Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1996, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 18. JULÍ1996 Selfosskirkja verður vettvangur klassískrar tónlistar í kvöld. Þýsk rómantík og ungverskur blóðhiti Eydís Franzdóttir óbóleikari og Brynhildur Ásgeirsdóttir pí- anóleikari halda tónleika í Sel- fosskirkju í kvöld kl. 20. Á tón- leikunum, sem eru um klukku- stundar langir, verður ferðast með hlustendur á vængjum tón- listar víðs vegar um Evrópu. Kynnst verður blóðhita Ung- verja, þýskri rómantík, staldrað við í franskri sveitasælu, dvalið meðal Englendinga og svo kom- ið við hjá frændþjóðum okkar til að kynnast dönskum húmor og norskri fjallaíegurð. Tórúeikar Þýskur kvennakór í Seltjarnarneskirkju Kór frá söngstofnuninni Sing und Spielkreis í Frankfurt er nú staddur hér á landi og mun halda nokkra tónleika og eru þeir fyrstu í kvöld í Seltjarnar- neskirkju kl. 21. I kór þessum eru 46 stúlkur á aldrinum 14-26 ára og er stjómandi kórsins Heinz Marx. Þetta er fyrsta heimsókn kórsins til íslands en hann hefur unnið til fjölda verð- launa. íslenskir kórar munu taka þátt í tónleikunum og í kvöld munu félagar úr Kvenna- kór Reykjavikur og Kammerkór Grensáskirkju taka lagið. fslenskar bók- menntir Kristján Jóhann Jónsson bók- menntafræðingur heldur fyrir- lestur í Norræna húsinu í kvöld kl. 20. Mun hann fjalla um það hvemig íslenskar bókmenntir frá fyrri tið tengjast nútímabók- menntum. Fyrirlesturinn er á sænsku. Þróttur í nýtt um- hverfi Knattspyrnufélagið Þróttur heldur félagsfund í kvöld í Þróttheimum kl. 20. Umræðu- efnið er: Þróttur í nýtt um- hverfi. Ungt fólk gegn for- dómum Táningar í Ungmennahreyf- ingu Rauða kross íslands gera víðreist um landið undir yfir- skriftinni Úff - ungt fólk gegn fordómum. í dag verður hópur- inn með kynningarstarfsemi við tjaldstæðið í Vik í Mýrdal og í fyrrmálið kl. 10 við Njarðvíkur- skóla. Samkomur Kvöldvaka í Fjöl- skyldu- og húsdýra- garðinum Alla fimmtudaga í júlí er kvöldvaka í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum kl. 10-22 og er þá boðið upp á skemmtiatriöi við grillið. Huhðsheimaferð í kvöld verður farin huliðs- heimaferð með Erlu Stefánsdótt- ur sjáanda um Hafnarfjörð. Ferðin hefst kl. 19 frá A. Hansen og stendur til kl. 20.30. HOLA 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Samt. Gulir 430 315 143 345 341 458 124 290 309 2755 Rauöir 344 261 116 301 280 390 98 248 260 2298 Par 5 4 3 4 4 5 3 4 4 36 DVl Endurvinnslan í Hrísey: Rokkað gegn rusli fyrir norðan Eiríkur Hauksson og Endur- vinnslan halda áfram yfirferð sinni um landið og um þessa helgi liggur leiðin norður í land. í kvöld verða tónleikar á veitingastaðnum Brekku í Hrísey og munu þeir hefjast kl. 23.00, annað kvöld verða tón- leikar og dansleikur á Hótel Skemmtanir Ólafsfirði og á laugardags- kvöld lýkur hljómsveitin helg- arferð sinni með stórdansleik á Hótel MælifeUi á Sauðár- króki. Mun hún hefja leik kl. 24.00. Ferð Endurvinnslunnar í kringum landið er samvinnu- verkefni miUi hljómsveitarinn- ar, UMFÍ og UMhverfissjóð verslunarinnar og er minnt á Eiríkur Hauksson rokkar ásamt félögum sínum Hrísey í kvöld. að umhverfið er í okkar höndum og slagorðin eru: Hendum ekki verð- mætum, Flöggum hreinu landi og Rokk gegn rusli. Nýlega kom út geisla- plata með Endurvinnsl- unni sem inniheldur ljúfa blöndu af poppi og rokki. Aðalsprauta End- urvinnslunnar er Eirík- ur Hauksson, þekktur rokkari sem hefur dval- ið í Noregi undanfarin ár. Með honum í hljóm- sveitinni eru félagar hans, sem voru með honum i Start og Drýsli. Á gítar er Sigurgeir Sig- mundsson, Jón Ólafs- son er á bassa og Sig- urður Reynisson á trommur. Góð færð er á þjóðvegum landsins Á helstu þjóðvegum landsins er góð færð. Taka verður þó tillit til þess að vegavinnuflokkar eru víða að lagfæra vegi og þá er ný klæðing Færð á vegum víða á vegrnn, til dæmis á Holta- vörðuheiði, frá Þrastarlundi til