Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1996 11 Fréttir Risatónleikar í Werchter í Belgíu: Björk vakti meiri hrifn- ingu en Bowie og Pulp Björk Guðmundsdóttir sló held- ur betur i gegn á risatónleikum sem haldnir voru í Werchter í Belgíu um síðustu helgi. Tugþús- undir manna sóttu tónleikana sem voru óvenju stórir þar sem það var verið að fagna þvi að tveir áratug- ir eru liðnir siðan þessir tónleikar voru fyrst haldnir. Þrjátíu hljóm- sveitir komu fram og meðal þeirra voru flytjendur eins og David Bowie, Pulp, Alanis Morrissette, Red Hot Chilli Peppers og Rage Against the Machine íslenski fáninn á lofti „Þetta var alveg meiri háttar flott hjá Björk, hún skaraði fram úr á þessum tónleikum," sagði Marta Birna Baldursdóttir sem sótti tónleikana í Werchter ásamt vinkonu sinni, Sigríði Víðis Jóns- dóttur. Hún segir að það hafi verið mun meiri stemning en hjá David Bowie sem mun hafa vakið næst- mestu hrifninguna á tónleikunum. „Eftir að Björk var búin að spila kom Neil Young fram og þá streymdi mannfjöldinn frá sviðinu enda fólk greinilega búið að sjá það sem það vildi sjá. Við vorum alveg í loftinu eftir að Björk var búin að spila og veifuðum islenska fánanum ákaft,“ sagði Marta að lokum. -JHÞ Björk Guömundsdottir heldur upp- teknum hætti og heillar tónleika- gesti með frábærri sviðsframkomu. Nú síðast heillaði hún gesti á risarokkhátíð í Werchter í Belgíu upp úr skónum. Ný kynslóð af flæöilínum Marel hf. og norska fyrirtækið Hydrotech Gruppen AS hafa undir- ritað samning sem gerir ráð fyrir því að Marel hf. afhendi Hydrotech Grubben AS laxaflæðilínukerfi, ásamt flokkurum og skurðarvél. Samningurinn er að upphæð 95 milljónir króna. Gert er ráð fyrir afhendingu búnaðarins í haust og í lok ársins. Samningurinn er athyglisverður þar sem samkvæmt honum er Mar- el falið að þróa nýja kynslóð af flæðilinum sem verður sérstaklega hönnuð fyrir lax með áherslu á vörumeðhöndlun. Vinnslukerfið gerir einnig sérstaklega ráð fyrir að framleiðslu í sérpakkningar. Marel var valið til þessa verkefnis vegna sterkrar stöðu fyrirtækisins í vinnslukerfum fyrir bolfisk, en nauðsynlegt var að þróa sérstakar linur fyrir lax. Gert er ráð fyrir að hin nýja lína komi til með að hafa umtalsverð áhrif á það hvernig lax verður unninn í Noregi á næstu árum. Samstarfsaðili Marel við þróun laxavinnslukerfisins er Ingólfur Árnason, hönnuður frá Akranesi. Borgarráð um flutning Landmælinga Borgcuráð lýsir undrun sinni á þeirri ákvörðun rikisstjómarinnar að flytja rótgróna rikisstofnun, Landmælingar íslands, frá Reykja- vík til Akraness, án sýnilegs rök- stuðnings. í tilkynningu frá borgarráði kem- ur fram að það telji ráðstöfunina fela í sér röskun á högum tuga starfsmanna og fjölskyldna þeirra. Einnig sé þetta atlaga að atvinnulífl höfuðborgarinnar sem eigi undir högg að sækja um þessar mundir, að mati borgarráðs. Það hvetur rík- isstjórnina til að standa betur að undirbúningi slíkra mála og skoða allar hliðar þess áður en hrapað sé að fljótfærnislegum niðurstöðum. -saa Norræna ráðherranefndin: Samræmd viðhorf varðandi sjálfbæra nýtingu skóga Norrænir ráðherrar landbúnaðar og skógarnýtingar hafa orðið sam- mála um samræmd viðhorf í þá veru að stuðla að sjálfbærri nýtingu skóga á heimsvísu. Sjónarmið þessi verða kynnt á fundi