Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 Guðmundur Halldórsson á Jónatan Livingston mávi: Lambahryggjarsteik og ristuð hörpuskel „Ég ætla að gefa tvær uppskriftir af matseðlinum hjá okkur, hörpu- skel í forrétt og lambahryggjarsteik í aðalrétt. Það er bundið við sumar- ið að fá stóra hörpuskel ferska og svo er kjöt af nýslátruðu að fara að koma á markaðinn," segir Guð- mundur Halldórsson, matreiðslu- maður á veitingastaðnum Jónatan Livingston mávi, en hann er sæl- keri DV að þessu sinni. Ristuð hörpuskel -með volgu balsamic- soði og blöndu af fersku salati 130 g stór hörpuskel ólífuolía salt mulinn hvítur pipar Balsamicsoð 1 stk. laukur skorinn í bita 1 dl balsamicedik 3-4 dl kjúklingasoð 2 tsk. dijonsinnep 1-2 msk. worcestershiresósa 1 msk. púðursykur /i msk sojasósa Laukurinn er svitaður (látinn krauma án þess að brúnast) og öllu síðan bætt út í, soðið smástund og þykkt með smávegis maísenamjöli sem blett er i með köldu vatni. Hörpuskelin er snöggristuð á pönnu með smá julienne-grænmeti, örlitlu soði hellt yfir og sömuleiðis „extra virgin" oliu og kryddað með salti og pipar. Blanda af fersku sal- ati er sett í fiilo-körfu og sett efst á disk með balsamic vinaigrette yfir. Hörpuskelinni er raðað fallega á di- skinn og soði hellt yfir. Lambahryggjarsteik -í lambasafa og krydd- jurtaolíu 210-230 g lambafilé með beini salt mulinn svartur pipar Beinin eru hoggin smátt og brún- uð með hvítlauk, gulrótum, stein- seljustilkum, timjan, lárviðarlaufi og tómatmauki. Hvítvíni er hellt Guömundur Halldórsson, matreiöslumaöur á Jónatan Livingston mávi, gef- ur uppskrift aö ristabrl hörpuskel og lambahryggjarsteik. DV-mynd GS yfir og soð- ið niður. Lambasoði er hellt yfir og soðið ró- lega í 2-3 klst., vel fleytt af á meðan, svo sigtað og soðið niður um helm- ing. Þykkt með ljósri smjörbollu og beinin eru krydduð áður með salti og muldum svörtum pipar. Kryddjurtaolía 1 hl. timjan 1 hl. basil 1 hl. óreganó 1 hl. rósmarín !4 hl. maukaður hvítlaukur lhl. steinselja 2-3 hl. ólífuolía Lambið er steikt á pönnu með smá oliu og steikingin kláruð í 180 gráðu heitum ofni í 3 mín., látið standa í 5 mín., steikt aftur í 3 mín., látið standa aftur í 5 mín. og að lok- um steikt í 3 mín. Sósan er gerð samkvæmt uppskrift og smá smjör- klípa sett út í hana í lokin til að fá hana glansandi og mildari á bragð- ið. Kjötið er skorið í sneiðar og rað- að fallega á disk og skreytt með djúpsteiktu grænmeti. Lambið á að krydda vel við steik- ingu. Kryddjurtaolíunni er svo hellt aðeins yfir kjötið þegar steikt er og líka þegar raðað er á diskinn. Nokkrir dropar eru sett- ir á víð og dreif um sósuna. -GHS Sætur endapunktur - :: Gróðurtíðin hefur ver- ið góð í sumar og margir eflaust fengið tvær upp- skerur af rabarbara upp úr görðum sínum. Rabar- bari er góður í sultu og saft og ekki síður í súpu. Þeir sem vilja kanilbragð í súpuna geta látið kanil- stöng sjóða með. Hér á eftir kemur upp- skrift að spennandi rabar- barasúpu sem gjaman má bera fram með rjóma eða ís. 6-7 rabarbarastilkar 1 vanillustöng 8 dl vatn 300-400 g sykur 1 karfa af jarðarberjum rjómi eða ís Rabarbarinn er skolað- ur og skinnið flysjað af stilkunum. Stilkamir eru skomir í bita og vanillu- stönginni er skipt í tvennt langsum. Náð er upp suðu á vatni, 300 g sykri og vanillustöng og súpan er látin standa í 10- 12 mínútur áður en meira sykri er bætt út í eftir smekk. Hugsanlega má jafna súpuna með 1 tsk. af kartöflumjöli, sem er hrært út i kalt vatn. Súpan er borin fram volg og skreytt með jarð- arberjabátum og rjóma eða ís og ferskum myntu- blöðum. -GHS tgæðingur vikunnar Frábær kjúklingaréttur og marengsskál með ávöxtum „Ég er meö frábæran kjúklingarétt í ofni. Ég fékk uppskriftina fyrst hjá dóttur minni, Guðnýju, á Akranesi og hef breytt henni síðan, eins og við húsmæður gjaman gerum. Þetta er mjög fljótlegur og góður réttur, sem hægt er að gera deginum áður,“ seg- ir Unnur Ingvadóttir í Hveragerði en hún er matgæðingur vikunnar að þessu sinni. Unnur gefur hér uppskrift að fljót- legum og góðum kjúklingarétti og marengsskál með ferskum ávöxtum og rjóma, sem hefur gengið á milli í fjölskyldunni og er „ægilega góð og vinsæl í fjölskyldunni, bæði