Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1996, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1996
15
Vojvodína
ivartfjallaland
Kosovo
Makedónía
Glæpurinn
mesti í Bosníu
var striðið
sjálft, og það er
fyrst og fremst
sök Þjóðveija,
ESB og Páfa-
garðs, sem
börðu það í
gegn að Króatía
var fyrirvara-
laust viður-
kennd alþjóð-
lega sem sjáif-
stætt ríki með
alþjóðleg landa-
mæri og rifin
úr samhengi
við Júgóslavíu,
sem var ríkja-
samband Suð-
ur-Slava með
innri landamæri sem aldrei hafa
verið alþjóðleg landamæri.
Framhaldið varð sams konar
ótímabær viðurkenning á Bosníu.
Innan sambandsríkjanna voru
margs konar minnihlutar, aðal-
lega í Bosníu en líka í Króatíu,
sem voru sáttir við að kalla sig
Júgóslava án nánari skilgreining-
ar. Lítils háttar upprifjun er tíma-
bær.
Bosnísk „þjóö“
Kjami málsins er sá að aldrei
hefur neitt verið til sem heitir
bosnísk þjóð. Fyrir stríðið voru
um 48 prósent þeirra tæpu fimm
milljóna sem bjuggu í Bosníu slav-
neskir múslímar, mikill hluti
þeirra búsettur í þéttbýli,
um 35 prósent voru orþódox
Serbar sem bjuggu að miklu
leyti í dreifbýli (og þess
vegna á miklu stærra lands-
svæði) en mismunurinn var
kaþólskir Króatar.
Serbar hafa um aldir litið á
múslíma sem staðgengla
Tyrkja, enda voru íslamskir
Serbar á tíma Tyrkja um-
boðsmenn herraþjóðarinn-
ar, oft stórir landeigendur
(og eru enn) og tollheimtu-
menn Tyrkjasoldáns, sem
gengu miklu harðar fram
en Tyrkir sjálfir gegn
serbneskum leiguliðum.
í seinni heimsstyrjöldinni
gekk hluti múslíma í lið
með leppum nazista í Króa-
tíu og útrýmdi skipulega
yfír hálfri milljón Serba þar og í
Bosníu. Engin striðsglæparéttar-
höld voru haldin eftir strið vegna
þessa. Þetta kom ekki svo mjög að
sök meðan allir
voru þegnar
sameinaðrar
Júgóslavíu og
ekkert þjóðar-
brot drottnaði
yfir öðru.
Skýjaborgir
En 1991 ákváðu
múslímar ein-
hliða að stofna
sjálfstætt ríki í
óþökk og án
samþykkis
meirihlutans sem voru og eru
Serbar og Króatar sem þvemeita
fram í rauðan dauðann að lúta
stjóm múslíma. Þetta er orsök
stríðsins, múslímar geta sjálfum
sér um kennt. Serbar og Króatar
innan Bosníu gerðu uppreisn,
aldrei var gerð innrás frá Serbíu,
eins og fjölmiðlar tönnlast á. Sú
spurning vaknar; hví hafa
múslímar einir rétt til sjálfsá-
kvörðunar á þessu suður- slav-
neska landsvæði en engir aðrir?
Ástæðan er fjótfærnislegar geð-
þóttaákvarðanir sömu manna og
Kjallarinn
Gunnar Eyþórs-
son
blaðamaöur
„Dayton samkomulagiö stöðvaði
stríðið um sinn en það er byggt á
blekkingu. Sú blekking er að
Bosníu megi berja saman aftur í
það sem áður var, rétt eins og
ekkert hafi gerst.“
Miklu veldur sá sem
upphafinu veldur
„Tæpur helmingur Bosníu er serbneskt yfirráðasvæði. Múslímar eiga af-
ganginn undir sívaxandi áhrifum róttækra íslama."
nú heimta stríðsglæparéttarhöld
til að koma sökinni af sjálfum sér.
