Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1996 Útlönd Sprengjur finnast í Lundúnaborg: Reynt að bjarga frið- arferlinu á N-írlandi Stjórnmálamenn munu í dag reyna að bjarga rústunum af friðar- ferlinu á Norður-írlandi. Stjórnir Bretlands og írlands halda neyðar- fund þar sem reynt verður að bjarga sáttaviðræðunum sem eiga að hef]- ast aftur í Stormont-kastala í dag. Reiði írskra þjóðernissinna vegna þeirrar ákvörðunar lögreglu að leyfa mótmælendum að ganga um hverfi kaþólikka kom fram í nokk- urra daga óeirðum í Belfast, Londonderry og fleiri bæjum um allt Norður-Irland og náði hámarki með sprengju sem öfgafullir kaþ- ólikkar komu fyrir á hóteli í bæn- um Enniskillen. Ásakanir bárust á víxl og ekki síst á milli bresku og írsku stjórnanna. „Við verðum að byrja aftur á því að byggja upp friðarvilja," sagði írski forsætisráðherrann John Bruton sem vakti reiöi breskra stjórnvalda með því að gagnrýna þá ákvörðum lögreglu að hefta ekki för göngumanna. „Ummæli hans voru ekki til bóta en það er nú allt að baki,“ sagði John Major, forsætisráðherra Bret- lands, í viðtali og neitaði um leið að stjóm hans hefði haft áhrif á ákvörðun lögreglunnar. Major sagði báða aðila eiga sök á ofbeldinu og slík framkoma yrði ekki þoluð. Dermot McShane, þrjátíu og fimm ára gamall fyrrum meðlimur í INLA, klofningshópi úr IRA, var jarðsettur i Londonderry í gær. McShane er fyrsti maðurinn sem lætur lífið í þessari nýjustu óeirða- öldu á Norður- írlandi en hann lenti fyrir herbíl á laugardaginn var. í gær tókst bresku lögreglunni að koma í veg fyrir yfirvofandi spreng- utilræði írska lýðveldishersins þeg- ar hún réðst með táragasi til inn- göngu í hús í suðurhluta Lundúna- borgar. Þar fann lögreglan sprengju- gerðarefni sem nægt hefðu í þrjátíu og sex sprengjur. Sjö menn voru handteknir og er þetta í annað skiptið sem lögreglan finnur mikið magn sprengiefnis í húsi í Lundúna- borg síðan IRA rauf vopnahléð í febrúar síðastliðnum. Reuter Sambýliskona Dermots McShane, sem lét lífiö í óeiröunum á N-írlandi, sést hér viö jaröarför hans í gær. Jeltsín vakti furðu þegar hann aflýsti fundi með A1 Gore: Spurningar um heilsufar og drykkju verða áleitnari Furðulegt uppátæki Borisar Jeltsíns, þegar hann sagðist vera farinn í fri og frestaði fyrirhuguð- um fundi með A1 Gore, varaforseta Bandaríkjanna, í gær hefur á ný vakið upp spurningar um heilsu for- setans og drykkju. Uppátæki Jeltsíns kom Gore í bobba og í það hlutverk sem hann hefði helst viljað vera án: aö svara spumingum um heilsufar Rússlandsforseta. Bandarískir embættismenn reyndu að gera lítið úr aíboðun fundarins með Gore og þó ákveðið hefði verið að Jeltsín mundi þrátt fyrir allt hitta Gore um hádegi í dag héldu vangaveltur um heilsufar hans áfram. Jeltsín hefur tvisvar fengið hjartaáfall síðastliðið ár og þriggja vikna hvarf hans þremur dögum fyrir kosningarnar 16. júni hefur komið flestum einkennilega fyrir sjónir. Vakti þetta spurningar um heilsu hans og meinta ofdrykkju og ekki minnkuðu vangavelturnar þeg- ar hann tilkynnti skyndilega að hann mundi taka hálfsmánaðarfrí í þann mund sem hann átti að hitta Gore. Bill Clinton Bandarikjaforseti sagði í gær að hann hefði enga ástæðu til að ætla annað en Jeltsín væri við góða heilsu, hann væri ekki haldinn alvarlegum sjúkdómi. Sagðist hann fullviss um að nýend- urkjörinn forseti mundi sitja kjör- tímabilið á enda. Clinton sagðist hafa talað viö Jeltsín i síma fyrir nokkrum dögum og hefði Jeltsín þá lýst yfir ánægju sinni með að Gore kæmi í heimsókn til Moskvu. Sagði Clinton að þörf Jeltsíns fyrir frí væri ekki skrýtin í ljósi erfiðrar kosningabaráttu. Hefðu talsmenn Jeltsins einmitt sagt að hann væri örþreyttur og þyrfti á fríi að halda. Gore ætlar að nota fundinn með Jeltsín í dag til að ræða átökin í Tsjetsjeníu. Hann segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar en veik von væri til að vopnahléi yrði komið á aftur og rússneskar her- sveitir hyrfu frá svæðinu. Reuter Viktor Tsjernomirdín, forsætisráöherra Rússlands, skálar hér viö Al Gore, varaforseta Bandaríkjanna, og eiginkonu hans, Tipper Gore, viö málsverö í Moskvu í gær. Jeltsín haföi þá komið Gore í vandræöi með því aö aflýsa fundi með honum fyrr um daginn. Símamynd Reuter Clinton óhress meö afstöðu til Kúbu Bill Clinton Bandaríkjaforseti sakar bandamenn sína í Evrópu um að hundsa beiöni um að ein- angra Kúbu en hann íhugar nú hvort hann eigi að láta sérstök lög gegn Kúbu koma til fram- kvæmda. