Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Blaðsíða 6
6
LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996
útlönd
_
Nauðgari yfirheyrði fórnarlamb sitt í sex daga í breskum réttarsal:
Fullnægði öfuguggahætti
sínum frammi fyrir dómara
Sex daga yfirheyrsla nauðgara
yfir fómarlambi sinu í breskum
réttarsal hefur vakið gífurleg við-
brögð í Bretlandi og háværar kröfur
um breytingu á þeim lögum sem
heimiluðu manninum að sjá sjálfur
um vörn sína í málinu.
„Mér hefur verið nauðgað
tvisvar. Einu sinni í skítuga gren-
inu hans og svo aftur frammi fyrir
dómara og kviðdómi í breskum rétt-
arsal," sagði hin 34 ára Julia Mason
eftir að réttarhöldin voru afstaðin.
Misyndismaðurinn, Ralston Ed-
wards, var á fimmtudag fundinn
sekur um að hafa nauðgað Mason
tvisvar meðan hann hélt henni fang-
inni í íbúð sinni í London í 18
klukkustundir.
Mason, sem tók þá óvenjulegu
stuttar fréttir
ÍSkrifuðu undir
Júgóslavar og Króatar skrif-
uðu undir gagnkvæma viður-
kenningu og lýkur með henni
fimm ára fjandskap og þykir hún
mikilvæg fyrir stöðugleika á
Balkanskaga.
Batamerki
Læknar sem annast hina 86
ára móður Theresu sögðust sjá
batamerki en hún hefur þjáðst af
malaríu og hjartveiki.
Lofaði fundi
Benjamin Netanyahu, forsæt-
isráðherra ísraels, lofaði rikis-
stjórnarfúndi i þeim tilgangi að
hefja aftur viðræður við Frelsis-
samtök Araba, PLO.
íhuga kæru
Lögregla í Michican íhugar að
kæra Jack Kevorkian lækni fyrir
að hafa hjálpa tveimur MS- sjúk-
lingum að fremja sjálfsmorð.
Hætti hindrunum
Öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna sagði írökum að hætta að
hindra vopnaeftirlitsmenn sem
leita að földum vopnum sem taiið
er að séu flutt miÚi staða.
Boðar kosningar
Costas Simitis, forsætisráð-
herra Grikklands, hefur beðið
forseta landsins að leysa upp
þingið og boða til kosninga 22.
september.
Neita að ræða
Rannsóknaraðilar flugslyss-
ins, þar sem TWA-þotan hrapaði
undan strönd Bandaríkjanna
með 230 manns, neituðu að ræða
fréttir um að efnaleifar hefðu
fundist sem bentu til að sprengja
hefði sprungið um borð.
Reuter
Kauphallir erlendis:
Metin fuku
í London
- vaxtalækkun í Evrópu
Sögulegt met var slegið tvisvar
sinnum í kauphöllinni í London í
vikunni, fyrst á þriðjudag og síðan á
fimmtudag. FT-SE 100 hlutabréfa-
vísitalan hækkaði stöðugt og þegar
viðskiptum lauk á fimmtudags-
kvöldið stóð talan í 3891 stigi. Helsta
ástæða hækkunarinnar er óvænt
ákvörðun þýska seölabankans að
morgni fimmtudags um að lækka
endurkaupavexti um 30 punkta.
Fjölmörg ríki í Evrópu fylgdu í kjöl-
farið og lækkuðu vexti.
Almennt séð þá hækkuðu hluta-
bréfavísitölur í helstu kauphöllum
heims í vikunni. Dow Jones var að-
eins 45 stigum frá sögulegu hámarki
frá maí sl. þegar viðskiptum lauk í
Wall Street á fimmtudag. -Reuter
ákvörðun að láta hefðbundna nafn-
leynd lönd og leið svo að hún gæti
sagt fjölmiðlum sögu sína, sagði að
Edwards hefði fengið frekari full-
nægingu út úr því að lítilsvirða
hana í réttarsalnum.
„Hann naut þess að sýna sig og
fullnægði öfuguggahætti sínum með
því að spyrja mig afar nærgöngulla
spurninga um leyndustu líkams-
hluta mína og hans. Þetta var
sjúkt,“ sagði Mason i blaðaviðtali.
Edwards hefur áður hlotið dóma
fyrir kynferðisofbeldi gagnvart kon-
um en samkvæmt breskum lögum
mátti ekki UaUa um þau brot fyrir
réttinum. Hann hlaut fangelsisdóm
1984 fyrir að nauðga nágranna sín-
um og hefur þrisvar verið ákærður
fyrir líkamsmeiðingar.
