Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1996, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1996, Síða 13
FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1996 13 Reykjavíkurborg haml- ar öryggi skólabarna „í skólabílnum þarf ekki aö nota belti enda eru alis engin öryggisbelti til staöar í slíkum bílum,“ segir m.a. í grein Guömundar.£ Rannsóknir hafa sýnt svo að ekki veröur um villst að á undan- förnum misserum hefur verulega dregið úr bilbelta- notkun hérlendis og er þar einkum kennt um að lög- regluyfirvöld hafi ekki beitt sektará- kvæðum við þess- um umferðarlaga- brotum í viðlíka mæli og við öðr- um brotum í um- ferðinni. Þá virð- ist vilji yfirvalda til þess að tryggja öryggi vegfarenda með bílbeltanotk- un vera lítill. Það er og þekkt að ríkisvaldið og sveitarfélög hafa ávallt dregið lappirnar í öllu því sem viðkemur forvarnarmálum enda árangurinn vandséður á ársuppgjörum eða milliuppgjör- um viðkomandi stofnana. Póli- tískt kjörnir fulltrúar eru yfir- leitt lítt gefnir fyrir stefnumörk- un til framtíðar. Verst er þó þeg- ar slíkt ráðslag og skammsýni bitnar á börnunum sem ekki eiga neina völ á því að verjast fyrir- hyggjuleysinu. Öryggisbeltum í skólabílum hafnað Það eru margir foreldrar sem hafa brýnt fyrir börnum sínum að notk- un bílbelta sé nauðsyn- leg og sem betur fer er mikill hópur bama sem ekki tekur í mál að setj- ast upp í bíl nema með beltin spennt. Það er ekki fyrr en þessi böm eru komin í skóla og far- in að nota skólabíla sem þau sjá að allt það sem foreldramir höfðu kennt þeim var bara rangt. í skólabílnum þarf ekki að nota belti enda eru alls engin belti til staðar í slikum bílnum. Það má því segja að yfírvöld séu fjandsamleg bílbeltanotkun í land- inu. Það sýnir best þá hörðu pen- ingahyggju sem einkennir núver- andi stjórnendur Reykjavíkur- borgar að borgaryflrvöld skuli láta það stranda á þremur milljón- um króna, í tug- milljóna króna samningum, hvort bílbelti verði í öllum skólabílum í höf- uðborginni eða ekki einum ein- asta þeirra. Stefnulausir straumar Það er ekki að sjá að þar fari öfl er kenni sig við félagshyggju eða skilgreini sig sem fjölskylduvæn. Það hlýtur augljóslega að vera þeirra harða og kalda sjónarmið að þær fjölskyldur sem vilja hafa bömin sin í bílbeltum geti annað- hvort ekið börnunum sínum sjálf í skólann eða sent þau með leigubíl- um. Það er þvi undarlegt að lesa hér í DV kjallaragrein eftir Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borg- arstjóra þar sem hún talar um nýja strauma í Reykjavík R-list- ans. Strauma sem gert hafi Reykjavík að barnvænni borg. Það er íhugunarefni hvort hin hægfara frjálshyggja Sjálfstæðisflokksins, sem R-listinn gagnrýndi svo mjög fyrir síðustu borgarstjórnarkosn- ingar, sé ekki til mikilla muna mýkri og fjölskylduvænni en villu- ráfandi hentistefna félagshyggju- aflanna sem nú ráða borginni. Guðmundur Sigurðsson Kjallarinn Guömundur Sigurðsson bifreiöarstjóri „Það sýnir best þá hörðu peninga- hyggju sem einkennir núverandi stjórnendur Reykjavíkurborgar að borgaryfírvöld skuii láta það stranda á þremum milljónum króna.. Hvalveiðiskoðanir til sölu Til umhugsunar fyrir þá sem halda að skoðanir séu ekki til sölu á Vesturlöndum: Vel