Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1996 Menning íslensk skáldverk: Spennandi bóka- haust framundan Á hausti komanda er von á glaðn- ingi fyrir lestrarhesta því að út koma mörg ný íslensk skáldverk. Auk þess er töluvert um þýdd verk eftir virta erlenda rithöfunda að ógleymdum ljóðabókum. Margir auka við sig lesturinn þegar sól lækkar á lofti og hafði DV hug á að vita til hvers væri að hlakka. Þvi var haft samband við nokkrar bóka- útgáfur til þess að heyra hvað væri það helsta sem von væri á. Hjá Máli og menningu fengust þær upplýsingar að töluvert væri um nýjar íslenskar skáldsögur auk fleira efnis. Þar er meðal annars að finna nýja skáldsögu eftir Guðmund Andra Thorsson en nú er liðinn töluverður tími frá því „íslenski draumurinn" kom út og er því nýju bókarinnar beðið með töluverðum spenningi. Einnig eru líkur á nýrri bók eftir hinn stórskemmtilega penna Hallgrím Helgason en hann fékk mjög góð viðbrögð við sinni síðustu bók. Böðvar Guðmundsson lýkur við seinni hluta verks síns um vesturfarana, Híbýli vindanna, en fyrri hlutinn kom út í fyrra og seldist mjög vel. Björn Th. Björns- son kemur með nýtt skáldverk eða þætti en ekki er fullkomlega búið að ganga frá málum tengdum því verki. Einnig byrjar Mál og menn- ing útgáfu með ritröð kornungra höfunda. í þeim flokki koma út með- al annars skáldsögur eftir Gerði Kristnýju og Kristján B. Jónasson. í þeirri röð koma einnig út smásögur eftir Andra Snæ Magnason. Hjá Forlaginu mun koma út ný skáldsaga eftir Þórarin Eldjárn. Einhig er þar von á nýrri skáldsögu frá Ólafi Gunnarssyni en Trölla- kirkja hans vakti verðskuldaða at- hygli. Af mörgu fleiru er að taka en e.t.v. má telja að ofangreind verk séu með því helsta sem von er á. Auk þess sögðu talsmenn Máls og menningar og Forlagsins að kannski væri von á meiru, það væri aldrei að vita hvernig málin þróuð- ust. Hvað varðar flokk þýddra skáld- sagna er einnig til margs að hlakka þótt ekki verði farið nánar ofan i það hér. Þó má þar til dæmis nefna nýjustu bók danska metsöluhöfund- arins Peters Hoeg, Konan og apinn, auk nýrrar bókar frá Sahlman Rushdie en hvert mannsbarn þekk- ir hann eftir öll þau læti sem fylgdu í kjölfar bókar hans, Söngvar Satans. Einnig er ýmislegs að vænt úr ljóðadeild Máls og menningar, m.a. bók frá Gyrði Elíassyni, Lindu Vil- hjálmsdóttur og Geirlaugi Magnús- syni. Hjá Vöku-Helgafelli fengust þær upplýsingar að svipað magn kæmi út af nýjum íslenskum titlum og verið hefði undanfarin ár. Annars mun ekki allt vera fastmótað hvað varðar útgáfúmál haustsins en það sem einna hæst ber er afhending Bókmenntaverðlauna Halldórs Lax- ness. Þau verða nú afhent í fyrsta skipti og sama dag verður gefið út verðlaunahandritið á vegum Vöku- Helgafells. Einnig kemur mikið út af öðrum forvitnilegum bókum hjá þessum útgáfufyrirtækjum sem enn sem komið er eru leyndarmál þannig að spennandi bið er í vændum fyrir bókaunnendur. -ggá Bókaormar geta sett sig í stellingar og beöiö haustsins meö spenningi. DV-mynd ÞÖK. Sigluíjörður: Sýning Birgis Schioth Á þriöjudagstónleikunum í Listasafni Sigurjóns Óiafssonar þann 23. júlí kl. 20.30 koma fram þær Hildigunnur Halldórsdóttir fiöluleikari og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari. Á efnisskrá tónleikanna eru eftirtalin verk: Sónata K 454 í B-dúr eftir W.A. Mozart, Fjórir þættir fyrir fiölu og píanó eftir Anton Webern og sónata í G-dúr opus 78 eftir Johannes Brahms. ísland, töfrandi land Snerruútgáfan er nú að hefja sitt fimmtánda útgáfuár með almanaks- útgáfunni 1997. Þess má geta að nú eru útgáfumar orðnar 70 talsins fyr- ir utan aðrar vörur sem Snerruút- gáfan hefur staðið að. Nú koma út 6 ný almanök fyrir árið 1997. Þau eru: íslenska almanakið, Breiða náttúru- almanakið, íslenska náttúrualman- akið, Stóra náttúrualmanakið, ís- lenska hestaalmanakið og íslenskir fossar sem er borðalmanak. Á þess- um tímamótum sendir útgáfan einn- ig frá sér nýja landkynningarbók, ísland „Töfrandi land“, og skiptist hún i 6 kafla um Þingvelli og Þing- vallavatn, Hornstrandir, Mývatn, KverkQöll, Jökulsá á Breiðamerkur- sandi og Skaftafell. Töfrandi land er á íslensku, sænsku, ensku, þýsku og frönsku. í bókinni eru 80 ljósmynd- ir og formáli um hvern kafla. Áður hafa komið út 6 landkynningar- bæklingar. -ggá í Ráðhúsinu á Siglufirði þann 19. júlí næstkomandi hefst sýning Birg- is Schioth myndlistarkennara. Á sýningunni er að finna 51 verk og eru flest verkin pastelmálverk