Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Síða 30
34
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996
Afmæli
Jón Kristinsson
Jón Kristinsson, fyrrv. forstöðu-
maður, Hjallalundi 18-304, Akur-
eyri, er áttræður í dag.
Starfsferill
Jón fæddist að Kambfelli í Djúpa-
dal í Eyjafirði og ólst þar upp og að
Ytra-Dalsgerði til sex ára aldurs en
hefur siöan átt heima á Akureyri.
Eftir barnaskólanám var Jón tvo
vetur í Gagnfræðaskóla Akureyrar
og síðan tvo vetur i Iðnskóla Akur-
eyrar þar sem hann nam rakaraiðn
en þá starfsgrein stundaði hann um
þrjátíu ára skeið. Þá tók Jón við for-
stöðumannsstarfi við Dvalarheimil-
ið í Skjaldarvík og síðan einnig við
Dvalarheimilið Hlíð á Akureyri og
gegndi Jón forstöðumannsstarfinu
til sjötugsaldurs.
Jón starfaði lengi í Góðtemplara-
reglunni og með íþróttafélaginu Þór
en hann var formaður þess í þrjú
ár. Þá starfaði hann með Leikfélagi
Akureyrar i rúm fjörutíu ár og var
í tólf ár formaður þess. Hann er nú
heiðursfélagi LA og Þórs.
Þá var Jón um árabil meðhjálpari
í Akureyrarkirkju og um skeið
formaður bræðrafélags kirkjunnar.
Hann var formaður áhugamanna-
hóps sem stóð fyrir almennri fjár-
söfnun og kom upp þrjá-
tíu rúma hjúkrunardeild
í Seli við Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri
en vegna íjársöfnunar-
innar hjólaði hann þá frá
Akureyri til Reykjavík-
ur. Hann er nú gjaldkeri
Náttúrulækningafélags
Akureyrar sem um ára-
bil hefur staðið fyrir
byggingu Heilsustofnun-
arinnar Kjarnalundar
við Kjamaskóg.
Fjölskylda
Jón kvæntist 9.5. 1940 Amþrúði
Ingimarsdóttur, f. 12.7. 1918, d. 1993,
húsmóður. Hún var dóttir Ingimars
Baldvinssonar, póst- og símastjóra í
Þórshöfn, og k.h., Oddnýjar Áma-
dóttur húsmóður.
Börn Jóns og Arnþrúðar eru Arn-
ar, f. 21.1. 1943, leikari við Þjóðleik-
húsið, búsettur í Reykjavík, kvænt-
ur Þórhildi Þorleifsdóttur, leikhús-
stjóra LR, leikstjóra og fyrrv. alþm.,
og eiga þau fimm böm, Guðrúnu
Helgu, Sólveigu, Þorleif Örn, Odd-
nýju og Jón Magnús; Helga Elín-
borg, f. 28.12. 1945, leikari og leik-
stjóri, búsett í Reykjavík, gift Örn-
ólfi Árnasyni rithöfundi
og eiga þau fjögur böm,
Margréti, Jón Ragnar,
Álfrúnu Helgu og Árna
Egil, auk þess sem böm
Margrétar og Þórs Eldon
eru Sunna Eldon og Öm-
ólfur. Kjördóttir Jóns og
Amþrúðar er Arnþrúður,
f. 6.12. 1955, leikskóla-
kennari og háskólnemi I
Reykjavík.
Systkini Jóns: Stefanía
Jóhanna, f. 4.5. 1919, hús-
móðir og saumakona, gift
Jónmundi Zopaníassyni,
b. að Hrafnsstöðum við Dalvík, og
urðu börn þeirra ellefu; Jóhann Júl-
íus, f. 30.7.1921, bifvélavirki er starf-
rækti Bifreiðaverkstæðið Viking á
Akureyri, búsettur á Akureyri,
kvæntur Guðrúnu H. Aspar, hús-
móður og eru börn þeirra níu;
Hannes Björn, f. 20.6.1928, efnafræð-
ingur, búsettur í New Jersey í
Bandaríkjunum, kvæntur Jóhönnu
Hermannsdóttur og em böm þeirra
fjögur.
Foreldrar Jóns: Kristinn Stefáns-
son, f. 17.7. 1891, d. 1.12. 1973, bóndi
á Kambfelli í Eyjafirði og verkamað-
ur á Akureyri, og k.h., Elínborg
Jónsdóttir, f. 17.9. 1895, d. 1992, hús-
freyja.
Ætt
Móðir Kristins var Jóhanna
Magnúsdóttir, vinnumanns í Heið-
arhúsum á Flateyjardal, Jónatans-
sonar. Móðir Magnúsar var Aðal-
björg Jónsdóttir. Móðir Aðalbjargar
var Rannveig Magnúsdóttir, pró-
fasts á Hrafnagili, Erlendssonar,
fóður Guðlaugar, móður Péturs
Guðjónssonar söngkennara, ættföð-
ur Gudjohnsenættarinnar.
