Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Page 33
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996
37
Sterkir
og heitir
litir
Síðastliðinn flmmtudag opn-
aði bandaríska listakonan
Karen Kunc sýningu á nýjum
verkum í Galleri Úmbru við
Bernhöftstorfu. Karen er þekkt
fyrir stór og kröftug tréskurðar-
þrykk í sterkum og heitum lit-
um sem einkennast af express-
sjó'nískum formum og iitum.
Karen hélt einmitt sýningu á
slíkum myndum í Hafnarborg
fyrr í vetur en nú sýnir hún
smærri og kyrrari myndir, ein-
faldari í efhi og lit en jafn kröft-
ugar í leik sínum að línu og
formum.
Karen lauk listnámi við Ohio
State University árið . 1977 og
Myndlist
hefur sýnt verk sín víða, bæði í
Bandaríkjunum, Evrópu og Jap-
an. Hún hefur hlotið fjölda við-
urkenninga, þar á meðal hér á
landi í tengslum við alþjóðlegu
grafikráðstefhuna Atlantica sem
haldin var árið 1987.
Verk Karenar hafa vakið
verðskuldaða athygli vegna per-
sónulegrar og einstakrar notk-
unar hennar á tækni í tréristum
og frumlegri litameðferð sem og
fyrir listræna expressjóníska
túlkun á myndefninu.
Þessi sýning Karenar Kunc er
sú þriðja í röð sýninga á verk-
um bandarískra listamanna sem
Gallerí Úmbra býður upp á i til-
efni listahátíðar.
Sýningin stendur til 17. júlí
og er galleríið opið þriðjudaga
til laugardaga klukkan 13-18 og
sunnudaga klukkan 14-18.
Ljóða-
kvöld á
Kaffi Óliver
í kvöld mun Hjalti Rögnvalds-
son leikari lesa upp ljóð eftir
Stefán Hörð Grímsson á Kaffi
Óliver en í ár eru einmitt liöin
flmmtíu ár síðan fyrsta ljóðabók
Stefáns kom út. Upplesturinn
hefst klukkan 21.
Samkomur
Nesstofusafn
Nesstofusafn er opið í dag frá
klukkan 13-15. Þar má sjá muni
tengda sögu læknisfræðinnar á
íslandi síðustu aldimar.
Listhús Ófeigs
Nú stendur yfir sýning á
verkum Margrétar Schopka frá
Þýskalandi í Listhúsi Ófeigs.
Sýningin er opin alla virka daga
frá klukkan 10-18 og á laugar-
dögum klukkan 11-14.
Fallegur
drengur
Þessi fallegi drengur fæddist á Hann var 3244 grömm að þyngd og
fæðingardeild Landspítalans þann 53 sm aö lengd. Foreldrar hans em
22. júní síðastliðinn klukkan 14.11. Þóra Gyða Júlíusdóttir og Emil
____________ Hreiðarsson. Þetta er fyrsta barn
Barn dagsins þeirra
Listahátíð í Reykjavík:
Pulp
Hin heimsfræga hljómsveit Pulp
heldur tónleika i Laugardagshöllinni
í kvöld. Tónleikarnir heijast klukkan
20.
Þeim Jarvis Cocker (söngur), Steve
McKey (bassi), RusseÞSenior (gítar),
Candidu Doyle (hljómborð) og Nick
Banks (trommur) hefur vegnað vel að
undanfórnu og njóta þau gífurlegra
vinsælda í heimalandinu, Bretlandi.
Til dæmis má nefna að af seinustu
___________________________Brit-
Skemmtanir
verðlaunum hlaut Pulp verðlaun fyr-
ir besta myndbandið og sem besta
tónleikahljómsveitin.
Nýjasta plata Pulp, sem nefhinst A
Different Class, kom út í fyrra og
rokseldist. Þetta var áttunda plata
Pulp, en sú fyrsta kom út árið 1983.
Hljómsveitin sló samt ekki í gegn fyrr
en árið 1991 er platan My Legendary
Girlfriend kom út.
Pulp skemmtir í Laugardagshöllinni í kvöld.
Flestir
vegir
greiðfærir
Margir vegir á hálendinu eru nú
Færð á vegum
orðnið færir, til dæmis opnaðist
vegurinn um Sprengisand nýlega.
Þó er ennþá ófært suður á Sprengi-
sand úr Skagafírði og Eyjafirði.
Þjóðvegir eru greiðfærir. Þó er
vegavinna í gangi á ýmsum stöðum.
