Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1996, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1996
Fréttir
i>v
Kauplausi vélavöröurinn á Flæmingjagrunni:
Skýlaust brot á kjara-
samningum vélstjóra
- segir Helgi Laxdal, formaöur Vélstjórafélagsins
„Hafl maðurinn verið lögskráður
sem vélavörður innheimtum við
launin hans. Hafi hann verið skráð-
ur í þessa stöðu fær hann laun og
verður að greiða af þeim skatt eins
og annað fólk. Það er enginn skráð-
ur í stöðu á skipi án þess að þiggja
laun fyrir það, það er svo einfalt,“
segir Helgi Laxdai, formaður Vél-
stjórafélags íslands.
DV leitaði í gær álits Helga Lax-
dal og Vélstjórafélagsins á því að
veiðieftirlitsmaður Fiskistofu hefði
verið lögskráður á skip sem fór til
veiða á Flæmska hattinum, en eins
og fram kom í frétt DV í gær gerir
Fiskistofa ekki athugasemdir við
málið þar sem maðurinn þáði ekki
laun en hafði látið til leiðast að
verða skráður sem vélavörður þar
sem mann með hans réttindi vant-
aði á skipið.
„Það liggur alveg ljóst fyrir sam-
kvæmt okkar kjarasamningum að
um leið og búið er að skrá manninn
tekur hann kaup og nýtur kjara
samkvæmt kjarasamningum okkar.
Honum er alfarið óheimilt að semja
um eitthvað sem er rýrara en réttur
hans samkvæmt kjarasamningum,
þannig að hann og útgerðin eru að
brjóta kjarasamninga okkar. Við
munum auðvitað reyna að tryggja
það að kjarasamningar okkar verði
ekki brotnir og menn skráðir á skip
án þess að þiggja laun.“
Helgi var spurður um þátt Fiski-
stofu í málinu, en samkvæmt heim-
ildum DV, sem ekki fengust stað-
festar í gær, þar sem forstjórinn er
í fríi, hafði veiðieftirlitsmaðurinn
samband við Fiskistofu, þegar út-
gerð skipsins fór fram á það við
hann að fá að skrá hann sem véla-
vörð, þar sem mann með slík rétt-
indi vantaði þegar lagt var af stað á
Flæmska hattinn þann 8. maí sl.
Veiðieftirlitsmaðurinn greindi sin-
um yfirmönnum frá beiðni útgerðar
skipsins og samþykktu þeir að hann
yrði skráður á skipið sem vélavörð-
ur að því tilskildu að hann þægi
ekki laun fyrir.
„Mér finnst þetta nú vera alveg út
í hött, ef Fiskistofa er að pína menn
til að taka að sér formlega einhver
störf sem þeir síðan sinna ekki. Ég
verð að segja að mér finnst það gjör-
samlega út í hött að Fiskistofa sé
yfirhöfuð að skipta sér af þessu.“
Helgi segir jafnframt að hann telji
mjög óeðlilegt að maður, sem á að
hafa eftirlit með veiðum skips og
því sem áhafnarmeðlimir þess eru
að gera um borð, þar á meðal hann
sjálfur, sé um leið einn af áhöfn
þess. Helgi sagði enn fremur að mál
sem þetta hlytu að veikja trúverðug-
leika veiðieftirlitsins og ef einn
kæmist upp með svona lagað hlytu
fleiri að koma á eftir.
-SÁ
Skútu hvolfdi:
Byrj-
enda-
mistök
„Það má segja að byrjendamistök
í slæmu veðri hafi valdið því að
skútunni hvolfdi. Það er auðvelt að
hvolfa þessu en þetta er ágætis-
reynsla þegar ekki fer verr en í
kvöld,“ sagði skipstjóri skútu sem
hvolfdi með sex manns innanborðs í
mynni Kópavogshafnar í gærkvöldi.
Engar skemmdar urðu á skút-
unni og segir skipstjórinn að strák-
amir um borð hafi haft gaman af að
blotna pínulítið. „Þeir báðu mig um
þetta og fengu það sem þeir vildu,“
segir Sigríður.
Skútu sömu gerðar hvoldi í fyrra-
sumar i Hafnarijarðarhöfn.
-sv
Hér er veriö aö vinna aö því aö ná skútunni á þurrt í Kópavogshöfn í gærkvöldi. Engar skemmdir uröu á fleyinu og
áhöfninni varö ekki meint af volkinu. DV-mynd S
Fjöldi innbrota og ofbeldisglæpa að undanförnu:
Mikið af hörðum
efnum í umferð
- glæpir koma í bylgjum, segir Karl Steinar Valsson afbrotafræðingur
„Atvinnu- og menntamál skipta
þama gríðarlega miklu máli og við
vitum að ungt fólk er að alast upp
við allt aðrar aðstæður en við gerð-
um og hafa allt aðra möguleika til
þess að komast af. Kvikmyndir hafa
að mínu mati áhrif á hegðun krakk-
anna, sem og breytt fjölmiðlun. Nú
fréttum við um allt sem gerist og ef-
laust fá krakkamir hugmyndir að
einhverri vitleysu í gegnum fjöl-
miðlana,“ segir Karl Steinar Vals-
son, afbrotafræðingur hjá lögregl-
unni í Reykjavík, en DV hafði sam-
band við hann vegna fjölda innbrota
og ofbeldisglæpa að undanfórnu.
