Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1996, Blaðsíða 14
. : -- 14 S3B> Ikerinn LAUGARDAGUR 29. JUNI1996 Sumarið er tími jarðarberjanna Skemmtilegasti tíminn til að borða ber er á sumrin og auðvit- að er hollt að borða sem mest af berjum, sérstaklega meðan þau fást fersk. Enn er ekki kominn tími til að fara í berjamó en á markaðinn eru komin ljúffeng jarðarber sem upplagt er að nota I létt salöt og sumarlega eftir- rétti. Hér koma nokkrar hug- myndir. Lime- og jarðarberjakaka Jarðarber, sítróna og lime fara mjög vel saman. Rifið sítrónuhýði er sett á botninn á kökuformi, limesafi settur í kremið og skreytt með jarðar- berjum og limebátum. Kakan 3 stór egg 100 g púöursykur 70 g hveiti 1 msk. kartöflumjöl 1 tsk. lyftiduft finrifió hýöi af 1 sítrónu 5 dl rjómi safi og finrifiö hýöi af 3 limeá- vöxtum 2-3 msk. sykur 1 karfa af jaróarberjum Blá- berjamuffins Hér kemur uppskrift að fljótlegum og bragð- góðum bláberjamuffins, sem uppiagt er að gera og taka með í sumarbústaö- inn. Uppskriftin er hér miðuð við bláber en hægt er að nota hvaða ber sem er. Smjörið er brætt. Sykri og lyftidufti bland- að saman og eggjum, rjóma og smjöri hrært | saman við. Berjunum er blandað varlega saman við. Deiginu er jafnað í muffinsform. Bakað við 225 stiga hita neðst í ofn- inum í 10-12 mínútur. Kökumar em skreyttar með flórsykri áður en þær em bomar fram. -GHS Sniðugt er að flysja safaríkar og þroskaðar melónur, skera kjötið í þunna báta og raða á disk ásamt jarðarberjum. Sítrónu- og limesafa er hellt yfir ávextina og skreytt. Vinsælt hjá smáfólkinu Hjá smáfólkinu er vinsælt að skera jaröarber í tvennt og ban- ana í sneiðar og raða ofan á sal- atblað á diski. Nokkrum I sítrónudi-opum er dreift yfir og þá er salatið tilbúið. -GHS 50 g smjör 2V2 dl hveiti 2 dl sykur 2egg 1 tsk. lyftiduft 1 dl rjómi 1 dl bláber matgæðingur vikunnar Sigríður Selma Sigurðardóttir er matgæðingur vikunnar: Mánudagsfiskur og grillað læri Stífþeytið saman egg og syk- ur. Sigtið saman við hveiti, kart- öflumjöl og lyftiduft og blandið sítrónuhýðinu varlega saman viö. Setjið deigið i tvö form og bakið kökuna við 170 gráður í um 30 mínútur. Kælið hana. Þeytið rjómann. Blandið lime og sykri út í eftir smekk. Skerið jarðarberin í tvennt og blandið í helminginn af rjómanum. Skiptið kökunni í 3-4 lög. Smyrjið jarðarberjarjómanum milli laganna og þekið kökuna með afganginum. Skreytið með limebátum og jarðarberjum. Melóna og jarðarber Einar Bogi Sigurðsson útibússtjóri er flinkur í eldhúsinu: Sesamlæri með piparostasósu og gratínemðum kartöflum Einar Bogi Sigurðsson, útibús- stjóri í Landsbankanum á Reyð- arfirði, er mikill áhugamaður um eldamennsku og er reyndar þekktur fyrir að vera snillingur í eldhúsinu. Margar uppskriftir eftir hann hafa birst í blöðum og eru til á heimilum víða um land. Einar Bogi segist lít- ið fara eftir uppskriftum við mat- reiðsluna heldur aðallega tilfinning- unni og finnur því upp á ýmsum ný- stárlegum réttum í eldhúsinu. Einar Bogi gefur hér uppskrift að girnilegu sesamlæri með piparosta- sósu, salati og gratíneruðum kartöflum. Sesamlæri I lambalœri ¥4 bolli sesamfrœ ‘/3 bolli sesamolía ‘A bolli sojasósa ,-y 4 hvítlauksrif Sesamfræjunum, oliunni, sojasós- unni og