Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 22 sérstæð sakamál Christopher Bernard Wilder. Sjö af fórnarlömbunum. Efri röö frá vinstri: Sheryl Bonaventura, Beth Dod- ge. Dawnetta Sue Wilt, Michelle Korfman. Neöri röö frá vinstri: Suzanne Wendy Logan, Terry Diane Walden og Terry Ferguson. Fleiri morð Árið 1980 fékk Wilder fimm ára skilorðs- bundinn dóm fyrir tilraun til nauðgunar. Tveimur árum síðar, þegar hann var í Ástral- íu, var hann kærður fyrir að ráðast á tvær konur. En hann flýði til Bandaríkjanna áður en málið kom fyrir rétt. Fyrirtæki hans gekk af sjálfu sér, eins og sagt er, og því fór Wilder að taka þátt í kappaksturskeppnum. Fékk hann brátt á sig orð fyrir djarfan og tillitslausan akstur en hann hafði þá keypt nokkra Porsche-bíla og fengið til liðs við sig aðra bílstjóra. Meðan lögreglan leitaði að Wilder í Flórída og Georgíu hélt hann vestur á bóginn. Þrem- ur dögum eftir að Linda Erika Groper slapp frá honum rændi hann síðhærðri ljósku, Terry Diane Walden, í Beaumont í Texas. Hann nauðgaði henni í bílnum en stakk hana síðan til bana með hnífi og skildi líkið eftir í skurði við vegarbrúnina. 25. mars var Wilder kom- inn til Oklahoma City. Þar rændi hann Suzanne Wendy Logan. Lík hennar fannst í Kansas þremur dögum síðar. í skjóli Ijósmyndunar í Durango í Colorado heimsótti Wilder fegurðar- drottningu sem þar bjó, Sheryl Bonaventura. Hann lést vera ljósmyndari við eitt af stóru tískublöðun- um og bauð henni starf. Hún lét ginnast og sást síð- ast að kvöldi 29. mars með honum á Thunderbird Lodge-mótelinu. Lík henn- ar fannst hálfum mánuði síðar í skógi. Tveimur dögum síðar brá Wilder sér aftur I gervi ljósmyndara og tókst þannig að ræna Michelle Korfman þjónustustúlku. Lík hennar fannst síðar í gili í eyðimörk. Næstu nótt nauðgaði Wilder Dawnette en nokkru fyrir dögun stakk hann hana með hnífi og kastaði út úr bílnum. Dawnette var á lífl og tókst að stöðva bíl sem kom að. Var henni komið í aðgerð á sjúkrahúsi. Þegar hún hafði náð sér nokkuð gat hún skýrt frá þvi að Wilder væri á leiðinni til Atlantic City. I átt til Kanada Um klukkutíma eftir að Wilder hafði kastað Dawnette út úr bíinum fannst honum rétt að fá sér annan farkost. í bænum Victor sá hann Firebird-sportbíl. Þrjátíu og þriggja ára kona, Beth Dodge, var að stíga inn í hann. Wilder hljóp til hennar, skaut hana til bana og augna- bliki síðar óku þau Tina burt í sportbílnum. Er hér var komið var ferðinni enn heitið til Atlantic City. En skyndilega skipti Wilder um skoðun. Hann ákvað að fara ekki þangað og sagði Tinu að nú yrði hún að yfirgefa hann. Honum myndi reynast auveldara að sleppa ef hann væri einn á ferð og hygðist hann fela sig í skógunum stóru í Kanada. Wilder ók til Boston. Þar keypti hann flug- farseðil handa Tinu Mariu til Kaliforníu. Síð- an ók hann í átt til kanadísku landamæranna Daginn eftir fegurðarsamkeppnina Ungfrú Flórída árið 1984 fóru nokkr- ar stúlknanna sem tóku þátt í henni að hverfa á dularfullan hátt. Rosario Gonzales, tvítug, var sú fyrsta. Hún hafði orðið önnur i keppninni en kom ekki á blaðamannafund daginn eftir. Hún lét sig einnig vanta á tískusýningu og í veislu sem haldin var fyrir þátttakendurna og starfslið keppninnar. Leit á hótelherbergi Gonzales leiddi í ljós að fót hennar, skartgripir og aðrar persónulegar eigur voru þar en sjálf var hún horf- in sporlaust. Fimm dögum síðar var tilkynnt að annar keppandi, Elizabeth Kenyon, væri horfin. Vinkona hennar sagði lögreglunni að Elizabeth hefði farið á stefnumót við kappakstursbílstjóra sem hún hefði nýlega kynnst. En þessa dagana stóð einmitt yfir Grand Prix-kappaksturskeppnin í Miami og margir þátttakendanna í henni bjuggu á sama hóteli og stúlkumar í fegurðarsamkeppninni höfðu gert. Raðmorðingi? í fyrstu taldi lögreglan í Miami engin tengsl vera milli hvarfa Rosario Gonazles og Elizabeth Keny- on. En þegar þriðja stúlkan, Terry Ferguson, hvarf vöknuðu grunsemd- ir um að á ferðinni kynni að vera hættulegur morðingi. Þegar lík Terry fannst svo, illa leikið, á mótel- herbergi í Haines City þótti ljóst að um raðmorðingja væri að ræða, mann sem myrti fallegar ungar stúlkur. Terry Ferguson hafði verið nauðg- að áður en hún var stungin marg- sinnis með hnífi. Daginn eftir lík- fundinn var ráðist á starfsstúlku í banka, Lindu Eriku Cooper, þegar hún var að fara af vinnustað sínum í Ocala í norðurhluta Flórída. Henni var rænt og var