Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Blaðsíða 16
„Ég þoli ekki að strila mig mikið upp. Ég er lítiö fyrir að fara í háhæl- aða skó og punta mig mikið. Ég vil frekar klæðast einhverjum þægileg- um fötum sem mér líður vel í og hentar mínu skapi þá stundina. Mér finnst yndislegt og oft mjög kvenlegt að vera í kjól þó að það henti auð- vitað ekki alltaf en ég er lítið fyrir skart og hef ekki lært að samræma það fötunum," segir Jóhanna Jónas leikkona. Klæðnaður á ríkan þátt í lífi nú- tímamannsins og margir velta hon- um heilmikið fyrir sér. Jóhanna hefur fallist á að opna fataskápinn og segja lesendum DV frá því hvem- ig hún er þenkjandi í fatamálum. Gengur gegnum fatatímabil „Ég var einu sinni að spá í hvaða fatastíl ég hefði og komst þá að þeirri niðurstööu að hann væri svo- lítið rómantískur og pínulítið „cool“. Þetta var að gerjast með mér eftir að ég kom heim frá Bandaríkj- unum. Ég fór þá mikið að hugsa um það hver ég væri og hvemig ég vildi koma fram og klæða mig og þetta var niðurstaöan. Þá keypti ég fullt af fötum sem nú er reyndar kominn tími til að endurnýja!" segir Jó- hanna. Jóhanna segist ganga i gegnum mörg tímabil þar sem hún klæðist bara einhverju ákveðnu, til dæmis gallabuxum og bol, og svo komi nýtt tímabil þar sem hún klæðist ein- hverju allt öðru. Hún segist opna fataskápinn á morgnana og taka strax út það sem hún ætli að vera í þann daginn. Þegar hún ætli að fara eitthvað fari hún stundum yfir fata- skápinn í huganum og ákveði hverju hún ætlar að klæðast við það tækifæri. Gaman að vera töff Jóhanna segist sjaldan ganga á háhæluðum skóm, þó að hún hafi lært það í sjónvarpsvinnunni ytra, hún segist vera nógu há, auk þess sem háhælaðir skór séu beinlínis óþægilegir og hefti konur oftar en ekki. Hún á svartan sparikjól sem hún heldur mikið upp á. Kjóllinn var leikbúningur sem hún féll fyrir og keypti af gömlum leikara í Bandaríkjunum. Hún segist sjaldan nota skartgripi og aldrei hafa lært að nota þá. Þó segist hún eiga nokkra eyrnalokka og hálsmen, „sem ástin mín bjó til handa mér og mér þykir vænt það og er oft með,“ segir hún. „Mér finnst samt voðalega gaman að vera töff þegar mér líður vel í fötunum. Ég tek stundum gömul föt, sem ég á, og breyti þeim eða laga svo að þau verði meira eftir mínu höfði. Oft þegar ég kaupi föt hugsa ég um það hvernig ég geti klippt hálsmálið eða breytt fötunum þannig að þau falli betur að mér og mínum persónuleika. Ég klippi sundur kjóla og bý til topp og pils samkvæmt einhverjum persónuleg- um stíl. Ég hef aldrei verið dugleg að sauma en þetta finnst mér skemmtilegt,“ segir Jóhanna. En hvemig skyldi hún hafa verið sem krakki? Missti allt sjálfsálit „Ég held að ég hafi ekki verið nein puntudúkka fram að sjö ára aldri en það getur þó vel verið ef marka má myndir af mér. Einhvers staðar á leiðinni missti ég allt álit á sjálfri mér og fannst ég feit og patt- araleg. Ég missti allt frumkvæði í sambandi við föt og það liðu mörg ár áður en ég fór aö hafa frumkvæði í klæðaburði. Móðir mín sá um að velja á mig föt,“ segir hún. Jóhanna segist fyrst hafa fengið áhuga á fötum í Verzló og þá hafi hún farið að „blómstra". Eftir stúd- entspróf hafi hún svo farið til Bandaríkjanna í leiklistarskóla og komist þá upp með að vera í ,jogg- inggalla" í fjögur ár. Eftir útskrift- ina hafi hún fariö að leika í sápuóp- eru og þá hafi orðið mikil umskipti og hún fundið fyrir þrýstingi á að klæða sig á ákveðinn hátt. „Ég fríkaði eiginlega út á því. Mér féll mjög illa að vera sagt hvemig ég ætti að klæða mig,“ seg- ir hún og útskýrir að þrýstingurinn hafi verið í þá átt að vera sexi og klæðast til dæmis stuttum pilsum. „Mér leið ekki vel og ég gat ekki aðlagast þessum klæðaburði. Þetta var mikil lexía því að auðvitað á maður aldrei að fara eftir því sem aðrir segja manni að „eigi að vera“. Maður á alltaf að vera samkvæmur sjálfum sér í klæðnaði og hegðun,“ segir hún. Jóhanna flutti heim árið 1992 og segist þá hafa fundið fyrir létti í sambandi við klæðnaðinn því að þá hafi hún fengið meira tóm til að móta sinn eigin stíl. íslendingar elti tiskuna svolítið einstrengingslega og stundum sé fólk hér litið horn- auga ef það fari út í búð í jogging- gallanum - það þyki ekki nógu töff. Bandaríkjamenn leyfi hins vegar meiri fjölbreytileika í klæðnaði. -GHS í sjónvarpsvinnunni í Bandaríkjun- um fyrir nokkrum árum læröi Jó- hanna aö ganga uppstríluö á háhæl- uöum skóm. Jóhanna segist hafa falliö fyrir þessum kjól og keypt hann af gömlum leikara. DV-myndir Pjetur Jóhanna segist hafa gaman af því aö klippa og breyta fötunum þannig aö þau henti betur hennar persónulega stíl. Neöri hlutann á toppnum prjónaöi hún og saumaöi svo á efri hlutann sem hún haföi klippt af annarri flík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.