Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Qupperneq 21
21 M > X/ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996 3-5000 kr. á mánuði í félagsgjald. Kalli hafði skyldum að gegna gagnvart klúbbnum. Eitt af því var vakt frá sex á kvöldin til sex að morgni í næturklúbbnum. Stuðn- ingsmenn sem ekki eru komnir inn i klúbbinn verða að vera til reiðu hvenær sem er. „Ég þurfti að sýna að ég væri trúr málstaðnum og skilyrði var að vera ekki hræddur við að berjast ef til þess kæmi. Klúbbmeðlimir mega ekki veigra sér við því að vinna þau störf sem lögð eru fyrir þá. Stund- um þurfti maður að gera hluti sem voru manni persónulega á móti skapi. Maður þurfti þá að vega og meta hvers virði klúbburinn var og taka afstöðu til þess hvort þetta væri þess virði. Flestir klúbbmeðlimir eru tattó- veraðir og einn lét setja nafn klúbbsins á höndina á sér. Sá hinn sami var síðar rekinn og sat uppi með óafturkallanlegt húðflúr, að sögn Kalla. „Það er ekki gefið að aflir séu tattóveraðb' upp að öxlum og myrði fólk. Ég lét að vísu tattóvera mig en það var ekki nauðsynlegt. Flestir voru það þó. Mig langaði ekki til þess að tattóvera neitt endanlegt á mig og þurfa að útskýra það fyrir barnabörnunum.“ Reiðubúnir í bardaga Kalli þurfti afltaf að vera reiðubú- inn ef klúbburinn þarfnaðist hans. Ef annar mótorhjólaklúbbur lét gera merki sitt of líkt öðru klúbb- merki var það nægileg ástæða til að vígbúast. „Við ræddum um hvort við ætt- um að fara og neyða þá til þess að taka niður merkið eða berja þá í spað ella.“ Ýmislegt er til ritað um Vítiseng- lana en frekar erfitt er að nálgast það á íslandi. Fyrrum Engifl, Jönke, gaf út bók sem heitir Jönke, Mit liv sem fjallar um hugsanagang Englanna. Hann var samkvæmt fréttum skotinn með vélbyssu í magann og særður lífshættulega þar sem hann sat í fangelsi. Vítisengl- arnir ruddust þangað inn og skutu hann. Gefin hefur verið út bók sem heitir „Hells Angels: Three Can Keep a Secret If Two Are Dead“ eða Vítisenglarnir: Þrír geta þagað yfir leyndarmáli ef tveir eru látnir, en það segir ýmislegt um Englana og þögnina sem hvílir yfir félagsskap þessum. Villtir Finnar Fjölmargar útihátíðir mótorhjóla- manna eru haldnar árlega þar sem hundruð mótorhjólamanna safnast saman. Að sögn Kalla eru mótor- hjólamenn í Finnlandi mjög villtir. Á stórmóti í Finnlandi, sem hann og félagar hans fóru á, var slegist með gúmmíhamri. „Á samkomunni brutust út slags- mál því að einn félaginn sprautaði táragasi á aðra klíku. Allt logaði í slagsmálum og einn Finninn lét stóran gúmmíhamar vaða í hausinn á þeim sem fyrir voru.“ Undir það síðasta dró Jón sig al- veg frá þessu og nennti ekki að standa í þessum ósköpum, eins og hann segir. Fjölskylda Kalla var ekki meðvit- uð um hörkuna í mótorhjólaklúbbn- um sem hann var i. Á þessum tíma bjó hann erlendis og foreldrar og systkini á íslandi. Þetta var því fjar- lægur heimur fyrir þau. Fjölskyldan var mjög forvitin en fékk ekki að vita allt. „Svona klúbbur getur verið mjög breiður, allt frá þokkalega heil- brigðum fjölskylduföður upp í krimma sem fmnst þeir ekki passa inn í þjóðfélagið." „íslendingar ættu erfitt með að byggja upp félagslegan bakgrunn til þess að vera stuðningsklúbbur fyrir Englana. Þeir þyrftu að vera reiðu- búnir til þess að vinna fyrir þá hvar sem væri. Þeir þyrftu að geta hopp- að upp í næstu flugvél og farið til Evrópu eða Ameríku til þess að vinna á Englamóti. Þeir yrðu einnig að geta haldið mót hér á landi til þess að sýna að þeir væru sterkt afl í íslensku mótorhjólalífi. Klúbbur sem ætlar að dufla við Englana yrði að hafa gott skipulag og hafa yfir að ráða stóru klúbbhúsi og getað tekið á móti öðrum Englum." -em (slenskir bifhjólamenn eru friðsamir: Halda haustógleði og vetrarsorgardrykkju Á íslandi eru samkvæmt heimild- um DV rúmlega tíu mótorhjóla- klúbbar, sumir innan Sniglanna og aðrir utan. Verið er að kortleggja þessa klúbba. Sniglamir eru aðilar að Evrópusamtökum sem vinna nær eingöngu að því að fylgjast með löggjöf, sem Evrópusambandið hyggst setja, um allt er varðar bif- hjól og bifhjólamenningu. íslendingar eru ekki i sambandi við erlendar ribbaldaklíkur. Að því er blaðið kemst næst eru engir klúbbar á íslandi