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja ákváðu á fundi sínum í Brussel í gær að grípa til gagnaðgerða gegn stjómvöldum í Washington falli Clinton ekki frá umdeildum at- riðum í Helms-Burton lögunum. Búist er við ákvöröun Clintons í dag. í Washington þóttust menn sjá merki þess að Clinton vildi forð- ast að styggja bandamenn sína í Evrópu en A1 Gore varaforseti sagöi í Moskvu að Bandarikja- stjóm væri staðráðin í aö beita áframhaldandi þrýstingi á Kúbu og koma stjóm Castros frá völd- um. í Hvíta húsinu sagði tals- maður forsetans að Evrópumenn hefðu tekið skcikkan pól í hæðina með því að kvarta yfir lögunum í stað þess að koma meö tillögur að einangrun Kúbu. Biliö milli rikra og fátækra breikkar Hinir ríku verða rikari og hin- ir fátæku fátækari. Um 1,6 millj- arður manna er lakar staddur en hann var fyrir 10 árum. Svo seg- ir í nýrri skýrslu frá þróunar- verkefni Sameinuðu þjóðanna. En hinir riku hafa það enn betra. 358 milljarðamæringar heimsins eiga meiri eignir en nemur sameinuðum tekjum þeirra landa þar sem 45 prósent jaröarbúa eiga heima. Talsmaður SÞ segir heiminn skiptast í tvo efnahagslega póla og sama sé upp á tengingum inn- an einstakra ríkja. Ef fram held- ur sem horfir veröi bilið milli ríkra og fátækra ekki lengur óréttlátt heldur ómannlegt. Þrátt fyrir gríðarlegan hagvöxt í 15 ríkjum síðastliðna þrjá ára- tugi hefur 1,6 milljarður manna í 89 ríkjum það verra en fyrir 10 árum. Munurinn milli ríkra og fátækra er mestur í þróunarríkj- um en minni hjá iönvæddum ríkjum. Reuter Stuttar fréttir e»v Jarðskálfti í Mexíkó Kraftmikill jarðskjálfti skók suðurhluta Mexíkó í gær. Engan sakaði en titringurinn fannst í höfuðborginni og margir fylltust skelfingu enda eru Mexíkóbúar vanir hörmulegum jarðskjálft- um. Seinasti stóri skjálfti í land- inu drap 23 manneskjur í októ- ber sl. Clinton í Tvær nýjar skoðanakann- anir sýna að Bill Clinton hefur nú um 20 til 24 pró- sentustiga forskot á Bob Dole í kapp- hlaupinu að Hvíta húsinu. Réttarhaldi frestað Réttarhaldi yfir fjörutíu og átta tyrkneskum lögreglumönn- um, sem ákærðir hafa verið í tengslum við morö á blaðamanni sem var i haldi lögi-eglu, var frestað í gær. Ekki er vitað hvenær réttarhaldið fer fram. Vélhjólamaður skotinn Danskur meölimur mótor- hjólagengisins Bandidos var skotinn til bana nálægt Drammen í Noregi í gærkvöldi. Maöurinn var skotinn mörgum sinnum í hausinn í yfirgefnu klúbbhúsi og hann lést skömmu síðar á sjúkrahúsi í Osló. Ekki er vitað hver framdi ódæðið. Juppe ekki svartsýnn Alain Juppe, for- sætisráð- herra Frakk- lands, segir að ríkisstjórn hans sé hvorki svar- stýn né óvirk í lausn vandamála. Yfirlýsing hans kemur í kjölfar hvatningar frá Jaqcues Chirac um að koma hjólum atvinnulífsins á skrið. Jarðskjálfti í Rússlandi Jarðskjálfti, sem mældist 7,3 á Richtersskala, skók Kamchat- kaskaga í Rússlandi í morgun. Matareitrun I Japan Meira en ljögur þúsund skóla- börn eru nú orðin veik vegna matareitrunar í Osaka í Japan. Talið er að skólamálsverðir hafi valdið faraldrinum sem ekki hefur náðst að halda í skefium Fundu marijúana Lögreglan í Mexíkó gerði fimm tonn af marijúana upptæk og handtók 41 grunaðan um fikniefnasmygl. Internetsjónvarp MSNBC heitir ný kapalsjón- varpsstöð þar sem sjónvarps- stöðin NBC og tölvuris- inn Microsoft leggja saman krafta sína. Munu notendur Intemets- ins geta horft á stöðina í tölvum sínum. Vill friðarviðræður Leiðtogi útlagastjómar Kúrda á Ítalíu hefur boðið stjórnvöld- um í Tyrklandi til friðarvið- ræðna. Verðlaunum lofað Yfirvöld i Moskvu hafa lofað 67 milljónum tfi handa þeim sem getur leitt til handtöku þeirra sem stóðu að tveimur sprengjutilræðum í borginni fyrir helgi. Tróðust undir Um 60 manns tróðust undir eða köfnuðu í miklum troðningi sem varö á trúarhátíð hindúa á Indlandi. Reuter góðum gír

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.