Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996 JjV „Ég vaknaði afar snemma, löngu á undan öðrum i fjölskyldunni, því að ég þurfti að mæta klukkan 7.45 við Alþingihúsið þar sem þingmenn og landsstjórn framsóknarmanna, alls hátt í 50 manns, fóru af stað með stórri rútu, sem Hreggviður bílstjóri keyrði. Við vorum mjög heppin með veður og ókum í blíðskaparveðri um Suðurland. Framsóknar- menn fara í sumarferð í eitt kjördæmi einu sinni á ári og komast þá nær fólkinu í land- inu. Nú varð Suðurlandskjördæmi fyrir val- inu en í fyrra var það Vesturland," segir Siv Friðleifsdóttir, bæjarfulltrúi á Seltjarnamesi og alþingismaður Framsóknarflokks. „Við byrjuðum á því að keyra til Þorláks- hafnar en þar skoðuðum við tvö fyrirtæki, Meitilinn og Árnes. Það var ákaflega skemmtilegt að sjá hversu fiskvinnslan er breytt frá því sem áður var. Ég vann í fiski í sex sumur i gamla daga og það hefur orðið geysimikil breyting á allri aðstöðu og hrein- læti. Gras í matinn Síðan ókum við til Hveragerðis og skoðuð- um garðyrkjustöð, sem Þorvaldur Snorrason rekur. Þaðan fórum við á Heilsuhælið í Hveragerði og fengum þar gras að borða - það var nú reyndar meira en gras því að við borðuðum fínar kartöflubollur, mjög góður Á rútuferðalagi um Suðurland með þingmönnum og landsstjórn Framsóknarflokksins gerði Siv Friöleifsdóttir sitt besta til að sinna fjölskyldunni gegnum síma, minnti eiginmanninn á að sækja yngsta soninn á barnaheimilið og hringdi í elsta soninn þar sem hann var á hækjum heima. fyrir fjölfatlaða einstaklinga og Eggert Jó- hannesson framkvæmdastjóri skýrði frá starfseminni. Þama voru starfsmennimir að vefa teppi, framleiða leirker og búa til bast- körfur. Að þessari heimsókn lokinni fórum við í Kaupfélag Ámesinga, KÁ, þar sem Guð- mundur Búason fjármálastjóri og Erlingur Loftsson sljórnarformaður kynntu okkur starfsemina og fengum kaffi. Það var mjög gaman að sjá hvað þeir hafa mikið úrval og lágt vömverð. Ég þurfti að hringja i manninn minn til að minna hann á að sækja yngsta soninn á bamaheimilið og svo hringdi ég heim til að tala við elsta son minn. Hann er á hækjum eftir að hafa meiðst í fótbolta þannig að mað- ur reyndi að fylgjast með fjölskyldunni þó maður væri á hlaupum. Heimamenn með skemmtidagskrá Síðdegis héldum við fund þingflokks og landsstjómar á Inghóli þar sem við fórum yfír flokksmál og þau mál sem brenna helst á okkur í dag. Eftir fundinn bauð Halldór Ásgrímsson okkur í sumarbústaðinn sinn í Grímsnesinu og þar áttum við smástund saman enda alltaf gaman í hópi framsóknar- manna. Um kvöldið snæddum við svo kvöld- Dagur í lífi Sivjar Friðleifsdóttur, bæjarfulltrúa og alþingismanns: Annasamur símadagur í rútuferðalagi á Suðurlandi matur. Við fengum fyrirlestur um heilsu- hælið og Ámi Gunnarsson, forstjóri þess, sýndi okkur starfsemina. Að þessu loknu ókum við sem leið lá að Gestshúsum á Selfossi og fórum með farang- urinn inn því að þar áttum við að gista um nóttina. Að því búnu áttum við fund með fjölmiðlum þar sem ráðherrarnir okkar sátu fyrir svörum og við tókum þátt í skemmti- legum umræðum. Á fundinum var mikið spurt um þau mál sem brenna á fólki í dag. Keyrði slökkvibíl Við komum við á slökkvistöðinni á Sel- fossi hjá Kristjáni Einarssyni og þar brá for- maður flokksins, Halldór Ásgrímsson, sér upp í slökkviliðsbíl og keyrði hann aðeins um. Okkur þótti þetta mjög skondið og þeir sem fóru inn í bílinn með honum þóttu mikl- ir ofurhugar. Síðan komumst við að því að þeir sem voru fyrir utan bílinn voru senni- lega í meiri hættu en þeir sem voru inni í bílnum. Þetta tókst þó allt vel hjá formann- inum. Við heimsóttum svæðisstjóm fatlaðra á Selfossi og skoðuðum vemdaðan vinnustað verð á Inghóli með trúnaðarmönnum flokks- ins á Suðurlandi og þeir stóðu fyrir skemmtidagskrá. Dagurinn var annasamur, ekki síst í síma, því að á Seltjamamesi vorum við að upplýsa bæjarbúa um stöðu mála varðandi deiliskipulag á vestursvæðinu svokallaða og GSM-síminn og farsíminn í rútunni óspart notaðir." -GHS Finnur þú fimm breytingar? 373 Halló! Vakti ég þig, elskan mín? Nafn:____________________________ Heimili:------------------------- sots QJC&t> Vinningshafar fyrir þrjú hundruð sjötugustu og fyrstu getraun reyndust vera: 1. Rúnar Þórarinsson Hólagötu 4 245 Sandgerði 2. Karitas Heimisdóttir Oddnýjarbraut 3 245 Sandgerði .-4 ■ W* soos QJCSfc Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í Ijós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum veriö breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP vasadiskó með útvarpi, að verðmæti kr. 7.100, frá Bræðranum Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur, að verðmæti kr. 1.790. Annars vegar James Bond-bókin Gullauga eða Goldeneye eftir John Gardner og hins vegar bók Luzanne North, Fín og rík og liðin lík. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 373 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.