Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1996, Page 4
4
FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1996
Fréttir dv
Fjögur umferðarslys í höfuðborginni:
Ekki hægt
að sætta sig
við þetta
- segir Sigurður Helgason hjá Umferðarráði
„Ástandið í umferðinni er engan
veginn nógu gott. Það gerast fjögur
alvarleg umferðarslys á innan við
sólarhring í Reykjavík. Það er ein-
faldlega ekki hægt að sætta sig við
þetta,“ sagði Sigurður Helgason,
upplýsingafulltrúi hjá Umferðar-
ráði, við DV í gær, þegar hann var
spurður að ástæðum fjögurra um-
ferðarslysa í höfuðborginni í gær og
fyrradag.
Þrjú umferðarslys urðu á þriðju-
dag og voru sex manns fluttir slas-
aðir á sjúkrahús í kjölfarið, þar af
var ein stúlka mjög alvarlega slösuð
eftir að hún varð fyrir bíl á Sæ-
braut. í gærmorgun bættist síðan
fjórða umferðarslysið við þegar ekið
var á ungan dreng á reiðhjóli við
Skógarsel í Breiðholti. Hann var
fluttur á slysadeild með höfuðá-
verka og bakmeiðsl og var í rann-
sókn í gær.
„Það er staðreynd að hraðinn er
orðinn allt of mikill i umferðinni i
borginni og einnig á þjóðvegunum
Það þarf að taka harðar á hraðakstr-
inum. Það er auövitað erfitt að
stöðva þetta nema ökumenn sjálfir
hugsi sinn gang og það verða þeir
að fara að gera. Þeir verða að gera
sér ljóst hvað þeir eru með í hönd-
unum og að bílar eru engin leik-
tæki. Við erum búnir að hamra á
þessu ár eftir ár en því miður með
litlum árangri," sagði Sigurður.-RR
Enn eitt alvarlegt umferðarslysið í Reykjavík varð í gærmorgun þegar ekið var á ungan dreng á reiðhjóli. Þetta var
fjórða alvariega umferðarslysið í höfuðborginni á innan við sólarhring. Hér er verið að huga að drengnum áður en
hann var fluttur á slysadeild með höfuðáverka og bakmeiðsl. DV-mynd S
Hagkaup vill kaupa ferskt lambakjöt af bændum í V-Húnavatnssýslu:
Tvö hundruð dilkar á
viku frá byrjun ágúst
fram í desember
Bændur í Vestur-Húnavatns-
sýslu ætla að undirrita i dag
samning við Hagkaup um kaup á
fersku dilkakjöti til sölu í verslun-
um Hagkaups.
Ætlunin er að selja 200 dilka á
viku á tímabilinu frá byrjun ágúst
fram í miðjan desember.
Dilkunum verður slátrað hjá
Ferskum afurðum á Hvamms-
tanga.
Unnið hefur verið að því síðan í
vor að fá bændur til samstarfs.
Báðir aðilar binda miklar vonir
við þennan samning og er áhugi
mikill. Helstu annmarkar á mál-
inu eru þeir að dilkamir eru varla
tilbúnir til slátrunar í byrjun
ágúst þar sem bændur hafa verið
að seinka sauðburði en því verður
hægt að kippa í liðinn fyrir næsta
sumar.
40% álag verður á verði kjötsins
í byrjun ágúst og fer það stiglækk-
andi niður í 5% álag í síðustu
viku september, síðan verður
greitt grundvaUarverð þar til söl-
unni lýkur um miðjan desember.
Eyjólfur Gunnarsson, formaður
Félags sauðfjárbænda í Vestur-
Húnavatnssýslu, staðfesti þetta í
samtali við DV. -ÞK
Jarðgufuveita fyrir Straumsvík:
Jarðgufufélagið til Aflvaka
Jarðgufufélagið, samstarfsverk-
efni Reykjavíkurborgar, Hafnar-
fjarðarbæjar og iðnaðarráðuneytis-
ins, verður í umsjá Aflvaka sam-
kvæmt samkomulagi sem gert hefur
verið um starfsemi þess. Aflvaki
mun sjá um fjármál og bókhald
Jarðgufufélagsins þangað til sér-
stakt hlutafélag hefur verið stofnað.
Tilgangur með Jarðgufufélaginu
er að vinna að undirbúningi að
stofnun jarðgufuveitu á Krísuvíkur-
svæðinu og leiðslu fyrir gufuna til
Straumsvíkur, en þar er ætlunin að
nota gufuna í stóriðnaði.
-SÁ
Borgarráð:
Götusöluleyfi boðin út
Leyfi til götusölu og sölu úr fær-
anlegum vögnum á tilteknum stöð-
um í Reykjavík renna úr 1. sept nk.
en borgarráð hefur samþykkt að
auglýsa eftir tilboðum í leyfin og að
hæstu tilboðum verði tekið. Borgar-
ráð vill að Þróunarfélag Reykjavík-
ur hafi umsjá með götusölu og leyf-
istekjur renni til félagsins.
Um er að ræða fimm staði í borg-
inni þar sem götusala er leyfð og er
ekki gert ráð fyrir að það breytist.
