Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Síða 36
m
tii miki/s aó
I
\ >
18) (21) (29)
KIN
FRETTASKOTID
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Frjalst,óhað dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ1996
^ hestbaki
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti
unga stúlku sem dottið hafði af hest-
baki á móts við bæinn Kross í Lund-
arreykjardal síðdegis í gær. Sjúkra-
bíll fór á vettvang en ekki þótti þor-
andi að flytja stúlkuna með bíl þar
sem talið var að bakmeiðsl hennar
væru alvarleg. Stúlkan var flutt á
Sjúkrahús Reykjavikur í Fossvogi
en þar fengust ekki upplýsingar um
líðan hennar í morgun. Samkvæmt
upplýsingum DV mun stúlkan ekki
hafa þurft að fara í aðgerð. -sv
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti
stúlkuna þar sem ekki var taliö þor-
andi að flytja hana með sjúkrabíl.
Bakmeiðsl hennar voru álitin það al-
varleg. DV-mynd S
Féll af
Bein í Þing-
vallavatni
Kafari, sem var að kafa í
gjánni Silfra í Þingvallavatni
síðastliðinn sunnudag, fann bein
í vatninu sem talin eru geta ver-
ið mannabein. Að sögn lögregl-
unnar á Selfossi er aðeins um að
ræða hluta úr kjálka og sýndist
mönnum sem búturinn væri það
stór að hann gæti varla verið úr
manni. Tvær til þrjár tennur
voru i kjálkanum og verða bein-
in rannsökuð nánar á næstunni.
-sv
Innbrot í bíla:
Tveir
teknir
Tveir menn á tvítugsaldri voru
handteknir í Árbæjarhverfi á fjórða
tímcmum í nótt eftir að hafa brotist
inn í bíla. Þeir höfðu m.a. haft
hljómflutningstæki upp úr krafsinu
þegar lögreglan stöðvaði þá við iðju
_^sína. Þeir hafa báðir komið við sögu
■ lögreglu áður. -sv
VSÍ segir hækkun dagvistargjalda nema 18 prðsentustigum:
Hærri leikskólagjöld
valda verðbólgu
„Það bendir ekkert til þess að
verðbólga sé á uppleið. Það er hins
vegar athyglisvert hvað það var
sem gerði það að verkum að ein-
hver verðbólga mældist í síðasta
mánuði, en það er sú staðreynd að
Reykjavíkurborg hækkaði dagvist-
argjöld um 18%. Það er áhyggjuefh-
ið,“ segir Þórarinn V. Þórarinsson,
framkvæmdastjóri VSÍ, í samtali
við DV.
Þórarinn segir að verðlag í land-
inu sé stöðugt, ekki síst vegna þess
að mjög virk samkeþpni sé í hinum
samkeppnisháða hluta atvinnulífs-
ins. Hins vegar sé ekki auðvelt að
sjá við því sem stjómmálamenn-
imir em að gera af þessum toga.
Verðbólga er hér 2,5-2,8% sam-
kvæmt vísitölumælingu Hagstof-
umiar, sem er mjög nærri meðal-
verðbólgu í rikjum Evrópusam-
bandsins, en hækkunin á leikskóla-
gjöldunum vegur þar mjög þungt.
Bergur Felixson, framkvæmda-
stjóri Dagvistar barna, segir af og
frá að hækkunin vegi þetta þungt
og hún sé hreint alls ekki 18% held-
ur um þaö bil 7% og hafl Hagstofan
ofáætlað verðlagsáhrif hennar í
visitölunni.
„Það varð breyting á leikskóla-
gjöldum og þeir sem reikna út vísi-
tölur vii-ðast eiga í ei-flðleikum
með að reikna út áhrifin af ná-
kvæmni," segir Bergur og segir að
Hagstofan hafl með þessu móti
hækkað skuldir landsmanna meira
en ástæða var til.
Bergur segir að gjaldskrár Dag-
vistar barna hafi breyst verulega,
bæði til lækkunar og hækkunar.
Hæsta gjaldið hafi lækkað. Það hafi
verið 19.600 lækkaði niður í 18.750.
Þá hafi enn fremur verið tekinn
upp systkinaafsláttur sem hafi
áhrif á heildarpakkann þannig að
meðalhækkunin nemi um 7% sem
fyrr segir.
Þetta er einnig mat Guðmundar
Gylfa Guðmundssonar, hagfræð-
ings ASÍ. Guðmundur Gylfi tekm-
hins vegar fram í samtali við DV að
upplýsingar um hækkanir leik-
skólagjaldaima séu ófullnægjandi
af hálfu Dagvistar bama, þannig að
ekki sé hægt á grundvelli þeirra að
reikna út raunverulega heildar-
hækkun og verðlagsáhrif. Þessar
upplýsingar hafi Hagstofan heldur
ekki haft við útreikning vísitölunn-
ar en hafi að því er virðist engu að
síður ofinetið hækkunina allríflega.