Aðspurður hvort glæpum hefði
fjölgað mikið eða þeir á einhvem
hátt breyst vildi Karl Steinar ekki
meina að svo væri. Hann sagðist þó
merkja ýmislegt óæskilegt sem væri
að koma fram.
Aukning amfetamínneyslu
„Við merkjum mikla aukningu í
amfetamínneyslu og fangar segja
mér að þeir keyri sig áfram á amfet-
amíni á meðan þeir séu úti. Það er
orðið miklu meira af harðari efniun
í umferð og við sjáum sífellt meira
af LSD á markaðnum. Það eru allt
annað en en ánægjuleg tíðindi því
efnið er oftar en ekki undanfari
heróíns. Það hefur þó sem betur fer
ekki enn fundist hér á landi," segir
Karl Steinar.
Karl segir ákveðna glæpi koma í
bylgjum. Einn mánuðinn sjáist gíf-
urlega mikið af ránum en síðan
detti þau kannski niður um hríð.
Þetta sé vel þekkt fyrirbæri erlend-
is og með betri skráningu megi sjá
þetta hér líka.
Brotalöm í meöhöndlun
Karl segir dómskerfið sinna betur
hlutverki sínu nú eftir að styttri
tími líði á milli afbrots og afplánun-
ar og að það séu góð tíðindi. Til-
gangur refsingarinnar missi marks
þegar of langur tími líði eins og ver-
ið hafi til langs tíma.
„Það hefur enn fremur verið brot-
alöm í meðhöndlun á ungum af-
brotamönnum en með bamavernd-
arstofu verða þau mál vonandi í
betri farvegi frá og með haustinu.
Við höfum möguleika á að bæta það
ástand sem hér ríkir en það kostar
það að menn stilli sig saman og
haldi rétt á spilum,“ segir Karl
Steinar Valsson. -sv
Þú getur svarað þessari
spurningu með því að
hringja í síma 9041600.
39,90 kr. mínútan
Já 1 Nel 2
Eiga vinstri flokkarnir
að sameinast?
j rödd
FOLKSINS
904 1600
Norsk/íslenska síldin:
Engin
síld fannst
„Það gerði brælu á okkur þannig
að við komumst ekki eins langt
norður og ég ætlaði mér. Það er
hins vegar staðreynd að á því svæði
sem við fórum yfír fundum við enga
síld innan íslensku lögsögunnar
austur og n-austur af landinu. Sunn-
an við 68. breiddargráðu virðist eng-
in síld vera,“ sagði Hjálmar Vil-
hjálmsson fiskifræðingur í samtali
við DV. Hann er nú á heimleið eftir
þessa leit að norsk/islensku síld-
inni.
Hann segir að í byrjun júní virð-
ist hafa komið ganga inn fyrir
mörkin af síld úr árgangi frá 1992 og
það hafi fyrst og fremst verið hún
sem þeir voru að leita að nú. Hann
segir að nokkuð hafi veiðst úr þess-
ari göngu fram í miðjan júní en síð-
an hafi botninn dottið úr þeim veið-
um. Nú veit enginn hvert síldin hef-
ur farið.
„Segja má að þetta sé nokkuð
svipað og var í fyrra nema hvað
síldin kom dálítið norðar yfir hafið
í vor. Þess vegna stóð hún styttra
við í norðanverðri færeysku lögsög-
unni og þar noröur af. Gangan virð-
ist hafa komið inn fyrir hjá okkur á
leiðinni norður en það stóð mjög
stutt, alveg eins og í fyrra,“ sagði
Hjálmar Vilhjálmsson. -S.dór
Keflavík:
Stakkaf
Ökumaður í Keflavík ók
glæfralega inn á Hafnargötuna
af Aðalstöðvarplaninu í gær-
kvöldi með þeim afleiðingum að
bíll haiis hafhaði utan í ljósa-
staur. Ökumaðurinn ók á braut
af vettvangi. -sv
Stuttar fréttir
Hefði átt að hætta
strax
Formaður Prestafélagsins seg-
ir að biskup íslands hefði átt að
hætta störfum strax og kirkju-
málaráðherra ekki hlutlausan í
máli biskups. Sjónvarpið sagði
frá.
Vinna ekki störfin
Kennarasambandið hvetur til
þess að ákveðin störf í skólum
verði ekki unnin nema gengið
verði frá samningum. Útvarpið
greindi frá.
Skipulagsleysi og klúð-
ur
Formaður samninganefndar
lækna telur það stafa af skipu-
lagsleysi og klúöri hjá heilbrigð-
isyfirvöldum að læknar geti haft
milljón í tekjur á mánuði, að
sögn RÚV.
Borgin með sérskóla
Borgarráö tekur við rekstri
sérskóla í haust. Eftir er að
ganga frá framtíðarskipan sér-
skóla, skv. RÚV.
Engar skipaferðir
Islensk skip hafa ekki orðið
vör við skipaferðir við Jan
Mayen en Norðmenn segjast
hafa veitt 40.000 tonn af loðnu
þar. RÚV greindi frá.
Tólf kálfar á sýningu
Tólf íslenskir kálfar verða á
sýningu í járnaldargarði á Jót-
landi, að sögn Mogga. íslenski
kúastofninn er líkari því sem
var á járnöld en danskir gripir.
Engin óþægindi
240 íslendingar eru á baö-
ströndum í Malaga þar sem
fimm sprengjur hafa sprungið.
Þeir hafa ekki orðið fyrir óþæg-
indum, að sögn Stöðvar 2.
-GHS