en þar er einnig að finna olíumálverk, vatnslitamyndir, krítarverk og blý- antsteikningar. Birgir er sjálfur fæddur á Siglu- firði 1931, stundaði nám við Gagn- fræðaskólann þar og síðar við Menntaskólann á Akureyri og Kennaraháskóla íslands. Birgir kenndi verkmennt og myndlist við Gagnfræðaskólann á Siglufirði í 20 ár og síðustu 15 árin myndlist við grunnskólana í Garðabæ. Hann hef- ur verið í myndlistarnámi með fram kennslustarfinu í Myndlistar- skóla Reykjavikur og Myndlista- og handíðaskóla íslands. Einnig hefur hann sótt einkakennslu til Gunn- laugs St. Gíslasonar. Birgir hefur áður haldið sýningar í Hafnarfirði, Hveragerði, Reykja- DV, Akranesi: Dagana 1.-6. júlí voru á Akranesi 13 krakkar frá Lofoten í Norður- Noregi á vegum Skagaleikflokksins. Krakkarnir voru með leiksýningu í Borgarnesi og sóttu leiklistarnám- skeið í Brekkubæjarskóla á Akra- nesi. Forsaga málsins var að Banda- lagi íslenskra leikfélaga barst bréf frá Lofoten þar sem leitað var eftir samstarfi við unglingaleikhópa á ís- landi, Grænlandi og í Færeyjum. Sett var í gang verkefnið Reet Vest og á það að tengjast hafinu á einn eða annan hátt. í vetur æfðu krakk- Birgir Schioht viö eitt verka sinna. vík og í afmælisboði til Siglufjarðar 20. maí 1983. í fyrravor fór Birgir sýningarferð til Austurlands og sýndi þar á fjórum stöðum; Seyðis- firði, Egiisstöðum, Reyðarflrði og á Norðfirði. í apríl sl. var hann með sína fimmtándu einkasýningu í Eden í Hveragerði. Birgir er nú hættur kennslunni og sinnir ein- göngu myndlistinni. Sýningin stendur til 7. ágúst. -ggá amir frá Lofoten verk sem þau kalla Da det sprakk en það fjallar um samskipti mannsins og hafsins. í vor var leikritið sýnt í Lofoten og svo í Borgarnesi í byrjun júlí. Eftir dvölina hér héldu norsku krakkarn- ir til Færeyja þar sem þeir setja upp sýningu með færeyskum krökkum og verða á leiklistamámskeiði. Hug- mynd verkefnisins er síðan að krakkamir setji upp sýningu sem tengist hafinu, sýni hana í heima- landinu og hittist í Lofoten næsta sumar. Enn fremur er reynt eftir megni að fá Valgeir Skagfjörð til að leikstýra íslensku sýningunni. -DÓ Norrænt leiklistarsamstarf Haukur Tómasson. Bjartsýnis- verðlaun Brestes veitt tónskáldi Bjartsýnisverðlaun Brostes verða veitt í Galerie Asbæk í Kaupmannahöfn þann 24. júlí næstkomandi og að þessu sinni em þau veitt Hauki Tómassyni tónskáldi, en hann er sextándi ís- lenski listamaðurinn sem hiotn- ast þessi heiður. Haukur er 36 ára gamall Reykvíkingur sem hóf tónlistamám við Tónlistar- skóiann í Reykjavík 1976 og hélt síðan til Köinar í framhaldsnám og lauk þaðan námi 1983. Síðar nam hann í Amsterdam og lauk síðan mastersgráðu frá Kalifom- íuháskóla 1990. Tímabilið 1991 til 1995 var Haukur kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík. Haukur hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 1995 og bráð- lega verður frumflutt eftir hann verk í menningarborg Evrópu, Kaupmannahöfn. -ggá Sumar í Nor- ræna húsinu Þessa dagana stendur yfir sumarsýning Norræna hússins en þar sýna þær Edda Jónsdóttir og Kolbrún Björgólfsdóttir (Kogga). Á sýningunni er að finna margs konar verk og stend- ur hún til 11. ágúst. Hún er opin frá kl. 13 til kl. 19 aila daga. Silla á Sólon Silla eða Sigurlaug Jóhannes- dóttir opnaði sýningu í Gallerí Sóion Islandus þann 6. júlí sl. og mun hún standa til 28. júli. Silla hefur tekið þátt í mörgum sýn- ingum hér á landi og eriendis og er þetta þrettánda einkasýning hennar. Hún nefnir þessa sýn- ingu Loftkastala og er verkið á sýningunni innsetning, 10 metr- ar úr gleri. Sýningin er opin kl.11-21 á hverjum degi. Heimsfrægur kvennakór á íslandi Dagana 16.-22. júlí mun dvelja hér á iandi kór frá hinni kunnu söngstofnun Singund Spielkreis Frankfurt sem er 30 ára gömul. í kómum era 46 dömur á aldrin- um 14-26 ára og stjórnandi hans Heinz Marx. Þetta er fyrsta heimsókn kórsins tii íslands en hann hefur ferðast mjög víða um heim og unnið til fjölda verð- launa. Fjórir íslenskir kvenna- kórar munu aðstoða kórinn á ferð hans um landið. Félagar úr Kvennakór Reykjavíkur og Kam- merkór Grensáskirkju munu hafda tónleika með hinum er- lendu gestum í Seltjarnarnes- kirkju í kvöld, fimmtudaginn 18. júlí kl. 21. Á Norðurlandi bíða eftir þeim Stúlknakór Húsavíkur og Kvennakórinn Lissý ásamt stjórnanda þeirra, Hólmfríði Benediktsdóttur, og mun þýski kórinn koma fram á tónleikum i Húsavík um helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.