Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Blaðsíða 5
DV LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 fréttir Áhrif uppsagna heilsugæslulækna: Astandið í heildina ömurlegt - segir starfandi héraðslæknir í Norðurlandsumdæmi eystra DV, Akureyri: „Þaö má líta á þetta ástand frá tveimur sjónarhornum. Ástandið í heilbrigðismálunum þegar á heild- ina er litið er ömurlegt en hins veg- ar hefur okkur tekist að setja undir lekann hvað varðar neyðarþjónust- una,“ segir Þórir V. Þórisson, starf- andi héraðslæknir I Norðurlands- umdæmi eystra. Þórir segir að á svæðinu sé ástandið langbest á Akureyri, en þar er eina heilsugæslustöðin í um- dæminu þar sem læknar eru starf- andi, og svo er sjúkrahúsið þar. En eftir því sem fjær dregur Akureyri því verra verður ástandið," segir Þórir. Hann segir að ástandið í N-Þing- eyjarsýslu hafi verið alvarlegast og þar hafi fólki liðið verst og liði verst þótt neyðarþjónusta sé fyrir hendi. Verst sé ástandið hjá sjúklingum með viðvarandi sjúkdóma, s.s. hjart- veiki, fólk sem þurfi sín lyf en hafi ekki að þeim greiðan aðgang. Leið- in til að nálgast þau hafi verið sú að hafa samband við læknana á Akur- eyri sem hafi símsent lyfseðla sem hjúkrunarfræðingar á stöðunum hafi svo afgreitt lyfin eftir. Á Þórshöfn var læknislaust í nokkra daga og reyndar á stóru svæði þar i kring. Það mál hefur nú verið leyst þannig að læknir er komin á staðinn en hann sinnir ein- ungis algjörri neyðarþjónustu og er ráðgefandi fyrir hjúkrunarfræð- inga. Halldór Jónsson, framkvæmda- stjóri Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri, segir að álagið á slysa- og bráðadeild þar hafi aukist gífurlega frá því heilsugæslulæknarnir hættu störfum. „Álagið hefur aukist um a.m.k. 50-70% en við höfum brugð- ist við því og fólkið hér hefur skilað mikiili og góðri vinnu,“ segir Halld- ór. -gk 5 Hjólkoppar Verð frá kr. 2.200 settið G* 12",13",14" og 15" varahlutir Hamarshöfða 1, sími 567 6744 Leiguverð kvóta: Þorskur á 95 krónur en ufsi á 1 krónu Gangverð á leigðum þorskkvóta um þessar mundir er 95 krónur kílóið á meðan ufsakvótinn er leigð- ur á 1 krónu og ýsukvótinn á 4 krónur. Þessa upplýsingar koma frá Skipasölunni hf. sem einnig er í kvótamiðlun. Karfakvótinn er leigður á 45 krónur kílóið, grálúða á 20 krónur, koli á 9 krónur og rækja á 80 krón- ur. Söluverð á varanlegum þorsk- kvóta innan ársins er 600 krónur kílóið, 130 krónur fyrir ýsuna, 70 krónur fyrir ufsann, 160 krónur fyr- ir karfann, 180 krónur fyrir grá- lúðu, 125 krónur fyrir kola og 380 krónur fyrir rækju. -bjb Akraneskirkja 100 ára: Biskup predik- ar á hátíöar- guðsþjónustu DV, Akranesi: Akraneskirkja á aldarafmæli 23. ágúst en þann dag 1896 var hún vígð. Aðeins fjórir prestar hafa þjónað þar á þessum 100 árum, þeir Jón A. Sveinsson, Þorsteinn Briem, Jón M. Guðjónsson og Björn Jóns- son, núverandi prestur. Þessara merku tímamóta verður minnst á ýmsan hátt. Sunnudaginn 24. ágúst verður hátíðarguðsþjón- usta í kirkjunni þar sem biskup ís- lands, herrá Ólafur Skúlason, predikar. Eftir messu verður kaffi- samsæti í Vinaminni. Sýningar sem tengjast sögu kirkjunnar verða bæði á listasetrinu Kirkjuhvoli og í safnaðarheimilinu Vinaminni. Þá verður gefið út veglegt afmælisrit þar sem fjallað er um sögu kirkj- unnar og fyrri Garðakirkna í máli og myndum. Höfundur er Gunn- laugur Haraldsson þjóðháttafræð- ingur. -DVÓ Gróði Þróunarfélagsins: Jafn mikill og allt síðasta ár Hagnaður Þróunarfélags íslands fyrstu sex mánuði þessa árs, að teknu tilliti til skatta, var 224 millj- ónir króna eða jafn mikill og allt árið í fyrra. Fyrir skatta var hagn- aðurinn 305 milljónir á fyrri hluta þessa árs. Til samanburðar var hagnaður fyrstu 8 mánaða í fyrra 159 milljónir. Hlutabréf í eigu félagsins hafa hækkað mikið og nam gengishagn- aður bréfanna um 290 milljónum á tímabilinu. Frá áramótum hafði gengi bréfanna hækkað um 55%. í lok júní sl. átti Þróunarfélagið hlutabréf í 45 fyrirtækjum, þar af voru 20 skráð á Verðbréfaþingi. Heildareignir félagsins hámu 1,6 milljörðum og er 58% eigna í hluta- bréfum, 35% í skuldabréfum og 7% í öðrum eignum. <5 C ■ m»d J íí’ c nUUUnGIOCl^frt FRABÆR HEIMABIOIVIAGniARI IVIEÐ H ..gnmm tilboð TA-100 Heimabíó: • TA-VE100 Sony "ProLogic Surround magnari" • SS-CR10 Sony Umhverfishátalarar • Little One Celestion Framhátalarar 39.950,- JAPISS BRAUTARHOLTI & KRINGLUNNI SÍMI 562 5200 T-28 Tatung 28“ Sjónvarp. Panasonic SC-CH72 / Samstæða með öllu • Magnari 2x35w din 2x70 músík • Útvarp með FM/MW/LW og klukku • Tvöfalt segulband auto-reverse • MASH 1 bita geislaspilari fyrir 3 diska Forstilltur tónjafnari Surround • Góðir hátalarar 2way 35w din 70 músik • Fjarstýring þú sparar 23 þúsund kr. Tatung T28 / sjónvarp • 28" Black Matrix myndlampi • Nicam Stereo 2x7,5w magnari • ísl. textavarp • 2x scarttengi S-VHS • Tengi fyrir aukahátalara • Allar aðgerðir á skjá T-21 Tatung 21" Sjónvarp. ...urrrrrranai uoii Panasonic RX-DS10 Ferðatæki m/CD spilara • Magnari 20w pmpo • Útvarp með FM/MW/LW • Segulband • MASH 1 bita geislaspilari • X.B.S. Bass Reflex • Tengi fyrir heyrnatól Tatung T21 / sjónvarp • 21" Black Matrix myndlampi • Nicam Stereo 2x10w magnari • l'sl. textavarp • 2x scarttengi S-VHS • Tengi fyrir aukahátalara • Allar aðgerðir á skjá -bjb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.