Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Page 36
Tvöfaldur
I. vinningur
MTTi
/;^ iiim/tó/f aávlnnð
7Í%7 (Ö£íX®)<2)
KIN
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Frjálst,óháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ1996
Verðbreytingar i gfæma&fö
-'krónur -
Verðhrun á tómötum og gúrkum:
Verðið komið
niður fyrir
100 kr. kg
Gúrkur og tómatar hafa hriðfallið
i verði að undanfómu og er kíló-
verðið nú komið niður í 98 kr. í
Bónusverslununum. Þin verslun í
Grafarvoginum bauð hæsta verðið í
—--könnuninni í gær en þar kostuðu
tómatarnir 229 kr. kg og gúrkurnar
256 kr. kg. Munurinn á hæsta og
lægsta verði milli verslana er þvi
161%. Allar verslanir Hagkaups
voru lokaðar í gær vegna vörutaln-
ingar. -ingo
Sprautur
fundust
~ í auðu tialdi
Sprautur og önnur feki til notk-
unar við fikniefnaneyslu fundust í
auðu tjaldi í Öskjuhlíð um miðjan
dag í gær. Að sögn logreglu fundust
engin fíkinefni en flest þykir benda
til að þeirra hafi verið neytt i tjald-
inu. Engin grunsamlegur var sjáan-
legur á svæðinu. -RR
Innbrot á Njálsgötu
Reyndi að
stela hann-
yrðablöðum
Brotist var inn í íbúð við Njáls-
götu í morgun. Innbrotsþjófurinn
var handtekinn eftir að húsráðend-
ur höfðu hringt á lögreglu en hann
var þá á leiðinni út um aðaldyr
íbúðarinnar. Maðurinn hefur marg-
oft komið við sögu lögreglu fyrir
svipuð afbrot og er nýsloppinn út 'af
Litla Hrauni. Hann gaf þá skýringu
við lögregluna að hann væri að leita
sér að náttstað. Það eina sem hann
ætlaði að taka með sér úr íbúðinni
var taska full af hannyrðablöðum
en húsráðandi og lögregla komu i
veg fyrir það. Að sþgn lögreglu var
innbrotsþjófurinn lítils háttar ölv-
aður.
-RR
Slagurinn um stól biskups íslands aö hefjast:
Séra Sigurður í Skál-
holti oftast nefndur
- bæði meðal „svartstakka“ og frjálslyndari presta
Nafn sr. Sigurðar Sigurðarsonar,
vígslubiskups í Skálholti, er það
nafn sem oftast er nefnt þegar
prestar eru spurðir um hugsanleg-
an næsta eftirmann Ólafs. í bisk-
upskosningu eru allir prestar og
starfsmenn kirkjunnar kjörgengir
sem á annað borð hafa menntun til
að gegna prestsembætti. Hið sama
á við um prófessora guðfræðideild-
ar HÍ.
DV gerði á þessu lauslega athug-
un í gær og önnur nöfn sem upp
komu i viðræðum við presta voru
sr. Karl Sigurbjörnsson, Einar Sig-
urbjörnsson, prófessor í guðfræði-
deild HÍ, bróðir sr. Karls, Björn
Bjömsson prófessor í guðfræði-
deild, dr. Gunnar Kristjánsson á
Reynivöllum og sr. Geir Waage í
Reykholti.
Sigurður Sigurðarson virðist
njóta mikils fylgis, hvort heldur er
meðal presta sem telja sig aðhyll-
ast það sem stundum er nefnt hinn
frjálslyndari armur prestastéttar-
innar eða þeirra sem stundum eru
nefndir svartstakkar.
Karl Sigurbjömsson hefur í
kringum sig sterkt lið stuðnings-
manna eins og sýndi sig í kjöri
vígslubiskups til Skálholtsstiftis á
sínum tima en þá presta sem gjarn-
an vilja sjá hann verða biskup ís-
lands er ekki síst að finna í röðum
sérþjónustupresta eins og þá kom
fram, auk þess sem hann á öflugan
frændgarð innan þjóðkirkjunnar.
Þeir sem nefna nafn bróður
Karls, Einars Sigurbjömssonar
prófessors, segja jafnframt að
bræðumir hafi hvorugur brenn-
andi metnað til embættisins og
muni aldrei fara í neins konar
kosningaslag hvor við annan, held-
ur beita áhrifum sínum þannig að
um leið og þeir finni þrýsting á sig
aukast muni þeir láta það berast
meðal stuðningsmanna sinna á
hvorn þeirra menn skuli verja at-
kvæöi sínu.
