Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Blaðsíða 46
54 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 Afmæli____________________________ Erlingur Kristinn Stefánsson Erlingur Kristinn Stefánsson framkvæmdastjóri, Hryggjarseli 15, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Erlingur útskrifaðist sem vél- virki frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1967. Á árunum 1967-70 starf- aði hann við uppbyggingu á Álver- inu í Straumsvík á vegum Sindra- smiðjunnar. Á árunum 1970-71 bjó hann og starfaði hjá Dillenger Staubau í Essen í Þýskalandi við byggingu á álveri. Eftir að Erlingur fluttist aftur til Islands starfaði hann hjá Sindra- smiðjunni 1971-73; hjá Vélsmiðju Gísla Guðlaugssonar 1973-75 og í Vélsmiðju Guðjóns Ólafssonar 1975-77. Árið 1977 stofnaði Erlingur ásamt tveim öðrum aðilum Vél- smiðjuna Jámverk hf. og rekur hann hana í dag. Erlingur hefur verið í Oddfellow- reglunni frá 1983. Fjölskylda Erlingur kvæntist 1967 Erlu Ott- ósdóttur, f. 6.4. 1945, bankafulltrúa. Foreldrar hennar voru Ottó Guð- jónsson frá Vopnafirði, f. 1.8.1898, og Guðbrandína Tómasdóttir úr Dalasýslu, f. 31.8. 1899. Þau eru bæði látin. Börn Erlings og Erlu eru Andrés Erlingsson, f. 6.3. 1968, í sambúð með Gyðu Sigurlaugs- dóttur og eiga þau eina dóttur, Þorgerði Erlu, og em búsett í Reykjavík; og Guðbrandur Erlings- son, f. 23.11. 1972, í sam- búð með Jessicu Larsen og em þau búsett í Sví- þjóð. Systkini Erlings eru Stella Stefánsdóttir hús- móðir, búsett í Reykjavík; Helga Stefánsdóttir framreiðslukona, bú- sett í Reykjavík; Guðmundur Kr. Stefánsson vélvirki, búsettur i Reykjavík, og Albert Stefánsson sjúkraliði, búsettur á Selfossi. Foreldrar Erlings: Stefán Viktor Guðmundsson, f. 3.2. 1912, d. 25.1. 1993, sjómaður og Jóna Erlingsdótt- ir, f. 21.10. 1914, húsmóðir. Þau bjuggu í Reykjavík en Jóna býr nú á Skjóli. Ætt Erlingur er sonur Stef- áns, sjómanns i Reykja- vík, bróður Njáls, fyrrv. skólastjóra á Akranesi, og Bjama, fyrrv. yfirum- sjónarmanns Pósts og síma. Stefán er sonur Guðmundar, skipstjóra í Reykjavík, Bjarnasonar, útvegsb. í Dalshúsum í Önundarfirði, Jónssonar. Móðir Guðmundar var Rósamunda Guðmunds- dóttir. Móðir Stefáns var Sólveig Steinunn Stefánsdóttir, b. á Stóru-Vatnsleysu á Vatnsleysu- strönd, Magnússonar. Móðir Erlings er Jóna, systir Bertils málara og Alberts, málara- meistara og kaupmanns í Reykja- vík, afa Alberts Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Öryggismálanefndar. Jóna er dóttir Erlings, b. á Stóm- Dragá í Skorradal, Jóhannessonar, b. á Þyrli, Engjalandi og á Indriða- stöðum, Torfasonar, b. á Valdastöð- um, Guðlaugssonar. Móðir Jóhanns var Málfríður Einarsdóttir. Móðir Málfríðar var Þórunn Bjömsdóttir, b. á Fremra-Hálsi og á írafelli í Kjós, Stefánssonar, og konu hans, Úrsúlu, systur Helgu, ömmu Gísla, afa Gíslínu, sem var langamma Össurar Skarphéðinssonar þing- flokksformanns og Kristjönu, ömmu Þráins Bertelssonar kvik- myndagerðarmanns. Loks var Helga langamma Halldóru, langömmu Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins. Úrsúla var dóttir Jóns, b. á Fremra- Hálsi, ættföður Fremra-Hálsættarinnar, Ámasonar. Móðir Jónu Erlings- dóttur var Kristín, dóttir Erlends Magnússonar, b. á Kaldárbakka í Skorradal, og Ragnhildar Bergþórs- dóttur. Erlingur Kristinn Stefánsson. Elín Kjartansdóttir Elín Kjartansdóttir, verslunar- og handverksmaður, Norðurhlíð, Aðaldælahreppi, er fertug í dag. Starfsferill Elín er fædd á Brúna- laug í Eyjafirði en ólst upp á Akureyri. Hún gekk í bamaskóla og gagnfræðaskóla á Akur- eyri og hefur síðan sótt