Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Blaðsíða 56
FRÉTTASKOTIÐ SÍMiNN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö I DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996 Alvarlegt slys: Ekið á 6 ára stúlku Alvarlegt umferðarslys varð í Keflavík um miðjan dag í gær þegar - -ekið var á 6 ára stúlku á gatnamótum Hringbrautar og Skólavegar. Stúlkan hljóp óvænt út á götuna og í veg fyr- ir bíl. Hún lenti undir bílnum og hlaut slæma áverka á höfði og fótum. Stúlkan var flutt á Sjúkrahús Suð- umesja og þaðan áfram á Sjúkrahús Reykjavíkur. Hún fór í aðgerð þar i gærkvöld og var líðan hennar eftir atvikum. Að sögn lækna er hún ekki í lífshættu. -RR Borgarnes: Ekið á atta kindur Á tæpri viku er búið að keyra á átta kindur í nágrenni Borgarness og hafa þær allar drepist. Lögreglan í Borgamesi segir þetta ákveðið vandamál sem ekki virðist ætla að leysast þrátt fyrir nýju lögin um að lausaganga búfjár sé bönnuð. Kind- ur séu alltaf að komast upp á vegina og valdi þar stórhættu fyrir öku- menn. -RR Fjórmenningarnir sem voru kærðir fyrir „mafluvinnubrögð“: Einn þeirra er á reynslulausn - lögreglan að hefja sérstakar eftirlitsaðgerðir með fjórmenningunum Einn af austurlensku mönn- unum íjórum, sem hafa verið kærðir fyrir tilraun til fjárkúgun- ar með ofbeldishótunum og skemmdarverkum gagnvart sam- löndum sínum, er á reynslulausn hjá Fangelsismálastofnun ríkisins. Manninum, Andra Thanh Tuong Bui, var sleppt til reynslu úr fang- elsi í september síðastliðnum en þá var hann búinn að afþlána tvo þriðju hluta 20 mánaða fangelsis- vistar sem hann var dæmdur í fyr- ir stórfeflda líkamsárás en einnig fyrir þjófnað. Ef lögreglan sannar að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann og samland- ar hans hafa nú verið kærðir fyrir verður hann væntanlega látinn ljúka afplánun sinni. Ekkert ligg- ur þó fyrir um það sem stendur. í október 1994 var maðurinn dæmdur fyrir að hafa í Lækjar- götu í nóvember 1993 stungið Reykvíking með hnífi í upphand- legg svo að af varð lífshættuleg blæðing. Hæstiréttur stytti tveggja og hálfs árs fangelsi sem héraðs- dómur hafði dæmt manninn í nið- ur í eitt og hálft ár. Mið voru tek- ið af því í dómnum að nýbúinn hafði talið sér ógnað og ekki átt upptök að deilum og átökum. Rannsóknarlögregla ríkisins og lögreglan í Reykjavík vinna að þvi að upplýsa kæruefnin sem borist höfðu frá nýbúum vegna manns- ins og þriggja annarra landa hans sem allir eru íslenskir ríkisborg- arar. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar mun á næstu dögum verða gripið til aðgerða og verður fylgst sérstaklega með fjórmenn- ingunum og ferðum þeirra. -Ótt Let rontgenlækninn sauma saman stór- an skurð á fingri Opel Astra Station árgerð '97 er væntanleg innan skamms! Agúst Agústsson er með góöar umbúöir eftir aö kunningi hans, sem er röntgenlæknir, saumaöi saman stóran skurö á fingrinum. DV-mynd Pjetur Bílheimar ehf. Sœvarhöfba 2a Sími: 52S 9000 SVO FORMAÐUR KSI ER ORÐINN YFIRSJÓN' VARPSSTJÓRI RÚV! Sunnudagur Mánudagur Veðrið á morgun: Skýjað norðanlands Á morgun er búist við fremur hægri norðlægri eða breytilegri átt. Það verður skýjað norðanlands en léttskýjað um sunnanvert landið. Veðrið á mánudag: Þurrt og bjart austanlands Á mánudaginn verður suðvestangola eða kaldi. Það verður skýjað vestanlands og dálítil súld við ströndina en þurrt og bjart um landið L O K I Hiti verður á bilinu 7 til 12 stig að deginum. austanvert. Hiti verður á bilinu 9 til 15 stig. Veðrið í dag er á bls. 57.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.