má vera að einhvem tíma komi að því að slátrarar heimsins vinni tímabundinn sigur og aftur hefjist hvalveiðar við ísland um lengri eða skemmri tíma og eða annars staðar hjá barbörum heimsins í þessari blóðugu veröld sem við lifum í. Á því era þó sem betur fer frekar litlar líkur á með- an vestræn menning er komin jafn langt frá veiði- og slátraraeðli frummannsins og raun ber vitni. Því það er fyrst og fremst almenn- ingur á Vesturlöndum sem þrýst hefur stjórnvöldum Vesturlanda til andstööu við hvalveiðar í heim- inum. Það era ekki klárir atvinnu- gróðamenn i forystu hvalavinafé- laga heimsins sem hafa eða hefðu megnað að stjóma ríkisstjórnum jafn mikið og raun.hefur orðið á (eins og hinn hugumprúði og hlut- lausi „kvikmyndagerðarmaður" Magnús Guðmundsson kallar okk- ur hvalavini heimsins gjarnan). Mannúöarfélagið Sjávar- nytjar En það er annað sem er meira umhugsunarvert í hinni nýju um- ræðu í hvalamálinu hér í dag en nokkum tíma hvalveiðarnar sjálf- ar. Árið 1976 mældust um 80% þjóðarinnar gegn hvalveiðum hér á landi. Nú, eftir 20 ár og u.þ.b. 50-100 milljónir í „heimildavinnu Magnúsar Guð- mundssonar" - (sem eru að sjálf- sögðu langflestar komnar frá Hval hf., LfÚ og fleiri slíkum góðgerða- félögum lands- ins), ásamt þeim milljónum sem hlutlausa mannúðarfélagið Sjávar- nytjar hefur skrapað saman af ótrúlega litlum auraráðum og eytt í „markaðassetningu" hvalveiði- skoðana sinna og auglýsingar um þær, þá er svo komið að í dag mæl- ast nærri 95% þjóðarinnar hlynnt hvalveiðum hér á landi. En félagsskapurinn Sjávarnytj- ar var, sem kunnugt er, nýverið stofnaður af hvalveiðimönnum landsins og vinum þeirra, gagngert og grímulaust til þess eins að auka vinsæld- ir við hvalveiðar hér á landi með pening- um, auglýsingum og annarri „markaðs- setningu" skoðana til almennings, eins og það heitir á „PR“- máli þeirra hjá aug- lýsingaskrifstofum heimsins (á almanna- tengsla- og markaðs- setningarmáli fræð- inganna). Enda hafa þeir fjármunir sem veiðiþjóðin hefur fjárfest í Magnúsi Guðmundssyni, í Sjávamytjiun og öðr- um ódýram og ókeyp- is ferðalögum á erlendar grundir undir fréttamenn ríkisfjölmiðl- anna og annarra fréttamiðla landsins borið ríkulegan ávöxt. Ömurlegasta dæmiö Eitt frægasta og hallærislegasta en jafnframt eitt ömurlegasta dæmið um markaðssetningu ómerkilegs máls á almenning í veröldinni nýverið var þegar al- þjóðarisafyrirtækið Pepsi og Co. skipti um lit á flöskum sínum og eyddi meira en þremur milljörð- um króna í að gera nýja bláa lit- inn á flöskunum sínum „vistvæn- an“ I huga almenn- ings, með tilheyrandi Concordeþotuflugi í pepsilitum um heims- ins höf og álfur og blaðamannafundum hér og þar um borð i þeim - o.s.frv. o.s.frv. Því er spurt í fram- haldi af þessu: En er nokkur í vafa hér á landi hvernig skoð- anamyndun fer fram? Þeim hinum sama væri þó hollt að fara í eins og einn eða tvo fyrirlestra hjá Stjórn- unarfélaginu og lieyra hvernig „fag- menn“ og fagkennar- ar kenna þessi fræði, þ.e. hvernig stjórna eigi skoðanamyndun markaðarins. Og þrátt fyrir að fyrrnefndur Magnús Guðmundsson sé marg- dæmdur maður í erlendum dóm- sölum fyrir rangfærslur og ósann- indi í „heimildamyndum" sínum um náttúruverndarsamtök heims- ins og aðferðir þeirra koma slíkar staðreyndir yfirleitt ekkert við al- menningsálitið hér eða annars staðar. En aðferðirnar og árangur- inn hljóta samt að vekja fleiri spumingar í huga hugsandi fólks en sú staðreynd hvort hvalveiðar hefjist aftur hér við land eða ekki. Magnús H. Skarphéðinsson „Þvi et það fyrst og fremst al- menningur á Vesturlöndum sem þrýst hefur stjórnvöldum Vestur- landa til andstöðu við hvalveiðar í heiminum.