Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1996, Blaðsíða 32
!í Vlnnlngstölur miðvlkudaginn 17.7/96 9 X13X18 Vlnnlngar I. 6 af 6 2. 5 ofí' 36X45X48 STTaft 4.4af6 7 X32X39 \ 5. 3 afi^ -fftQ Fjöldl vlnnlnga Vinningsupphxd 48.400.000 1.846.4501 235.9101 1.84Q 230l Heildarvinninj 51.011.! Á Islcnói 2.611.820 Vinningstölurí^) (^3) (ÍÍ) (23) 17.7/96 WW (24) (29) (30) KIH FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krönur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. B550 5555 Vegagerðin gaf Vestfirðingum dekk í tilraunaskyni: Stöndum ekki í tilraun sem valdið getur manntjóni - segir bílstjóri eftir útafakstur tveggja flutningabíla „Ég þori ekki að fullyrða neitt en var á móti þessari tilraun frá þeirri stundu sem við vorum beðnir um þetta. Mín tilfinning er sú að það sé ekki skynsamlegt hafa svona lítið loft í framdekkj- um fulllestaðra bíla,“ segir Ár- mann Leifsson, hjá Ármanni Leifssyni, Vöruflutningum hf., um þá tilraun Vegagerðarinnar að láta vestfirska bílstjóra hafa dekk gegn því að hleypa verulega úr þeim loftinu. Með nokkurra daga millibili hefur hvellsprungið á framdekki tveggja flutningabíla, öðrum hjá ísafjarðarleið en hinum hjá Ár- manni. Bill ísafjarðarleiðar fór út af veginum í Hestfirði og út í sjó en bíll Ármanns valt á móts við bæinn Kirkjuból. Töluvert tjón hlaust af. „Ég hef fullan hug á því að kanna hvort ekki er ástæða til þess að bakka út úr þessu sam- starfi og hafa eðlilegan þrýsting í dekkjunum. Við getum ekki staðið í því að vera að gera hluti sem geta valdið manntjóni. Reyndar tel ég okkur þegar vera komna út úr þessu samstarfi því við erum bún- ir að eyðileggja svo mikið af dekkjum með þessu að við höfum stórtapað á þessu,“ segir Ármann. Ármann segist hafa fengið dekk undir bílana sína að framan og undir tvo að aftan með því skil- yrði að hann minnkaði þrýsting- inn í öllum dekkjum bila og vagna niður í 90 pund. Hann segist vilja kanna hvað dekkjaframleiðendur segi við þessu því ekki sé mælt með því að haft sé minni þrýsting í dekkjunum en 110 til 120 pund. Jóhann Guðjónsson, hjá ísa- fjarðarleið, sagðist ekki sjá annað en þar á bæ myndu menn bæta, a.m.k. einhveiju, í dekkin. Það væri erfitt að sanna nokkuð um ástæður þess að sprungið hafi á bílunum en hér væru ástæðumar eiginlega of augljósar til þess að horfa fram hjá þeim. Lokun Grensásdeildar: Sé ekki sparnaðinn - segir ráðherra Stjóm Sjúkrahúss Reykjavíkur mun koma saman til fundar á morg- un, föstudag, en á fundinum verður rætt hvemig frekar megi spara í rekstri. Yfir 200 milljónir króna vantar upp á að endar nái saman. Starfsfólki endurhæfingardeildar- innar, Grensásdeildar, hefur verið tilkynnt að það megi eiga von á breytingum í rekstri deildarinnar og að starfsemi hennar verði jafnvel flutt inn í aðalbyggingu Sjúkrahúss Reykjavíkur. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra sagði í morgun að hún þekkti fjárhagsvanda Sjúkrahúss Reykjavíkur en í fljótu bragði sæi hún ekki fyrir sér að spamaður næðist fram með því að flytja starf- semi Grensásdeildar, sem er sér- hönnuð endurhæfing, m.a. með sundlaug, inn á sjúkrahúsið. Þvert á móti myndi slíkt hafa i för með sér verulegan kostnað, svo tugum millj- óna skipti. -SÁ Þjófar í Valsheimilinu: Fengu samvisku- bitið of seint „Koflegi minn sá tvo stráka vera að væflast hérna með íþróttatösku, fannst þeir eitthvað