sem sverma fyrir Vítisenglunum þessa stundina. Sam- kvæmt heimildum blaðsins reyndi islensk klíka, Óskaböm Óðins af fá inngöngu í Vítisenglana en án ár- angurs. í dag er þessi klíka öðruvísi samansett og heimildir herma að þeir hafi ekki vakið máls á því aftur. í tímariti Vítisenglanna, Scanhike, var grein í vor um þennan klúbb. Oddviti Óskabamanna, Gunnar Þór Jónsson, Gunni klútur, neitar að Óskabömin hafi áhuga á inngöngu í Vítisenglana og segir engan stuðn- ingsklúbb Englanna hér á landi. Hann segir Sniglana halda sambandi við Englana vegna þess að Vítisengl- amir vilji vita hvað sé að gerast í mótorhjólamálum um aflan heim. Ekkert óeðlilegt sé við að grein um Óskaböm Óðins, sem em flest heið- in, hafi birst í Scanbike. Engar hefndir „Nokkrir íslendingar hafa farið á landsmót í Noregi og við fáum til okkar útlendinga á landsmót. Bif- hjólasamtökin eru ekki i beinu sam- bandi við erlendar mótorhjólaklíkur. Erlendis eru klúbbarnir minni og starfa eins og fjölskyldur en Snigl- amir eru ekki stuðpúðar fyrir félaga sina. Allt gengið fer ekki og hefnir ef eitthvað kemur fyrir einn,“ segir Þóra Hjartar Blöndal Snigifl. Tfl þess að geta gengið í Sniglana á íslandi verða þrettán félagar að samþykkja viðkomandi en mótor- hjólapróf er ekki skilyrði. Kæmstur og kærastar Snigla, eða „hnakk- skraut", eins og þau em köfluð, vildu fá leyfi til þess að ganga í Sniglana og vom þá ekki alltaf með próf. Friðsælir klúbbar „Allir mótorhjólaklúbbar á Islandi eru mjög friðsælir. Þeir líkjast ekkert klúbbunum úti þar sem verið er að berja fólk ef merkin eru of lík. Snigl- amir eru hálfgerður skátaklúbbur ís- lands,“ segir Valgerður Guðrún Hjartardóttir, Snigill frá 1989. „Markmiðið með stofnun Snigl- anna var frá byrjun að efla samskipti bifhjólamanna en núna era 1087 með- limir i Bifhjólasamtökum lýðveldis- ins. Margir sem era i minni klúbbun- um era líka í Sniglunum. Litið er á Sniglana í dag eins og FÍB eða hags- munasamtök,“ segir Valgerður. Á hverju ári standa Sniglarnir fyr- ir heilmikilli dagskrá. í febrúar er grimuball, árshátíð í byrjun apríl, 1. maí hópkeyrsla, landsmót Snigla og hjóladagur Snigla. Einnig fara Snigl- amir í Landmannalaugar síðustu helgina í ágúst á hjólunum. Snigl- arnir halda aðalfund á hverju ári og- haustógleði ásamt vetrarsorgar- drykkju. Einnig era farnar smáferð- ir á milli, meðal annars bamaferð. Á landsmót Snigla mæta allir klúbbar á landinu en ekki er á hreinu hversu margir þeir eru. Klíkur og kunningsskap- ur „Landið er meira og minna ein „Stelpum hefur fjölgað og það gapir enginn iengur þegar maður tekur af sér hjálminn," segir Valgerður Guðrún Hjartardóttir Snigill. DV-mynd JAK heild og í þorpum halda klúbbarnir þétt saman en þeir eru flestir Snigl- ar. Klíkumar eru yfirleitt tengdar kunningsskap en ekki búsetu. Þær eru yfirleitt ekki skipulögð félög," segir Þorsteinn Marel, eða Steini Tótu eins og hann er kallaður hjá Sniglunum. „Ég hef ekki heyrt að Sniglarnir hafi neitt sérstakt álit á Vítisengl- unum eða Banditos. Ég er ekkert minni hjólamanneskja vegna þess að ég keyri um á Racer heldur en ef ég keyrði um á biluðum Harley Dav- idson. Öllum sem ég þekki þykir of- beldið sem fylgir erlendu klúbbun- um fáránlegt. Af hverju ættum við ekki að geta hjólað saman í sátt og samlyndi án þess að vera með of- beldi eða nota dóp? Klúbbar á ís- landi eru af hinu góða því það myndast góður kjarni sem þjappar fólki saman," segir Valgerður. Sniglarnir mæta yfirleitt góðu viðmóti hjá fólki og hefur það breyst á undanförnum árum. Snigl- arnir taka að sér gæslu á hátíðum og tónleikum og hafa yfirhöfuð mjög góð samskipti. Sniglar og lög- regla eiga fund á hverju ári þar sem báðir aðilar koma sjónarmiðum sín- um á framfæri. Stelpum fjölgað „Stelpum hefur fjölgað og það gapir enginn lengur þegar maður tekur af sér hjálminn. Félagsskap- urinn er mjög misjafn því það eru allar tegundir fólks þarna, frá at- vinnuleysingjum til alþingismanna. Meirihlutinn er þó mjög gott fólk en svartir sauðir eru til í þessum fé- lagsskap eins og annars staðar. Við erum engir englar,“ segir Valgerð- ur. -em Full búð afnýjum vöru, frá Mexícó og lndlandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.