ýmis námskeið í vefnaði, ullarvinnu og ýmsu fleiru. Elín hefur unnið í frystihúsum, á leikskóla, á hjúkrunarheimili, við skinnaverkun, við leður- saum, við skógerð, í slát- urhúsi, í verslun og við landbúnaðarstörf. Hún rekur verslunina Gljúfrabú við Laxárvirkjun á sumrin en á veturna Tóverið Tumsu heima í Norðurhlíð. Elín hefur tekið þátt í handverkssýningum hér á landi og í Svíþjóð auk þess að sýna ein í Ýdölum í Aðaldal, Vín í Eyjafirði og Hlaðvarpanum í Reykjavík. Elín hefur starfað með Alþýðu- bandalaginu og verið í leikfélögum og kórum. Elín hefur búið á Akur- eyri, í Biskupstungum, á ísafirði og í Aðaldal. Elín mun giftast á af- mælisdaginn, 17.8. 1996, Agnari Kristjánssyni, f. 11.10. 1948, bónda. Hann er sonur Kristjáns Jón- atanssonar, bónda í Norðurhlíð, og Friðriku Stefánsdóttur húsfreyju. Agnar á tvo syni; Kristján Jakob Agnarsson, f. 13.4. 1973 og Magnús Reyr Agnarsson, f. 21.5. 1975. Fyrri maður Elínar var Róbert Róbertsson. Þau skildu. Synir Elín- ar og Róberts: Ingimundur Róberts- son, f. 27.4. 1975, Kjartan Róberts- son, f. 17.7. 1979 og Róbert Stefán Róbertsson, f. 5.6. 1981. Systkini Elinar eru Einar Kjart- ansson, f. 15.1. 1952, jarðeðlisfræð- ingur, búsettur í Reykjavík; Árni Kjartansson, f. 13.6.1953, vélvirki, búsettur í Kópavogi; Ólafur Kjart- ansson, f. 11.2.1955, vélvirki, bú- settur á Akureyri; Amfríður Kjart- ansdóttir, f. 17.11. 1960, sálfræðing- ur, búsett i Danmörku; Yngvi Kjartansson, f. 7.4.1962, dagskrár- gerðarmaður, búsettur á Akureyri; Jóhann Ragnar Kjartansson, f. 13.4. 1964, stálskipasmiður, búsettur í Kópavogi og Óttar Kjartansson, f. 16.1.1973, leiðsögumaður, búsettur á Akureyri. Foreldrar Elínar em Kjartan Jónsson, f. 12.6. 1928, fyrrv. skrif- stofumaður og Hlif Einarsdóttir, f. 19.11. 1930. Þau eru skilin og býr Kjartan í Reykjavík og Hlíf á Akur- eyri. Ætt Foreldrar Kjartans voru Jón Ólafur Jónsson og Amfríður Ingv- arsdóttir á Isaflrði. Foreldrar Hlíf- ar voru Einar Jörundur Helgason og Jónasína Sveinsdóttir, Holtakot- um, Biskupstungum, Árnessýslu. Elín mun ganga í hjónaband með Agnari Kristjánssyni á afmælisdag- inn. Prestur verður séra Sigurður Ægisson, Grenjaðarstað, og mun athöfnin fara fram uppi á Þeista- reykjum þar sem er gangnamanna- kofi Aðaldælinga. Elín Kjartansdóttir. Sigrún Konráðsdóttir fjallaferðum og hefur starfað með Hjálparsveit skáta í Reykjavík sl. 10 ár. Einnig hefur Sigrún verið fararstjóri hjá Ferðafélagi íslands und- anfarin 6 ár. Fjölskylda Eiginmaður Sigrúnar er Ólafur Kr. Guðmunds- son, f. 6.8. 1956, tölvuráð- gjafi og forseti LÍA. Hann er sonur Guðmundar Guðmundssonar blinda í Víði og Ólafíu Ólafs- dóttur. Þau bjuggu í Reykjavík. Börn Sigrúnar og Ólafs eru Þorsteinn K. Ólafs- son, f. 25.7.1975, nemi; Guðmundur B. Ólafs- son, f. 5.4. 1982, og Lóa Sigga Ólaísdóttir, f. 11.11. 1983. Systkini Sigrúnar: Vilmar Kristinsson, f. Sigrún Konráðs- dóttir. Oskar Jensen Sigrún Konráðsdóttir, skrifstofu- maður hjá Habitat, Viðarrima 45, Reykjavík, er fertug í dag. Starfsferill Sigrún er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún starfaöi sem skrif- stofumaður hjá Viðju, var aðstoðar- rannsóknarmaður hjá Líftækni- deild Iðntæknistofnunar, var versl- unarstjóri hjá F&A og starfar nú sem skrifstofumaður hjá Habitat. Sigrún er mikið tengd útiveru og Óskar Jensen prentari, Þinghóls- braut 28, Kópavogi, er níræður á morgun. Starfsferill Óskar er fæddur á ísafirði og bjó þar til sjö ára aldurs. Þaðan fluttist hann til Þórshafnar í Færeyjum þar sem hann ólst upp hjá Tomas og Julianne Askam. Hann fluttist aftur til íslands 19 ára eftir