“ Kjallarinn Magnús Skarphéðinsson, í Hvalavinafélagi íslands. Með og á móti Á ísland að ganga í kon- ungssamband við Dani? Jóakim á Bessastaði , Ég álít að það haíi verið mikil mistök árið 1944 þegar íslendingar fengu sjálf- stæði. íslend- ingar geta nefnilega vel verið sjálfstæð- ir þó svo að þeir séu undir stjórn danska kóngsins og væru í raun mun betur settir í dag ef svo væri ennþá. Það hefur til dæmis sýnt sig í gegnum tíðina að íslendingar kunna ekki að markaðssetja sig. Við værum heimsfræg fyrir auðlindir okkar ef Danirnir hefðu fengið að hjálpa okkur með markaðssetn- inguna. Bara það að hafa mynd af dönsku krúnunni á vörunni hefði gert gæfumuninn. Hvað varðar einokunarverslunina svo- kölluöu þá held ég nú að hún sé seinni tíma tilbúningur íslend- inga. Það ætti heldur ekki að vera svo flókið að koma á kon- ungssambandi við Dani. Hún Margrét Þórhildur myndi bara taka þetta verk að sér í hjáverk- um. Það myndi svo ekki skaða að hafa hann Jóakim litla á Bessa- stöðum, hann er yndislegur drengur. Honum þykir líka svo gaman að keyra dráttarvél og á Bessastöðum fengi hann tæki- færi til að sinna því áhugamáli sínu. Jokki er nefnilega bóndi. íslendingar ættu líka að fara að líta Dani öðram augum. Við eig- um að taka þeim eins og þeir taka okkur af því að það eru for- réttindi að vera íslendingur í Danmörku." Berþóra Árnadóttir, meðlimur Skjöld- unga. Þórlaug Ágústs- dóttir, formaöur fó- lags stjórnmála- fræöinoma. Hræðileg til- hugsun „Islendingar gætu aldrei sætt sig við að vera undir stjóm Dana aftur. Við höf- um slæma reynslu af því og höfum þar að auki kynnst þessu sæta sjálfstæði okk- ar og myndum aldrei viija kasta þvl á glæ. Þrátt fyrir það að menning okkar Norðurlandabúa sé lík þá þýðir það ekki endilega aö við séum best komin í konungssambandi. Við höfúm mjög gott Norður- landasamstarf núna sem gefur þjóðunum einstakt tækifæri til að vinna saman sem heild en hver þjóð heldur sínum sérein- kennum og sjálfstæði. Undir stjórn Dana gætum við átt það á hættu að missa úr landinu þjóð- argersemar og sögu okkar. Við viljum ekki vera upp á einhverja aðra komin og neydd til að skila handritum og menningarverð- mætum. Það skiptir okkur rosa- lega miklu máli hver er höfuð þjóðarinnar og því viljum við geta ráðið sjálf. Þótt Margrét Þór- hildur sé svakalega „elegant" dama þá er ekki endilega vist að börnin hennar verði góðir full- trúar okkar. Svona konungssam- band myndi breyta algjörlega ímynd okkar. Við myndum fá her. íslendingar eru friðelskandi og við viljum einfaldlega ekki neinn her. Við eigum erfitt með að sætta okkur við bandaríska herinn og ég get ekki ímyndað mér hvemig við tækjum því ef herskylda yrði hér. Mér finnst þetta að öllu leyti hræðileg til- hugsum." -ilk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.