Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1996, Page 18
18
LAJMJfiREfi&OEBOl.JMM 1996 I iV
Dagurinn hjá mér byrjaði með
mjög hefðbundnum hætti. Ég
vakna yfirleitt um kl. 7, fer í
sturtu, borða morgunmat og fletti
Mogganum. Sigurbjörg, sambýlis-
kona mín, og dæturnar Fanney og
Júlía voru steinsofandi þegar ég
skellti á eftir mér útidyrahurðinni
enda farið seint í háttinn á björt-
um sumarkvöldum. Klukkan 8
hitti ég starfsmenn áhaldahúss,
boðaði verkstjóra, tæknifræðing
og garðyrkjustjóra á verkfund kl.
9. Þaðan fór ég á skrifstofuna og
undirbjó mig fyrir fundinn.
Hringdi tvö símtöl og fór svo á
fundinn sem haldinn var í áhalda-
húsinu. Á fundinum var rætt um
helstu verkefni sem fram undan
eru, niðurröðun þeirra og hvernig
þau skiptast milli deilda og starfs-
manna. Fundurinn var óvenju
langur þvi fjalla þurfti um margt.
Það sem hæst ber þessa dagana er
skipulögð dagskrá vegna 120 ára
byggðar- og verslunarafmælishá-
tíðar sem haldin verður 3.-7. júli
nk. Undirbúningur er nú á loka-
stigi og allt á öðrum endanum.
Skúli, annar frá vinstri, viö framkvæmdir á Blönduósi. Meö honum á myndinni eru frá vinstri: Gunnar Sig. Sig-
urösson, Kristján Óli Sigurösson og Lýöur Rögnvaldsson. DV-mynd G.Bender
skyldunni.
Eftir hádegi vann ég að undir-
búningi bæjarstjómarfundar sem
hófst kl. 17. Mikil dagskrá lá fyrir
fundinum. Kl. 15 komu fulltrúar
Hollustuverndar ríkisins í stutta
heimsókn. Ég upplýsti um stöðu
mála á sorpurðunarsvæðunum,
búnað, flokkun og förgun. Ekki
var hægt að merkja annað en þeir
væru nokkuð ánægðir með skipu-
lagninguna, en Blönduós er eitt
fárra sveitarfélga á landsbyggðinni
sem hefur fullgilt starfsleyfi Hoíl-
ustuvemdar ríkisins. Bæjarstjóm-
arfundurinn hófst sem fyrr segir
kl. 17 og stóð til kl. að ganga 20.
Langur vinnudagur
Þá fór ég heim og fékk mér síð-
búinn kvöldverð. Síminn hringdi
tvisvar og bæði símtölin voru
vegna afmælishátíðarinnar. Ég
náði því að sjá fréttir og veður í
sjónvarpinu, horfði svo með öðm
auganu á einhverja dagskrá en
fylgdist með viðtölum við forseta-
frambjóðendur síðar um kvöldið.
Ég hringdi í æskufélaga minn, dr.
Geir Karlsson, og við ræddum um
Dagur í lífi Skúla Þórðarsonar, bæjarstjóra á Blönduósi:
vegna afmælishátíðar Blönduóss
Framkvæmdir á
Blönduósi
Fyrir utan aímælishátíðina er
óvenju mikið um framkvæmdir á
vegum sveitarfélagsins í ár. Helst-
ar eru hafnarframkvæmdir, gatna-
og holræsaverkefni, umhverfisá-
tak og endurbætur á tjaldsvæði en
við leggjum okkur fram um að
taka vel á móti ferðafólki og að þvi
líði vel hjá okkur. Ferðafólki bjóð-
ast margs konar möguleikar til
skoðunarferða og afþreyingar á
Blönduósi og í næsta nágrenni.
Þannig má t.d. benda á áhugaverð-
ar leiðir um Vatnsdal, Skaga, Þing
og Vatnsnes, auk þess sem óvíða
eru jafn margar fengsælar lax-
veiðiár og veiðivötn og í Húna-
vatnssýslunni.
Á verkfundinum er einnig rætt
um frágang við Hillebrandtshús en
það mun vera elsta timburhús á ís-
landi, reist á Skagaströnd árið
1733. Ákveðið hefur verið að end-
urgera húsið og er því lokið utan-
húss. Án efa mun sérstaða þess
vekja athygli ferðamanna og
áhugafólks um sögu og húsagerð.
Fleiri stefnumót
Eftir verkfundinn fer ég með
ársreikning bæjarsjóðs og fyrir-
tækja í prentun og i framhaldi af
því á ég stuttan fund með Páli
Svavarssyni, formanni skólanefnd-
ar. Flutningur grunnskóla frá ríki
til sveitarfélaga stendur nú fyrir
dyrum og margt í því sambandi
þarfnast skýringa. Þar á eftir hitti
ég Unni Kristjánsdóttur, umsjón-
armann afmælishátíðar. Verið er
að leggja síðustu hönd á dagskrána
sem fer í prentun og dreifingu.
Klukkan er farin að ganga eitt þeg-
ar ég fer og fæ mér snarl með fjöl-
skipulagningu fýrirhugaðrar veiði-
ferðar síðar í sumar. Fanney og
Júlía fóru að sofa kl. 23. Skömmu
síðar hringdi faðir minn og við
spjölluðum nokkra stund. Klukkan
var að verða 24 þegar ég fór í rúm-
ið en áður en ég sofnaði varð ég að
lesa fáeinar blaðsíður í bók sem lá
á náttborðinu.
Gæti ég fengiö lánaöan símann til þess aö fá leiöbeiningar um hvaö
ég á aö gera? Þetta er í fyrsta sinn sem ég slepp inn fyrir.
Nafn:________________________________________________________________
Heimili:_____________________________________________________________
Vinningshafar fyrir þrjú hundruð sextugustu og
þriðju getraun reyndust vera:
1. Kristbjörn Björnsson 2. Ingibjörg Svavarsdóttir
Stapasíðu 13 D Hafraholti 28
603 Akureyri 400 ísafirði
Myndimar tvær virðast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er aö gáð kem-
ur í ljós að á myndinni til hægri hefur
fimm atriðum veriö breytt. Finnir þú
þessi fimm atriði skaltu merkja við
þau með krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt nafni þinu
og heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn sigurvegar-
anna.
1. verðlaun:
SHARP vasadiskó með útvarpi að
verömæti kr. 7.100, frá Bræðrunum
Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík.
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur, að verðmæti kr.
1.790. Annars vegar James Bond-bókin
Gullauga eða Goldeneye eftir John
Gardner og hins vegar bók Luzanne
North, Fín og rík og liðin lík.
Vinningarnir verða sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 365
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík