Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1996, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 JDV
2
fréttir
Þrjátíu og einn flóttamaður í blönduðum hjónaböndum frá fyrrum Júgóslavíu kemur til IsaQarðar:
Greidd verður milljón með
hverjum flóttamanni
- flóttamennirnir landbúnaðarverkafólk sem aldrei hefur unnið við fisk
„ísfirðingar ætia að taka við öll-
nm flóttamönnunum frá fyrrum
Júgóslavíu, samtals 31 manneskju.
Við munum greiða ísfirðingum fyr-
ir að taka við fólkinu. Það er ekki
búið að ganga frá því í smáatriðum
en þeir fá verulega fjármuni til þess
að annast það. Áætlun Rauða kross-
ins gerir ráð fyrir um einni milljóna
króna á hvem flóttamann," sagði
Páll Pétursson félagsmálaráðherra í
samtali við DV í gær.
Á ríkisstjómarfundi í gær var
samþykkt að taka við 31 flóttamanni
frá fyrrum Júgóslavíu og er um að
ræða fólk í blönduðum hjónabönd-
um. Fullorðna fólkið er landbúnað-
arverkafólk sem fer í fiskvinnslu á
ísafirði.
„Upphaflega var gert ráð fyrir aö
hingað kæmu 25 flóttamenn frá Bos-
níu. Hins vegar kom fram ósk frá
Flóttamannastofnuninni um að við
tækjum fremur við fólki í blönduð-
um hjónaböndum vegna þess að það
fólk ætti hvergi höfði sínu að halla.
Við féllumst á það. Við fengum svo
lista með 42 nöfhum og þar af vom
19 í forgangshópi. Síðan sendum við
út sveit til að tala við fólkið og hún
komu sér saman um, þegar út var
komið, að taka við 6 fjölskyldum,
samtals 25 einstaklingum. í gær
kom svo frá þeim fax þar sem þau
lýsa áhuga sínum á að bæta við
einni 6 manna fjölskyldu. Um er að
ræða bændafólk frá Kraínahéraði.
Það var síðan samþykkt í ríkis-
stjórninni í morgun, samkvæmt
minni tillögu, að taka við þessu
fólki. íslenska nefndin segir þetta
vera dugnaðarlegt fólk sem býr alls-
laust í einu herbergi," sagði Páll.
Það hefur komið fram gagnrýni á
að fólkið skuli ekki sjálft fá að velja
sér búsetustað á íslandi og reyna að
fá sér vinnu við sitt hæfi. Bent er á
að það komi síðsumars og það muni
verða vart við hina miklu einangr-
un á ísafirði þegar vetur gengur í
garð. Þar ofan á bætist að það verði
sent í vinnu þar sem það kann alls
ekkert til verka. Hér sé um að ræða
fólk sem eigi um sárt að binda eftir
stríðið í fyrrum Júgóslavíu, það sé
að koma úr hættu og þurfi alveg
sérstaka aðhlynningu.
Páll Pétursson segir að það hafi
verið lögð áhersla á að fólkið fengi
að halda hópinn fyrst í stað.
„Ef fólkið er vant að vinna þá er
því ekkert að vanbúnaði að vinna í
fiski frekar en landbúnaði og þess
vegna tek ég þessa gagnrýni ekki
nærri mér,“ sagði Páll.
Hann benti líka á að þegar fólkið
hefði náð áttum hér á landi væri því
fullkomlega heimilt að fara hvert á
land sem væri, óskaði það þess.
-S.dór
Verðhrun á íslensku grænmeti:
Allt aö 50% lægra verö milli daga
„Menn hafa verið að fikra sig niö-
ur á við síðustu viku. Lengi var
kílóverðið af t.d. tómötum um 390
kr. í verslunum. Með tilboðum
verslana i vikunni fór kílóið í 250
kr. og nú á fimmtudag fór það svo
hjá flestum niður fyrir 200 kr.,“ seg-
ir Kolbeinn Ágústsson hjá Sölufé-
lagi garðyrkjumanna. Hann segir
þetta þó ekki vera vegna sérstaklega
„Ég flaggaði íslenska fánanum í
hálfa stöng og tilkynnti þannig að
þetta væri sorgardagur í sögu ís-
lands,“ sagði Snorri Óskarsson safn-
aðarhirðir í gær.
