Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Side 14
i4 tilveran ÞRIÐJUDAGUR 2. JULÍ 1996 I stöðugu sambandi: Af hverju í Það er óhætt að segja aö hagir margra íslendinga haíi breyst vorið 1994 með tilkomu GSM (Global Sy- stem Mobil) farsímakerfisins hér á landi. Kerfinu hefur verið vel tekið og nú eru um 15.000 GSM-númer skráð. Til samanburðar má geta þess að venjuleg heimilisnúmer eru um 98.000. Gamla NMT (Nordisk Mobil Telefon) farsimakerfið hefur samt enn vinninginn hvað notenda- fjölda áhrærir, með 20.000 notendur, en þeim fer þó ekki fjölgandi eins og GSM-notendum. GSM-kerfið er staf- rænt símkerfi, ólíkt NMT-kerfinu sem þýðir m.a. að ekki er hægt að hlera símtölin. Helsti galli GSM er í dag hin takmarkaða útbreiðsla þjónustusvæða en unnið er að úr- bótum á því sviði. Hverjir fá sér GSM? Farsími getur oft komið í góðar þarfir. Bílasímar, sem tilheyra NMT-kerfinu, voru í upphafi óneit- anlega ákveðið stöðutákn. Þeir voru gjarnan í dýrari bílum hvort sem bíllinn var notaöur til lengri ferða eða ekki. Nú eru þeir algengir hjá þeim sem ferðast mikið, t.d. í dreif- býli og teljast til sjálfsagðra öryggis- tækja. Ókostur bílasímans er klunnalegt umfang hans en kostir GSM-símans koma einmitt fram í stærðinni. Hann er lítill og léttur og I raun hannaður til að passa i jakka- vasa. Alveg eins og bílasíminn var GSM-síminn í hugum fólks tengdur ákveðinni ímynd. ímynd hins upp- tekna manns. Að sögn þeirra sem versla með tækin eru þessar hug- myndir ekki lengur við lýði. Nú segja þeir bókstaflega alla fá sér síma. Eldra fólk, konur jafnt sem karlar, sem finna í símanum öryggi, ungir menn sem vilji slá um sig og allir þar á milli. Þeir sem ferðast hafa erlendis eru ekki frá því að í sumum löndum sé far- símanotkun meiri en í öðrum. Norð- urlöndin eru ofarlega á lista yfir fiölda notenda og Bandaríkjamenn hafa fyrir löngu tileinkað sér ferða- síma sambærilega GSM- símunum og þar keppast menn um sölu á sím- tækjum hannaða fyrir ákveðna markhópa, unglinga, konur og eldri borgara, svo að dæmi séu tekin. Einnig hafa sumir merkt einhvern mun á notendahóp milli landa. Ung- lingar eru til dæmis stærri hópur í Bandaríkjunum en hér á landi. Hvort sem mönnum líkar það bet- ur eða verr verða GSM-símarnir eða aðrir ferða- símar vinsæUi með hverjum deginum. Líklega verða þó alltaf ein- hverjir sem halda sig við það sem gár- ung- arnir kalla GSMS, gamla símann með snúr- unni. -saa ósköpunum? Skrifstofustjóri og ráðgjafi: Ferðalög erlendis ýttu undir GSM-kaupin er ég með GSM-inn á mér en oft skU ég hann eftir heima, t.d. á kvöldin þegar ég veit að ekki er nauðsynlegt að ná í mig vinnunnar vegna. Stundum slekk ég á honum þótt ég hafi hann á mér, t.d. í bíó.“ Þóra er núna skrifstofustjóri hjá Computer 2000 og starfar líka sem ráðgjafi kvik- myndaframleiðanda. „Auðvitað fer GSM- símaeign mikið eftir starfsvettvangi fólks. Fólki sem er mikið á ferðinni í vinnunni er meira nauð- synlegt að hafa ferðasíma en þeim sem hafa fast aðsetur. Ég ætla samt ekki að losa „Ég keypti símann á írlandi í mars ’95 eftir að hafa dregið það lengi. Ég ferðaðist mikið vegna starfs míns hjá kvikmyndafyrirtæki og oft var erfitt að gefa upp eitthvað ákveðið númer þar sem hægt var að ná í mig,“ sagði Þóra Blöndal um simann sinn. notaði simann sjálf ekk- ert veru- lega að öðru leyti en til að taka á móti sím- tölum þannig að ég varð ekkert mikið vör við kostn- aðinn sem fylgir þessum GSM-símum. Ég reyndi að hafa símtölin stutt og hringdi jafn- vel til baka í fólk úr venjulegum síma frekar en að halda uppi löngu langlínusambandi sem ég þarf nátt- úrulega að borga fyrir.