Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 7 Fréttir Sigurður Gísli Pálmason með hrífuna góðu sem hann keypti fyrir 40 þúsund á uppboði á kosningavökunni. DV-mynd S Hrífa Péturs Hafstein boðin upp: Slegin á 40 þúsund krónur Helgi Jónsson, fundarstjóri á kosningavöku Péturs á Hótel ís- landi, hélt uppboð á ýmsum munum til styrktar framboðinu. Hámarki náði uppboðið þegar garðhrífa í eigu Péturs var boðin upp en á hana hafði Pétur skrifað eiginhandarárit- un sína. Hrífan hafði unnið sér nokkum sess þar sem Pétur var með hana í sjónvarpsauglýsingum og var uppboðið langt og spennandi. Sigurður Gísli Pálmason í Hag- kaupi, hlaut að lokum þessa forláta- hrífu. Fyrir hrífuna borgaði Sigurð- ur Gísli 40 þúsund krónur og sagð- ist ekki sjá eftir þessu því bæði væri þetta góður málstaður og auk þess hefði hann keypt afbragðsá- hald. Félagar Sigurðar Gísla sögð- ust bíða spenntir eftir því hvort hann yrði duglegri við að raka gras- blettinn í framtíðinni. Astþór Magnússon heldur hér á svokölluðum hornsteini að friði en Astþór skildi hann eftir í sjónvarpinu síðastliðinn föstudag. í skúffunni, sem er fast- ur við hann, er um hálf milljón króna sem Ástþór segir að tilheyri Friði 2000 og hann vill að forseti íslands taki við. Nýkjörinn forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, segir hins vegar að hann sé ekki orðinn forseti og geti því ekki orðið við þeirri ósk. Dætur nýs forseta ánægðar eftir erfiðan tíma: Þorðum aldrei að trúa könnununum - segja Dalla og Tinna Ólafsdætur „Að vissu leyti er ég hissa en þetta er fyrst og fremst mjög ánægjulegt fyrir pabba og mömmu. Þetta er nokkurt sjokk því nú er maður farinn að þurfa að horfast í augu við það að faðir manns sé orð- inn forseti lýðveldisins, með allri þeirri ábyrgð sem því embsétti hlýt- ur að fylgja,“ sagði Dalla Ólafsdóttir við DV. Tinna var einnig spurð um viðbrögð sín eftir kvöldið. „Ég er mjög ánægð og er stolt af foreldrum okkar. Þetta hefur verið mikið álag á þau bæði og þau hafa staðið sig með stakri prýði,“ sagði Tinna. En hafa þær systur einhverju hlutverki að gegna á komandi mán- uðum og árum? „Nei, það ég held ég varla. Við gerum okkur grein fyrir því að margt á eftir að breytast. Við flytj- um væntanlega til Bessastaða og það hefur áreiðanlega einhverjar breytingar í för með sér,“ segir Dalla og Tinna bætir við að þær muni að sjálfsögðu halda sínu striki. Þær séu báöar í háskólanámi og að líf þeirra muni halda áfram á sömu braut og hingað til. „Ég held að allir hljóti að gera sér grein fyrir því að því fylgir ákveðin ábyrgð að vera dóttir forseta. Það er erfitt að meta það hvort við komum til með að hafa einhverju hlutverki að gegna en þar sem við höfum ekki verið forsetadætur áður verður þetta eiginlega bara að koma í ljós,“ sagði Tinna. Systumar segja kosningabarátt- una hafa verið erfiða en um leið mjög ánægjulega. Þær hafi fengið tækifæri til þess að kynnast mörgu góðu fólki en þurft að venjast ýms- um hlutum, s.s. eins og því aö horfa á foreldrana í erfiðri baráttu. Tinna segir að sér hafi fundist síðustu þrír dagamir erfiðastir, blaðaskrifin og sú stefna sem baráttan tók um tíma. ■ „Ég er sammála þessu með síð- ustu þrjá dagana en mér fannst samt einna erfiðast þegar ákvörðun- in var tekin um framboðið heima í stofu í fyrstu. Það var ákveðinn vendipunktur og síðan fór maður að skynja að þetta væri fyrir alvöru að gerast þegar baráttan fór að færast inn á auglýsingamarkaðinn," segir Dalla. Aðspurðar um skoðanakannan- irnar og baráttuna með hliðsjón af þeim sögðu Dalla og Tinna að þær hefðu aldrei í raun þorað að trúa þeim. Spennan hefði verið mikil fyr- ir lokakvöldið og síðan spennufall eftir fyrstu tölur. „Við bjuggumst ekki við svona góðri útkomu og urðum fyrst vem- lega stressaðar þegar við sáum Dalla og Tinna Ólafsdætur gátu brosað breitt á kosningavökunni á Hótel Sögu á iaugardagskvöld. Þær segjast í samtali við DV ekki telja sig hafa neinu sérstöku hlutverki að gegna þó faðir þeirra hafi verið kjörinn forseti. DV-mynd ÞÖK hversu forystan var mikil. Þá grip- ust ekki hafa hugmynd um hvað um við hvor um aðra, hálfskelkað- næstu dagar bæm í skauti sér. -sv ar,“ sögðu systurnar við DV og sögð- Smá- auglýsinga DV skila árangri 55§ 5000 : Smá- auglýsingar Sérstcakt tilboðsverd kr. 295.000 Vörum áb fá minkapelsa. Allar stæráir - mörg sniö. Greiðslukjör viö allra hæfi. PELSINN Kirkjuhvoli - sími 552 0160

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.