Lögregla kom á staðinn og beindi
þeim tilmælum til Snorra að hann
tæki niður fánann.
Á Sýsluskrifstofunni fengust þær
upplýsingar að það aö flagga í hálfa
stöng hefði ákveðna merkingu og
ætti ekki að gera það við önnur
aukins framboðs þessa dagana. Það
hafi verið gott í sumar, enda skil-
yrði til ræktunar hagstæð, og einnig
hljóti samkeppni verslana að ráða
miklu um. Hins vegar býst Kol-
beinn ekki við að verðið verði lengi
svona lágt því bændur nálgist nú
hámark framleiðslu sinnar.
Verslunareigendur eru margir
sammála um að það hafi verið Hag-
tækifæri en andlát, jarðarfarir og á
fostudaginn langa.
„Ástæðan fyrir þessu var þessi
hommavitleysa. Frá Guðsorðinu séð
er þetta hin mesta ósvinna. Ef ís-
lensk yfirvöld hafa rétt til þess að
taka mig í gegn vegna þess að ég
brýt íslensk lög eða svívirði fánann
hvað má þá Guð gera gagnvart okk-
ur þegar við brjótum svona augljós-
lega Guðslög," sagði Snorri.
kaup sem hafi riöið á vaðið siðast-
liðinn fimmtudag. Samkvæmt upp-
lýsingum þaðan lækkaði Hagkaup
verðið á ylræktuðu grænmeti sem
hluta af reglulegu vikutilboði versl-
unarinnar. Til þess hafi það náð
góðum samningum við bændur með
magnkaupum og aðrar verslanir
fýlgi skiljanlega i kjölfarið. Hag-
kaupsmenn treysta sér ekki til að
„Það er rétt, ég hef sagt starfi
minu lausu,“ sagði Róbert Dan
Jensson, forstöðumaður Sjómæl-
inga íslands, í samtali við DV. Sjó-
mælingar eru stofnun innan Land-
helgisgæslunnar. Róbert hefur starf-
að þar í 33 ár.
Hann var spurður hvort það væri
rétt að hann væri að hætta vegna
samstarfsörðugleika við Hafstein
Hafsteinsson, forstjóra Landhelgis-
gæslunnar?
„Við skulum orða það þannig að
síðastiiðin tvö til þrjú ári hafi áhugi
minn á starfinu og starfsgleði farið
hríðminnkandi. Það má rekja til
ákveðinna breytinga hér. Ég hef
enga gleði af starfinu lengur og þeg-
ar svo er komið að maður kviðir
fyrir að mæta í vinnuna er best að
hætta,“ sagði Róbert.
Hann er annar yfirmaður stofn-
unar sem heyra undir Landhelgis-
segja fyrir um hvort verðið haldist
svona enda sé íslenski grænmetis-
markaðurinn hverfull og mjög
spennandi fyrir vikið.
Aðrir verslunarmenn ætla að
hafa augun opin fyrir öllum verð-
breytingum og fylgjast með við-
brögðum samkeppnisaðilanna. -saa
gæsluna sem segir upp störfum
vegna samstarfsörðugleika við Haf-
stein Hafsteinsson, forstjóra Land-
helgisgæslunnar. Hinn var Guðjón
Petersen, forstöðumaður Almanna-
varna ríkisins. Hann greindi frá því
í tímaritsviðtali eftir að hann lét af
störfum að hann hefði hætt vegna
samstarfsörðugleika við Hafstein.
„Hér eru engir samstarfsörðug-
leikar. Ég kannast ekki við neitt
slíkt,“ var það eina sem Hafsteinn
Hafsteinsson, forstjóri Landhelgis-
gæslunnar, vildi segja um þetta mál
þegar DV ræddi við hann í gær.
„Mér hefur alltaf þótt vænt um
starf mitt og ávallt gengið að því
með gleði þar til fyrir tveimur eða
þremur árum að breyting varð á. Og
það er allt annað en skemmtilegt að
verða að segja upp en því miður
ekki um annað að gera,“ sagði Ró-
bert Dan Jensson. -S.dór
stuttar fréttir
Flugvél
nauðlenti
I Lítil flugvél með tvo menn
! innanborðs nauðlenti á Geld-
| inganesi í gærkvöld. Þegar DV
fór í prentun þótti ljóst aö
| mennimir vom heilir á húfi.
IÓIafur efstur
Talnakönnun birti i gær fyr-
ir Frjálsa verslun niðurstöður
nýrrar könnunar sem gerð var
í fyrrakvöld. Þar var Ólafur
ERagnar með 39% fylgi, Pétur
með 30%, Guðrún 27% og Ást-
þór 4%, af þeim sem afstöðu
tóku.
Uppsagnir hjá Foldu
Alls 37 starfsmönnum af um
j 80 hjá Foldu á Akureyri hefur
j verið sagt upp. Samkvæmt RÚV
| eru uppsagnimar liður í endur-
skipulagningu fyrirtækisins.
Uppreisn kvenpresta
Konur í Prestafélagi íslands
eru ósáttar með að engin kona
var kjörin í stjóm félagsins í
j gær á aðalfundi. Samkvæmt
RÚV hefur sr. María Ágústs-
dóttir sagt sig úr félaginu vegna
i þessa.
Ný flugslysanefnd
Gengið hefur verið frá skip-
un í nýja rannsóknarnefnd flug-
Islysa. Nýjir menn ern Bjöm Þ.
Guðmundsson, Steinar Stein-
arsson og Sveinn Björnsson.
Geirdal kýs alla
Guðmundur Rafn Geirdal
sendi í gær frá sér yfirlýsingu
j þar sem hann ítrekar að hann
i ætii að krossa við alla fram-
: bjóðendur á kjörseðlinum í dag,
í og gera seðilinn þarmeð ógild-
a an.
Flugmenn sýknaöir
Tveir flugmenn hafa verið
sýknaðir af kröfu ákæmvalds-
l ins um að þeir verði sviptir
; flugleyfi fyrir að snertilenda
vélum sínum á vatnsfleti.
Breti dæmdur
Breti hefur verið dæmdur í 3
ára fangelsi i Héraðsdómi
Reykjavíkur fyrir smygl á arn-
fetamíni. RÚV greindi frá
þessu.
Þorgeir og s-iö
Enn á ný hefur Þorgeir Þor-
geirson rithöfundur kært kjör-
skrána í Reykjavík, nú vegna
forsetakosninganna í dag þar
sem hann er sagður Þorgeirs-
son í skránni. -bjb
-SF
ÞO getur svarað þessari
spurningu með því að
hringja í síma 9041600.
39,90 kr. mlnútan
j rödd
FOLKSINS
904 1600
Ertu sáttur við að samkynhneigðir
fái að taka upp staðfesta sambúð?
t/nrðbreytliigar & gfóannwtl
- krónur -
miövikudagurinn 26/6
föstudagurinn 28/6
795
455
295
148 145
Tómatar
gj®
Agúrkur
Paprika
DV
Snorri í Betel
flaggar í hálfa
vegna hjúskaparlöggjafar samkynhneigöra
Enn samstarfsöröugleikar innan Landhelgisgæslunnar:
Ég kvíði orðið að
mæta í vinnuna
- þá er best að hætta, segir, forstöðumaöur Sjómælinga