“ Þóra er líka með símsvara heima hjá sér og les stundum inn á hann GSM-númerið fyrir þá er þurfa að ná í hana. „Þá mig við símann þó ég ferðist minna núna en áður,“ segir Þóra og bætir við að síminn komi sér vel þessa dagana þar sem hún sé í sumarfríi hjá skrifstofunni en alltaf í lausa- mennsku í kvikmyndaiðnaðinum. Tölvumaður: Lúxus sem vel er þess virði „Eg fékk mér GSM síðustu jól og hann hefur nýst mér vel í daglegu lífi, bæði í vinnunni og í fiölskyldu- lífinu," segir Erlendur Guðnason sem starfar hjá verkfræðifyrirtæki. „Hugmyndin var upphaflega sú að láta fólk hringja í mig en raunin hefur þó orðið sú að ég nota símann meira en ég ætlaði. Þannig hefur kostnaðurinn farið eitthvað fram úr áætlun en ég tel það þess virði. Mér finnst GSM notkunin hafa aukist verulega. Pabbi og þrjú systkyni mín, það yngsta 14 ára, eru öll með síma. Mamma á eftir að fá sér. Þau búa reyndar öll í Danmörku og þar eru símarnir jafn almennir og hér á landi." Erlendur er ekki meö sím- svara heima en hefur talhólf sem virkar nokkum veginn eins. Hann telur það hins vegar meira bindandi en símann. „Sumum finnst það ein- hver áþján að gera það mögulegt að ná í sig hvenær sem er og vera kannski þannig að taka vinnuna með sér heim. Þeir geta þá verið með síma sem sýnir úr hvaða núm- eri er verið að hringja og geta látið upphringingunni ósvarað. Ég hef ekki séð ástæðu til þess að hafa þennan háttinn á,“ segir Erlendur að lokum. Ekki dugir síminn: Símakortið er lykilatriði ITil að hringja úr GSM-síma er GSM-símakort nauðsynlegt. Símakortið er í raun símanúm- erið og er símreikningurinn tengdur kortinu. Ekki er þó nauðsynlegt að eiga GSM- síma til að fá sér simakort. Símakor- tið gengur í hvaða símtæki sem er. Þannig geta fleiri en einn sameinast um einn síma, en þó hver með sitt númerið og sinn símreikning. íslenskt símakort erlendis Sé íslenskt símakort notað erlendis, fyrir innanlandssím- töl hringd úr símanum, greiðir korthafinn GSM-gjald viðkom- andi lands auk 18,7% álags sem er gjald Pósts og síma með virð- isaukaskatti. Ef hins vegar aðili í viðkomandi landi hringir í korthafann borgar korthafinn GSM- gjald viðkomandi lands, 18,7% álag auk millilandasím- tals frá íslandi. Sá er hringir borgar hins vegar samtalið frá viðkomandi landi til íslands, þrátt fyrir að GSM-hafinn sé ekki á íslandi heldur í sama landi og hringjandinn. Hlaðin GSM- kort það sem koma skal Hætt er við að margur ferða- langurinn fari flatt á síma- kostnaði sé GSM-sími notaður erlendis, þó ekki sé nema í hin- um dæmigerðu 3 vikna ferðum og bara hringt innanbæjar í dvalarlandinu. Því væri góður kostur að geta keypt GSM-kort viðkomandi lands og fengið innlent símanúmer. Flest lönd hafa þó sama háttinn á og ís- land og veita ekki einstakling- um símreikning til skemmri tíma nema innlendur aðili eða fyrirtæki ábyrgist þá. í framtíð- inni munu bjóðast hlaðin síma- kort fyrir GSM-síma sem gerir kleift aö borga fyrirfram sím- reikning að ákveðinni upphæð. Eitthvað sem ferðamenn munu ömgglega nýta sér. -saa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.