Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Blaðsíða 35
unglingaspjall LAUGARDAGUR 17. ÁGUST 1996 Ur sjónvarpi í kvikmyndir Allison Joy Langer, sem leikur í þáttunum My So-Called Life, er á miklu flugi um þessar mundir. Reyndar byrjaði hún að fljúga að- eins átta ára gömul eftir að hafa horft á Mary Poppins í fyrsta sinn. setadóttur sem hleypst á brott með glæponi. Langer, sem nú er 22ja ára, býr í heimahúsum í San Fernando í Kali- forníu. Hún hefur átt kærasta síðan árið 1992, Frith-Smith, nýútskrifað- Hér er Allison Joy ásamt fjölskyldu sinni í hengirúmi heima hjá sér. Bróö- irinn Kirk, Aliison, móðirin Deana og faöirinn Gary. Þá langaði hana að fljúga, tók regn- hlíf og fór út á svalir heima hjá sér. Kirk bróðir hennar, sem þá var tíu ára, stóð fyrir neðan og hvatti hana óspart. Hún stökk en sem betur fer meiddist hún ekki. Nú er nýbyrjað að sýna vestan- hafs myndina Escape from L.A. sem Langer leikur í. Þar leikur hún for- an í lögum og félagsvísindum. „Við höfum talað saman á hverj- um degi í fjögur ár. Hann er besti vinur minn, minn betri helmingur á margan hátt. Við áformum að gifta okkur innan fimm ára.“ Frith-Smith er alveg viss um að Allison sé sú rétta fyrir hann. „Við ætlum að vera saman alla ævi.“ Allison Joy Langer og unnustinn Frith-Smith eru mjög ástfangin og gera ráð fyrir aö vera saman alla ævi. Katla Rós Gunnarsdóttir, 15 ára ævintýraunglingur í Reykjavík: Fer til Afríku í sex mánuði s hin hliðin Skemmtilegast að sofa hjá - segir Þorsteinn Hreggviðsson (Þossi) Katla Rós Gunnarsdóttir, 15 ára unglingur í Reykjavík, er ævintýra- manneskja í meira lagi enda hefur hún kynnst útlöndum og búið í Sví- þjóð í tíu ár. Hún er nú búin með skólaskylduna og er á leið til Afríku ásamt vinkonu sinni og mömmu hennar og ætlar að dveljast með þeim hjá vinafólki og eyða tímanum við leik og störf í sex mánuði. Katla mun sækja enskan skóla og ferðast um Afríku þegar tækifæri gefast. Katla er á fuUu að undirbúa ferðina og hlakkar mikið til. „Við ætlum að búa á sama stað rétt fyrir utan höfuðborgina í Gambíu fyrstu fjóra mánuðina og ferðast svo um. Ég verð að safna mér fyrir þessari ferð sjálf og eiga fyrir flugferðinni þó að pabbi hjálpi mér líka. Ég ætla líka að heimsækja vini mína í Svíþjóð í mánuð áður en ég fer til Gambíu, ég sakna þeirra mikið,“ segir Katla. Katla fluttist með mömmu sinni til Svíþjóðar þegar hún var nokk- urra ára gömul og hefur komið til íslands á hverju sumri til að heim- sækja pabba sinn og ættingja. Fyrir rúmu ári fluttust þær mæðgumar aftur til íslands eftir að hafa búið í Lundi í nokkur ár. Mamma Kötlu býr í Grindavík en Katla býr hjá pabba sínum í Reykjavík. Hún lauk samræmdu prófunum í vor og hafði þá verið einn vetur í íslenskum skóla, áður hafði hún afltaf verið í sænskum skóla. -En hvaða munur ætli sé á því að búa í Svíþjóð og íslandi? „Það eina sem ég tók eftir að var munurinn á íslandi og Svíþjóð var skólakerfið, það var betra úti,“ seg- ir Katía sem lenti í Hlíðaskóla og hafði sama kennara og pabbi henn- Katla Rós Gunnarsdóttir hefur lokiö samræmdu prófunum og ætlar aö fara til Gambíu í Afríku í haust meö vinkonu sinni og móöur hennar og dveljast ar hafði haft. „Maður fékk allt ókeypis í skólan- um úti, mat, penna, strokleður, reiknivélar og hækur þó að það sé kannski ekki alltaf gott. Á íslandi þarf maður að hugsa betur um sjálf- an sig og borga sjálfur fyrir stíla- bækur, penna og það sem maður þarf til skólans," segir hún en telur sig ekki hafa lært neitt betur í Sví- þjóð, kannski „aðeins betur." Katla segir að íslenskir krakkar vinni mun meira á sumrin en sænskir krakkar. Þau megi ekki vinna fyrir 16 ára aldur og eyði því sumrunum í ferðalög með foreldr- um sínum og njóti sumarleyfisins. -GHS „Þetta getur verið ágætt og létt- ara en að byggja bílastæðahús," i' segir Þorsteinn Hreggviðsson, ( þekktari undir nafninu Þossi, út- varpsmaður á X-inu, um það | hvernig honum líki starfið. Þossi hefur verið á X-inu síðast- liðin þrjú ár og sér um þáttinn í klóm drekans. Hann á fjölmörg áhugamál, svo sem tónlist og kvik- myndir, auk þess sem líkamsrækt og áhættuíþróttir eru ofarlega á vinsældalistanum. Fullt nafn: Þorsteinn Hregg- viðsson. Fæðingardagur og ár: 4. febrú- i; ar 1970. Kærasta: Kristjana. Börn: Engin. Bifreið: VW Golf, árgerð 1995. Starf: Útvarpsmaður. Laun: Misjöfn. Áhugamál: Eitt og annað, til dæmis tónlist, líkamsrækt, áhættuíþróttir og kvikmyndir. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Nei. Hvað finnst þér skemmtileg- ast að gera? Að sofa hjá. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að vaska upp. Uppáhaldsmatur: Kalkúnn með meðlæti eins og hjá mömmu. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Sigurbjöm Bárð- arson. Uppáhaldstímarit: Hustier - Barely Legal. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Hún stendur við hliðina á mér. Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjómínni? Hef enga skoðun á því. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Judge Dredd. Uppáhaldsleikari: A1 Pacino í Scarface. Uppáhaldsleikkona: Vinona Ryder. Uppáhaldssöngvari: Simmi Sam. Uppáhaldsstjómmála- maður: Enginn. Uppáhaldsteikni- myndapersóna: Lobo eða Judge Dredd. Uppáhaldssjónvarps- efni: Southbank Show. Uppáhaldsmatsölustað- ur: Kentucky Fried Chicken. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Kóraninn. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? X-ið. Uppáhaldsútvarpsmaður: Þossi. Hvaða sjónvarpsstöð horfir þú mest á? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarps- maður: Eggert Skúlason af því að hann er svo lík- ur Bigga. Uppáhalds- skemmtistaður: Skipperinn. Uppá- haldsfélag í íþróttum: Manchest- er United. Stefnir þú að einhverju sér- stöku í framtíðinni? Að lifa líf- inu í botn. Hvað ætlar þú að gera í sum- arfríinu? Ég fer trúlega til út- landa en er ekki búinn að ákveða hvert. -ÞK Þorsteinn Hreggviösson (Þossi) stefnir aö því aö lifa lífinu í botn. DV-mynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.