Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996
mák.
Frá generalprufu á aöalleikvangi Ólympíuleikanna í Atlanta. DV-myndir KK
Hluti hópsins sem fór til Atlanta frá ísl
in eins og þeim hafði verið lofað við
ráðninguna. Ekki voru allir jafn
ánægðir með það.
„Við fengum ekki að taka myndir
af þjóðhöfðingjunum því við vorum
meðal annars að passa þá fyrir
að mæta til vinnu og þá eykst álag-
ið á þá sem eftir eru. Við stjóm ör-
yggisgæslu í hótelinu lagði ég þess
vegna áherslu á að reyna að færa
menn reglulega á milli verkefna til
þess að gera starf þeirra fjölbreytt-
ara en einnig þurfti að taka tillit til
áhuga og hæfni einstakra manna.
Sumir höfðu mikinn áhuga á að af-
greiða dagpassa, sem var eitt flókn-
asta og erfiðasta starfið, meðal ann-
ars vegna þess hve oft
blaðamönnunum. Þeir voru mjög
aðgangsharðir og einn þeirra sagð-
ist meðal annars vera mikilvægasti
maður í heimi,“ segir Kristján.
Lögreglumönnunum frá íslandi
var boðið á generalprufu að opnun-
arhátíðinni á aðalleikvanginum.
Þeir fengu þó ekki að sjá íþrótta-
mennina sjálfa heldur var opnunar-
hátíðin sett á svið. Að sögn Krisjáns
var Bill Clinton Bandarikjaforseti
ekki á generalprufunni en sá sem
lék hann gerði það listavel.
„Ef stjórnandi sjálfboðaliða reyn-
ir ekki að sinna þörfum þeirra er
hætta á að
þeir hætti
reglur
um aðgangsheimildir breyttust og
leyndar sem hvíldi yfir sumum að-
gangseinkennum. Aðrir vildu frek-
ar starfa við sprengju- og vopnaleit
eða á vöktum,“ segir Kristján.
Að sögn Kristjáns var gistingin í
Morehouse slæm en reynslan sem
hann fékk í Atlanta vegur þyngra
heldur en aðbúnaðurinn. Um helm-
ingur hóps öryggisvarða var í
Athens og fékk þar flna gistingu og
gott fæði. Aðrir voru svo óheppnir
að fá sama mat á hverjum degi og
mjög lélegt fæði.
-em
Runólfur Þórhallsson lögreglumaöur gafst upp á
óreiöunni í Atlanta.
Aðbúnað
urinn var i
allt öðrum
nótum held
ur en var
búið að
ræða um í
upphafi.
Skólinn
sem ís-
lending-
arnir gistu
á var illa
þrifinn og í
herbergj-
unum var
talsvert
af maur-
um og
pöddum.
Það tók tals-
vert langan
tíma að komast
til baka frá svæð-
inu þar sem rút-
umar héldu ekki
áætlun. -em
y Norræna VISA-bikarkeppnin í Gausdal:
íslendingarnir röðuðu
sér í efstu sætin
- Margeir efstur og Þröstur náði langþráðum áfanga
Margeir Pétursson stórmeistari
og Svíinn Tiger Hillarp- Persson
fengu 7 vinninga af 9 mögulegum á
minningarmótinu um Arnold J.
Eikrem í Gausdal í Noregi, hálfum
vinningi meira en næstu ménn.
Margeir hafði betri stigatölu en Sví-
inn óþekkti og hreppti því efsta sæt-
ið. Sigur Margeirs kemur ekki á
óvart ef litið er til fyrri afreka hans
á slóðum Péturs Gauts í Noregi.
Margeir hefur oftsinnis sigrað á
Gausdal-mótunum og gott ef hann á
ekki staðarmetið, 8,5 vinninga af 9
mögulegum.
í lokaumferðinni gerðu Margeir
og Þröstur Þórhallsson stutt jafn-
tefli. Þar með innsiglaði Þröstur
hækkun um tíu Elo-stig á mótinu,
sem fleytir honum væntanlega yfir
2500 stiga múrinn. Með því er lang-
þráður draumur Þrastar um stór-
meistaratign að verða að veruleika.
Hann hefur náð tilskildum áföngum
að stórmeistaratitli og hefur einung-
is beðið þess að uppfylla skilyrði
um lágmarksstigatölu. Tveimur af
þremur áfóngum sínum náði Þröst-
ur einmitt i Gausdal en þeim þriðja
í Oakham í Englandi. Trúlega verð-
ur hann tekinn i stórmeistaratölu á
þingi FIDE í Armeniu í haust, sem
haldið er samhliða ólympíuskák-
mótinu. Hann yrði þá níundi stór-
meistari íslendinga.
Norðmenn og Islendingar höfðu
fjölmennustu sveitina í Gausdal. Af
norrænum frændum vorum tefldu
nokkrir sænskir kappar þar einnig
en Lars Bo Hansen einn Dana og
Heikki Westerinen einn Finna. ís-
lendingar áttu fimm af fimmtán
stórmeisturum mótsins og röðuðu
þeir sér i efstu sætin. Jafnir í 3.-8.
sæti, á eftir Margeiri og Hiflarp-
Persson, komu Helgi Ólafsson, Jó-
hann Hjartarson, Helgi Áss Grétars-
son og Þröstur Þórhaflsson, auk
norska stórmeistarans Rune Djur-
huus og ísraelsmannsins Ronen
Har-Zvi. Þeir fengu 6,5 vinninga. í
9.-12. sæti með 6 vinninga komu
Einar Gausel, Simen Agdestein,
Heikki Westerinen og Igor Rausis
með 5,5 v. í 13.-19. sæti komu Hann-
es Hlífar Stefánsson, Peter Heine
Nielsen, Jonathan Tisdall, Berge
Östenstad, Helge Gundersen, Stig
Gabrielsen og John Wallace, allir
með 5,5 v. Torfi Leósson hlaut 4
vinninga. Á mótinu tefldu 66 kepp-
endur.
