Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Blaðsíða 51
Will Smith og Jeff Goldblum leika
bjargvætti mannkynsins.
Independence Day í fimm kvikmyndahúsum:
Geimverur í herferð gegn jarðarbúum
LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996
kvikmyndir®
Independence Day hefur slegiö
eftirminnilega i gegn vestan hafs
og er ekki að efa að hún á einnig
eftir að slá í gegn annars staðar í
heiminum og þar á meðal hér á
landi. í dag verður myndin frum-
sýnd í fimm kvikmyndahúsum;
Regnboganum, Háskólabíói,
Stjörnubíói, Laugarásbíói og Borg-
arbíói á Akureyri. Mikið er búið að
fjalla um mynd þessa í heimspress-
unni og sjálfsagt vita allir að mynd-
in fjallar um árás geimvera á jörð-
ina en nánar um efni myndarinnar.
Það er ósköp venjulegur sumar-
dagur. Skyndilega án viðvörunar
gerist eitthvað mjög óvenjulegt.
Skuggi færist yfir sjóndeildarhring-
inn þegar risavaxin geimför líða í
gegnum gufuhvolfið og nema stað-
ar fyrir ofan helstu stórborgir jarð-
arinnar. Augu allra beinast til him-
ins. Spurningunni um hvort við
séum ein í alheiminum hefur verið
svarað. Innan fárra mínútna mun
líf hvers einasta jarðarbúa breyt-
ast.
Vísindamaðurinn David (Jeff
Goldblum) gefur sig fram við for-
seta Bandaríkjanna (Bill Pullman)
Bill Pullman leikur forsetann í Independence Day:
Ruglað saman við
aðra leikara
Bill Pullman leikur forsetann I Independence Day.
Bandaríski leikarinn
Bill Pullman hefur farið
víða undanfarin ár og
leikið ýmsar manngerðir
en samt einhvern veginn
ekki öðlast neina sér-
staka frægð. Jafnvel eftir
að hann lék á móti
Söndru Bullock í kvik-
myndinni While Your
Were Sleeping voru
áhorfendur enn þá óviss-
ir um hver hann var.
Þeir virtust rugla
Pullman saman við
nokkra aðra leikara eins
og Kurt Russel og Jeff
Daniels.
Pullman ólst upp í
Homell í New York og
vann til að byrja með í
byggingavinnu. Á skóla-
árum sínum í New York
Technical School fékk
hann áhuga á leiklist,
skipti um námsbraut og
útskrifaðist með BS-
gráðu í leiklist. Hann
hélt áfram leiklistarnámi sínu og
lauk MFA-gráðu í leikstjóm frá Uni-
versity of Massachusetts at Am-
herst. Að námi loknu kenndi hann
um sinn í Montana-fylki og þegar
hann var 27 ára var hann orðinn yf-
irmaður deildarinnar. Tveimur
ámm síðar yfirgaf Pullman Mont-
ana og flutti til New York til þess að
reyna fyrir sér í leiklist. Hann eyddi
síðan fjómm árum í leikhúsum í
New York áður en hann reyndi fyr-
ir sér á hvíta tjaldinu.
Pullman hóf feril sinn i kvik-
myndum sem heimskasta persóna
sem nokkur hefur augum litið í
Ruthless People. Hann lék einnig út-
gefandann í The Accidental Tourist,
elskhuga Jodie Foster í Sommersby.
Einnig lék hann á móti Nicole Kid-
man í Malice og kærasta Meg Ryan
í Sleepless in Seattle, eiginmann
Lindu Fiorentino í The Last Seduct-
ion og Mr. Erong. Hann hefur
einnig leikið fjölda smáhlutverka
auk þess að leika pabbann í bama-
myndinni Casper og lækninn í Sing-
les.
Eftir sumarið verður erfitt fyrir
bíógesti að mgla Pullman saman
við aðra leikara. Hann leikur sem
sé forsetann í Independence Day.
