Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1996, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1996
Spurningin
Hvað gerir þú á kvöldin?
Sveinbjörg Eiríksdóttir: Hekla.
Horfi aðallega á sjónvarpið og
slappa af.
Stella Ósk Hjaltadóttir nemi:
Hitti vinina úti við.
er yfirleitt heima með fjölskykl-
unni.
Richard Pétursson barþjónn:
Spila fjárhættuspil.
Lesendur
Saga úr umferðinni
G.í. skrifar:
Ég var heppinn. Ég var að aka
heim á leið og var næstum búinn að
fá þig inn í hliðina, mín megin. Og
það á fullri ferð. Hvað var ég eigin-
lega að hugsa? Af hverju áttaði ég
mig ekki á hættunni? Ég, sem reyni
alltaf að aka svo varlega og yfirveg-
að, var næstum búinn að stórslasa
mig í umferðinni. Hefði meira að
segja getað dáið. - Þú líka.
Hvað gerðist? - Ég ók niður Ár-
múla og beygði til vinstri, inn á
Grensásveginn. Engin hætta á ferð-
um. Gaf stefnuljós til hægri, ætlaði
að beygja af afreininni austur Suð-
urlandsbraut en varð að stoppa
vegna mikillar umferðar. Stoppaði
og leit til vinstri. Þung umferð.
Ekki séns að skjótast inn í röðina
án þess að skapa hættu. Horfði og
beið.
Einn, tveir, sjö, tíu, tuttugu bílar
fóru yfir gatnamótin. En þá hægði
sá síðasti á sér. Sá var á hægri ak-
rein. Hann steig á bremsurnar og
stöðvaði bílinn, þar var greinilega
komið rautt ljós gegnt honum. Öllu
óhætt hjá mér. Um leið og síðasti
bíll yfir gatnamótin rann framhjá
mér ók ég inn á Suðurlandsbraut og
ætlaði beint inn á vinstri akrein þar
sem ég hugðist beygja inn Álheim-
ana. - En þá komst þú - á fleygiferð.
Hvisssss ... Ég tók ósjálfrátt í stýrið,
beygði til hægri. Þú næstum því
straukst við mig. Hefði ég verið
kominn aöeins lengra ... bara ein
sekúnda, og ég hefði fengið þig inn í
mig. Þú varst á fleygiferð. Ég hefði
getað dáið. Þú líka. Hverjum hefði
það verið að kenna? Mér? Þér? Það
var alla vega hvorugum okkar að
þakka að við sluppum. Það voru
einhverjir aðrir kraftar að verki
Eg lofa að gæta mín betur í umferðinni og þú lofar að aka hægar og stöðva
þegar rautt Ijós logar á móti þér. Samþykkt?
þar.
Ef ég hefði séð þig koma og áttað
mig á því að þú ætlaðir að bruna
yfir gatnamótin, á móti eldrauðu
ljósi, hefði ég passað mig. En ég sá
ekki fyrr en of seint til þín. Bíllinn
sem var á undan þér og stoppaði á
rauða Ijósinu'hlýtur að hafa byrgt
mér sýn. Og hefðir þú ekki ákveðið
að gefa í og aka yfir á rauðu í stað
þess að stöðva bilinn hefði hættan
aldrei skapast.
Ég sá að þú varst ungur, innan
við tvítugt, þori ég að veðja. Ég er 36
ára. Nú skulum við gera með okkur
samning. Ég lofa því að nota þessa
reynslu til að gæta mín betur i um-
ferðinni og þú lofar þvi að aka hæg-
ar og stöðvá þegar rautt ljós logar á
móti þér. Samþykkt?
Stjórnarskráin mikilvægari
neitunarvaldi forseta
Konráð Friðfinnsson skrifar:
Ólafur Ragnar Grímsson hlaut
góða kosningu eða um 42% fylgi.