Guðmundur Gylfi segir að sé
mat Dagvistar bama rétt á því að
um sé að ræða 7% hækkun telji
hann ekki ástæðu af hálfu ASÍ til
að gera athugasemd við hana
vegna þess að gjöldin hafi ekkert
hækkað um fjögurra ára skeið þar
til ný gjöld tóku gfrdi árið 1995.
-SÁ
R. TTl i fí
| t 1! _• m " " { Ju p » u|JJ
Undirbúningur er á fullu í Alþingishúsinu vegna innsetningar Ólafs Ragnars
Grímssonar í embætti forseta íslands. í gær var verið að gera stokka til að
fela leiöslur ofan í gólfinu í Alþingishúsinu. Þær hafa legið undir teppinu og
hafa alþingismenn ekki getað gengiö um salinn þegar atkvæðagreiösla
hefur staöið vegna hættu á aö slái út. DV-mynd GVA
Sameiningarmál:
Vilji hjá Þjóðvaka
- segir Össur Skarphéðinsson
„Mér sýnist að það sé mikOl vOji
hjá þingmönnum Þjóðvaka að sam-
einast Alþýðuflokki. Það er einnig
viss áhugi hjá krötum en minni og
með öðram hætti hjá Alþýðubanda-
laginu. En ég fuOyrði að það hefúr
enn ekkert ákveðið gerst í þessum
málum annað en að menn hafa talað
saman,“ sagði Össur Skarphéðins-
son alþingismaður í samtali við DV.
Eins og skýrt var frá í DV fyrir
nokkru átti Jón Baldvin Hannibals-
son óformlegan fund með Ágústi
Einarssyni og Svanfríði Jónasdótt-
ur, þingmönnum Þjóðvaka, í síðasta
mánuði þar sem þessi mál voru
rædd en engar ákvarðanir teknar,
að sögn Svanfríðar. -S.dór
Lögreglumenn í Atlanta á heimleið:
Svikin loforð
Nokkrir íslensku lögreglumann-
anna, sem fóru tO Atlanta í sumar-
fríinu sínu i sjálfboðavinnu á
ólympiuleikunum, hafa gefist upp
á aðbúnaðinum og eru nú á leið
heim, að sögn Hilmars Þorbjörns-
sonar hjá lögreglunni í Reykjavík.
„Þeir telja sig ekki geta verið
þarna af mörgum ástæðum. Fyrst
og fremst var ekki staðið við það
sem talað var um við þá. Þeim var
lofað tólf daga námskeiði í öryggis-
vörslu fyrir leikana. Þess vegna
fóra þeir svona snemma. Nám-
skeiðið var bara í einn og hálfan
dag og síðan voru þeir aðgerða-
lausir. Aðbúnaðurinn er einnig
skelfOegur. Þeir vora settir inn í
skóla í einu versta gettói Atlanta-
borgar. Það bárast fregnir af því
að norskur öryggisvörður hefði
verið stunginn úti á götu og það er
skotið á húsið á nóttunni og jafn-
vel á menn á götunni,“ greinir
Hilmar frá.
Hann segir íslensku lögreglu-
mennina í Atlanta hafa greint frá
því að þeim hafi verið lofað leið-
réttingum en aUt verið svikið.
„Þeir segjast hafa annað við sum-
arfriið sitt að gera en að hanga
yfir þessari vitleysu. Þeir ætluðu
að hafa gagn af þessu.“
Fréttir herma að stór hluti
norsku, áströlsku og svissnesku
lögreglumannanna, sem komu í
sömu erindum og þeir íslensku,
hafi snúið heim.
Um 20 íslenskir lögreglumenn
fóra til löggæslustarfa 2. júlí tO
Atlanta í sjálfboðavinnu við örygg-
isgæslu á ólympiuleikunum. -IBS
"er verpból gA
RÁ BARNASJÚK-
DÓMUR?
L O K I
Veðrið á morgun:
Gola eða
kaldi
Á morgun verður suðvestan-
gola eða kaldi á landinu. Súld
eða rigning öðru hverju sunn-
an- og vestanlands en þurrt og
víða bjart veður norðanlands
og austan. Hiti verður á bOinu
10 til 18 stig, hlýjast á Norður-
og Austurlandi.
Veðrið í dag er á bls. 36
1
533-1000
r/
Ertu búinn að panta?
dagar
til Þjóðhátíöar
FLUGLEIDIR
Innanlandssími 50 - 50 - 200