Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Qupperneq 5
DV LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996
fréttir
Áhrif uppsagna heilsugæslulækna:
Astandið í heildina ömurlegt
- segir starfandi héraðslæknir í Norðurlandsumdæmi eystra
DV, Akureyri:
„Þaö má líta á þetta ástand frá
tveimur sjónarhornum. Ástandið í
heilbrigðismálunum þegar á heild-
ina er litið er ömurlegt en hins veg-
ar hefur okkur tekist að setja undir
lekann hvað varðar neyðarþjónust-
una,“ segir Þórir V. Þórisson, starf-
andi héraðslæknir I Norðurlands-
umdæmi eystra.
Þórir segir að á svæðinu sé
ástandið langbest á Akureyri, en
þar er eina heilsugæslustöðin í um-
dæminu þar sem læknar eru starf-
andi, og svo er sjúkrahúsið þar. En
eftir því sem fjær dregur Akureyri
því verra verður ástandið," segir
Þórir.
Hann segir að ástandið í N-Þing-
eyjarsýslu hafi verið alvarlegast og
þar hafi fólki liðið verst og liði verst
þótt neyðarþjónusta sé fyrir hendi.
Verst sé ástandið hjá sjúklingum
með viðvarandi sjúkdóma, s.s. hjart-
veiki, fólk sem þurfi sín lyf en hafi
ekki að þeim greiðan aðgang. Leið-
in til að nálgast þau hafi verið sú að
hafa samband við læknana á Akur-
eyri sem hafi símsent lyfseðla sem
hjúkrunarfræðingar á stöðunum
hafi svo afgreitt lyfin eftir.
Á Þórshöfn var læknislaust í
nokkra daga og reyndar á stóru
svæði þar i kring. Það mál hefur nú
verið leyst þannig að læknir er
komin á staðinn en hann sinnir ein-
ungis algjörri neyðarþjónustu og er
ráðgefandi fyrir hjúkrunarfræð-
inga.
Halldór Jónsson, framkvæmda-
stjóri Fjórðungssjúkrahússins á Ak-
ureyri, segir að álagið á slysa- og
bráðadeild þar hafi aukist gífurlega
frá því heilsugæslulæknarnir hættu
störfum. „Álagið hefur aukist um
a.m.k. 50-70% en við höfum brugð-
ist við því og fólkið hér hefur skilað
mikiili og góðri vinnu,“ segir Halld-
ór.
-gk
5
Hjólkoppar
Verð frá
kr. 2.200 settið
G*
12",13",14" og 15"
varahlutir
Hamarshöfða 1, sími 567 6744
Leiguverð kvóta:
Þorskur á 95
krónur en ufsi
á 1 krónu
Gangverð á leigðum þorskkvóta
um þessar mundir er 95 krónur
kílóið á meðan ufsakvótinn er leigð-
ur á 1 krónu og ýsukvótinn á 4
krónur. Þessa upplýsingar koma frá
Skipasölunni hf. sem einnig er í
kvótamiðlun.
Karfakvótinn er leigður á 45
krónur kílóið, grálúða á 20 krónur,
koli á 9 krónur og rækja á 80 krón-
ur. Söluverð á varanlegum þorsk-
kvóta innan ársins er 600 krónur
kílóið, 130 krónur fyrir ýsuna, 70
krónur fyrir ufsann, 160 krónur fyr-
ir karfann, 180 krónur fyrir grá-
lúðu, 125 krónur fyrir kola og 380
krónur fyrir rækju. -bjb
Akraneskirkja 100 ára:
Biskup predik-
ar á hátíöar-
guðsþjónustu
DV, Akranesi:
Akraneskirkja á aldarafmæli 23.
ágúst en þann dag 1896 var hún
vígð. Aðeins fjórir prestar hafa
þjónað þar á þessum 100 árum, þeir
Jón A. Sveinsson, Þorsteinn Briem,
Jón M. Guðjónsson og Björn Jóns-
son, núverandi prestur.
Þessara merku tímamóta verður
minnst á ýmsan hátt. Sunnudaginn
24. ágúst verður hátíðarguðsþjón-
usta í kirkjunni þar sem biskup ís-
lands, herrá Ólafur Skúlason,
predikar. Eftir messu verður kaffi-
samsæti í Vinaminni. Sýningar sem
tengjast sögu kirkjunnar verða
bæði á listasetrinu Kirkjuhvoli og í
safnaðarheimilinu Vinaminni. Þá
verður gefið út veglegt afmælisrit
þar sem fjallað er um sögu kirkj-
unnar og fyrri Garðakirkna í máli
og myndum. Höfundur er Gunn-
laugur Haraldsson þjóðháttafræð-
ingur. -DVÓ
Gróði Þróunarfélagsins:
Jafn mikill og
allt síðasta ár
Hagnaður Þróunarfélags íslands
fyrstu sex mánuði þessa árs, að
teknu tilliti til skatta, var 224 millj-
ónir króna eða jafn mikill og allt
árið í fyrra. Fyrir skatta var hagn-
aðurinn 305 milljónir á fyrri hluta
þessa árs. Til samanburðar var
hagnaður fyrstu 8 mánaða í fyrra
159 milljónir.
Hlutabréf í eigu félagsins hafa
hækkað mikið og nam gengishagn-
aður bréfanna um 290 milljónum á
tímabilinu. Frá áramótum hafði
gengi bréfanna hækkað um 55%.
í lok júní sl. átti Þróunarfélagið
hlutabréf í 45 fyrirtækjum, þar af
voru 20 skráð á Verðbréfaþingi.
Heildareignir félagsins hámu 1,6
milljörðum og er 58% eigna í hluta-
bréfum, 35% í skuldabréfum og 7%
í öðrum eignum.
<5
C
■ m»d J íí’ c nUUUnGIOCl^frt
FRABÆR HEIMABIOIVIAGniARI IVIEÐ H
..gnmm
tilboð
TA-100 Heimabíó:
• TA-VE100 Sony "ProLogic Surround magnari"
• SS-CR10 Sony Umhverfishátalarar
• Little One Celestion Framhátalarar
39.950,-
JAPISS
BRAUTARHOLTI & KRINGLUNNI SÍMI 562 5200
T-28 Tatung 28“ Sjónvarp.
Panasonic SC-CH72 / Samstæða með öllu
• Magnari 2x35w din 2x70 músík • Útvarp með FM/MW/LW og klukku
• Tvöfalt segulband auto-reverse • MASH 1 bita geislaspilari fyrir 3 diska
Forstilltur tónjafnari Surround
• Góðir hátalarar
2way 35w din 70 músik
• Fjarstýring
þú sparar 23 þúsund kr.
Tatung T28 / sjónvarp
• 28" Black Matrix myndlampi
• Nicam Stereo 2x7,5w magnari
• ísl. textavarp
• 2x scarttengi S-VHS
• Tengi fyrir aukahátalara
• Allar aðgerðir á skjá
T-21 Tatung 21" Sjónvarp.
...urrrrrranai uoii
Panasonic RX-DS10
Ferðatæki m/CD spilara
• Magnari 20w pmpo
• Útvarp með FM/MW/LW
• Segulband
• MASH 1 bita geislaspilari
• X.B.S. Bass Reflex
• Tengi fyrir heyrnatól
Tatung T21 /
sjónvarp
• 21" Black Matrix
myndlampi
• Nicam Stereo
2x10w magnari
• l'sl. textavarp
• 2x scarttengi
S-VHS
• Tengi fyrir
aukahátalara
• Allar aðgerðir á
skjá
-bjb