Móðir Jóhönnu var Kristín Jóns-
dóttir, b. á Heiðarhúsum, Jónssonar
og k.h., Guðfinnu Arngrímsdóttur.
Móðir Guðfinnu var Hugrún
Björnsdóttir, lrm. á Stóru-Laugum,
Amgrímssonar, af ætt Hrólfunga,
bróður Páls, langafa Ólafar,
langömmu Bjama Benediktssonar
forsætisráðherra. Páll var einnig
langafi ísaks, langafa rithöfundanna
Stefáns Jónssonar og Thors Vil-
hjálmssonar.
Elínborg er dóttir Jóns, skipstjóra
á Kálfsá í Ólafsfirði, Magnússonar,
og k.h., Lísibetar Friðriksdóttur.
Jón verður að heiman á afmælis-
daginn.
Jón Kristinsson
Sigríður Hulda Ketilsdóttir
Sigríður Hulda Ketils-
dóttir húsmóðir, Esjubraut
4, Akranesi, varð sextug á
laugardaginn.
Fjölskylda
Sigríður Hulda fæddist í
Bolungarvík og ólst þar
upp. Hún giftist 2.9. 1961
Birni Jónssyni, f. 5.10.1938,
verksmiðjustjóra hjá HB á
Akranesi. Hann er sonur
Jóns Guðmundssonar, sem Sigrfður Hulda Ketils-
er látinn, og Sigríðar dóttir.
Steinsdóttur.
Börn Sigríðar Huldu
eru Kristján Þ. Einars-
son, f. 1954, kvæntur
Helgu Guðmundsdóttur
og eiga þau þrjú börn;
Þórhildur Bjömsdóttir,
f. 1958, gift Albert Guð-
mundssyni og eiga þau
fjögur böm; Brynhildur
Bjömsdóttir, f. 1961, gift
Guðmundi Sigurbjöms-
syni og eiga þau tvö
böm; Ketill M. Bjöms-
son, f. 1963, kvæntur Ingibjörgu
Finnbogadóttur og eiga þau tvö
börn; Elsa J. Bjömsdóttir, f. 1966,
gift Huga Harðarsyni og eiga þau
þrjú böm.
Sigríður átti tólf systkini en fimm
þeirra era látin. Systkini hennar á
lífi eru Lovísa Maier, f. 20.8. 1921,
búsett í Svíþjóð; Friðrik Ketilsson, f.
21.6.1923, búsettur á Akureyri; Lilja
Ketilsdóttir, f. 21.4. 1932, búsett í
Bolungarvík; Elías Ketilsson, f.
16.12. 1928, búsettur í Bolungarvik;
Skúli Ketilsson, f. 5.11. 1930, búsett-
ur á Akranesi; Guðlaugur Ketilsson,
f. 24.10. 1934, búsettur á Akranesi.
Foreldrar Sigríðar Huldu voru
Ketill Magnússon, f. 16.8. 1885, d.
1962, og Guðlaug Jónsdóttir, f. 1893,
d. 1988, húsmóðir.
Sigríður Hulda er að heiman.
Herdís Jónsdóttir
Herdís Jónsdóttir, hjúkranar-
fræöingur og húsmóðir, Hjalla-
brekku 41, Kópavogi, varð fertug á
laugardaginn.
Starfsferill
Herdís fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp í Háaleitishverfínu.
Herdís var hjúkrunarfræðingur
við Landspítalann í tíu ár en hefur
einnig starfað við öldranarhjúkrun
á Skjóli og við endurhæfingu á
Grensásdeild Sjúkrahúss Reykjavík-
ur. Þá hefur hún unnið við heilsu-
gæslu sl. átta ár með hléum og starf-
ar nú á Heilsugæslustöð Kópavogs.
Fiölskylda
Maður Herdísar er Stefán Rögn-
valdsson, f. 7.5. 1953, framleiðslu-
stjóri. Hann er sonur Rögnvalds
Bjarnasonar og Ingveldar Stefáns-
dóttur i Kópavogi.
Böm Herdísar og Stefáns eru Jón
Hannes Stefánsson, f. 7.10. 1979,
nemi; Ásgerður Drífa Stefánsdóttir,
f. 17.2. 1983, nemi; Stefán Ingi Stef-
ánsson, f. 30.3. 1992.
Bræður Herdísar eru
Bjarni Jónsson, f. 19.1.
1949, verkfræðingur í
Garðabæ; Snæbjöm Jóns-
son, f. 21.5. 1962, verkfræð-
ingur í Reykjavík.