Minn maður, Pétur Kr. Hafstein,
kom næstur með um 30%. Að mínu
áliti var kosningabaráttan drengileg
í öllum aðalatriðum. Vera má að
einhverjir hafi skotið yfir markið.
Það gerist því miður þegar margir
tjá sig um sama hlutinn.
Mikið var talað um vald forsetans
og hafa frambjóðendurnir allir ef-
laust fengið spumingar þar að lút-
andi. Það fer hins vegar ekki á milli
mála að forseti íslands getur neitað
að staðfesta lög. Ég hef hins vegar æ
betur sannfærst um að þetta neitun-
arvald er afskaplega vandmeðfarið.
Einnig sé ég fyrir mér upplausnina
sem myndi skapast í þjóðfélaginu
yrði þessu valdi beitt. Höfum líka
hugfast að þjóðaratkvæðagreiðsla
er dýrt fyrirtæki sem kann að skila
engu öðru en því að hin umdeildu
lög öðlist endanlegt gildi.
Annað er sem ég hef hugleitt.
Stjómarskráin. Gild rök má færa
fyrir því að hún sé okkar helsti
vemdari. Sumir tala um að íslenska
stjómarskráin sé úrelt. En þótt
stjómarskráin sé gömul er hún ekki
endilega úrelt. Hún er mikilvæg fyr-
ir sjálfstæðið. Fyrst og fremst fyrir
þær sakir hve erfitt verk það er að
hrófla við henni. Ef ég skil hina
mætustu menn rétt, sem gerst
þekkja til, þarf breyting á henni að
fara í gegnum langan feril sem end-
ar undanbragðalaust hjá þjóðinni, er
síðan hafnar eða synjar breytingum.
Einkum þess vegna er það
brýnna fyrir þjóðina að státa af
góðri stjórnarskrá en neitunarvaldi
forseta þótt það geti verið hið besta
mál. Forsetinn gæti tekið undir
hrópin um breytingar og sannfærst
um hluti sem síðar kæmu í ljós að
voru rangir. Og stjómarskráin er
ekki fullkomin fremur en önnur
mannanna verk. Ég mun virða hinn
nýkjöma forseta íslenska lýðveldis-
ins og trúi að aðrir muni einnig
gera það og friður verði um embætt-
ið.
Skoðanakannanir og stjórnmálaskýrendur
Andrés Sigurðsson hringdi:
Nú mega stjórnmálaskýrendurn-
ir sem komu fram fyrir kosningar
og töluðu út og suður fara að endur-
meta hugmyndafræðina er býr að
baki kjöri Ólafs Ragnars Grímsson-
ar til forseta.
í ágætum leiðara DV í dag
(þriðjud. 2.7.) er sett fram sú kenn-
ing að hér sé stéttaskipting sem gefi
skemmtileg og um leið hættuleg til-
efni til alhæfingar og séu stjóm-
málaskýrendur flestir sömu megin
þils í skiptingunni. Það er rétt að
þjónusta
allan sólarhringinn
> 39,90 mínétan
eða hringið í síma
>0 5000
i kl. 14 og 16
niKi&aijum iii iiægn neiur reynsi
fólki, segir Andrés m.a.
straumar t.d. forsetakosninga liggja
engan veginn eins og áður var talið
og fáum ljóst hvað kjósendur hafa í
huga þegar þeir velja úr hópi fram-
bjóðenda.
Ég þykist hafa skýringu á því að
vinstripersóna á fremur fylgi til for-
setaembættis en svo aftur eigi
hægriflokkur eins og Sjálfstæðis-
flokkurinn meira fylgi i kosningum
til Alþingis. Nefnilega þá að forseti
getur ekki gert neitt fyrir neinn en
ríkisstjórn til hægri hefur reynst
eftirlát kröfugerðarmönnum og
betlistafsfólki. Það er því alveg út-
látalaust fyrir kjósendur að velja í
raun hvern sem er til forseta.
DV
Sóleyjargata 1:
- hverjum er veriö
að bjarga?