Á Suðausturlandi er til dæmis unn-
ið við veginn frá Klaustri að Núp-
stað og í Fagradal. Á Vestfjörðum er
unnið við Eyrarfjall og á leiðinni
frá Botni til Súðavíkur.
Ástand vega
m Hálka og snjór a Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir
Q3 LokaörSt°ÖU ® Þungfært (g) Fært fjallabílum
Drakúla greifi
Mel Brooks er af mörgum tal-
inn einn fyndnasti maður sem
uppi hefur verið. Myndir eins og
Young Frankenstein og Blazing
Saddles færðu honum heims-
frægð sem hann hefur baðað sig
í síðan.
Nú er komin í Háskólabíó
nýjasta mynd Brooks: Dracula,
Dead and Loving It. Eins og tit-
illinn gefur til kynna er hér fjall-
að um hinn heimsfræga hálsabít,
Drakúla, sem hrellt hefur heims-
byggðina síðan Bram Stoker
skapaði hann fyrir um það bil
hundrað árum.
Mel Brooks hefur hér tekið
höndum saman við hinn kostu-
lega Leslie Nielsen sem frægast-
ur er fyrir Naked Gun myndirn-
ar. Það er einmitt Leslie sem
leikur Dracula og er óhætt að
segja að túlkun hans á hinni
Kvikmyndir
öldnu blóðsugu sé frumleg, svo
ekki sé meira sagt.
Aðrar leikarar eru til dæmis
Peter MacNicol, sem þekktur er
fyrir hlutverk sitt sem lögmaður-
inn í Chicago Hope þáttunum,
Steven Weber, sem er frægur
sjónvarpsleikari í Bandaríkjun-
um, og Amy Yasbeck sem lék á
móti Cary Elwes í Hróa hattar
mynd Mels Brooks.
Nýjar myndir
Háskólabíó: Dracula, dauöur...
Háskólabíó: Gangsverksmýs
Laugarásbíó: A síóustu stundu
Saga-bíó: Trufluö tilvera
Bíóhöllin: Kletturinn
Bíóborgin: I hæpnasta svaöi
Regnboginn: Skítseiöi jaröar
Stjörnubíó: Einum of mikiö
Krossgátan
Lárétt: 1 yfirráð, 5 hrygning, 8 matur,
9 vota, 10 gælunafn, 11 umdæmisstafir,
12 hökunni, 15 kaup, 17 nudd, 18 hörfa,
20 kvabba, 21 bindi, 22 fljótræði.
Lóðrétt: 1 mild, 2 dugleg, 3 slen, 4 fið-
ur, 5 nábúi, 6 einnig, 7 stingur, forma,
12 huldumenn, 13 elska, 14 svelgurinn,
16 rödd, 19 bogi.
Lausn á slðustu krossgátu.
Lárétt: 1 ágúst, 6 vó, 8 te, 9 Rúrik, 10
treguðu, 12 eðli, 13 nám, 15 yst, 17 strá,
19 jó, 20 snauð, 21 ala, 22 aumi.
Lóðrétt: 1 átt, 2 gerð, 3 úrelt, 4 sú, 5
trunta, 6 við, 7 ókum, 11 gisna, 12 eyja,
14 árum, 16 sól, 18 áði, 20 sa.
Gengið
Almennt gengi LÍ nr. 132
02.07.1996 kl. 9.15
Eininq Kaup Sala Tollnengi
Dollar 66,980 67,320 67,300
Pund 104,220 104,760 104,220
Kan. dollar 49,080 49,390 49,330
Dönsk kr. 11,3940 11,4540 11,4770
Norsk kr 10,2940 10,3500 10,3630
Sænsk kr. 10,0660 10,1220 10,1240
Fi. mark 14,3640 14,4490 14,4950
Fra. franki 12,9780 13,0520 13,0780
Belg. franki 2,1317 2,1445 2,1504
Sviss. franki 53,4900 53,7800 53,7900 ■»
Holl. gyllini 39,1200 39,3500 39,4500
Þýskt mark 43,8900 44,1100 44,2300
ít. líra 0,04364 0,04392 0,04391
Aust. sch. 6,2340 6,2730 6,2890
Port. escudo 0,4268 0,4294 0,4299
Spá. peseti 0,5217 0,5249 0,5254
Jap. yen 0,60900 0,61270 0,61380
írskt pund 107,010 107,670 107,260
SDR 96,38000 96,96000 97,19000
ECU 83,2600 83,7600 83,89000
Simsvari vegna gengisskráningar 5623270