Borís Jeltsín Rússlandsforseti
vildi ekki hitta Alexander Lebed,
fulltrúa sinn í málefnum Tsjetsjen-
íu, þegar sá síðarnefndi kom til
Moskvu í morgun. Skipti engu þó
hann hefði vopnahlé og uppkast að
pólitísku samkomulagi um framtíð-
arsamskipti ríkjanna í farteskinu.
Jeltsín vill fá skriflega skýrslu um
ferð Lebeds og mun ekki hitta hann
fyrr en í næstu viku þegar Lebed
kemur úr seinni ferö sinni að sunn-
Edwards, sem er 42 ára og hafði
atvinnu af því að selja vændiskon-
um smokka, rak verjanda sinn á
fyrsta degi réttarhaldanna. Konan
hafði ekki aðrar upplýsingar um
framvinduna í réttarsalnum en þær
að hann myndi einungis yfirheyra
hana þegar hún kæmi í réttarsal-
inn. Hún átti ekki von á sex daga
kvalræði.
„Mér varð hreint og beint flökurt.
Hvernig getur svona lagað gerst?
Það verður að breyta lögunum. Ég
kæri mig ekki um að aðrar konur
eigi á hættu að upplifa annað eins.“
Michael Howard innanrikisráð-
herra sagðist skyldu rannsaka
hvort breytinga væri þörf á um-
ræddum lögum. Hann sagðist jafn
áhugasamur og aðrir um þann lær-
an. Rætt er að forsetinn ætli í frí í
sveitum Rússlands næstu daga en
það heldur enn lífi í efasemdum um
heilsufar hans.
Friðsamt var í Grosní, höfuðborg
Tsjetsjeniu, fram eftir fyrsta degi
vopnahlésins. Báðir aðilar höfðu
samþykkt að flytja sveitir sínar til
bækistöðva utan borgarinnar og að
sjá sameiginlega um eftirlit með
framkvæmd vopnahlésins.
Jeltsín segist vilja frið í Tsjetsjen-
dóm sem draga mætti af þessum
málaferlum.
Árið 1991 var breskum lögum
breytt á þann hátt að hinir ákærðu
sem sáu um eigin málsvörn máttu
ekki yfirheyra meint fómarlömb ef
börn áttu í hlut. Kvenréttindahópar
hafa haft uppi háværar kröfur um
að lögin eigi einnig að ná til kvenna
þegar réttað er vegna nauðgana og
ofbeldis.
Konur fullyrða að reynsla Ma-
sons muni letja konur til að kæra
kynferðisglæpi í framtíðinni. „Þetta
átti aldrei að eiga sér stað. Dómar-
inn átti að stöðva réttarhöldin,"
sagði talsmaður baráttuhóps
kvenna.
Kveðinn verður upp dómur yfir
Edwards í næstu viku. Reuter
íu en hafnar alfarið kröfum skæru-
liða um sjálfstæði. Stjórnmála-
skýrendur era vantrúaðir á að hann
muni gefa neitt eftir eftir niðurlæg-
ingu Rússahers í Grosní á dögun-
um. Lebed segist hins vegar reiðu-
búinn að ræða sjálfsstjórn
Tsjetsjena en þarfnast stuðnings
Jeltsíns enda öflug andstaða við
störf hans og meintan valdhroka
innan Kremlar.
Clinton ræðst
gegn tóbaks-
framleiðendum
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
| samþykkti í gær ýmsar tak-
| markanir gagnvart sölu og aug-
lýsingum á tóbaki. Er þetta um-
fangsmesta aðgerð sem boðuð
hefur verið gegn tóbakframleiö-
endum í meira en 30 ár eða síð-
an heilbrigðisyfirvöld tengdu
reykingar krabbameinsmyndun
| árið 1964.
Takmark Clintons er að
stöðva það sem hann kallar til-
. raunir tóbaksframleiðenda til að
lokka ungt fólk tU að byrja að
reykja. Samkvæmt þeim verður
tóbaksframleiðendum bannað
að hafa auglýsingaskUti nærri
skólum og leikvöllum. Þá verða
sett aldursskUyrði við sölu tó-
baks, póstverslun með tóbak
bönnuð, sala í sjálfsölum, ókeyp-
is prufur, sjálfsafgreiðslustand-
ar og sala á færri en 20 sígarett-
: um í einu. Þá hefur Clinton
hvatt til að fyrirtækjunum verði
| bannað að gefa húfur, töskur og
fleira með vörumerki sínu og
verði einnig bannað að auglýsa
á íþróttaviðburðum og skemmt-
unum. Framleiðendur hyggjast
berjast gegn þessum takmörkun-
um fyrir dómstólum.