maðurinn sem sást gera það sagöur hafa tekið út allháa fiárhæð úr bankanum fyrr um dag- inn. Mannræninginn ók að móteli fyrir utan bæinn Bainbridge í grannrík- inu Georgíu. Þar nauðgaði hann Lindu en þegar hann þurfti að bregða sér á salemið tókst henni að flýja. Hún gat lýst manninum og sagt að í bíl hans væri ýmislegt sem benti til þess að hann væri kappakstursbíl- stjóri. Henni voru þá sýnar myndir af þátttakendunum í Grand Prix- keppninni og ekki leið á löngu þar til hún benti á mynd af manni sem reyndist heita Christopher Wilder. Milljónamæringur Rannsókn hafði nú leitt í ljós að bæði Rosario Gonzales og Elizabeth Kenyon höfðu sést með Wilder rétt áður en þær hurfu. Og rekstrarstjóri mótelsins þar sem Temy Ferguson var myrt bar kennsl á mynd af Wilder þegar honum var sýnd hún. Christopher Bemard Wilder fæddist í Sydn- ey í Ástralíu árið 1945. Foreldrar hans skildu þegar hann var fimm ára og ólst drengurinn upp hjá föður sínum. Honum gekk vel í skóla og varð byggingaverkfærðingur. Þegar hann var tuttugu og fimm ára fluttist hann til Bandaríkjanna. Þar tókst honum aö koma á fót fyrirtæki og fimm árum síðar var hann orðinn margmilljónamæringur. Þrjátíu og fimm ára var hann þekktur fyrir óhófslif. Þá hafði hann fest kaup á landareign í Kaliforn- íu og átti þrjú einbýlishús í öðrum landshlut- um. Wilder hafði nú fyrst og fremst áhuga á fal- legum ungum stúlkum og spennu, hraða og hættulegum athöfnum. Brátt fór hann að blanda þessu öllu saman og þá fór illa. Myndin var tekin af Porsche-bíl Wilders í Grand Prix-keppninni í Miami. en svaf 1 bílnum um nóttina. Snemma morguns 13. apríl stöðvaði Wilder bílinn við bensínstöð í smábænum Colebrook, um tvo kílómetra frá landamærunum. Þar ætlaði hann að fylla bensingeyminn áður en hann æki inn í Kanada. Hann var að ganga út eftir að hafa borgað bensínið þegar lögreglubíl þar að. Endalokin „Stansaðu. Það er eitthvað kunnuglegt við andlit þessa manns,“ sagði Leo Jellison, lög- regluþjónn frá New Hampshire, við félaga sinn sem sat undir stýri. Þegar Wilder kom að Firebird-bílnum stóð þrekvaxinn lögregluþjónn við hann. Þá varð Jellison ljóst að maðurinn sem gekk til hans var sá sem FBI hafði sett efst á lista sinn yfir eftirlýsta stórafbrotamenn. Um hríð störðu mennimir hvor á annan en svo reyndi Wilder að taka fram skammbyss- una sína. Þá stökk Jellison á hann og hófust nú mikil átök. Veltust mennimir tveir um á jörðinni. Skyndilega heyrðist hvellur og Wilder varð máttlaus. Ekki hefur tekist að fá fyllilega úr því skorið hvort skotið hljóp úr byssunni fyr- ir slysni eða hvort Wilder sá að hann myndi aldrei sleppa frá lögregluþjónunum tveimur og ákvað að binda enda á líf sitt frekar en fá ákæru fyrir öll morðin og verða dreginn fyrir dóm. En ferðinni ógnvænlegu um Bandaríkin var lokiö. Daginn eftir að Wilder var allur gaf Tiria Maria sig fram við yfirvöld í Kalifomíu. Þar sagði hún sögu sína. Hún var sett í varðhald og ákæra gefin út á hendur henni fyrir aö hafa lokkað Dawnette út úr kaffihúsinu i Merriville. Hún kom fyrir rétt en sakir ungs aldurs slapp hún með væga refsingu. 4. apríl rændi Wilder Tinu Mariu Risico, sextán ára stúlku, á bílastæði við stórverslun í Torrance í Kalifomlu. Nú fór hins vegar svo að þótt hann nauðgaði henni varð Tina Maria ástfangin af Wilder en henni fannst hann hafa yfirbragð kjarkmikils heimsmanns. Hann lét hana halda lífi og hún varð félagi hans á ferða- laginu sem stóð fyrir dyr- um. Frá Kalifomíu ók parið í norðausturátt og nú leið heil vika án þess að Wild- er réðist á fleiri stúlkin-. Hann var nú kominn efst á lista FBI, alríkis- lögreglunnar, yfir eftirlýsta glæpamenn og hópar lögreglumanna leituðu hans á ýmsum stöðum í Bandaríkjunum. Enn eitt morð Dawnette Sue Wilt, sextán ára, vann á kafflhúsi í Merriville í Indiana. Þar kom til hennar stúlka og hafði orð á því hve vel hún myndi koma fram á myndum. Dawnette dreymdi um að verða ljósmyndafyrirsæta og féllst á að fara með aðkomustúlkunni út að bíl fyrir utan. Þegar hún opnaðu dymar horfði hún beint inn í skammbyssuhlaup. Byssan var í hendi Wilders sem skipaði henni að setj- ast inn. Siðan var ferðinni heitið til New York-ríkis en á leiðinni sagði Wilder að þau myndu öll þrjú fara til Atlantic City. Þar hæf- ist mikil fegurðarsamkeppni eftir þrjá daga og myndi hann nota sér tækifærið til að kynnast laglegiun stúlkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.