Dayton samkomulagið stöðvaði
stríðið um sinn en það er byggt á
blekkingu. Sú blekking er að
Bosníu megi berja saman aftur í
það sem áður var, rétt eins og ekk-
ert hafi gerst. Svokallað sam-
bandsríki múslíma og króata er
marklaust því að Bosníukróatar
ráða þegar þriðjungi landsins í
samráði við stjórn Tudjmans í
Króatíu. Tæpur helmingur Bosníu
er serbneskt yfirráðasvæði.
Múslímar eiga afganginn undir sí-
vaxandi áhrifum róttrækra íslama
en með blessun umheimsins. Þetta
er öfugsnúið og úr takt við raun-
veruleikann. Kosningarnar í sept-
ember, ef af verður, munu aöeins
staðfesta skiptinguna sem þegar er
orðin.
Áherslan á stríðsglæpi Bosníu-
serba þjappar almenningi um leið-
toga sína og gerir þá að píslarvott-
um í augum Serba. Réttarhöld sefa
samviskubit umheimsins, að öðru
leyti gera þau illt verra. Sættir eru
útilokaðar. Eina raunhæfa lausn-
in, áður en stríðið blossar upp á
ný, er að viðurkenna rétt Serba til
að fara sína leið. Það verður hvort
sem er niðurstaðan um siðir.
Gunnar Eyþórsson blaðamaður
Adríahaf
Bar við dyrnar
Kvartanir berast stundum úr
fjölbýlishúsum, m.a. undan rösk-
un á heimilisfriði. Slíkt veldur
sjaldan athygli og síst fjölmiðla og
má segja sem betur fer. Eitt mál
hefur þó vakið sérstaka umræðu í
sumar, enda óvenjulegt.
@.mfyr:Tvístigið i fjölmiðlum
í fjölbýlishúsi við Efstaleiti í
Rvk ákvað húsfélagsstjórn að setja
upp bar í stigaganginum, en slíkt
hefúr ekki tíðkast í fjölbýlishús-
um, enda atvinnustarfsemi bönn-
uð í íbúðarhúsnæði. Einn íbúinn
fór að „nöldra“ yfir þægindunum
og kærði hússtjómina.
Form. Húseigendafélagsins tók
að sér vöm fyrir
stjórnina sem
taldi málið í góð-
um höndum, þar
sem form. kall-
ast sérfræðingur
í svona málum
sem höfundur
„Laga um fjö-
leignarhús". Þau
undur gerðust
þó að formaður
tapaði málinu
fyrir . Héraðs-
dómi og hefur
síðan tvístigið i fjölmiðlum og get-
ur ekki ákveðið hvort hann á að
hlæja að dómurunum eða leggjast
út af og skæla yfir meðferðinni á
sér.
Verögildiö haldist?
Eins og fyrmefnd lög bera með
sér hefur höfundur þeirra þá sér-
stöku skoðun að hús-
næði sé ekkert annað
en hlutur sem gengur
kaupum og sölum. í
samræmi við þetta er
ekki meginverk hús-
félagsstjórnar að
sinna málum íbú-
anna, heldur sjá til
þess að „verðgildi
eigna haldist".
Vel má hugsa sér
að barinn auki verð-
gildi eigna í húsinu,
því víst getur fjár-
sterkur kaupandi
mnnið á lyktina sjái
hann auglýst: „Góð
ibúð í fjöleignarhúsi
til sölu, tvennar sval-
ir, mikið útsýni, bar
við dymar.“ En þá er
eins gott að hann flytji ekki inn í
húsið, hvað þá noti barinn, því
það gæti rýrt verðgildi eignanna.
Formaðurinn er reyndar sjálf-
um sér samkvæmur og segir með
réttu að barinn sé ekkert annað en
fáein skilrúm sem
engan trufli. Þetta
vita nú allir sem hafa
komið inn á bar, þar
er ekkert nema skil-
rúm!
Göfugt markmið!
Enn getur þó ræst úr
málinu ef Hæstiréttur
skilur hugsjónir for-
mannsins betur en
Héraðsdómur gerði,
og það sem höfðingj-
arnir hafast að, hinir
ætla sér leyfist það,
eins og máltækið seg-
ir. Víst yrði spamað-
ur að því og þægindi
ef fólk getur drukkið
sig fullt við dymar
heima hjá sér í stað
þess að þvælast um borg og bý.