Bjami Sigurðsson skrifar:
í Morgunblaðinu í dag (2. júlí)
er frétt um kaup ríkisstjórnar-
innar á húsinu Sóleyjargötu 1.
Þar er getið fyrri eigenda húss-
ins og klykkt út með því að segja
að seinna hafi Kristján Eldjám,
forseti íslands, eignast húsið. Ég
tel að ekki sé hér allt upp talið
og grunar að Kristján heitinn
hafi ekki verið síðasti eigandi
húss þessa. Ég skil ekki hvað lá
á að kaupa hús fyrir skrifstofu
forseta íslands. Nóg er húsrýmið
í eigu ríkisins í Reykjavík.
Hverjum er verið að bjarga með
kaupunum á húsinu? - Ég bara
spyr.
Lesendasíða DV vill taka fram
að í frétt í DV síðar sama dag
kemur fram að Sóleyjargata 1
var keypt af fyrrv. forstjóra
Skandia á íslandi.
ísland - Danmörk
- afkoma og verðlag
Þórunn Frans skrifar:
Vegna umræðna á íslandi um
afkomu og ástand fólks á íslandi
og í Danmörku sendi ég hér með
afrit af kassakvittun frá verslun
í Danmörku (sýnir verð út úr
búð á: 6 kjúklingum, keyptum
27. mars sl. á dkr. 99.00 eða ísl.
krónur 1.128.60). Skora ég á DV
að kanna og leiðrétta íslensk yf-
irvöld sem halda því fram að lít-
ill mismunur sé á matarverði á
íslandi og í Danmörku. Mjög
auðvelt er að sýna viðlíka mis-
mun á öðrum vörum með kassa-
kvittunum. Það á ekki að
blekkja okkur vísvitandi.
Góður útvarps-
þáttur
Þorgrímur skrifar:
Mig langar til að hrósa þeim
Snorra Má Skúlasyni og Skúla
Helgasyni fyrir sérlega skemmti-
legan og áhugaverðan útvarps-
þátt - Þjóðbrautina - sem ómar
alla virka daga á Bylgjunni kl.
16-18. Þátturinn ber af öðrum
sambærilegum þáttum að mínu
mati. Þeir Snorri Már og Skúli
brydda ætíð upp á mjög áhuga-
verðu efni, taka púslinn á þjóð-
inni, eru góðir spyrlar (sem er
forsenda þess að viðtöl séu
áhugaverð) og gæta þess að
hvert efni sé ekki of langt og
höfði til breiðs aldurshóps. Síð-
ast en ekki síst spila þeir frábær
lög. Metnaður og fagmennska í
fyrirrúmi.
Heillaóskir til for-
seta
Svava Sigríður Kristjánsdóttir
skrifar:
Aðeins nokkrar línur til ný-
kjörins forseta og fjölskyldu
hans. Ég fagna úrslitum og veit
að Ólafur Ragnar Grímsson og
frú eiga eftir að láta gott af sér
leiða. Þau eru glæsileg hjón og
sóma sér vel hvar sem er í heim-
inum. Ég þekkti foreldra Ólafs,
Svanhildi Ólafsdóttur og Grím
Kristgeirsson, fyrirmyndarhjón
og gott fólk. Þau voru hrókur
alls fagnaðar. Ég veit að Ólafur
Ragnar Grímsson er drengur
góður. Ég man eftir honum sem
ungum pilti á ísafirði og kom oft
á heimili hans, aö Túngötu 3. Ég
óska Ólafi og frú, bömum þeirra
og heimili alls góös í framtíðinni
og heillarikrar og bjartrar fram-
tíðar.
Betri forseta-
gæslu
Maddý hringdi:
Sé það rétt sem fram hefur
komið - og er óþarfi að bera
brigður á heimild rannsóknar-
lögreglunnar um að hótanir hafi
komiö fram í garð eins forseta-
frambjóðandans - þá er ekki um
annað að gera en að efla forseta-
gæslu verulega. Og það strax.