Ljósmyndari
frestar áfrýjun
gegn Díönu
Ljósmyndari í lausamennsku,
sem dæmdur var fyrir að hund-
elta Díönu prinsessu og sem gert
var skylt að halda sig í að
minnsta kosti 300 metra fjar-
lægð frá henni, hefur hætt við
að áfrýja dómnurn í bili. Ástæð-
an er að hann hefur hafið af-
plánun 12 vikna fangelsisdóms
fyrir að hafa brotið rúðu í sendi-
bil eftir rifrildi við bílstjórann.
| Ljósmyndarinn, sem hefur hlot-
iö refsidóma áður, ætlar hins
vegar að áfrýja dómnum um leið
og hann losnar.
Diana sakar ljósmyndarann
um að hafa elt sig á röndum á
mótorhjóli sínu, ekið á bíl sinn í
ákafanum og hrint sér þegar
hún reyndi að hrifsa af honum
filmu. Ljósmyndarinn vísar
ásökunum Díönu á bug og full-
yrðir að hann sé gerður að
blóraböggli til að fæla aðra ljós-
myndara frá prinsessunni.
SPriebke slapp
vegna klúöurs
Nasistinn Erich Priebke slapp
úr klóm þýskrar réttvísi árið
1971 vegna klúðurs við rann-
sókn á meintum stríðsglæpum
hans. Saksóknari í Þýskalandi
fullyrðir að rannsóknaraðilar
| hafi haft næg sönnunargögn
undir höndum til að sakfella
hann en vegna klúðurs hafi ekk-
ert verið gert til að nálgast
hann. Var máliö lagt á hilluna
í 1971.
| Herdómstóll á Ítalíu fann
Priebke sekan um aðild að
j fjöldamorðum nærri Róm í
i seinni heimsstyröldinni en
; kvaðbt ekki getað refsað honum
; vegna fyrningarákvæða. Niður-
j staðan vakti almenna reiði um
heim allan. Þjóðverjar þrýsta nú
: á aö fá Priebke framseldan.
Enn grafið eftir
fórnarlömbum
Lögregla í Belgíu hélt í gær
áfram uppgrefti í húsagörðum
þar sem líkur eru taldar á að
fórnarlömb kynferðisafbrota-
1 manna kunni að finnast, lífs eða
' liðin. Lögregla hefur nú sex
manns í gæsluvarðhaldi vegna
málsins sem vakið hefur óhug í
Evrópu og vakið upp heita um-
ræðu um öryggi barna. í gær var
von á sérstökum röntgenbúnaði
frá Englandi sem breska lögregl-
an notaði við uppgröft í húsa-
garði í Gloucester i fyrra þar sem
10 lík fundust grafin. Reuter
Reuter
■1
|Jj - . :
Kauphallir og vöruverð erlendis
5200
'
M A M J
wm
3900 FTSE100
f
3800 —
3700 ^ nni
3600
3891,1 1
M A M J
Nikkei
^OUUU , , A 11400 /
11200'
11000q
41UUU Yí 10600|
21363,24 10400
M A M J M
.000
^ B
M A M J
i
150
216
$/t M A M J
250
200
150
219
A
21,32 I
tunnaM A M J
PV|
Um 1500 lögreglumenn i París beittu kylfum og táragasi í gær þegar þeir brutust í gegnum röö mótmælenda og
rýmdu kirkju þar sem 300 innflytjendur hafa haldið til síöastliöna 10 daga, þar af 10 sem höföu veriö 50 daga í mót-
mælasvelti. Var sveltandi fólkiö boriö út á börum meðan öörum, þar á meöal 100 börnum, var troöiö í sendibíla. Hin-
um harkalegu aögeröum var mótmælt af vinstriöflum en fagnaö af hægriflokkum. Alain Juppé forsætisráöherra seg-
ir innflytjendurna ekki uppfylla skilyröi um landvistarleyfi en hann muni af mannúðarástæöum endurskoöa hvert til-
felli. Símamynd Reuter
Jeltsín vildi ekki hitta Lebed