Því verður ekki annað sagt en
Húseigendafélagið eigi sér göfugt
markmið, hvað sem líður verö-
gildi eigna.
Jón Kjartansson
„Víst yrði sparnaður að því og
þægindi ef fólk getur drukkið sig
fullt við dyrnar heima hjá sér í
stað þess að þvælast um borg og
bý.“
Kjallarinn
Jón Kjartansson
frá Pálmholti, form.
Leigjendasamtakanna
1 Meö Oj á móti t
Orlofslokun fiskvirinslu- stöðva
Arnar Sigurmunds-
son, formaður
Samtaka fisk-
vinnslustöðva.
Tímabundið
vegna sum-
arleyfa
starfsfólks
„Mörg fisk-
vinnslufyrir-
tæki ákváðu
snemma í vor
að loka á með-
an á sumar-
leyfum starfs-
manna stæði.
Algengur tími
er 2-4 vikur
en ástæðurnar
fyrir því að
lokunartíminn
er yfirleitt í lok júli og fram í
ágúst eru að húsin eru orðin
mjög hráefnislítil í lok kvótaárs.
Inn í þetta kemur að fyrirtækin
sem blandast inn í þetta eru rek-
in með umtalsverðum halla. í
sumum tilvikum koma þessar
lokanir inn á alla þessa þrjá
þætti - orlofið, rekstrarörðug-
leika og hráefnisleysið, sem ger-
ir óhagkvæmt að hafa húsin í
gangi. Umræðan núna kemur til
vegna þess að sum fyrirtæki
voru sein að ákveða sig og höfðu
vonast eftir betri rekstrarhorf-
um. í ár er einnig minna um
sumarfólk sem stafar af minni
kvóta og líka má segja að rekst-
urinn sé þungur og ekki keppi-
kefli að auka hann við þessar að-
stæður. Það er enginn að tala
um lokun og í þessu felst engin
aðgerð. Þetta er tímabundin lok-
un vegna sumarleyfa starfs-
fólks.“
Atvinnurek-
endur gera
út á kerfið
„Ég er að
sjálfsögðu alf-
arið á móti
því að at-
vinnurekend-
ur komist upp
með að senda
starfsfólk
heim þegar
þeim sýnist - í
mörgum til-
fellum launa-
laust. Ég segi
hiklaust að
þessir atvinnurekendur gera út á
kerfið. Það eru smugur í kjara-
samningum um að þetta sé heim-
ilt. Þeir geta auk þess nýtt sér að
senda fólk heim á atvinnuleysis-
bætur. Aörar atvinnugreinar
geta þetta ekki. Ég tel að þessum
smugum þurfi að fækka og aðal-
verkeöii næstu samninga verða
að komast fyrir þennan leka því
hann hefur verið notaður óeðli-
lega mikið. Atvinnurekendur
hafa teygt sig lengra en menn
hefðu mátt búast viö. Einnig
verður að gera þær kröfur til
þeirra aðila sem stjórna þessum
fyrirtækjum að þeim sé stjórnað.
Það er óstjórn á þeim fyrirtækj-
um sem eru að loka núna. Stjórn-
ir fyrirtækjanna eiga að leggja á
ráðin í upphafi árs um með
hvaða hætti fyrirtækin skuli rek-
in með hliðsjón af þeim kvóta
sem þau hafa. Þannig geta þau
verið í rekstri allt árið með því
að kaupa Rússafisk inn á mUli og
svo framvegis. Þessi framkoma
hjá atvinnurekendum í garð
starfsfólksins er fyrir neðan allar
hellur. Það þarf engan að undra
að fólk fáist ekki til að vinna í
fiskvinnslu enda hafa sum fyrir-
tækin búið til þennan hráefnis-
skort.“
ursson, formaöur
fiskvinnsludeildar
Verkamannasam-
bandsins.