Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Síða 15
3D,'V LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996 15 Þúsundir fjölskyldna á íslandi búa við þá stöðu að fjárhagur þeirra er í rúst. Uppboð á heimil- um og gjaldþrot heiðvirðra og vammlausra einstaklinga eru tíð og þykja ekki tíðindi. Undanfarin tíu ár geymir sagan ótal harmleiki sem eru tilkomnir vegna þess að fyrirvinnur fjölskyldna hafa ekki getað staðið undir rekstri heimila sinna. Þrot einstaklinga, sem fyrir rúmum áratug var óhugsandi nema til kæmi óregla eða stóráfall, eru og hafa verið daglegt brauð. Ekki er sjáanlegt að lát verði á hörmungum þessum á næstunni. Afrakstur þessa ástands er siðan aukin glæpatíðni og saga ung- menna sem leiðast út í fikniefna- neyslu með tilheyrandi brotlend- ingu. Hnignun samfélagsins Almenn hnignun samfélagsins blasir hvarvetna við, sprottin af því vonleysi sem felst í þeirri framtíðarsýn að þurfa að feta í fót- spor feðranna. Kynslóðabil á ís- landi hefur á undanfórnum ára- tugum öðlast nýja dýpt. Fyrst og fremst hefur það gerst með því að kjör þeirra sem nú eru á gamals- aldri hafa farið langt fram úr kjör- um þeirrar kynslóðar sem stendur undir velferðarríkinu - hinnar vinnandi kynslóðar. Það er athygl- isvert að í það stefnir að sú kyn- slóð sem er um miðjan aldur lendi í viðvarandi efnahagslegum þreng- ingum. Þetta eru þeir sem byggðu og lentu í bullandi verðtryggingu með lánin sem tekin voru til að koma upp eigin húsnæði. Kynslóð- in á undan byggði reyndar líka en á þeim tíma var ekki búið að finna upp lánskjaravísitöluna og verð- bólgubálið sá um að brenna upp skuldirnar. Ársuppgjör húsbyggj- enda á þeim tíma var því iðulega tilefni gleðiláta þrátt fyrir að betri afkoma og skuldastaða heföi ekki orðið vegna sérstaks átaks eða hyggjuvits viðkomandi skuldara. Verðbólga sem á stundum sýndi Kynslóðabil á Islandi hefur á undanförnum áratugum öðlast nýja dýpt. Fyrst og fremst hefur það gerst með því að kjör þeirra sem nú eru á gamalsaldri hafa fariö langt fram úr kjörum þeirrar kynslóðar sem stendur undir vel- ferðarríkinu - hinnar vinnandi kynslóðar. Tekið skal fram að fólkið á myndinni tengist ekki efni greinarinnar. DV-mynd rt vinna fyrir skuldum og berjast við að komast af. Uppboð á íbúðarhús- næði er daglegt brauð og hótanir lögfræðinga dynja á heimilunum. Skattakúgun er í hámarki og hin vinnandi stétt sér hvergi vonarg- lætu. Byggt og borgað Gamla formúlan „byggðu fyrst og borgaðu svo“ er úr gildi fallin fyrir löngu. Einstöku stjómmála- flokkur er með það á stefnuskrá undir hástemmdum lýsingarorð- um að hjálpa fólki að komast úr skuldafeninu en slíku er einungis haldið á lofti til að laða að at- kvæði. Allir flokkar eru með það á stefnuskrá að hjálpa öldruðum og öryrkjum, byggja fleiri barna- heimili og heilsugæslustöðvar og við þá stefnu standa þeir. Það hvarflar í raun ekki að neinum stjórnmálamanni að stöðva þá ævilöngu þrælavinnu sem venju- legt fólk er dæmt til. Því munu þrælahlekkirnir enn um sinn halda fólki á galeiðu hinnar ævi- löngu nauðungar. Stóð hagfræðinga Verkalýðshreyfingin hefur ekki sýnt af sér þau afrek að líklegt megi telja að úr þeirri átt megi fólk vænta hjálpar. Öllu heldur hefur hreyfingin sammælst um að kroppa af launum fólks fé til að tryggja eigin rekstur. Slíkt gerist sjáifkrafa og án þess að nokkur fái rönd við reist. Búið er að tryggja að atvinnurekendur dragi jafn- harðan af launum fólks og sendi inn í viðkomandi stéttarfélög sem síðan halda úti stóði hagfræðinga og forystusauða sem reglubundið hóta aðgerðum til að rétta hag al- mennings. Reynslan sýnir berlega að ekkert er að marka þær yfirlýs- ingar og umbjóðendur hreyfingar- innar