskup „Þjónar kirkjunnar verða að leggja sig fram um að ná sáttum innan hennar um farsælar leiðir í starfi. Það er einnig mikil nauðsyn að greina hlutverk biskupsembættisins í stjórnsýslu kirkjunnar og skýra þær leiðir sem á að fara í erfiðum ágreinings- málum. Biskup íslands þarf að vera trúarleiðtogi og spumingin er hvað á að leggja mikið af veraldlegu vafstri og úrskurðarefnum á herðar þess sem hefur slíkt hlutverk. Þetta þurfa bestu menn að skil- greina." Úr forystugrein Tímans 27. júní. ESB flott samtök „Já, mér finnst Evrópusambandið afskaplega flott samtök. Menn mega ekki gleyma meginmarkmiði sambandsins sem er að halda og efla frið í álfunni. Sambandið setur sér sameiginlegar reglur og hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá munu þetta verða þær leikreglur sem íslendingar verða að leika eftir. Þá er það skoðun mín að það sé betra að eiga þátt í að móta þessar reglur. Ef þú vilt láta í þér heyra og hafa áhrif þá verður þú að vera með. Það er vegna þess að smáþjóðirnar telja sig þar með geta haft áhrif, geta komið málum til leiðar sem þær ella gætu ekki. Þetta finnst mér mjög umhugsunarvert fyrir þjóð eins og okkur sem er ekki smáþjóð heldur örþjóð." Valgerður Bjarnadóttir í Alþýðublaðinu 27. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.