Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1996, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 29. JÚNI 1996
63
11 •—
„Ég er sorgmædd yfir því aö allt þetta góöa fólk, sem var að vinna með mér á Ríkissþítulunum, hafi ekki fengiö aö upplifa sama starfsumhverfið og er hér hjá Eim
skipafélaginu," segir Magna Birnir, fulltrúi í gæöastjórnun Eimskipafélagsins. DV-mynd BG
tvennt: Annars vegar heil-
brigð skynsemi, sem er mik-
ið notuð i þessu fagi, og hitt
að fyrirkomulagið er ná-
kvæmlega eins og hjúkrunar-
ferlið. Uppbyggingin er sú
sama. Þú verður að hafa góða
grundvallarþekkingu á við-
fangsefninu og svo greinir
maður vandamálið, safnar að
sér staðreyndum og reynir
að finna lausn á því svipað
og gert er í hjúkrunarferl-
inu.“
Þótt fimm ár séu liðin frá
því að Eimskipafélagið tók
upp gæðastjórnunarfyrir-
komulag er því verki engan
Hjúkrunarfræðingur í gæðastjórnun:
Líta ber á starfsmenn
sem auð fyrirtækis
- og þeim á að umbuna, segir Magna Birnir
„Það er grundvallarþáttur að
horfa á starfsmenn sem auð fyrir-
tækis og umbuna þeim. Ef við tök-
um heilbrigðiskerfið sem dæmi þá
hefur þessi neikvæða umræða um
það náð svo langt að bestu starfs-
menn í heilbrigðisþjónustunni eru
hættir að trúa því að þeir séu að
gera góða hluti. Ef svona er komið
þá er búið að taka allan grundvöll
til þess að vinna samkvæmt slíku
gæðafyrirkomulagi," segir Magna
Birnir, hjúkrunarfræðingur með
meistarpróf í gæðastjórnun frá
Bandaríkjunum.
Sautján ár
í hjúkrun
Magna hóf störf hjá Eimskipafé-
laginu um síðustu áramót. Áður
hafði hún starfað á annan áratug
við hjúkrun -10 ár í Gautaborg og 7
ár á Akureyri.
„Eftir þetta fór ég til Bandaríkj-
anna í meistaranám í stjómun og
lagði áherslu á gæðastjórnun i mínu
námi. Síðan fór ég aftur til Akureyr-
ar og hafði hugsað mér að nýta mér
þessa viðbótarþekkingu í starfi
mínu en komst fljótt að því að hlut-
ir sem þykja sjálfsagðir, eins og
markmið, stefnumörkun og að líta á
starfsmanninn sem auð fyrirtækis-
ins fyrst og fremst, vora langt frá
því efst í huga stjórnenda. Síðan
flutti ég suður og fór að vinna sem
fræðslustjóri á Landspítalanum og
sat þar í gæðaráði og rak mig á
sama vegg og fyrir norðan. Gæða-
stjórnun þar er viðurkennd í orði
en ekki á borði. Þar er ein mann-
eskja, Guðrún Högnadóttir, að
reyna að vinna við þetta en án þátt-
töku yfirstjómar og slíkt er and-
vana fætt þótt Guðrún hafi gert
góða hluti."
Allir kynnast
gæðastjórnun
Magna starfar sem fulltrúi í
gæðastjómun hjá Eimskipafélaginu
en þar voru sett upp nokkur gæð-
alið árið 1991 til að leysa úr
nokkrum vandamálum sem vitað
var um hjá félaginu og tengdust
mörgum deildum. Gæðastjórnun á
síðan að sjá um að úrlausnir gæð-
aliðsins séu framkvæmdar.
Gæðastjórnun er alls ekki nýtt
hugtak í rekstri fyrirtækja og stofn-
ana þótt lítið hafi borið á fyrirbær-
inu hér á landi þar til fyrir 5 til 10
árum. Strax á fjórða áratugnum var
farið að fara þær leiðir, sem al-
mennt eru viðurkenndar í gæða-
stjórnun í dag, í Bandaríkjunum og
Japanir voru duglegir að nýta sér
kosti gæðastjórnunar á eftirstríðs-
árunum með þeim árangri sem öll-
um er kunnur í dag. Reyndar er
gæðastjórnun Eimskipafélagsins
kennd við Duran nokkurn sem
vann mikið að uppbyggingunni í
Japan á eftirstríðsárunum.
Gæðastjórnun Eimskipafélagsins
starfar innan þróunarsviðs og var
sett á stofn árið 1990. Strax árið eft-
ir voru tveir starfsmenn ráðnir til
deildarinnar sem vinnur fyrir
gæðaráð sem í sitja allir fram-
kvæmdastjórar fyrirtækisins og for-
stjóri. Þeirra er að taka ákvarðanir
um hvernig eigi að vinna upp gæða-
mál hjá félaginu og sér gæðastjórn-
unin um framkvæmdina.