eru margir hverjir í von- lausu skuldafeni. Sú hlið málsins sem stjórnmála- menn hafa ekki áttað sig á er að Kynslóðin sem lenti úti í kuldanum þriggja stafa tölu sá um að halda fjárhag heimilanna á réttum kili. Böm þessa tíma voru alin upp við það að skuldirnar gufuðu upp og í lagi væri að byggja og það meira að segja stórt. Þetta myndi einfald- lega „reddast." Vissulega urðu ein- hverjir að borga fjárfestingarnar en það voru ýmist ríkið eða lífeyr- issjóðir og sú tilhögun snerti ekki það fólk sem skrifað var fyrir skuldum. Húsnæðislán gufuðu upp Ekki var óalgengt aö húsnæðis- stjórnarlán upp á milljónir gufaði upp á áratug og sömu sögu er að segja um lífeyrissjóðslán. í sjálfu sér má segja að þetta hafi verið góð tilhögun sem kom almenningi til góða. Ef hins vegar er litið á þá hlið málsins sem snýr að bömun- um sem erfðu landið og ábyrgðina þá er þessi lausn lítt aðlaðandi - reikningurinn var nefnilega send- ur erfingjunum. Um 1980 lauk gósentíðinni og tekin var upp verðtrygging lána og rúmlega það. Lánskjaravísitalan fór á fleygiferð og hraði hennar var um tíma mun meiri en launa- vísitölunnar. Erfingjar landsins misstu því ekki aðeins af því að skuldir strokuðust út heldur hækkuðu þær langt umfram laun og þeir þurftu að greiða lán sín til baka á yfirverði. Að auki situr þessi kynslóð í mörgum tilvikum uppi með hálfónýta lífeyrissjóði og þarf að horfast í augu við þá stað- reynd að þegar ævikvöldið rennur upp verði hún að sæta því að fá að- eins hluta þess lífeyris sem henni ber. Hálfónýtir lífeyrissjóðir Á sínum tíma var fólki talin trú um að lífeyrisbætur yrðu í réttu hlutfalli við innborganir. Seinni hluti ævinnar yrði þar með um- vafinn vellystingum og notaleg- heitum. Nú stefnir hins vegar í Laugardagspistill Reynir Traustason það að kynslóðin sem varð að borga skuldimar sínar með okur- vöxtum verði einnig rænd rétt- mætri eign sinni í lífeyrissjóðum. Þar með er búið að ganga í skrokk á þessari kynslóð allt til grafar. Þegar teknar voru upp fullar greiðslur í lífeyrissjóði fylgdi því það loforð að öllu yrði skilað þeg- ar ævikvöldið rynni upp. Fljótlega kom þó í ljós að greiða þui-fti upp óreiðu undanfarinna ára; hús- byggingalán og önnur óráðsía hafði tekið sinn toll og komið var að skuldadögum. Peninganna verðir hófust handa við að finna leiðir til að skerða útgreiðslur í því skyni að tryggja afkomu sjóð- anna. Þar lá beint við að ganga á lífeyrisrétt þeirra sem fram að því höfðu huggað sig viö að þegar starfsævinni lyki þá tæki við tíma- bil jafnvægis í peningamálum. Sama kynslóðin og fékk hjálp líf- eyrissjóðanna til að byggja ódýrt nýtur þess í dag að eiga áhyggjulít- ið ævikvöld. Á sama tíma eru af- komendur þeirra dag og nótt að einn góðan veðurdag mun boltinn springa og fólk mun ekki lengur una þvi að vera dæmt til ævilangr- ar þrælkunar. Þá mun skella á pólitískt stríð og fórnarlömbin verða þau sem síst skyldi; gamalt fólk, öryrkjar og aðrir þeir sem helst þurfa á samhjálp að halda, án þess að hafa aðstöðu til að berj- ast fyrir sínum málum. Samúðin með smælingjum samfélagsins mun víkja fyrir kröfunni um mannsæmandi líf fyrir þá sem standa undir velferðarkerfinu. Þar með verða kynslóðir komnar í hár saman. Það hlýtur að verða stærsta verkefni stjórnmálamanna á næstu árum að rétta hlut þess fólks sem myndar undirstöðu þjóð- félagsins. Ekki er til þess von að verkalýðshreyfingin hafi til þess burði né getu að ná fram þeim bættu lífskjörum sem nauðsynleg eru til að skapa frið milli kynslóða og gefa almenningi kost á þrauta- lausu lífi. Kynslóðin sem lenti úti í kuldanum mun gera kröfu til þess að fá inni í hlýjunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.