Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1996, Blaðsíða 26
34 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1996 Afmæli Kolbeinn Þorleifsson Kolbeinn Þorleifsson kirkjusagn- fræöingur, Ljósvailagötu 16, Reykja- vík, er sextugur í dag. Starfsferill Kolbeinn læddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1959, kennaraprófi frá KÍ 1961, guð- fræöiprófi frá HÍ 1967, stundaði bibl- íuskólanám 1962 og nám í kirkju- sögu í Kaupmannahöfn 1971-74. Kolbeinn var kennari við Skóga- skóla undir Eyjafjöllum 1961-62, sóknarprestur og kennari á Eski- firði 1967-71, sérfræðingur hjá Þjóð- skjalasafni íslands 1987-90 og stundakennari við HÍ 1980. Kolbeinn sá um æskulýðsmál í Fríkirkjusöfnuðinum í Reykjavík 1954-60, var sunnudagaskólakenn- ari í KFUM-húsinu við Holtaveg í tíu ár, formaður Norræna félagsins á Eskifirði 1971, félagi í söngsveit- inni Fílharmóníu um árabil og sat í stjórn hennar 1964-67. Kolbeinn hefur samið greinar og ritgerðir og haldið fjölda erinda, hérlendis og erlendis um ýmis kirkjusöguleg rannsóknarefni. Fjölskylda Systkini Kolbeins: Jónína Sigrún, f. 4.10. 1908, fyrrv. iðnverkakona, lengst af i Reykjavík, nú í Hveragerði; Viktoría, f. 10.7. 1910, d. 1973, versl- unarmaður í Reykjavík; Sigurður, f. 15.9. 1911, fyrrv. skipstjóri og fisk- verkandi í Þorlákshöfn, nú búsettur á Stokkseyri; Sigríður, f. 2.1. 1914, bú- sett í Dalasýslu; Guð- mundur, f. 24.8. 1918, d. 1972, fyrrv. stýrimaður í Reykjavík. Foreldrar Kolbeins voru Þorleifur Guð- mundsson, f. 25.3.1882, d. 5.6. 1941, alþm. og útvegsb. i Þor- lákshöfn, síðan fisksölustjóri í Reykjavík, og k.h„ Hannesína Sig- urðardóttir, f. 9.6. 1890, d. 20.9. 1962, húsmóðir. Ætt Þorleifur var bróðir Guðbjargar, langömmu Kjartans Ragnarssonar leikskálds; bróðir Sylvíu, ömmu Ólafs Óskars Amarssonar yfirlækn- is, og bróðir Haralds, foður Leifs skálds og Guðmundar. Þorleifur var sonur Guðmundar, formanns á Stóru-Háeyri ísleifssonar, b. í Suð- ur-Götum Guðmundssonar, b. í Ytri- Skógum Jónssonar, b. á Hryggjum Magnússonar. Móðir Guðmundar i Ytri-Skógum var Sigríður ísleifsdóttir Jónssonar, ættföður Selkotsættarinn- ar, ísleifssonar. Móðir Guðmundar á Stóru-Há- eyri var Ragnhildur Jóns- dóttir, b. í Hlíð í Skaftár- tungu Einarssonar, bróð- ur Rannveigar, langömmu Ragnars í Smára. Jón var einnig bróðir Eiríks, afa Gísla Sveinssonar alþingisfor- seta og Páls yfirkennara, föður Páls, prests á Berg- þórshvoli. Annar bróðir Jóns var Gísli, faðir Þórunnar grasalæknis, móður Erlings grasa- læknis, fóður Ástu grasalæknis. Þórunn var einnig langamma Jörm- undar Inga allsherjagoða, en systir hennar var Ragnhildur, langamma Ragnhildar Gísladóttur söngkonu. Móðir Þorleifs var Sigríður, syst- ir Málfríðar, ömmu Jóns Svein- björnssonar guðfræðiprófessors. Sigríður var dóttir Þorleifs, ríka á Stóru- Háeyri, bróður Hafliða, langafa