Mótið var þriðja í röðinni í nor-
rænu VISA-bikarkeppninni. Fjórða
mótið verður hluti af Rilton-Cup í
Stokkhólmi um áramótin, fimmta
mótið fer fram í Þórshöfn í Færeyj-
um í febrúar á næsta ári en úrslita-
keppnin fer fram í Reykjavík haust-
ið 1997. Þar tefla þeir þrettán sem
flestum stigum hafa safnað, auk sér-
staks boðsgests. Að loknum þremur
mótum er staða fjórtán efstu í bikar-
keppninni þessi:
1. Tiger Hiflarp-Persson 43 stig.
2. Margeir Pétursson 42,5 stig.
3. Curt Hansen 37 stig.
4. Simen Agdestein 35,5 stig.
5. Jóhann Hjartarson 35,17 stig.
6. Jonathan Tisdall 29 stig.
7. Jonny Hector 24,17 stig.
8. Rune Djurhuus 24 stig.
9. Einar Gausel 23,67 stig.
10. Helgi Áss Grétarsson 22 stig.
11. Helgi Ólafsson 22 stig.
12. Hannes H. Ste.fánsson 21,5 stig.
13. Þröstur Þórhallsson 19 stig.
14. Nikolaj Borge 17 stig.
Svíinn Hiflarp-Persson kom ræki-
lega á óvart á opna mótinu í Kaup-
mannahöfn i júní og bætti nú um
betur í Gausdal. Hann hefur þótt
farsæll í skákum sínum og stundum
er eins og hann hafi náð að dáleiða
andstæðinga sína. Þetta var raunar
einnig sagt um mótherja Mikhails
Tals . . .
í lokaumferðinni lagði Hiflarp-
Persson Hannes Hlífar að velli, eftir
að okkar maður lék sig i mát - að
vísu í erfiðri stöðu. Grípum niður í
taflið, Hiflarp-Persson hafði svart og
átti leik:
25. - Hf5! 26. Rc6?
Nauðsynlegt er 26. h3 en eftir 26.
- axb5 er svarta taflið vænlegt.
26. - Rg3+!
- Og Hannes gaf, því að 27. hxg3
Hh5 er mát.
íslensku stórmeistararnir tefldu
grimmt innbyrðis og gáfu engin
grið. Margeir lagði t.a.m. Helga
Ólafsson að velli (og náði þannig að
hefna harma sinna frá íslandsmót-
inu í vor) og Hannes Hlífar í mikil-
vægri skák í næstsíðustu umferð.
Hannes varö aö játa sig sigraðan eft-
ir 68 leiki en lengstum var útlit fyr-
ir jafntefli. Hér er íslensk stór-
meistaraglíma, þar sem endalokin
eru snaggaraleg.
Hvítt: Helgi Ólafsson
Svart: Jóhann Hjartarson
Enskur leikur.
1. Rf3 Rf6 2. c4 c5 3. Rc3 e6 4.
g3 b6 5. Bg2 Bb7 6. 0-0 d6 7. d4
cxd4 8. Dxd4 a6 9. Hdl Be7 10.
Rg5 Bxg2 11. Kxg2 Rc6 12. Df4
0-0 13. b3 Ha7 14. Rf3 Hd7 15.
Bb2 Da8 16. Re4 Re8 17. Hacl h6
18. g4!? f5 19. gxf5 Hxf5 20. De3
Rd8 21. Kgl Db7 22. Hd3 Bf8 23.
Hcdl g5?
í þrengri og eilítið lakari stöðu
sofnar Jóhann á verðinum.
24. Re5! Hh7
Riddarann má ekki taka vegna
leppunarinnar á d-línunni en úr
vöndu er að ráða. Ef 24. - Hg7 gæti
teflst 25. Rxd6! Rxd6 26. Hxd6 Bxd6
27. Hxd6 og svartur á í miklum
kröggum.
25. Rg6
Einnig var mögulegt að fórna á
d6, sbr. afbrigðið að framan en með
þessum leik, sem grefur undan d-
peðinu svarta, tryggir hvítur sér ör-
ugga vinningsstöðu.
25. - Rf7 26. Rg3!
- Og Jóhann kaus að gefast upp.
Hrókur f5 í uppnámi og peðið á e6.
Borgarskákmótið í
Ráðhúsinu
Á morgun, sunnudag, kl. 15 hefst
Borgarskákmótið í Ráðhúsinu í
Reykjavík með því að Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarstjóri leik-
ur fyrsta leikinn. Taflfélagið Hellir
og Taflfélag Reykjavíkur sjá um
mótið í sameiningu, sem haldið er í
tilefni af afmælisdegi borgarinnar.
Tefldar verða hraðskákir með 7
mínútna umhugsunartima og er öll-
um frjálst að koma og fylgjast með.
Helgarskákmót TR
Taflfélag Reykjavíkur stendur
fyrir helgarskákmóti dagana 23.-25.
ágúst í húsnæði félagsins í Faxafeni
12. Fyrstu þrjár umferðirnar verða
með atskákarsniði (30 mínútur á
keppanda) en þær síðari með 90
mínútna umhugsunartíma á kepp-
anda á 30 leiki, síðan 30 mínútur til
að ljúka skákinni.
Fyrstu verðlaun verða tuttugu
þúsund krónur og hærri ef þátttaka
verður góð. Helgarskákmót með
svipuðu sniði hafa notið mikilla
vinsælda undanfarin misseri.
-JLÁ
V
SVAR
M 903 j 5670 ll
Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrir alla landsmenn.