fljótleg og falleg á borði,“ eins og hún segir. Meiriháttar kjúklingaráttur 1- 1Z2 kjúklingur 1 dós Campbefl’s sveppasúpa 2- 3 msk. majonnes 1-2 msk. sítrónusafi 2 tsk. karrý smá kjötkraftur 150 g spergilkál 100 g sveppir 100 g gulrætur 1 dl rjómi 4-5 msk. rasp smjör, ostur Kjúklingurinn er grillaður eða soð- inn og látinn kólna. Kjötið er hreins- að af beinunum og raðað í smurt, eld- fast mót. Súpa, majonnes, karrý, kjöt- kraftur, sítrónusafi og rjómi er hrært saman. Spergilkál og gulrætm er léttsoðiö og sveppimir steiktir, græn- metisblöndunni er svo dreift ofan á kjúklinginn og sósu hellt yfir. Raspi er dreift yfir sósuna, smjör skorið í teninga og sett á víð og dreif í mótið og ostur að síðustu rifinn yfir. Rétturinn er bakaður í 200 gráðu heitum ofni í 20 mín. Hann er borinn fram með heitum brauðbollum, fersku salati og blöndu af laussoðn- Unnur Ingvadóttur gefur uppskrift að góðum kjúkiingarétti og marengsskál með ávöxtum. DV-mynd Sigrún Lovísa um hrísgrjónum, ananasbitum og maískornum. um. Þá ætti marengsinn að vera fall- inn í miðjunni og mynda skál. Fylling í marengs 2 pelar rjómi y2 dós ferskjur eða apríkósur (ekki safinn) 1 banani 2 kíwi blá og græn vínber fersk jarðarber Rjóminn er þeyttur og settur í botninn og látinn standa í kæli í 3- 4 klst. Ávextimir eru brytjaðir niður og raðað ofan á rjómann rétt áður en rétturinn er borinn fram. Eftirréttinn er gott að borða vel kaldan. Unnur skorar á systur sína, Rann- veigu Ingvadóttur, í Hvera- gerði. -GHS Marengsskál með ávöxtum standa í tvo til þrjá tíma í ofnin- 6 eggjahvítur 300 g sykur 1 stór tsk. lyftiduft Eggjahvítur og sykur eru þeytt vel sam- an, lyftidufti bætt út i og allt sett í stórt, eldfast mót og bakað við 170 gráður í 40 mín. Slökkt er á ofninum og látið Olía er góð í mat og brauð Á síðari árum hafa íslending- ar lært að nota olíu í matargerð- inni þó að olía hafi verið þekkt og notuð á suðlægari breidd- argráðum öldum saman. í Eg- yptalandi til forna var olía pressuð úr hreðkum og Grikkir ' voru farnir að nota ólífuolíu löngu fyrir tíð Sókratesar. Mikið framboð er af olíum i dag og hefur hver olía sín ein- kenni og sitt bragð. Mest er not- uð olía úr ólífum, sojabaunum og maís og svo mætti lengi telja. Á suðlægum breiddargráðum notar fólk mest olíur í allri mat- argerð og lika í brauðbakstri og aðeins lítið af smjöri og smjör- líki. j Olía getur í flestum tilfellum komið í staðinn fyrir smjör eða smjörlíki við steikingu og einnig er hægt að nota hana í einföld- um bakstri, til dæmis í formkök- ur, vöffiur og gerbakstur. Gott er að salta ef olía er notuð því að hún er ósölt. Hafa má í huga að olía er hrein fita meðan smjör- líki og smjör innihalda vatn og önnur efni auk fitunnar. Oliu á alltaf að geyma í myrkri enda er gjarnan seld í dökkum flöskum þannig að sól- arljósið komist ekki að henni. Olíuna er best að geyma í ísskáp enda kemur það ekkert niður á gæðum hennar. Þó að ólívuolía verði þykk og gruggug í ísskáp hefur það ekki engin áhrif. Hún Íjafnar sig fljótt ef hún fær að standa um stund á borði. Ólífuolía og sojaolía Olífúolía, sérstaklega „Extra Virgin", er talin besta olían á markaðinum og er sennilega dýr- | ust. Hún er unnin úr þroskuðum ólívum sem innihalda 10-50 pró- senta fitu. Olían hefur skýran gulan lit, ólifuangan og milt bragð. Fitusamsetningin í henni verður til þess að hún þolir hærri hita en aðrar olíur og þyk- ir því góð í steikingu og djúp- steikingu. Hún er einnig góð í salat. Sojaolía er sú olía sem einna mest er notuð í matargerð. Hún er unnin úr sojabaunum sem innihalda um 16-19 prósenta fitu. Hún hefur veikan gulleitan blæ, er bragðlítil og þykir góð í flest- an mat. í iönaði er sojaolía notuð í framleiðslu á majonesi, smjör- líki og salati. 1 dl af olíu vegur 90 grömm og . 80 grömm af olíu samsvarar 100 grömmum af smjörlíki eöa smjöri. Grillolía Nokkrir rósmarinstilkar, broddar af eini, 4-5 þurrkuð einiber eru sett í 3 dl flösku eða glas og fyllt með ólívuolíu. Glas- ið eða flaskan er látin standa í sólríkum glugga í 2-4 vikur. Þá er hún tilbúin og geymist eftir það í kæli. Olían er góð á lambakjöt, svínakjöt, nautakjöt og fisk. -GHS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.