Pullman hefur að vísu átt sína
dyggu aðdáendur og litlir krakkar
þekkja hann eftir að hann
lék í kvikmyndinni Casper.
Núna gengur hann ekki
um götur án þess að litlir
krakkar heilsi honum.
Pullman er giftur maður
og á þrjú börn. Hann hefur
leikið í sex kvikmyndum á
síðustu tveimur árum.
Hann segist vera hálfgerð-
ur vinnualki en taki sér
gott frí á milli verkefna.
„Þegar góð verkefni
koma upp á yfirborðið get
ég ekki neitað. Ég man
alltof vel hvernig þetta var
þegar ég var að byrja að
leika. Ég eyddi fimm pró-
sentum af tímanum í að
leika en hin níutíu og
fimm prósentin fóru í að
útvega leikhlutverk. Mér
gengur mjög vel núna.
Sleepless in Seattle og
While You Were Sleeping
gerðu heilmikið til þess að
tekið yrði eftir mér fyrir
stærri hlutverk," segir
Pullman.
Pullman gengur allt í haginn
þessa dagana, er kominn með sinn
eigin bílstjóra sem buktar sig og
beygir fyrir honum og fólk í samfé-
laginu sýnir honum virðingu. Hann
segist þó gera sér grein fyrir því að
viðmót fólks sé háð því hvernig
hann stendur sig á hvíta tjaldinu.
Hvað varðar kyntáknsímyndina
þykir honum óþægilegt að ræða
það. Hann lenti i því í Japan að kon-
ur hópuðust að honum og skræktu
eins og þær væru á tónleikum með
Bítlunum. Það þótti honum mjög
niðurlægjandi.
-em
og telur sig geta lesið í samskipta-
hljóðbylgjum hinna óboðnu gesta
og ljóst sé að ekki er um kurteisis-
heimsókn að ræða. Fljótlega munu
hinir óboðnu gestir gera árás á
jörðina með því markmiði að eyða
öllu lífi. Grunur hans reynist á rök-
um reistur og þegar er hafist handa
við að undirbúa varnaráætlun gegn
þessum óboðnu gestum með orr-
ustuflugmanninn Steven Hiller
(Will Smith) fremstan í flokki. Bar-
áttan virðist vonlaus og vopn og
tæki jarðarbúa mega sín lítils gegn
háþróuðum tækjum innrásarliðs-
ins. En skyldi vera von til þess að
sigra þennan öfluga óvin?
Hugmyndin að Independence
Day varð til hjá leikstjóranum Rol-
and Emmerich og framleiðandan-
um Dean Devlin: „Ég og Roland ól-
umst upp við fyrstu kvikmyndir
Stevens Spielbergs, hann í Þýska-
landi og ég í Bandaríkjunum,“ seg-
f
ir Devlin. „Við vorum báðir hrifnir
af stórum ævintýramyndum og
einnig áttu hug okkar svokallaðar
stórslysamyndir sem gerðar voru á
áttunda áratugnum. Og úr þessu
samkrulli varð til hugmyndin að
Independence Day.“
Áður en þeir félagar gerðu hina
vinsælu kvikmynd Stargate voru
þeir þegar byrjaðir að reifa hug-
myndina að Independence Day.
Emerich segir að hann sé ekki
þeirrar trúar að geimför hafi heim-
sótt jörðina en segir einnig að
heimurinn sé svo stór að það hljóti
einhvers staðar annars staðar að
vera líf.
Þegar Stargate var frumsýnd við
mikinn fögnuð voru þeir félagar
komnir á kaf í undirbúning og
dvöldu í Mexíkó við gerð handrits
en myndin sjálf er tekin á Manhatt-
an í eyðimörk Nevada/Utah og í
Los Angeles. -HK
£
o
cr>
cn
oo
cn
c.
’öi
<o
co
*o
1_
03
>
Þú þarft
aðeins eitt
símtal í
Kvikmynda-
síma DV
til að fá
upplýsingar
um allar
sýningar
kvikmynda-
húsanna