Þegar hafa verið tíunduð helstu
verkefni gæðastjórnunar hjá Eim-
skipafélaginu. Árið 1992 var ákveðið
að vinna ekki aðeins með fyrrnefnd
gæðalið heldur einnig að kenna öll-
um starfsmönnum hvemig vinna
ætti eftir þessu gæðafyrirkomulagi.
„Fyrir ári var Eimskipafélaginu
skipt niður í starfssvæði, 67 að tölu,
og þá byrjuðum við á fyrstu 10
svæðunum. Starfsmönnum á hverju
starfssvæði var kennt hvemig þeir
ættu að vinna eftir gæðafyrirkomu-
lagi sinnar deildar eða svæðis. Síð-
asta haust voru tekin 10 svæði til
viðbótar og svo koll af kolli þar til
allir hafa gengið í gegnum prógram-
mið.“
Prógrammið eða ferlið gengur út
á það að ákveðnir þjálfarar fara á
öfl svæði og vinna með viðkomandi
starfsmönnum i 13 vikur og eftir
þann tíma er ætlast til þess að menn
vinni eftir því sem þeir lærðu á
„námstímanum".
Ánægðari
starfsmenn
„Það má segja að starfsgæðin
byrji en taki aldrei enda. Við von-
umst til að kenna öllum starfsmönn-
um Eimskips hvað gæðafyrirkomu-
lag er. Hvernig þeir geti nýtt sér það
í sínum daglegu störfum. Þetta á að
skila ánægðari starfsmönnum sem
finnast þeir hafa eitthvað að segja á
sínu starfssviði og að þekking
þeirra, reynsla og kunnátta sé nýtt
á starfssvæðinu. í fáum orðum er
ábyrgð hvers starfsmanns aukin án
þess að ábyrgð yfirstjórnarinnar
minnki. Þetta á líka að koma í veg
fyrir að yfirmennirnir taki ákvarð-
anir sem skila svo ekki þeim ár-
angri sem þeim er ætlað."
Magna er þess fullviss að þegar
allir starfsmenn Eimskipafélagsins
hafi gengið í gegnum gæðastjórnun-
arnámskeiðin þá viti þeir meira um
altækt gæðafyrirkomulag en margir
stjórnendur fyrirtækja á íslandi.
Aðspurð hvers vegna hún tók upp
á því að rífa sig upp og fara í stjórn-
unarnám í Bandaríkjunum eftir
nær tveggja áratuga starf við hjúkr-
un segir Magna ástæðuna vera þá
að í sjálfu sér sé hjúkrun stjórnun-
arstarf þar sem samræma þarf störf
margra aðila.
Akureyri
fulllítill bær
„Ég fór út í þetta af því að mér
þótti Akureyri orðinn fulllítill bær
fyrir mig. Mig langaði í burtu. Það
sem heillaði mig varðandi þetta
gæðafyrirkomulag var eiginlega
veginn lokið. Að minnsta kosti
fimm ár til viðbótar þarf til að inn-
leiða þær hugmyndir sem gæða-
stjórnun byggir á, segir Magna.
„Þess vegna finnst manni að
byrja ætti á þessu í heilbrigðiskerf-
inu. Þótt fólk sé stundum neikvætt í
byrjun þá heyrir það til undantekn-
inga að það sé neikvætt eftir að hafa
kynnst þvi hvað gæðastjómun er.
Þetta sé ég þegar ég fer að vinna
með fólki að þessum verkefnum
sem við erum að koma á framfæri."
Lífsnauðsyn
fyrir heilbrigðiskerfið
„Ég er sorgmædd yfir því að allt
þetta góða fólk, sem var að vinna
með mér á Ríkisspítulunum, hafi
ekki fengið að upplifa sama starfs-
umhverfið og er hér hjá Eimskipafé-
laginu. Þessu fólki flnnst það ekki
komast áfram með alla þessa nei-
kvæðu umræðu á bakinu. Því er
hætt að finnast það vera að gera
góða hluti þótt þeir séu stórkostleg-
ir. Hér er fólk jákvætt og drífandi og
er ánægt með störf sín, enda er met-
ið við það ef það gerir vel. Þetta er
með öllu ólíkt því sem gerist á
sjúkrahúsunum. Það þarf hins veg-
ar að byrja í stefnumörkun strax í
heilbrigðisráðuneytinu. Ég get hins
vegar ekki séð að það gerist i bráð
ef marka má nýleg ummæli ráða-
manna í fjölmiðlum. Það er lífs-
nauðsyn að fram fari gæðastjórnun
í heilbrigöiskerfinu." -pp