Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1996, Blaðsíða 18
18 LAJMJfiREfi&OEBOl.JMM 1996 I iV Dagurinn hjá mér byrjaði með mjög hefðbundnum hætti. Ég vakna yfirleitt um kl. 7, fer í sturtu, borða morgunmat og fletti Mogganum. Sigurbjörg, sambýlis- kona mín, og dæturnar Fanney og Júlía voru steinsofandi þegar ég skellti á eftir mér útidyrahurðinni enda farið seint í háttinn á björt- um sumarkvöldum. Klukkan 8 hitti ég starfsmenn áhaldahúss, boðaði verkstjóra, tæknifræðing og garðyrkjustjóra á verkfund kl. 9. Þaðan fór ég á skrifstofuna og undirbjó mig fyrir fundinn. Hringdi tvö símtöl og fór svo á fundinn sem haldinn var í áhalda- húsinu. Á fundinum var rætt um helstu verkefni sem fram undan eru, niðurröðun þeirra og hvernig þau skiptast milli deilda og starfs- manna. Fundurinn var óvenju langur þvi fjalla þurfti um margt. Það sem hæst ber þessa dagana er skipulögð dagskrá vegna 120 ára byggðar- og verslunarafmælishá- tíðar sem haldin verður 3.-7. júli nk. Undirbúningur er nú á loka- stigi og allt á öðrum endanum. Skúli, annar frá vinstri, viö framkvæmdir á Blönduósi. Meö honum á myndinni eru frá vinstri: Gunnar Sig. Sig- urösson, Kristján Óli Sigurösson og Lýöur Rögnvaldsson. DV-mynd G.Bender skyldunni. Eftir hádegi vann ég að undir- búningi bæjarstjómarfundar sem hófst kl. 17. Mikil dagskrá lá fyrir fundinum. Kl. 15 komu fulltrúar Hollustuverndar ríkisins í stutta heimsókn. Ég upplýsti um stöðu mála á sorpurðunarsvæðunum, búnað, flokkun og förgun. Ekki var hægt að merkja annað en þeir væru nokkuð ánægðir með skipu- lagninguna, en Blönduós er eitt fárra sveitarfélga á landsbyggðinni sem hefur fullgilt starfsleyfi Hoíl- ustuvemdar ríkisins. Bæjarstjóm- arfundurinn hófst sem fyrr segir kl. 17 og stóð til kl. að ganga 20. Langur vinnudagur Þá fór ég heim og fékk mér síð- búinn kvöldverð. Síminn hringdi tvisvar og bæði símtölin voru vegna afmælishátíðarinnar. Ég náði því að sjá fréttir og veður í sjónvarpinu, horfði svo með öðm auganu á einhverja dagskrá en fylgdist með viðtölum við forseta- frambjóðendur síðar um kvöldið. Ég hringdi í æskufélaga minn, dr. Geir Karlsson, og við ræddum um Dagur í lífi Skúla Þórðarsonar, bæjarstjóra á Blönduósi: vegna afmælishátíðar Blönduóss Framkvæmdir á Blönduósi Fyrir utan aímælishátíðina er óvenju mikið um framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins í ár. Helst- ar eru hafnarframkvæmdir, gatna- og holræsaverkefni, umhverfisá- tak og endurbætur á tjaldsvæði en við leggjum okkur fram um að taka vel á móti ferðafólki og að þvi líði vel hjá okkur. Ferðafólki bjóð- ast margs konar möguleikar til skoðunarferða og afþreyingar á Blönduósi og í næsta nágrenni. Þannig má t.d. benda á áhugaverð- ar leiðir um Vatnsdal, Skaga, Þing og Vatnsnes, auk þess sem óvíða eru jafn margar fengsælar lax- veiðiár og veiðivötn og í Húna- vatnssýslunni. Á verkfundinum er einnig rætt um frágang við Hillebrandtshús en það mun vera elsta timburhús á ís- landi, reist á Skagaströnd árið 1733. Ákveðið hefur verið að end- urgera húsið og er því lokið utan- húss. Án efa mun sérstaða þess vekja athygli ferðamanna og áhugafólks um sögu og húsagerð. Fleiri stefnumót Eftir verkfundinn fer ég með ársreikning bæjarsjóðs og fyrir- tækja í prentun og i framhaldi af því á ég stuttan fund með Páli Svavarssyni, formanni skólanefnd- ar. Flutningur grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga stendur nú fyrir dyrum og margt í því sambandi þarfnast skýringa. Þar á eftir hitti ég Unni Kristjánsdóttur, umsjón- armann afmælishátíðar. Verið er að leggja síðustu hönd á dagskrána sem fer í prentun og dreifingu. Klukkan er farin að ganga eitt þeg- ar ég fer og fæ mér snarl með fjöl- skipulagningu fýrirhugaðrar veiði- ferðar síðar í sumar. Fanney og Júlía fóru að sofa kl. 23. Skömmu síðar hringdi faðir minn og við spjölluðum nokkra stund. Klukkan var að verða 24 þegar ég fór í rúm- ið en áður en ég sofnaði varð ég að lesa fáeinar blaðsíður í bók sem lá á náttborðinu. Gæti ég fengiö lánaöan símann til þess aö fá leiöbeiningar um hvaö ég á aö gera? Þetta er í fyrsta sinn sem ég slepp inn fyrir. Nafn:________________________________________________________________ Heimili:_____________________________________________________________ Vinningshafar fyrir þrjú hundruð sextugustu og þriðju getraun reyndust vera: 1. Kristbjörn Björnsson 2. Ingibjörg Svavarsdóttir Stapasíðu 13 D Hafraholti 28 603 Akureyri 400 ísafirði Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er aö gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum veriö breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þinu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP vasadiskó með útvarpi að verömæti kr. 7.100, frá Bræðrunum Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur, að verðmæti kr. 1.790. Annars vegar James Bond-bókin Gullauga eða Goldeneye eftir John Gardner og hins vegar bók Luzanne North, Fín og rík og liðin lík. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 365 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.