Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 15 Hvar munu menn sjá fyrst til sólar á nýju árþúsundi? Jú, á Suðurskautslandinu þar sem miðnætursólin skín jafnt á vísindamenn sem mörgæsir um hver áramót. í hugum margra hafa næstu aldamót sérstaka merkingu um- fram þá augljósu að greina á milli loka einnar aldar og upphafs nýrr- ar. Það að einu árþúsundi í sögu mannkynsins lýkur og annað hefst hefur gjaman haft undarleg áhrif á sumt fólk, sem vill lesa úr slík- um tímamótum eitthvað merki- legt, jafnvel yfimáttúrulegt. Hjátrúin er ein þeirra fomu eig- inda mannshugarins, sem mennt- un 'og tæknibyltingar megna ekki að ýta til hliðar, og hún fær jafn- vel skynsamasta fólk til að tapa áttum þegar árið 2000 nálgast - eins og sagt er að gerst hafi í nokkrum mæli í hinum kristna heimi þegar árið 1000 nálgaðist og margir trúðu því að endurkoma Krists væri á næsta leiti. Misskilningur Þetta er reyndar þeim mun hlægilegra þar sem tímatalið er að sjálfsögðu mannanna verk og harla ófullkomið að auki. Til dæmis á sú venja manna að nota tugakerfi við útreikninga einfaldlega rætur sín- ar að rekja til þeirrar líkamlegu til- viljunar að Homo sapiens hefur tíu fingur, en ekki t.d. átta. Skipting tímans í ár er að vísu byggð á vísindalegum gnmni, sem og deiling ársins í mánuði, daga, klukkutima, mínútur og sekúnd- ur. En upphaf tímatals kristinna manna, sem er ríkjandi í veröld- inni í dag, er hins vegar byggt á misskilningi og vanþekkingu. Kirkjunnar menn samþykktu á sínum tíma að tímatalið skyldi miðast við fæðingu Jesú Krists. En það hefur lengi verið viður- kennd staðreynd að munkurinn Dionysius Exiguus, höfundur þeirra útreikninga, sem lágu að baki ákvörðuninni, hafi ruglast nokkuð í ríminu. Hann setti árið 1 að minnsta kosti fjórum árum síð- ar en talið er að Jesús hafi fæðst. Þetta hefur hins vegar aldrei verið leiðrétt. Hvenær lýkur árþúsundmu? Viða um lönd er þegar hafinn mikill undirbúningur rikisstjóma, sveitarfélaga, félagssamtaka, fyrir- tækja og einstaklinga vegna þeirra miklu hátíðahalda sem efnt verður til þegar árið 2000 rennur upp. Þeir sem eru stærðfræðilega sinnaðir hafa að sjálfsögðu bent á að það sé heilu ári of snemma; að ný öld og nýtt árþúsund hefjist ekki fyrr en árið 2000 hefur runn- ið sitt skeið á enda. Þetta kemur til af því að upphaf tímatalsins er árið eitt, en ekki árið núll. Þess vegna er núverandi árþúsund ekki gengið í garð fyrr en á miðnætti á gamlársdag árið 2000. En í reynd hlustar enginn á slík skynsemisrök. Allur undirbúning- ur miðast við að hátíðahöldin hefj- ist á miðnætti aðfaranótt 1. janúar árið 2000. Nú þegar er búið að panta hótelherbergi, samkomusali og veitingahús á ýmsum þekkt- ustu gisthúsum og skemmtistöð- um Vesturlanda vegna áramót- anna 1999/2000. Og í mörgum lönd- um verður haldið áfram að fagna með ýmsum hætti allt árið. Það á til dæmis við um borgina eilífu sem væntir þess að fá ekki færri en 30 milljónir pílagrima í heim- sókn á því ári sem Vatíkanið mun leggja áherslu á að sé tvö þúsund ára afmæli Krists, hvað sem líður sagnfræðilegum staðreyndum. Heimsendismenn Árin fram til aldamótanna verða vafalítið gósentími alls kon- ar sértrúarhópa og spekúlanta sem annaðhvort trúa því að mikil tíðindi séu í vændum eða hafa í hyggju að græða vel á trúgimi annarra. Bækur sem tengjast lokum þessa árþúsunds em þegar famar að streyma á markað, og er fLóðið þó vafalaust rétt að byrja. Þar ægir saman margs konar fræðum, allt frá samansafni af draumóram og bulli, þar sem gjaman er búist við miklum hörmungum um alda- mótin og jafnvel heimsendi, upp í Elías Snæland Jónsson aðstoðanitstjórí fræðirit vísindamanna sem reyna að greina kjarnann