sérkennilegir í hátt og fór því að fylgjast með þeim. Þegar þeir svo fóru út tók hann númerið á bílnum, fylgdist með því þegar annar fór upp í bílinn og hinn gekk fyrir homið með töskuna og lét félaga sinn svo taka sig upp í. Hann sá að videotækið var horfið og hringdi í lögregluna," segir hús- vörður í Valsheimilinu. Hann segir að annar strákanna hafi hringt og sagst vera með heift- arlegt samviskubit og lofað að skila tækinu ef ekki yrði kallað á lög- reglu. Það var orðið of seint og lögg- an var fljót að hafa uppi á bíl pilt- anna. Tækið er komið til skila. -sv Flj ótsdalshreppur: Sameiningar- kosning ógild Viðkomandi kjömefnd ogilti með úrskurði í gær kosningu um sam- einingu Fljótsdals-, Valla- og Skrið- dalshrepps sem fram fór samhliða forsetakosningunum í lok júní. Nið- urstaðan var að mestu leyti byggð á því að utankjörfundaratkvæði hafði borist frá kjósanda í Fljótsdals- hreppi sem ekki var á kjörskrá. Sameining var samþykkt í Valla- og Skriðdalshreppi en hafði fallið á jöfnu í Fljótsdalshreppi. -Ótt Nærfataverslunin Misty við Óðinsgötu hefur komið sér upp nýstárlegri útstillingu í verslunarglugga sínum. Lifandi „gína“ sprangar þar um og sýnir það sem verslunin hefur upp á að bjóða. Að sögn eiganda hefur þetta mælst vel fyrir og mun módelið verða í glugganum út vikuna, frá kl. 13 til 18. DV-mynd GVA t Tívolíið: d Stúlka lést t í Top Gun i Stúlka fékk hjartastopp í einu af tækjum tívolísins á Miðbakka í gærkvöldi og var látin þegar komið var með hana í sjúkrahús. Hún hafði farið í tæki sem nefnt er Top Gun og snýst með miklum hraða í með þá sem í því eru. Samkvæmt heimildum DV er líklegt stúlkan hafi verið hjartveik. „Það eru allir slegnir yfir þessu hér en því miður geta svona hlutir gerst á svona stöðum, ekki síst ef fólk er veikt fyrir. Við brýnum fyr- . ir viðkvæmu fólki að það fari ekki í svona hasartæki," sagði JÖrundur Guðmundsson, skipuleggjandi tívolísins, við DV í morgun. -sv Smugan: Skipin á reki og engin veiði „Það er ekkert leyndarmál að það veiðist ekki neitt þama og skipin eru bara á reki. Það virðist vera nóg æti og þolanlegur hiti en vantar bara fiskinn. Það er ómögulegt að segja hvað við reynum lengi en ég held að menn verði að vera þolin- móðir og reyna áfram fram yfir mánaðamótin. Það kemur að því að við náum fiski, ég held að þetta sé bara spurning um tíma. En það seg- ir sig sjálft að þetta er mikið fjár- hagslegt tjón að hafa þessi skip að- gerðalaus á reki í norðurhöfum. Það er engin óskastaða," sagði Gylfi Guðjónsson hjá Skagstrendingi við DV í morgun um stöðuna í Smug- unni. 22 íslensk skip era nú í Smug- unni. -RR Einn á gjörgæslu Þrír piltar slösuðust alvarlega þegar bíll þeirra fór margar veltur út fyrir veg á Eiðavegi i gær. Tveir fóru á sjúkrahús í Reykjavík en sá þriðji á Neskaupstað. Einn er illa marinn á lungum og liggur á gjör- gæsludeild. Hann mun ekki enn úr hættu en ástand hans stöðugt. Hinir tveir munu á batavegi. -sv ER EKKI ÓDÝRARA l=YRIR VEGAGERDINA AÐ HAFA ÞÁ UTAN VEGA? Veðrið á morgun: Rigning um mestailt land Á morgun er búist við sunn- an- og súðvestangolu eða kalda og rigningu um mestallt land. Hiti verður á bilinu 9 til 15 stig. Veðrið í dag er á bls. 36 IRHSIUR \ 'NDIBÍl-ASTÖf 533-1000 7 Ertu búinn að panta? ^15 P dagar til Þjóðhátíðar FLUGLEIDIR Innanlandssími 50 - 50 - 200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.