Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1996, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1996, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1996 Fréttir 27 Borgin snuðar sjalfa sig um 4,7 milljónir - að mati Hafsteins Blandons vélaverkfræðings SVEFNPOKAR Hafsteinn Blandon vélaverkfræð- ingur sakar gatnamálastjóra og Inn- kaupastofnun Reykjavikur um að taka ekki hagstæðasta tilboði í dælubúnað fyrir fráveitukerfi í Reykjavík og sóa þannig að óþörfu á fimmtu milljón króna. Málið snýst um útboð á dælum og stjórnbúnaði fyrir dælustöðvar í fráveitukerfi borgarinnar og var um að ræða lokað útboð þar sem þrir framleiðendur slíks búnaðar áttu kost á að bjóða. Tilboðin voru opn- uð 15. maí sl. og lagði Hafsteinn og fyrirtæki hans, Yltækni, fram tilboð frá fyrirtækinu Sarlin í Finnlandi sem er stór framleiðandi búnaðar af þessu tagi á heimsmælikvarða. í tilboði Hannesar og fyrirtækis hans, Yltækni ehf., fólst fullhönnuð og fullsmíðuð dælustöð með stjóm- búnaði, tilbúin til uppsetningar. Þrjú tilboð bámst alls og var tilboði Yltækni hafnað á þeirri forsendu að það væri ekki í samræmi við út- boðsgögn. „Hafsteinn skilaði inn tilboði sem í veigamiklum atriðum uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar eru í út- boðsgögnum," segir Sigurður I. Skarphéðinsson gatnamálastjóri í samtali við DV. Sigurður segir að þegar tilboð voru opnuð og þetta kom í ljós hefðu fulltrúar hinna til- boðsgjafanna tveggja mótmælt því að tilboð Yltækni yrði tekið gilt þar sem frávik frá þeim reglum, sem settar voru og þeir fóru eftir, væru það mikil að ekki væri sanngjarnt að tilboð Yltækni yrði borið saman við þeirra boð. Gatnamálastjóri segir að reyndir bjóðendur eins og Hafsteinn hljóti að skilja að það beri að senda inn tilboð í samræmi við útgefnar leikreglur. En jafnframt eigi menn þess kost að senda inn svonefnd fráviksboð þar sem tilboðsgjafar geta leyft sér að setja inn sínar eigin leikreglur. Skil- yrði þess eru þó þau að sent sé eitt boð inn í samræmi við útboðsreglur. Það hafi Hafsteinn ekki gert. Ennfremur hafi tilboðsfrestur vegna dælubúnaðarins verið óvenju langur og því hefði Hafsteini og fyr- irtæki hans verið í lófa lagið að gera athugasemdir við útboðsreglumar hefði hann talið að borgin ætlaði að hlunnfara sjálfa sig. Tilboði Fálkans hf. í þennan til- tekna dælubúnað var tekið og var tilboðsupphæðin 15.002.057 krónur. Yrkjum ísland: Lokafjáröflunar- átak til að efla Fræbanka íslands Yrkjum ísland er hvatningarátak sem stofnað var til þann 17. júní 1994, í tilefni 50 ára afmælis lýðveldisins og Landgræðslusjóðs. Hugmyndin er að stuðla að samein- ingu landsmanna um uppgræðslu landsins með áherslu á að fyrir alda- mótin 2000 verði lokið við að bjarga helstu náttúruperlum þjóðarinnar sem eru í hættu sökum gróðureyðing- ar. Stofnun fræbanka, sem var eitt fyrsta verkefni átaksins, er ein brýn- asta forsenda markvissrar upp- græðslu landsins. Nú er efnt til lokafj áröflunarátaks til að efla Fræbanka fslands en söfn- unarféð verður afhent í lok júlí. Hægt er að styðja átakið með fjárframlög- um, með því að hringja í grænt núm- er átaksins, 800-6633, geislaplatan Yrkjum ísland verður aftur fáanleg í helstu hljómplötuverslunum og sömuleiðis verða sérstök hvatningar- merki og -kort fáanleg hjá Pósti og síma, bóka- og blómabúðum og á bensínstöðvum Olís sem hafa einnig geislaplötuna til sölu. Hafsteinn Blandon telur að hefði til- að kosta 9.756.428 krónur en þar sem sparast a.m.k. 4,7 milljónir, sem fyrr boði Yltækni verið tekið hefði borg- hann var fullsmíðaður hefði upp- segir. -SÁ in sparað tæpar fimm milljónir setning hans kostað til viðbótar að- króna. Búnaðurinn frá Sarlin átti eins 510 þúsund krónur og þar með 3 UTIUFM GLÆSIBÆ • ALFHEIMUM 74 • S: 5812922 Smáauglýsingar 550 5000 Að lokum keyptu Jara og Einar Mitsubishi MK-III farsíma meö númeri, ásamt fylgihlutum, á kr. 42.000. Það gerðu þau til þess að Jara geti alltaf náð í Einar sem er sífellt á ferð og flugi. Einnig keyptu þau AEG eldhúsviftu meö filter á kr. 5.000. Fyrir afganginn keyptu þau sér pottablóm. Þau náðu að kaupa allt á listanum hér fyrir neðan fyrir 300.000 kr. Þau hafa keypt allt milli himins og jarðar, s.s. sófasott, séfabor-ð, borðstofuberð-og stéla, hornskáp með -gleft, hiliusarnstcDðu,4=>áttborð,-rúmfatakista, þurrkara,-vesk,-élöndunarta3ki,-eidhúsviftu, standlampa, sjénvarp,-erbylgjuofn, farsíma og blóm. DV gaf þeim 300.000 kr. í brúðargjöf til að byggja upp framtíðarheimili sitt með hlutum sem þau fundu í gegnum smáauglýsingar DV, I stöðugu sambandi!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.