hvítlauknum, sem er mar- inn og skorinn, er blandað vel sam- an og síðan smurt á lærið. Lærinu er síðan pakkað vel í álfilmu. Það má gera deginum áður eða nokkrum klukkutimum áður en lærið fer á grillið. Má setja í ofn- skúffu i ca 2 tíma við 200 gráður eða á venjulegt kolagrill og gasgrill. Best er að gera hálfsmeters djúpa holu, setja griilkol þar ofan í og kveikja í kolunum, bíða þar til þau eru orðin grá. Lærið er svo sett ofan á, því næst steinar eða torf yfir. Lærinu er snúið eftir þrjú korter. Meðlæti Piparostasósa 1 stk. piparostur 1 peli rjómi sveppir Osturinn er látinn bráöna í potti og rjómanum hellt út í, látið malla í smá tíma. Mjög gott er að setja smjörsteikta sveppi út í sósuna. Ef þarf að þykkja hana má setja smá- vegis maísenamjöl úti, 1 tsk. þynnta í 2 msk. vatni. Salat Icebergsalat tómatar gúrkur blaðlaukur fetaostur smá hvítlauksolía salthnetur Gratíneraðar kartöflur Nokkrar afhýddar kartöflur ólífuolía til að smyrja fatið kartöflukrydd timjan rjómi ostur Fatið er smurt með ólífuolíu, kartöflurnar eru skornar i sneiðar og lagðar í ofnfast fat. Kryddað með kartöflukryddi og timjan. Rjóma hellt yfir og fatið er svo sett inn í ör- bylgjuofn í 20 mín. Að lokum er osti dreift yfir kartöflurnar og fatið sett inn í heitan ofn þar til osturinn er orðinn ljósbrúnn. -GHS Salatsósa 5 msk. majonnes 2 dl súrmjólk 2 dl saxaöur graslaukur Öllu er blandað saman. Sósan geymist vel í lokuöu íláti. Einar Bogi Sig- urösson úti- bússtjóri er snillingur í eldhús- inu. Hann gefur hér uppskrift aö girnilegu se- samlæri meö piparostasósu, salati og gratíneruöum kartöfl- um. DV-mynd Emil Thorarensen „Ég ákvað að gefa þessar uppskrift- ir því að þær eru einfaldar og gott að muna þær, kryddtegundimar era svo fáar. Það er allt svona hjá mér, fljót- legt og ágætlega boðlegt og engin hætta á að maður standi í eldkófi tímunum saman. Maður getur þess vegna verið í sólbaði á meðan,“ segir Sigríður Selma Sigurðardóttir, mat- ráðskona á Akranesi. Sigríður Selma er matgæðingur vikunnar að þessu sinni og gefur hér uppskrift að bragðgóðum mánudags- fiski og grilluðu læri. 1,5-2 kg lambalœri salt pipar hvítlauksrif Salti og pipar er nuddað á lærið og hvítlauksrifjum stungið inn í kjötið. Lærið er vafið tvisvar sinnum inn í álpappír. Þegar gasgrillið er orðið vel heitt er kjötið látið á grindina í 15-20 mínútur. Lærinu er síðan snúið, hit- inn minnkaður á „low“ og lærið látið grillast í um það bil 1 klst. og 15 mín. Þá er lærið tekið af grillinu og látið bíða í um 10 mínútur áður en það er borið fram. Mánudagsfiskur 2 kg ýsa 2 stk. laukur 2 stk. paprikur Laukur og paprika eru steikt á pönnu og svo látin til hliðar. Season all kryddi er stráð á fiskinn og hann er steiktur í smjörlíki. Laukur og paprika eru sett á fiskinn. Rétturinn er borinn fram með soðnum kartöfl- um og hrásalati. Þennan rétt má einnig grilla og er flökunum þá velt upp úr sea- son all kryddi, söxuðum lauk og papriku stráð yfir flökin. Flökin eru svo vafin inn i ál- pappír og látin grillast í um 30 mínútur. Sigríður segir að gott sé að nota salatsósuna hér að ofan með þess- um rétti. Sigríður skorar á frænku sína, Kristínu Tómasdóttur, kaup- mann á Akranesi. -GHS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.