Þingvalla, frá Borgarnesi um Hey- dal og frá Raufarhöfn til Þórshafn- ar. Þar sem ný klæðing er getur ver- ið hætta á steinkasti ef hratt er far- ið og ber því að aka varlega. Þar sem verið er að lagfæra vegina eru yflrleitt umferðartakmarkanir og ber að virða þær og aka varlega. Ástand vega B Hálka og snjór 0 Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir C^) LokaörStOÖU ^ Þun6fært ©Fært flallabílum SagaDögg Þessi litla fallega stúlka hefúr fengið nafnið Saga Dögg. Hún fædd- Barn dagsins ist á fæðingardeild Landspítalans 19. maí. Við fæöingu var hún 2350 grömm að þyngd og 46 sentímetra löng. Foreldrar hennar eru Rut Amarsdóttir og Þröstur B. Sigurðs- son og er hún þeirra fyrsta bam. Norðurlandamót unglinga í golfi fer fram á Hólmsvelli í Leiru sem er völlur Golfklúbbs Suðurnesja. Um er að ræða 18 holu golfvöll sem hefur upp á að bjóða skemmtilegar holur og fjölbreytileika. Á Suðurnesjum er oft vindasamt og þegar vindurinn er nokkur getur hann reynst mjög erfiður enda völlurinn fyrir opnu hafi og hafa margir snjallir kylfingar orðið að lúta í lægra haldi fyrir aðstæðum á vellinum þegar vindstigin eru nokkur. Antonio Banderas leikur svika- hrappinn Art Dodge. Einum of mikið Stjörnubíó hefur sýnt að undan- fórnu gamanmyndina Einum of mikið (Two Much) en með aðal- hlutverkin fara hin nýgiftu, Ant- onio Banderas og Melanie Griffith. í myndinni leikur Banderas fyrrverandi listamann, Art Dodge sem rekur listgallerí. Dodge er svikahrappur hinn mesti og ein leiðin sem hann finnur til að hafa ofan í sig og á er að afhenda ekkj- um auðmanna stöðluð málverk og svimandi háan reikning og segir að fráfallandi eiginmaður hafi pantað málverkið. Einn daginn verður heppnin með Dodge þegar hin fráskilda Betty Kerner verður hrifln af Dodge. Hann sér sæng Kvikmyndir sína útbreidda því Kerner er millj- ónamæringur. En það er maðkur í mysunni, þar sem Kerner hafði verið gift mafluforingja og sá er ekki hrifmn af Dodge og ekki batn- ar ástandið þegar Dodge verður hrifin af systur Kerner. Það er Melanie Grifflth, sem leikur Betty Kerner, Daryll Hannah leikur systur hennar og Danny Aiello leikur mafiuforingj- ann. Leikstjóri er spánverjinn Fernando Trueba. Nýjar myndir Háskólabíó: Bilko liðþjálfi.... Laugarásbió: Persónur í nærmynd Saga-bíó: í hæpnasta svaði Bíóhöllin: Algjör plága Bíóborgin: Kletturinn Regnboginn: Nú er það svart Stjörnubíó: Algjör plága Krossgátan i T~ * r rj- r~ ii q wmm IÓ nr ii HBOHÍ & l if 18 w j 2 2/ J zr Lárétt: 1 greinilegur, 5 ellihrum- leiki, 8 átt, 9 rifa, 10 þyngd, 12 lítil- fjörleg, 14 lána, 16 traust, 18 vafi, 20 tómi, 21 eyða, 22 blæs. Lóðrétt: 1 gljáhúð, 2 bátur, 3 reykja, 4 iðka, 5 yfirhöfn, 6 vesöl, 8 slá, 12 ódrukknir, 14 hryðjurnar, 16 barni, 17 ísskæni, 18 drottinn, 20 þögul. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 svarkar, 8 lína, 9 æða, 10 Óðinn, 12 au, 13 rangan, 16 ógn, 17 laut, 19 litar, 20 rá, 22 ari, 23 ugla. Lóðrétt: 1 slór, 2 víð, 3 an, 4 rangla, 5 kæna, 6 aða, 7 raust, 11 innti, 14 agir, 15 nurl, 16 óla, 18 arg, 21 áa. Gengið Almennt gengi Ll nr. 148 18.07.1996 kl. 9.15 Eininn Kaup Sala Tollaenqi Dollar 66,270 66,610 67,300 Pund 102,370 102,890 104,220 Kan. dollar 48,200 48,500 49,330 Dönsk kr. 11,5360 11,5970 11,4770 Norsk kr 10,3360 10,3930 10,3630 Sænsk kr. 9,9840 10,0390 10,1240 Fi. mark 14,6270 14,7140 14,4950 Fra. franki 13,1350 13,2100 13,0780 Belg. franki 2,1591 2,1721 2,1504 Sviss. franki 54,5500 54,8500 53,7900 Holl. gyllini 39,6500 39,8900 39,4500 Þýskt mark 44,5000 44,7300 44,2300 ít. líra 0,04354 0,04381 0,04391 Aust. sch. 6,3200 6,3600 6,2890 Port. escudo 0,4324 0,4350 0,4299 Spá. peseti 0,5258 0,5290 0,5254 Jap. yen 0,61160 0,61530 0,61380 írskt pund 105,910 106,570 107,260 SDR 96,30000 96,88000 97,19000 ECU 83,8700 84,3800 83,89000 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270 i I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.