Foreldrar Herdísar voru
Jón Hannes Snæbjömsson,
f. 10.11. 1924, d. 6.9. 1985,
endurskoðandi í Reykja-
vik, og Ásgerður G. Bjama-
dóttir, f. 1.1. 1920, d. 3.10.
1985, húsmóðir.
Ætt
Jón Hannes var sonur
Snæbjamar Jónssonar
og Herdísar Guðmunds-
dóttur.
Ásgerður var dóttir
Bjarna Björnssonar og
Margrétar Sigfúsdóttur.
Fréttir
Til hamingju með afmælið 2. júlí
90 ára
Lýður Pálsson, Gautlandi 21, Reykjavík.
80 ára
Málmfríður Jóhannsdóttir, Austurgötu 25, Hafnarfirði. Helga Eysteinsdóttir, Hrauni II, Ölfushreppi.
75 ára
Högni Jónsson, Heiðarbæ 3, Reykjavík. Gerður Gestsdóttir, Sólheimum 27, Reykjavík.
70 ára
Halldór Ingimundarson, Hverahlíð 17, Hveragerði. Adam Öm Ingólfsson, Mýrarvegi 120, Akureyri. Snorri Þór Rögnvaldsson, Goðabyggð 12, Akureyri.
60 ára
Fríða Eydís Kristjánsdóttir, Hjarðarhaga, Aðaldælahreppi. Kristjana Guðmundsdóttir, Suðurhólum 28, Reykjavík.
50 ára
Ragnar Karlsson, Norðurvangi 26, Hafnarfirði. Lovisa Visitacion Munoz, Furubyggð 3, Mosfellsbæ.
40 ára
Sigríður Magnea Gestsdóttir, Leirubakka 26, Reykjavík. Guðmundur Halidór Jónasson, Helgamagrastræti 3, Akureyri. Rannveig Andrésdóttir, Reyðarhvísl 23, Reykjavík. Sjöfn Magnúsdóttir, Marbakka 8, Neskaupstað. Þorgrimur Þór Þorgrímsson, Skeljanesi 2 A, Réykjavík. Ásmundur S. Valdimarsson, Keilugranda 4, Reykjavík. Laufey B. Waage, Hringbraut 48, Reykjavík. Hjörtur C. Kristjánsson, Nesvegi 8, Grundarfirði. Jóhannes T. Sigursveinsson, Grandavegi 9, Reykjavík. Þorsteinn G. Þórhallsson, Laugamesvegi 94, Reykjavík. Elin Haraldsdóttir, Eyktarási 3, Reykjavík. Gerður Jónsdóttir, Skálatúni, Mosfellsbæ. Sigrún Jónsdóttir, Skálatúni, Mosfellsbæ.
^ Reykjanesbær:
Iþróttadeildir í bænum fá góða styrki
DV, Suðurnesjum:
íþróttaráð Reykjanesbæjar gerði
á dögimum samning við Golfklúbb
Suðumesja vegna uppbyggingar á
Hólmsvelli í Leira. Samningurinn
felur í sér byggingu 300 m2 áhalda-
húss, starfsmannaaðstöðu og lag-
færingar á 7. og 8. braut. Kostnað-
aráætlun GS er 20 milljónir og
mun íþróttaráð greiða 2,1 milljón
á ári næstu 5 árin.
Þá var samið við Skotdeild
Keflavíkur vegna ólympíuleika
smáþjóða á íslandi 1997. Samning-
urinn felur í sér framkvæmdir á
svæði félagsins í Höfnum. Ákveðið
hefur verið að keppni í skotfimi á
leikunum verði þar. Áætlaður
kostnaður við uppbyggingu svæð-
isins er 11 milljónir. Gerður var
samningur til 2ja ára að upphæð
4,5 milljónir.
Samið var við knattspyrnudeild-
imar í Keflavík og Njarðvík um
rekstur íþróttasvæða. Keflavík fær
7,9 milljónir og Njarðvík 1,6 millj-
ónir og er samningurinn fyrir
1996. Þá voru og gerðir samningar
við fleiri íþróttadeildir í Keflavík
og Njarðvík. Hlutur íþróttaráðs í
samningiun við íþróttafélögin eru
25,4 milljónir.
Þá var úthlutað úr Afreks- og
styrktarsjóði íþróttaráðs og fengu
ýmsar deildir 1500 þúsund vegna
unglingastarfs. Það sem af er ár-
inu hefur auk þess verið úthlutað
1120 þús. kr. Á fjárhagsáætlun
1996 eru 4 milljónir í Afreks- og
styrktarsjóði.
-ÆMK
Fulltrúar félaganna sem hlutu styrki. DV-mynd ÆMK