Skapta ljósmyndara og Frið- riks, föður Guðjóns sagnfræðings. Þorleifur var sonur Kolbeins, í Ranakoti Jónssonar. Móðir Kol- beins var Sigríður Þorleifsdóttir, prests í Múla í Aðaldal Skaptasonar sem kvað niður óvættina í Siglu- fjarðarskarði. Móðir Sigríðar var Elin Þorsteinsdóttir trítils, for- manns í Simbakoti Þórðarsonar. Hannesína var systir skipstjór- anna Jóns og Kolbeins og Ólafs vél- stjóra. Hansína var dóttir Sigurðar, útvegsb. á Akri á Eyrarbakka Jóns- sonar, b. á Litlu-Háeyri Jónssonar, b. þar, bróður Valgerðar, langömmu Ólafar, móður Páls Bjarnasonar arkitekts. Móðir Sigurðar á Akri var Þórdís, systir Elínar á Stóru-Há- eyri. Móðir Hannesínu var Viktoría, systir Ingibjargar, móður Árna Sig- urðssonar frikirkjuprests. Önnur systir Viktoríu var Sigríður, móðir Vilhjálms Árnasonar útgerðar- manns, föður Árna, prófessors í hagfræði. Viktoría var dóttir Þor- kels, hreppstjóra á Óseyrarnesi, hálfbróður Ólafar, móður Sigur- geirs biskups, föður Péturs biskups, föður Péturs guðfræðiprófessors. Þorkell var sonur Jóns á Óseyrar- eyri Jónssonar og Ólafar Þorkels- dóttur. Móðir Ólafar var Valgerður Aradóttir, b. í Neistakoti Jónssonar, b. á Grjótlæk Bergssonar, ættföður Bergsættarinnar Sturlaugssonar. Kolbeinn verður að heiman á af- mælisdaginn. Kolbeinn Þorleifs- son. Kristján Már Kristján Már Sigurjónsson bygg- ingaverkfræðingur, Brekkubæ 39, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Kristján fæddist að Forsæti í Vill- ingaholtshreppi og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá ML 1967, fyrrihlutaprófi í verkfræði frá HÍ 1970 og prófi í byggingarverk- fræði frá LTH í Lundi 1972. Kristján var verkfræðingur á Verkfræðistofu Sigurðar Thorodds- en sf. 1973-77 og varð hluthafi í stof- unni 1977, verkfræðingur hjá Nor- ges Tekniske Institutt í Ósló 1977-79 og verkfræðingur á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. frá 1979. Hann var hönnunarstjóri Blöndu- virkjunar 1981-91. Kristján sat í stjórn Verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsen hf. 1986-89, var formaður Pólýfónkórs- ins 1985-89 og situr í stjórn Mótettukórs Hallgrímskirkju frá 1994. Fjölskylda Eiginkona Kristjáns er Kristín Einarsdóttir, f. 11.1.1949, líffræðing- ur, fyrrv. alþm. og framkvæmda- stjóri Félags háskólakennara. Hún er dóttir Einars Þorsteinssonar, húsa- og skipasmiðs í Keflavík, og Sigrid Toft, skrifstofumanns á Egils- stöðum. Sigurjónsson Synir Kristjáns og Kristínar eru Einar, f. 3.6. 1969, hagfræðingur; Dagur, f. 22.7. 1980, nemi. Systkini Kristjáns eru Ólafur, f. 19.1. 1945, húsa- smíðameistari og org- anisti í Forsæti III; Al- bert, f. 4.11. 1949, húsa- smíðameistari að Sand- bakka í Villingholts- hreppi; Ketill, f. 20.6. 1954, orgelsmiður í For- sæti I. Foreldrar Kristjáns voru Sigurjón Kristjánsson, f. 25.1. 1908, bóndi og smiður í Forsæti, og k.h., Kristín Ágústa Ketilsdóttir, f. 6.8. 