Hins vegar óskar borgarráð eftir
frekari tUlögum borgarskipulags og
Þróunarfélagsins um rekstur úti-
markaða og skipulagða sölustarf-
semi.
-SÁ
Dagfari
Höldum kirkjunum hreinum
Kirkjunnar menn hafa tekið við
aðalhlutverkum í umijöllun ijöl-
miðlanna af stjórnmálamönnum.
Þrátt fyrir nokkra spretti eiga
stjórnmálamennirnir ekki mögu-
leika vegna frábærrar frammi-
stöðu presta, vígslubiskupa og
biskups. Þá er ekki minnst á auka-
leikara eins og safnaðarnefndir og
organista.
Stórsókn kirkjunnar manna hef-
ur staðið frá fyrra ári. Á þeim tíma
hafa náðst fjölmargir toppar og
aldrei hefur þurft að kvarta undan
lognmollu. Flóki og Jón, Geir, Sig-
urður, Ólafur og Bolli. Allt eru
þetta orðnir nær daglegir heimilis-
vinir landsmanna. Þeir eru á sjón-
varpsskjám og í blöðum. Þar faUa
menn daglega en rísa upp að kvöldi
líkt og heiðnir forfeður í Valhöll.
Þeir eru því tUbúnir til nýrra
átaka aftur og aftur. Ekkert lát er á
sýningunum. Sérarnir vita af því
að áhorfendur þreytast ef aUtaf er
boðið upp á sömu sýninguna. Því
bjóöa þeir ótal afbrigði og er ekkert
lát á hugmyndaauðginni.
í síðustu viku þinguðu prestam-
ir. Þar sagði biskup af sér en
starfar þó áfram. Konur sögðu sig
úr félagi presta þar sem þær ná
engum völdum af körlunum í stétt-
inni. Þar virðist engu skipta þótt
konur séu þriðjungur presta. Karl-
amir vilja vera einir í aðalhlut-
verkunum og standa sig raunar
prýðilega eins og fréttir herma. Þá
fór Gunnar gegn Geir prestafélags-
formanni og munaði minnstu að
hann felldi formanninn. Það er til
marks um hlutverkaskipti stjórn-
málamanna og presta að nú deila
klerkarnir Gunnar og Geir. Þau
nöfn vora þekktari á öðrum vett-
vangi fyrir nokkrum árum.
Óbreyttir klerkar em greinilega
orðnir leiðir á einleik kirkjuforys-
tunnar. Þeir vilja komast að og ein-
um þeirra tókst það með glæsibrag
um helgina. Ungt par, sem ekki
hafði annað til saka unnið en að
fella hug hvort til annars, bað um
giftingu í Möðruvallakirkju í Hörg-
árdal. Hið ástfangna par vildi ráða
því hvaða prestur annaðist athöfn-
ina og fékk til þess Dalvikurklerk.
Möðruvallaprestur var ekki á því.
Hann lokaði kirkjunni. Brúðkaup-
ið fór því fram í trjálundi utan við
kirkjuna. Það var rigningarsuddi
en verra gat það verið. Sólargang-
ur er nú hæstur og þvi tiltölulega
lítil hætta á skítviðri. Það verður
þvi að segja að brúðhjónin völdu
réttan árstíma til athafnarinnar.
Alkunna er að brúðkaup era hald-
in allan ársins hring. Verra hefði
það verið ef Möðruvallaklerkur
hefði skellt á nef brúðhjónanna í
janúar eða febrúar. Þá er hætt við
að sultardropar hefðu frosið á við-
stöddum.
Ósagt skal látið hvort Möðru-
vallaklerkur nam þessi fræði af
stóru strákunum í Prestafélaginu
eða Langholtssókn. Hitt er víst að
hann var ekki kominn heim af
prestastefnunni í Kópavogi þegar
brúðkaupið fór fram. Hann hafði
hins vegar sett slagbrandinn fyrir
áður en hann hélt suður. Allur er
varinn góður. Maður veit aldrei til
hvers mönnum dettur í hug að
nota kirkjurnar. Það hefði jafnvel
verið hægt að jarða í henni í fjar-
veru prestsins.
Auðvitað á hver prestur sína
kirkju með öllu tilheyrandi. Hver
annar? Er það ekki tónaflóðið sem
fer í taugarnar á Flóka í hans eig-
in kirkju í Langholti? Möðru-
vallaklerkur vill ekki brúðkaup,
skirnir, fermingar eða jarðarfarir
annarra klerka í sinni kirkju. Hún
skal vera hrein. Þess vegna hefur
hann flutt tiUögur á prestastefnu,
Prestafélagsfundum og öðrum sam-
komum kirkjunnar um að sóknar-
prestar hafi einir rétt til að fram-
kvæma kirkjulegar athafnir i
kirkjum sínum.
Því skal það lagt til hér að far-
andklerkar komi sér upp kirkju á
hjólum. Þá þarf ekki að gefa saman
í rigningu eða jarða í roki. Allt get-
ur farið fram í hjólakirkjunni.
Þannig má halda kirkjunum hrein-
um. Dagfari