Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Side 56
FRÉTTASKOTIÐ SÍMiNN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö I DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996 Alvarlegt slys: Ekið á 6 ára stúlku Alvarlegt umferðarslys varð í Keflavík um miðjan dag í gær þegar - -ekið var á 6 ára stúlku á gatnamótum Hringbrautar og Skólavegar. Stúlkan hljóp óvænt út á götuna og í veg fyr- ir bíl. Hún lenti undir bílnum og hlaut slæma áverka á höfði og fótum. Stúlkan var flutt á Sjúkrahús Suð- umesja og þaðan áfram á Sjúkrahús Reykjavíkur. Hún fór í aðgerð þar i gærkvöld og var líðan hennar eftir atvikum. Að sögn lækna er hún ekki í lífshættu. -RR Borgarnes: Ekið á atta kindur Á tæpri viku er búið að keyra á átta kindur í nágrenni Borgarness og hafa þær allar drepist. Lögreglan í Borgamesi segir þetta ákveðið vandamál sem ekki virðist ætla að leysast þrátt fyrir nýju lögin um að lausaganga búfjár sé bönnuð. Kind- ur séu alltaf að komast upp á vegina og valdi þar stórhættu fyrir öku- menn. -RR Fjórmenningarnir sem voru kærðir fyrir „mafluvinnubrögð“: Einn þeirra er á reynslulausn - lögreglan að hefja sérstakar eftirlitsaðgerðir með fjórmenningunum Einn af austurlensku mönn- unum íjórum, sem hafa verið kærðir fyrir tilraun til fjárkúgun- ar með ofbeldishótunum og skemmdarverkum gagnvart sam- löndum sínum, er á reynslulausn hjá Fangelsismálastofnun ríkisins. Manninum, Andra Thanh Tuong Bui, var sleppt til reynslu úr fang- elsi í september síðastliðnum en þá var hann búinn að afþlána tvo þriðju hluta 20 mánaða fangelsis- vistar sem hann var dæmdur í fyr- ir stórfeflda líkamsárás en einnig fyrir þjófnað. Ef lögreglan sannar að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann og samland- ar hans hafa nú verið kærðir fyrir verður hann væntanlega látinn ljúka afplánun sinni. Ekkert ligg- ur þó fyrir um það sem stendur. í október 1994 var maðurinn dæmdur fyrir að hafa í Lækjar- götu í nóvember 1993 stungið Reykvíking með hnífi í upphand- legg svo að af varð lífshættuleg blæðing. Hæstiréttur stytti tveggja og hálfs árs fangelsi sem héraðs- dómur hafði dæmt manninn í nið- ur í eitt og hálft ár. Mið voru tek- ið af því í dómnum að nýbúinn hafði talið sér ógnað og ekki átt upptök að deilum og átökum. Rannsóknarlögregla ríkisins og lögreglan í Reykjavík vinna að þvi að upplýsa kæruefnin sem borist höfðu frá nýbúum vegna manns- ins og þriggja annarra landa hans sem allir eru íslenskir ríkisborg- arar. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar mun á næstu dögum verða gripið til aðgerða og verður fylgst sérstaklega með fjórmenn- ingunum og ferðum þeirra. -Ótt Let rontgenlækninn sauma saman stór- an skurð á fingri Opel Astra Station árgerð '97 er væntanleg innan skamms! Agúst Agústsson er með góöar umbúöir eftir aö kunningi hans, sem er röntgenlæknir, saumaöi saman stóran skurö á fingrinum. DV-mynd Pjetur Bílheimar ehf. Sœvarhöfba 2a Sími: 52S 9000 SVO FORMAÐUR KSI ER ORÐINN YFIRSJÓN' VARPSSTJÓRI RÚV! Sunnudagur Mánudagur Veðrið á morgun: Skýjað norðanlands Á morgun er búist við fremur hægri norðlægri eða breytilegri átt. Það verður skýjað norðanlands en léttskýjað um sunnanvert landið. Veðrið á mánudag: Þurrt og bjart austanlands Á mánudaginn verður suðvestangola eða kaldi. Það verður skýjað vestanlands og dálítil súld við ströndina en þurrt og bjart um landið L O K I Hiti verður á bilinu 7 til 12 stig að deginum. austanvert. Hiti verður á bilinu 9 til 15 stig. Veðrið í dag er á bls. 57.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.