1914, d. 3.2. 1985, hús- freyja. Ætt Sigurjón var sonur Kristj- áns Jónssonar, b. á Kluft- um, og k.h., Maríu Ein- arsdóttur. Kristín Ágústa var dóttir Ketils Helgasonar, b. á Álfsstöðum, og k.h., Krist- ínar Hafliðadóttur. Sigurjón tekur á móti vin- um og kunningjum í Raf- veituheimilinu við Elliða- ár, í dag kl. 17.00-19.00. Kristján Már Sigur- jónsson. Atli B. Unnsteinsson Atli B. Unnsteinsson, flugstjóri hjá Flugleiðum hf„ Stuðlabergi 66, Hafn- arfirði, er fertugur í dag. Starfsferill Atli fæddist á Húsavík og ólst þar upp og í Hafn- arfirði. Hann lauk stúd- entsprófi frá MT 1976 og öðlaðist atvinnuflug- mannsréttindi 1977. Atli var flugkennari Atli hjá Flugtaki hf. 1977-78 sorl( og hefúr verið flugmaður og síðar flugsfjóri hjá Flugleiðum hf. frá 1978. Þá var hann í tímabundnum störfum sem flug- maður og flugstjóri hjá Arnarflugi hf. 1980-81 og hjá Lufthansa Germ- an Cargo Airlines 1989-92. Atli er nú flugstjóri á Fokker 50 flugvélum Flugleiða hf. auk þess sem hann er kennari í bóklegum fræð- um við Flugskóla íslands til atvinnuflugnáms. Fjölskylda Sonur Atla er Þröstur Atla- son, f. 2.4. 1992. Systkini Atla eru Elvar Öm Unnsteinsson, f. 17.1. 1958, hrl. i Garðabæ; Jó- hann Unnsteinsson, f. 12.2. 1959, endurskoðandi í Garðabæ; Steinunn Unn- steinsdóttir, f. 17.8. 1961, sjúkraþjálfari í Garðabæ. Foreldrar Atla eru Unnsteinn Jó- hannsson, f. 3.9. 1931, fýrrv. lögreglu- varðstjóri, og María Atladóttir, f. 25.10.1935, húsmóðir. Atli er að heiman á afmælisdaginn. B. Unnsteins- Olafur Bergmann Sigurðsson Ólafur Bergmann Sig- urðsson verslunarmaður, Sævarstíg 6, Sauðárkróki, er sextugur í dag. Starfsferill Ólafur fæddist að Björnólfsstöðum í Langa- dal en ólst upp á Hafsstöð- um á Skagaströnd til sex ára aldurs. Hann flutti með foreldrum sínum til Sauðárkróks 1943 og hef- ur átt þar heima síðan. Ólafur Bergmann stundaði verslunarstörf fyrir Kaupfélag Skagfirð- inga á árunum 1963-93. Fjölskylda Bræður Ólafs eru Gunn- ar Magnús Sigurðsson, f. 1938, og Ragnar L. Sig- urðsson, f. 1944. Foreldrar Ólafs: Sigurð- ur Bergmann Magnússon og Ólína Ragnheiður Ólafsdóttir. Ólafur Bergmann Sigurösson. Valur Gunnarsson Valur Gunnarsson sjómaður, til heimlis að Búð við Amarstapa, varð fimmtugur í gær. Starfsferill Valur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk almennri skóla- göngu, stundaði nám við Stýr- imannaskólann í Reykjavik og lauk þaðan stýrimannaprófi 1970. Valur stundaði sjómennsku á Suðumesjum og var þar skipstjóri um tíu ára skeið. Hann flutti vestur á Mýrar 1984 og starfaði hjá BTB í Borgarnesi til 1990 en undanfarin ár hefúr hann stundað smábátaú.gerð frá Amarstapa á Snæfellsnesi. Fjölskylda Kona Vals er Hanna Kristín Dan- íelsdóttir, f. 10.1. 1948, húsmóðir. Hún er dóttir Daníels Jónssonar og Sigríðar Ólafsdóttur. Sonur Vals frá því áður er Sveinn Sævar Vals- son, f. 29.11. 