í sérfræðinga- hópi Sameinuðu þjóðanna um skóg- amýtingu síðar i haust. Norður- löndin leggja m.a. áherslu á áætl- anir í hverju landi fyrir sig um nýt- ingu skóga svo og vistvæna um- hirðu náttúrulegra skóga. Ráðherr- ar landbúnaðar og skógarnýtingar hafa hist á Húsavík á íslandi. Norðurlöndin hafa nú á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar orðið sammála um að leggja sameig- inleg norræn sjónarmið fyrir sér- fræðingahópinn um málefni skóga. Ráðherrar telja að mikilvægustu markmiðin skuli vera að stuðla að sjálfbærri nýtingu skóga, að draga úr minnkun skógaauðlinda heims- ins og að varðveita fjölbreytileika náttúrunnar. Samkomulagið skal ná til allra skóga heimsins. 1114 IIS| •J Frá upptökum á kvikmyndinni Benjamín dúfa. Ekki hefur gengið sem skyldi að greiða öllum leikurunum launin sín. DV-mynd GVA Kvikmyndin Benjamín dúfa: Leikarar hafa ekki fengið sín laun að fullu greidd Nú er liðið um það bil eitt rog hálft ár síðan tökum lauk á kvik- myndinni Benjamín dúfa. Ekki hef- ur öllum gengið vel að fá greitt fyr- ir vinnu sína við gerð myndarinn- ar. „Ég átti að fá launin mín greidd, fimmtíu þúsund krónur, fyrsta des- ember 1994, mánuði eftir að tökum á myndinni lauk, og hef gengið eft- ir þessu liggur við í hverri viku síð- an. Alltaf er sagt að greiðslan komi í næstu viku,“ sagði Matthías Matthíasson í samtali við DV. Matthías er 16 ára, einn þeirra sem lék í myndinni Benjamín dúfa. Tökum á myndinni lauk á árinu 1994. Matthías telur að með dráttar- vöxtum sé upphæðin komin upp í 69 þúsund krónur. „Ég hef forvitnast um hvort þeir sem voru í álíka stórum hlutverk- um og ég hafi fengið sínar greiðslur og þeir segjast hafa fengið þær.“ „Ég hringdi í þann sem átti að sjá um greiðslumar um miðjan júní en hafði þá ekki náð í hann í töluverð- an tíma. Ég sagði honum þá að ég færi með þetta í blöðin ef hann borgaði ekki. Þá borgaði hann mér 25 þúsund krónur og sagði að af- gangurinn kæmi í næstu viku en ekkert gerðist. Síðast talaði ég við hann í lok júní og þá lofaði hann að ég fengi það sem eftir var að greiða daginn eftir en það kom ekki,“ sagði Matthías. DV hefur itrekað reynt að ná sambandi við framleiðanda mynd- arinnar, Baldur Hrafnkel Jónsson, síðan sunnudaginn 7. júlí og skilið eftir skilaboð til hans. Þegar í hann náðist, miðvikudaginn 10. júlí, sagði hann að vegna fjárhagsörðug- leika, sem rekja mætti til þess að myndin var dýrari en áætlað var og einnig að aðsóknin hefði ekki verið eins og reiknað var með, hefði ekki enn tekist að greiða öllum sín laun en úr því yrði bætt í þessum mán- uði. Baldur sagðist hafa lofað Matthí- asi að greiða afganginn nú um þetta leyti og það hefði hann gert eftir helgina. DV hafði samband við Matthias eftir samtalið við Baldur. Baldur var þá nýbúinn að hringja í Matth- ías og segja honum að afgangurinn af laununum væri kominn inn á reikning þess síðarnefnda. Greidd- ar voru, samkvæmt upplýsingum frá Matthíasi, 25 þúsund krónur inn á reikninginn miðvikudaginn 10. júli, sama dag og DV talaði við Baldur. Þá hefur Matthías fengið 50 þúsund krónurnar en enga vexti. Svo virðist sem vitneskjan um að DV væri að vinna frétt um málið hafi komið því til leiðar að Matthí- as fékk þessar 25 þúsund krónur. -ÞK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.