Bjöm Bjömsson prófessor var
líka nefndur til sögu þótt aldrei
hafl hann tekið prestsvígslu. Yrði
hann kjörinn biskup yi'ði hann
vígður til biskupsembættisins en
það er i raun sama vígsla og prests-
vígsla því að innan kirkjunnar er
aðeins eitt vígslustig.
Nafn dr. Gunnars Kristjánssonar
á Reynivöllum og sr. Geirs Waage
komu einnig upp og töldu viðmæl-
endur DV að Gunnar og Björn
Björnsson myndu báðir taka fylgi
frá Karli Sigurbjörnssyni og at-
kvæði gætu dreifst á þá og um leið
styrkt stöðu Sigurðar Sigurðarson-
ar. Á sama hátt myndi Geir taka
atkvæði frá Sigurði.
-SÁ
Þeir voru glaðir sjómennirnir á aflaskipinu Jóni Kjartanssyni þegar þeir
komu með fullfermi af loðnu tii Eskifjarðar. Fyiltu þeir skipið í fimm köstum.
Eftir löndun hélt skipið strax á veiðar aftur. DV-mynd Emil
Loðnuveiðin hafin með krafti:
Þrjú veiðisvæði
og mokveiði
„Við fengum loðnuna 70 sjómílur
norður af Langanesi og fylltum
skipið í 5 köstum," sagði Grétar
Rögnvarsson, skipstjóri á aflaskip-
inu Jóni Kjartanssyni, þegar skipið
kom með fyrstu loðnuna til Eski-
fjarðar á vertíðinni í gær.
„Það var mokveiði hjá öllum og
veiðisvæðin í raun þrjú þar sem
mörg skip voru líka 20-30 mílur fyr-
ir norðan okkur. Svo voru skip vest-
an við okkur eða norður af Sléttu,"
sagði Grétar.
Hátt í 80 skip eru á miðunum, 30
íslensk, 45 norsk og 4 færeysk, og
sagði Grétar að íslensku skipstjórn-
armönnunum fyndist það einkenni-
legt að ekkert ísl. varðskip væri á
miðunum og kvæði þar við annan
tón en þegar íslendingar voru að
veiða síldina í lögsögu Jan Mayen.
Þá töfðu norsk varðskip mjög fyrir
íslensku skipunum, að ekki væri
minnst á þegar þau vísuðu íslensku
skipum af miðunum. Grétar taldi að
mjög þyrfti að fylgjast með þeim
norsku nú á loðnummiðunum.
Emil
Verðbreytingar:
Tóbaksverð hækkar
Tóbak hækkaði í verði i gær um
3,11 prósent en innifalið í hækkun-
inni er 0,5 prósenta framlag til tó-
baksvarna sem tekið er af brúttó-
sölu tóbaks.
3,11 prósenta meðalhækkun segir
þó ekki alla söguna því að sumar
tegundir hækkuðu meira en aðrar.
Þannig hækka bandarískar sígarett-
ur af algengri gerð úr 267 krónur
pakkinn í 272 krónur, eða um 1,88
prósent. Svissneskar sígarettur
hækka hins vegar mun meira, eða
um 15,53 prósent, og stykkið af
dönskum smávindlum hækkar úr 21
krónu í 23 krónur eða um 9,5 pró-
sent. Gert er ráð fyrir þvi að tóbaks-
hækkanimar muni skila ÁTVR 138
milljónum króna á næstu 12 mánuð-
um, haldist gengi óbrevtt. -SÁ
HANN HEFUR ÆrjLAÐ
AÐ FÖNDRAA
HRAUNINU!
Veðrið á morgun:
Skýjað með
köflum
Á morgun verður norðaust-
læg eða breytileg átt, gola eða
kaldi. Um landið norðaustan-
vert verður skýjað að mestu og
dálítil súld af og tO. í öðrum
landshlutum verður skýjað með
köflum og hætt við skúrum,
einkum inn til landsins síðdeg-
is. Hiti verður á bilinu 5 til 15
stig, kaldast við ströndina norð-
an til en hlýjast um landið suð-
vestanvert.
Veðrið i dag er á bls. 36
Bílheimar ehf.
upei Astna
Verð kr.
1.199.000.-
Sœva. höfba 2a Sími: 525 9000