að hafa lært prentiðn í Færeyjum. Hann vann ýmis störf eftir komuna til ís- lands en hóf störf við prentsmiðj- una ísrún á ísafirði 1931 og starfaði þar til 1945 er hann fluttist ásamt íjölskyldu sinni til Önundarfjarðar og stundaði þar búskap til 1952. Árið 1953 flutti Óskar til Dan- merkur ásamt konu sinni og yngra syni og starfaði þar við prent- smiðju í Kaupmannahöfn. Hann flutti aftur til Islands 1956 og hóf störf við Prentsmiðju ísafoldar þar sem hann starfaði til 1977 með 4 ára hléi þegar hann starfaði í Al- þýðuprentsmiðjunni. Óskar hefur búið á Þinghóls- braut 28 í Kópavogi frá 1957. Fjölskylda Eiginkona Óskars var Hansína Hannibalsdóttir, f. 22.10.1905, d. 27.9. 1995, húsmóðir. Foreldrar hennar voru Hannibal Hálfdánar- son og Guðrún Sveinsdóttir, búsett í Önundarfirði. Böm Óskars og Hansínu: Aðal- heiður, f. 24.11. 1931, búsett í Bandaríkjunum og á einn son; Gústaf, f. 3.7. 1933, kvæntur Krist- björgu Markúsdóttur, þau eru bú- sett á ísafirði og eiga sjö börn; Mál- fríður Guðrún, f. 5.2. 1935, ekkja, búsett í Danmörku og á tvo syni; Anna Júlía, f. 28.3. 1940, gift Guð- 5.6. 1948, flugstjóri hjá Flugleiðum; Þorsteinn Konráðsson, f. 6.5. 1951, d. 11.11. 1959; Marta Konráðsdóttir, f. 15.12. 1953, líffræðingur, og Stein- unn Ósk Konráðsdóttir, f. 8.11. 1963, húsfrú. Foreldrar Sigrúnar: Konráð Þor- steinsson, f. 31.8.1917, d. 10.3.1978, kaupmaður, og Steinunn Vilhjálms- dóttir, f. 1.5. 1930. Þau bjuggu í Reykjavík. Það verður haldið sameiginlega upp á afmæli þeirra hjóna þann 24.8. mundi V. Ottósyni, þau búa í Kópa- vogi og eiga fjögur böm; Ómar, f. 25.7. 1949, kvæntur Ólafíu Sigur- garðsdóttur, þau búa í Kópavogi og eiga þrjár dætur. Systkini Óskars: Amalía, Brynjólfina, Magnús, Kristensa, Herta Vigant, Napoleon Ársæll. Þau eru öll látin. Foreldrar Óskars vora Jens Frið- rik Jensen, f. í Sandey í Færeyjum, sjómaður, og Málfríður Magnús- dóttir. Þau bjuggu á ísafirði. Óskar tekur á móti gestum í Perlunni á afmælisdaginn kl. 15.00-18.00. Til hamingju með afmælið 17. ágúst 80 ára Greipur Ketilsson, Grænumörk 1, Selfossi. Þorbjörg S. Maher, Álfaheiði lc, Kópavogi. Sigtryggur Albertsson, Vallholtsvegi 17, Húsavík. Freddy Laustsen, Furugerði 1, Reykjavík. 75 ára Guðrún Margrét Ámadótt- ir, Vík, Bakkafirði. Guðmundur Árnason, Brekkugeröi 34, Reykjavík. Anna Óskarsdóttir, Laufvangi 2, Hafharfirði. 60 ára Sigurþór Hreggviðsson, Bakkastíg 4, Eskifirði. Ásdís Pálsdóttir, Suðurbraut 24, Hafnarfirði. Áslaug Kristjánsdóttir, Skaftahlíð 8, Reykjavik. Áslaug og eiginmaður henn- ar, Guttormur Sigurbjamar- son, verða að heiman á af- mælisdaginn. Bragi Guðmundsson, Kambahrauni 26, Hveragerði. Bragi verður að heiman á af- mælisdaginn. Guðmundur Kristinsson, Látraströnd 7, Seltjarnamesi. Trausti Kristjánsson, Einiholti 2, Biskupstungna- hreppi. Ferdinand Ferdinandsson, Lykkju 2, Kjalamesheppi. Bragi Eiríksson, Hellulandi 17, Reykjavík. 50 ára Jóhanna Jensen, Hólavangi 26, Hellu Kjartan Óskarsson, Heinabergi 11, Þorlákshöfn. Gunnar Örnólfur Hákonar- son, Sunnubraut 26, Akranesi. Auðunn Hálfdánarson, Þórðargötu 12, Borgarbyggð. Methúsalem Þórisson, Fálkagötu lOa, Reykjavík. Sigurðm1 Jónsson, Þormóðsgötu 32, Siglufirði. 40 ára Valgerður Jónsdóttir, Ranavaði 2, Egilsstöðum. Sveinbjörg Stefánsdóttir, Hrafnakletti 2, Borgarbyggð. Sigríður Hjaltadóttir, Álfheimum 52, Reykjavík. Jóhann Valgeir Jónsson, Þórustig 3, Reykjanesbæ. Sigriður J. Guðmundsdóttir, Sörlaskjóli 94, Reykjavík. Flosi Magnússon, Bakkatúni, Vesturbyggð. aukaafslátt af smáauglýsingum DV Smáauglýsingar 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.