1963, d. 3.1. 1996. Börn Vals og Hönnu eru Karl Heiðar Valsson, f. 27.10. 1965; Sigríður Marta Vals- dóttir, f. 11.3. 1969; Guðmundur Smári Valsson, f. 15.2. 1972. Foreldrar Vals: Gunnar Scheving Sigurðsson, f. 23.10. 1924, d. 9.11. 1990, bifreiðastjóri í Reykjavík, og Guðrún Jóhanna Eggerz, f. 29.9. 1927, bóndi á Litla-Kambi i Breiða- víkurhreppi. Valur er að heiman. Janina Zukowska Janina Zukowzka, hagfræðingur og fisk- vinnslukona við Norður- tangann hf. á ísafirði, Sundstræti 41, ísafirði, er fertug í dag. Fjölskylda Janina fæddist í Eik í Póllandi og ólst þar upp. Hún lauk námi í hag- fræði í Póllandi, flutti til íslands 1992 og hefur átt hér heima síðan. Janina Zukowska. Systkini Janinu era Jolanta Andezwjáwska, f. 15.6.1947, lyfjafræðingur í Varsjá í Póllandi; Cziskawa Zukowsla Woronowicz, f. 28.9. 1953, tölvusérfræðingur í Var- sjá í Póllandi. Foreldrar Janinu: Witold Zukowski, f. 12.4. 1913, d. 20.9. 1974, verkstjóri í Eik í Póllandi, og Jadwiga Zu- kowska, f. 22.11. 1922, verkakona. Til hamingju með afmælið 18. júlí 100 ára Guðrún Guðjónsdóttir, Bakkavegi 5, ísafirði. 90 ára Magndís Guðmundsdóttir, Kleppsvegi 64, Reykjavík. 85 ára Þórir Áskelsson, Norðurgötu 53, Akureyri. Ólöf Gunnarsdóttir, Grandavegi 47, Reykjavík. 80 ára Bjami H. Guðmundsson, Suðm-götu 12, Keflavík. Marta Ármannsdóttir, Lindargötu 57, Reykjavík. Amþór Guðmundsson, Oddeyrargötu 3, Akureyri. 75 ára Jón Óskar Ásmundsson, Ljósvallagötu 32, Reykjavik. Ingvi E. Valdimarsson, Álfaheiði 8, Kópavogi. 70 ára Berta Herbertsdóttir, Asparfelli 8, Reykjavík. Þórunn Þorsteinsdóttir, Búðagerði 10, Reykjavík. Jakob Sigurðsson, Reynilundi 1, Garðabæ. Haraldur Aðalsteinsson, Snorrabraut 48, Reykjavík. Laufey Finnsdóttir, Blikabraut 7, Keflavík. 60 ára Guðmundur Ingvason, Breiðvangi 6, Hafnarfirði. Anna María Hallsdóttir, Hlíðargerði 21, Reykjavik. Ásta Ólafsdóttir, Strembugötu 20, Vestmanna- eyjum. Bjarni Pálsson, Sunnubraut 44, Kópavogi. Friðbjörn Jónsson, Hraunbæ 57, Reykjavík. Kristinn Hólm Vigfússon, Ránargötu 23, Akureyri. Pétur Elísson, Garðabraut 25, Akranesi. Hjördís ísaksdóttir, Ægissíðu 23, Grenivík. Ragnheiður L. Hinriksdótt- ir, Asparfelli 4, Reykjavík. 50 ára Jóhann Magnús Haf- liðason, lögregluþjónn í Kópavogi, Lækjarsmára 82, Kópavogi. Eiginkona hans er Inga Þórann Sæmundsdóttir, ritari hjá Lögreglunni í Kópa- vogi. Þau verða hjá syni sínum í Sviþjóð á afmælisdaginn. Jóhann Þórarinsson, Strandgötu 55, Eskifirði. Kolbrún S. Einarsdóttir, Túngötu 9, Bessastaðahreppi. Helgi Sævar Helgason, Flúðaseli 42, Reykjavík. 40 ára Sigríður Leifsdóttir, Borgarvík 13, Borgarnesi. Elrnar Halldórsson, Sæbakka 26 A, Neskaupstað. Erla Björk Sverrisdóttir, Engihjalla 17, Kópavogi. Rögnvaldur Ragnarsson, Hrafnabjörgum 4, Hlíöar- hreppi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.