frá hisminu. Margir sértrúarhópar vænta mikils af árinu 2000 og setja það þá gjarnan fyrir misskilning í sam- band við ummælin i Biblíunni um þúsund ára ríkið - það er þá gullnu tíð þegar píslarvottar kristninnar rísi upp frá dauðum og lifi og drottni með Kristi í þús- und ár. Þetta er endurtekning þess sem gerðist fyrir árið 1000, þegar margir kristnir menn gengu frá öllum eigum sínum og héldu aust- ur til Jerúsalem til að taka þátt í þúsundáraríkinu sem aldrei kom. Annars era væntingar þessara sértrúarhópa jafn ólíkar og þeir era margir, og virðist hugarflug- inu þar engin takmörk sett. Tölvufár? Engin ástæöa er til að hafa áhyggjur af heimsendi árið 2000, en hins vegar er ljóst að miklu þarf að kosta til á næstu árum til að fá mikilvæg forrit í tölvum fyr- irtækja, stofiiana og einstaklinga til að átta sig á því að árið 2000 sé ekki árið 1900. Ástæða þessa er misskilinn spamaður snemma á tölvuöldinni. Þá var ákveðið að láta tölvur skil- greina ár með tveimur tölustöfum en ekki fjórum. Þannig þekkja tölvuforrit árið 1996 sem árið 96. Tímatal þessara tölvuforita mið- ast við að árið 00 sé árið 1900. Gall- inn er bara sá að árið 2000 mun að óbreyttu líka heita árið 00 á þeirra tungumáli. Þar með stökkva tölvurnar eitt hundrað ár aftur í tímann með öllum þeim vand- kvæðum sem slíkt hefur í för með sér, ekki síst fyrir fjármálastofn- anir og opinbera aðila sem miða alla útreikninga við ákveðnar dag- setningar. Sérfræðingar hafa gamnað sér við að benda á að þetta gæti til dæmis haft í fór með sér að unga- böm komist á eftirlaun en öldung- ar verði skráðir sem nýfædd böm, að dráttavextir verði reiknaðir fyrir heila öld og fleira í þeim dúr. Mikill fjöldi sérfræðinga og hug- búnaðarfyrirtækja er nú að verki við að lagfæra þessa grandvallar- villu til að koma í veg fyrir ringul- reið í fjármálaheiminum árið 2000. Áætlaðar tölur um kostnað við breytingamar era misjafnar, en allir era þó sammála um að hann sé mikill. í bandaríska dagblaðinu Washington Post var fyrir nokkru vitnað í kanadískan sérfræðing sem giskaði á að heildarkostnaður allra tölvueigenda í heiminum yrði á bilinu 20-40 bilijónir is- lenskra króna, hvorki meira né minna. Þannig fer stundum þegar menn ætla að spara. Fyrstu sólargeislarnir I tengslum við aldamótin er skemmtileg keppni í gangi meðal nokkurra þjóða á Kyrrahafi. Hún felst i því að draga til sín ferða- menn meö loforði um aö einungis þar sé hægt að sjá fyrstu sólar- geisla ársins 2000. Nýsjálendingar hafa um hríð reynt að vekja athygli umheims- ins á því sem þeir kalla fyrsta samkvæmi næstu aldar. Það á að fara fram á Chathameyju, sem er um 860 kílómetra austur af höfuð- borginni Wellington og því nærri þeirri alþjóðlegu línu sem skiptir dögum á Kyrrahafinu. íbúar á eynunni Tonga, sem er nokkra norðar, telja sig hins veg- ar vera á undan Nýsjálendingum að sjá fyrstu sólargeisla aldarinn- ar - nánar tiltekið á eyjunni Eua. Fyrstu geislar sólarinnar eiga að skríða þar yfir sjóndeildarhring- inn kl. 5.57 aðfaranótt 1. janúar árið 2000 - en þá er enn síðdegi á gamlársdag í Greenwich á Englandi (GMT). Þetta er 16 mín- útum áður en sjást á til sólar frá Chathameyju. En í samkeppninni um að vera fyrstir gleymdu þessir góðu menn einum stað á jörðinni þar sem hægt er að sjá nýársdagssólina miklu fyrr. í janúarmánuði gengur sólin nefnilega aldrei til viðar á syðsta byggða bóli hnattarins, Suður- skautslandinu. Undir þeirri mið- nætursól eru starfandi allt árið umkring vísindamenn sem ættu að sjá til sólar fyrstir manna á nýrri öld - ásamt blessuðum mör- gæsunum sem munu réttilega láta sér fátt um finnast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.